Fálkinn - 18.04.1936, Blaðsíða 8
8
F Á L IC I N N
VNCSSfU
U/6NMIRMIR
Þjóðsagnadýr.
í gamla daga þegar fólk trúði á
forynjur og tröll, trúði það lika því,
að í fjarlægum löndum væru til alls-
konar furðudýr, og að i vötnununi
væru ýmiskonar skrímsli og ófreskj-
ur, sem aldrei hafa verið til. Og
þessi trú var svo sterk, að menn
teiknuðu jafnvel myndir af þessum
furðukvikindum, eftir lýsingum þeirra
sem þóttust liafa sjeð þau og kom-
ist í tæri við þau. Jeg hugsa að þið
hafið gaman af að sjá prentaðar
myndir af sumum af þessum teikn-
ingum, og þessvegna ætla jeg að
sýna ykkur nokkrar þeirra í dag.
Fuglinn Fönix
hafið þið sjálfsagt heyrt nefndan.
Hann var talinn eiga heima í Ara-
biu eða Indlandi en frægð hans barst
um allan heim. Hann var á við örn
að stærð og svo mikið litskrúð á
fjöðrunum, að þar mátti sjá alla liti
í heimi. Stjelið var gylt, vængirnir
purpurarauðir, nefið og klærnar
himinblátt og geislabaugur um höf-
uðið. Samkvæmt þjóðsögunni er al-
drei til nema einn fugl af þessari
tegund. Þegar hann er orðinn fimm
hundruð ára legst hann i hreiðrið
sitt og bráðlega kveikja sólargeisl-
arnir í því og þessi fagri fugl brenn-
ur í - eldinum. En upp úr logunum
flýgur nýr fugl Fönix, ennþá fallegri
en fyrirrennarinn.
Eitt af skritnustu dýrunum, seru
sagt er frá i goðafræði Grikkja er
„kímeran", sem er eignað það að
hafa leitt ógæfu yfir svo margan
manninn. Þetta er heldur ckki fallegt
dýr. Það er líkast ljóni en upp úr
hrygg þess vex geitarhöfuð. og í
stað rófunnar er eiturnaðra.
Talið er að um 35.000 viltir kettir
haldi til í Kaupmannahöfn. Dýra-
verndunarfjelagið hefir nú hafist
handa til þess að reyna að gera eitt-
hvað fyrir kettina, sem svelta og
líður oft afarilla í kuldum og voshúð.
Þetta dýr hefir bæði nef og klær
og er einna likast hana með dreka-
vængi og drekasporð. Það er svo
rameitrað, að ef það lítur á mann
þá hnigur hann dauður til jarðar. Og
það er sagt að eina ráðið til að drepa
kvikindið sje sú, að lialda spegli fyr-
ir framan það, því að þegar það sjer
sjálft sig þá drepst það. Hjer er því
tlin líkt dýr að ræða, eins og skoffín-
ið, sem íslenska þjóðtrúin kann að
segja frá, og sagt er að sje afkvæmi
tófu og kattar.
MoldsvíniÖ.
Þá er ekki neitt spaug að verða á
vegi moldsvinsins. Kamburinn á
hrygg þess er hárbeittur eins og
hnífsegg, og þessvegna væri það
ekki gaman, að það lilypi á milli
fótanna á manni, þar sem maður er
á gangi, og þyti svo áfram með mann
á bakinu.
