Fálkinn - 18.07.1936, Blaðsíða 5
F Á L K I N N
5
Ábessinsku fulltruarnir á fundinum í Genf. Til v. 'keisarinn.
yopnuni, — en þá voru orðin ýms
vandkvæði á því, vegna sölubanna,
sem ýmsar þjóðir höfðu lagt á versl-
un með vópn til Abessiníu — sam-
kvæml reglum Alþjóðabandalagsins.
í trausti til Aiþjóðabandalagsins
liefði hann hafnað ollum tilboðum
ítala, en sjer hefði brugðist það
traust. — Voru niðurtroðslur vissra
ríkja, á öllum þeim refsiaðgerðum
gagnvart ítölum, sem að nokkru lialdi
hefði mátt korna, ákveðnar með
leynisamningum á árinu 1935? spurði
keisarinn. Við báðum um fjárhags-
legan styrk — en öllu yar neitað!
Refsiaðgerðir, sem vitandi vits voru
ónægar og illa framkvæmdar, gátu
aidrei stöðvað árásaþjóð. Það er
ekki þjóðbandalagssáttmálinn sjálfur,
s(em þarf endurskoðunar við, heldur
siðferðislmgsjónir þjóðanna sem að
baki standa, sem þurfa endurbótar
við! sagði hann. — — —
Það er fúllyrt, að aldrei hafí nokk-
brri ræðu í Genf verið hlýtt með eins
djúpri athygli og ræðu þessa land-
flóttamanns, gráum á hörund eftir
gaseitrun og með örin eftir mörg sár
í andlitinu. „Og hvað sem hvítar
þjóðir vilja meina um menningarstig
Abéssiníumanna og þess manns, sent
í síðastliðin 20 ár hefir barist fyrir
framförum þjóðarinnar og aukinni
ntenningu, þá er þátturinn um það,
hver ábyrgðina lteri, ekki skrifaður".
' En það er ekki. vegna ærsla ít-
ölsku blaðámannanna, sem 30. júní
varð minnisverður dagur í Alþjóða-
sambandinu. Hann er og verður
minnisstæðari fyrir það, að þann dag
hrustu voriir hugsjónamannanna um,
að sámbandið gæti læknað mestu
meinsemd mánnkynsins: stríðið.
Þennan dag stóðu stjórnmálamenn-
irnir augliti til auglitis við þá stað-
reynd, að sjálf samkunda voldugustu
þjóða heimsins getur ekki læknað þá
m'einsemd.
Nýlega er látinn í Sviþjóð 72 ára
gamall fánajunker, Albin Mannby að
riafni, sem ýmsir kalla Dreyfus Sví-
þjóðar. Fyrir 20- árum var hann
dæmdur fyrir landráð og njósnir og
siðan hefir hann verið óþreytandi i
því, að fá mál sitt tekið upp til nýrr-
ar rannsóknar, en jafnan árangurs-
laust. Hinn 25. maí 1925 var harin
tel.inn fastur i Sundsvall, og sakaður
um að liafa komist að leynilegum
hernaðargögnum til þess að selja
þau útlendri þjóð (Rússum). Sið-
an hefir sannast, að i þá daga
voru engin slik hernaðargögn til
á þeim stað, Bremö; sem um var
að ræða. Hinn 30. nóvember s. á.
var hánn dæmdur fyrir landráð í
eins árs hegningarvinnu og sviftur
stöðu sinni í hernum. Málinu var
skotið til æðri dómstóla en allstaðar
staðfestur. Tíu sinnum reyndi Mann-
by að fá dóminn ógiRan en jafnan
árangurslaust. Nú eftir dauða lians
er verjandi lians að gefa út forsend-
ur þær, sem hann byggir sýknunar-
kröfu sína á.
AUGLÝSINGASTÖPULLINN
á myndinni hefir nýlega verið settur
upp í Berlín. Þar er bæði útvarps-
gjallarhorn, talsímaklefi og sjúkra-
umbúðir, ef slys kynni að verða í
nágrenninu.
hin nafntogaða auslurríska leikkona
liefir nýlega unriið stórkostlegan list-
sigur sem Jeanne d’Arc á Deutsches
Theater. Myndin sýnir hana í því
hlutverki.
