Fálkinn - 18.04.1936, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
STYRJÖLDIN I' ABESSINÍU.
Myndin hjer að ofan er af abess-
inskum hermönnum á leið til vig-
stöðvanna. Eru þeir allir i einkenn-
isbúningum og vopnaðir hyssuni, en
annars eru sumar herdeildirnar
klæddar að innfæddra manna sið og
hafa einkum lagvopn en ekki byssur,
því að hermennirnir í Abessiníu eru
niiklu fleiri en hermannabyssurnar
í landinu. Það sem Abessiníumenn
vantar þó tilfinnanlegast eru lækn-
ar og hjúkrunarkonur, sjúkraskýli
og hjúkrunargögn og meðul. Segja
erlendir blaðamenn að særðii' her-
menn líði mestu brautir vegna vönt-
unar á þéssu. — Á myndinni sjest til
vinstri kofi innfæddra manna, hring-
myndaður og með hálmþaki, eins og
fiestir mannabústaðir eru i Abess-
iniu, utan borganna.
„AUGAГ í STÆRSTA KÍKI
HEIMSINS.
Þessi spegill hefir verið smíðaður
í stærsta stjörnukíki heimsins, sem
á að verða i Mount-Palbma-stjörnu-
turninum í Kaliforníu. Menn sjá
stærðina með þvi að bera spegilinn
saman við mennina.
NÝR SLEÐI.
Þessi sleði er ný uppgötvun. Er
hann með tveimur meiðum, en þeir
eru ekki samsíða heldur livor fram
af öðrum, eins og hjólin á reiðhjóli.
JAN KIEPURA OG MARTHA
EGGERTH
hafa nýlega lokið við fyrstu mynd-
ina, er þau hafa leikið saman í
U. S. A., eru nú komin heim aftur.
hafa að jafnaði „tvífara", seni geta
hlaupið í skarðið fyrir þær í minni
háttar leikatriðum. Hjer sjest Dolores
del Hio t. v. ineð tvífara sinn. Sú
rjetta er til vinstri á myndinni.
WILLIAM CHAPLIN
heitir þessi maður og var hann
blaðamaður í Abessiníu fyrir ame-
ríkanskt blað, en er nú kominn lieim
eins og margir aðrir blaðainenn,
vegna þess að hann þoldi ekki lofts-
lagið. Chaplin heldur að stríðið
standi að minsta kosti í fimm ár.
FORNMENJAR VIÐ LUXOR.
Ameríkanskur leiðangur hefir ný-
lega fundið tvær gamlar grafir við
Luxor í Egyptalandi. Bíða menn þess
með óþreyju, að fá að vita hvað þær
hafi að geyma.
KARNEVAL f NISSA.
Myndin hjer að ofan er úr einni
. skrúðgöngunni" á síðustu kjöt-
kveðjuhátíð i Nizza og sýnir „út-
ganginn" á fólkinu.
AMPERE-FRÍMERKI.
Hinn 10. júni eru liðin 100 ár sið-
an hinn frægi eðlisfræðingur Ampere
dó. í tilefni af því hefir þetta frí-
merki verið gefið út!