Sfinxinn egyptski.
hefir mannshöfuð og ljónsbúk. í með-
vitund Egypta var sfinxinn ímynd
goðlegrar tignar og rólyndis og var
mikið notuð táknmynd í átrúnaði
þeirra. Sjást víða sfinxmyndir með-
fram vegum þeim, sem liggja að
musterum Forn-Egypta.
kemur víða við sögu i gömlum bók-
mentum íslendinga og annara þjóða
og þær eru margar sögurnar, sem
geta um dreka er spúðu eldi og voru
hinir mestu meinvættir. En hvergi
hefir drekaátrúnaðurinn verið jafn
almennur og i Kína, og þar eru lil
sögur um sæg af hetjum, sem hafa
barist við dreka, þessi geigvænlegu
skrímsli með glenta vængi, sporð
með skeljum á og gapandi hvopt,
sem spýr eldi, og eitri. Stundum
flugu drekarnir fjall af fjalli með
gullið, sem þeir lágu á. Og þá sást
eldrák þar sem þeir fóru. En nú
köllum við þesskonar sýnir víga-
hnetti eða sljörnuhröp og erum liætt-
ir að trúa á dreka.
er með fuglsvængi en búkurinn
cins og á ljóni. Hann er með arnar-
liöfuð, hesteyru, og fax úr uggum.
Ilann er mjög blóðþyrstur og þjóð-
sagan segir um hann, að hann kroppi
augun úr ungum piltum og drekki
hjartablóð þeirra.
er seinasta furðudýrið sem jeg ætla
að segja ykkur frá i dag. Hann var
upphaflega maður, sem var neyddur
lil að hlaupa allar nætur í úlfslíki,
og hafði þá ekki nema þrjár lappir.
Á daginn var hann i mannslíki, en
var auðþektur á því, að augabrfm-
irnar á honum voru samvaxnar. Og
ef einhver maður varð til þess að
segja honum upp í opið geðið, að
liann væri varúlfur, þá frelsaðist
hann úr álögunum.
Nú hafið þið fengið sýnishorn af
siigunum um furðudýrin. Þær eru
ekki allar sem geðslegastar og þið
skiljið vist vel, að krakkarnir liafa
stundum verið hrædd í gamla daga
við þessi vondu dýr, eftir að fór að
shyggja,- ekki síst af því að fiíllorðna
fólkið notaði þau til þess að liræða
krakkana með, alveg eins og hana
Grýlu.
Samsetninaaþrantin
„Kombi“.
í þetta skifti eigið þið að setja
saman stykkin ykkar svo að þau
verði eins og myndin hjerna. Mynd-
in á að tákna eimreið, þó að hún
likist nú ekki beinlinis henni.
Túta frænka.
EFTIRMAÐUR RAS DESTA.
Eftir að Ras Desta heið hina lierfi-
legu ósigra sína á suðurvígstöðvuum
Abessiníu varð hann að hröklast frá.
Hjer er mynd af eftirmanni hans,
sem heitir Ras Mariam og er einn
at trúnaðarmönnum keisarans.
Kipling las einu sinni i dagblaði,
sem hann var áskrifandi að, að liann
væri dauður. Ritstjórinn liafði skrifað
langa minningargrein um liið látna
stórskáld. Kipling tók andlátsfregn-
inni með ró, settist niður og skrif-
aði brjef til ritstjóíans. Hann kvaðst
með mikilli athygli hafa lesið hin
fögru orð, sem um liann voru skrif-
uð að honum látnu'm. Ritstjórinn
væri áreiðanlegasti maður svo það
væri líklega alvcg rjett að hann
væri dauður. Ritstjórinn skyldi því
ekki halda áfram að senda lionum
blaðið og bað um að vera strikaður
út af áskrifendaskránni.
----x-----
Þrjár liálfgamlar systur í Hallandi
í Svíþjóð hafa orðið fyrir þvi óláni,
að vera gabbaðar hver af sínum
manninum, sem allir voru vinir. Pilt-
arnir höfðu náð öllu, sem þær áttu
af peningum, frá þeim, en það voru
samtals 10,500 krónur, auðvitað með
þvi að lofa að giftast þeim. En pen-
ingana notuðu þeir i áfengi og ann-
að kvenfólk. Þeir ljetu aldrei sjá sig
með „heitmeyjunum“ nema i kirkju,
oftast nær sátu þeir lieima hjá þeim
og lilustuSu á guðs orð í útvarpinu.
Nú hafa þeir allir verið teknir fastir
fyrir svikin.
----x-----