Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1936, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.04.1936, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 f „Spanskflugan“. Þessi vinsæli ærslaleikur Arnolds Bach’s hefir verið tekinn til sýning- ar á ný og var leikinn í fyrsta sinn á sunnudaginn var. Er það til marks um ágæti leiksins, að graf-alvarlegir þingmenn hlóu eins og börn, en hinir ljettlyndari grjetu af hlátri. Og ef hægt væri að veltast um af hlátri þá hefði það verið gert líka, en sem betur fer eru sætin svo þröng að allir eru í skorðum. Þó að leikurinn væri prýðilegur af allra liálfu þá leyndi það sjer þó ekki, að það var Friðfinnur Guð- jónsson, sem „átti“ fólkið. Það er sjaldgæft að sjá og heyra þvílíkan fögnuð meðal íslenskra áhorfenda og þeir sýndu honum, og maður komst beinlínis i gott skap við að vera vottur að slíku. Blómunum rigndi yfir liann og hláturgusurnar stóðu upp undir loft. — Og aðrir fengu sitt líka. Yfirleitt má segja, að leikendum öllum væri prýðisvel tek- ið og framkallanirnar eftir leilcinn voru miklu fleiri en maður á að venjast. Allir gleymdu að „verða fyrstir“ til að ná í yfirhafnirnar sinar. Frú Marta Kalman ljek hina sið- góðu kvenrjettindakonu, eins og hún hefði ekki gert annað um æfina en að vera á kvenrjettindafundum og ungu stúlkurnar, Þóra Borg og frú Magnea Sigurðsson voru innilega „skotnar og sætar“. Ivarlarnir fjór- ir og kvennamennirnir voru góðir liver í sinni gerin. Og Assyríufræð- ingurinn Indriði prýðilegur á köfl- um, en dálítið laus í rásinni. —• Gestur Pálsson var ágætis lögfræðing- ur. Spáhskflugan er besti plástur gegn leiðindum. Efsta myndin sýnir Friðfinn með blómin, þá er næst mynd af Frið- finni, sem Sinnepskaupmanninum fræga og loks mynd af leikendunum öllum. SAUMAVJELAB Mikill fjöldi ánægðra notenda um land alt ber vitni um gæði saumavjela okkar. Fyrirliggjandi handsnúnar og stígnar vjelar af ýmsum gerðum. Greiðsluskilmálar hagkvæmir. VERSLUNIN FÁLKINN ingar Brunatry ggi n gar Sjóvátryggingar A myndinni sjest kafli úr ríkisbifreiðabrautinni milli Weyarn og Ros- enheim. Leiffin liggur um faUegusiu svæffi viö rætur Alpafjalla, og mun brú þessi verffa vígð á hvítasunnu n. k. Jslensk verslunarbrjef. heitir bók, er samið hefir Konráð Gíslason verslunarmaður en h.f. ísa- foldarprentsmiðja gefið út. Segir í formála bókarinnar að hún sje eink- um ætluð þeim, sem læra vilja versl- unarbrjefaskriftir á erlendum mál- um, þ. e. að brjefafyrirmyndirnar sjeu einskonar verkefni til þess að þýða á önnur mál. En bókin er ann að meira; hún er sýnishornasafn af brjefum um allskonar efni, sem svo að segja daglega koma fyrir hvern þann, er við verslun fæst. Og mörg- um verslunarmanninum er fuil þörf á að hafa slíka bók við hendina, jafnvel þó að um innlend brjef sje að ræða, þvi að það er lisl útaf fyrir sig, að skrifa verslunarbrjef svo, að þau komi að fullum notum, sjeu glögg og skipuleg en ekki rugl- að úr einu í annað nje brjefsefnið látið kafna úndir vaðli, sem ekki kemur málinu við. Þessi bók mun sniðin eftir út- lendum sendibrjefaformum en eigi að síður er málið á henni gott. Og efn- inu er skipulega niðurraðað. Þar eru fyrst almennar leiðbeiningar um stil og frágang brjefa, en þvínæst koma brjefasýnishornin sjálf. Eru þau 100 alls og skift niður í þrjá kafla. Það er ekki að efa, að bók þessi mun verða mörgum verslunarmanni og kaupmanna til mikils ljettis. Sýu- ishornin eru vel valin og bókin i heild nýtileg „formálabók“ þeim, sem skrifa þurfa verslunarbrjef.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.