Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1936, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.01.1936, Blaðsíða 8
r 8 F Á L K I N N Austurríkismenn Inku í surtiar við að gera bílveg yfir Grossglocknerskarð í Alpafjöllum og er þessi vegur full- komnasti og merkilegasti fjallvegur í álfunni. Hann liggur allra vega hæst: um og yfir 2500 metra yfir sjó, og hann er breiðari en allir aðrir fjall- vegir og svo vel lagður, að þar eru háðir kappakstrar á bifreiðum. Sýnir myndin slíkan kappakstur og áhorf- endur, sem hafa gott útsýni yfir veg- inn. Á þessum slóðum er Ijómandi fallegl, og fjallið Grossglockner, sem er 3800 metra hátt, mjög eftirsótt af göngugörpum, enda hefir vegur þessi nær eingöngu verið lagður til þess að draga að skemtiferðafólk. Á myndinni hjer að neðan sjest Alex- andrína drotning á basar, sem hald- mn var í Khöfn til ágóða fyrir Dia- konissestiftelsen. Afgreiddi hún þar við eitt borðið og seldi1 vel. Danska verkfræðingaf jelagið liefir ný- verið lokið við að reisa siórhýsi eitl mikið í Kaupmannahöfh, sem fram- vegis verður lieimili fjelagsins. Stend- ur það við Vester Farimagsgade og kvað vera afbragð annara húsa að öllum frágangi og fyrirkomulagi. Á myndirini hjer að ofan er sýnt and- dyri hússins. Bogfimi hefir [rii alda öðli verið ein af uppáhalds íþróttum Englendinga. Var hún iðkuð þar í fornöld og á miðöldum og ein af bestu listum þjóð- söguhetjunnar Robin Hood var sú, hve vel luinn skaut af boga. Þegar önnur skoivopn urðu almenningseign var boginn lagður á hilluna, en síð- ustu árin hefir bogfimi komist í tísku aftur og er nú iðkuð bæði af körlum og konum. Myndin er af samkepni kvenna í Oxford. i «

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.