Fyrir skömmu varð sá atburður í
spilabankanum í Nissa, að allir spila-
ýerðirnir — „croupiernar“ svoköli-
uðu — gerðu verkfaR. Verkfallið
hófst kl. 1 síðdegis þegar aRir sal-
irnir voru orðnir fullir af spilafúsu
fólki, sem beið þess með óþreyju að
fá að svala spilafýsn sinni. En það
varð ekkert spilað þann daginn. Loks-
ins daginn eftir náðust sættir i mál-
inu.
Stærstí maður
heimsins.
Það er. vist enginn maður til, sem
getur haft þann heiður aí. Röbért
Wadlovv,. að hann sje lengsti maður
i heimi. Hann er slúdent í ARon i
lRinois og er 2 metrar og 54 senti-
metrar á hæð. Hann vegur 185 kíló.
Og hann er aðeins 18 ára og er enn
að togna. Bætir hann að jafnaði við
sig 8 sentimetrum á ári og 5—6 kg.
við þyngdina. Ameríkönsku læknarn-
ir sem hafa rannsakað hann segja
að hann sje stórmerkilegur fyrir
kirtlarannsóknir nútímans og hafa
huggað hann með því, að hann muni
ekki hætta að vaxa fyr en hann sje
orðinn 35 ára. Það eru því likindi
til að hann verði mesta ofurlengja,
sem nokkurntíma hefir verið uppi á
jörðinni og miklu lengri en GoRat.
En þessi ungi maður sýnir dugnað
i fleiru en vextinum. Hann tók gagn-
fræðapróf sitt með ágætiseinkunn og
sömuleiðis stúdentsprófið. Nú er hann
farinn að lésa lögfræði og kennarar
hans spá honum bjarlri framtíð. Þyk-
ir það merkilegt að gáfitr hans skuli
fara langt fram úr því sem venjulegt
er eins og vöxtur hans, því að þetta
fer mjög sjaldan saman. Eins og títf
er um burðamenn er hann mjög gæf-
lyndur, en þó fýkur altaf í hann el'
hann er spurður hvernig veðrið sje
„þarna uppi‘“. Þessr spurning hefir
elt hann i fjögur ár.
Foreldrar Wadlows' eru i VeXti
eins og fólk er flest. Og tveir bræð-
ur hans, sem eru eldri en hann, eru
meðalmenn að vexti. Þetta er þvi
ekki fengið að erfðum heldur er það
eiristakt fyrirbrigði. En risínn á ekki
sjö dagana sæla. Fyrst og fremst er
það nú maginn. Hann þarf ferfaldan
skamt á við meðalmann og veitir
ekki af. Móðir hans, sem er nokkuð
ströng við drenginn, er sanit kníf-
inn á morgunmatinn handa lionum.
Hann verður að láta sjer nægja tíu
bolla af kaffi, átta harðsoðin egg og
pund af smjeri. Og húsmóðurinni,
sem er sparsöm, finst alveg nóg að
láta harin fá tvö pund af keti og
fjóra diska af grænmetissúpu til mið-
dags. Svo fær hann pund af osti eða
10—15 appelsinur í ábæti.
Wadlow þýðir ekkert að reyna að
fá að borða á veitingahúsum. Fyrsl
og fremst fær liann ekki nægju sína
nema hann borgi of fjár fyrir mat
inn og svo yrði hann að biðja um
matinn fyrirfram ef hann ætti að
verða tilbúinn á liæfilegum tíma.
Og svo er ekki gaman að koma inn
á opinberan veitingastað og segja
við þjóninn: „komið þjer með mið-
degismat handa fjórum" — þegar
maður er ekki nema einn. Því að þá
fer ekki hjá þvi að gestirnir i kring
hætti að borða og glápi á manninn
eins og naut á nývirki. Og svo á
pilturinn bágt með að koma fótun-
um fyrir undir venjulegu matborði.
Það liggur við að Wadlow farnist
líkt og Gulliver gerði í Pútalandi.
Þegar hann er á ferðalagi verður
harin að hafa heiían járnbrautar-
klefa fyrir sig éinan, til þess að
geta rjetl úr sjer. Skórnir sem hann
notar eru engin smásmíði. Vitanlega
getur hann ekki gengið inn í skó-
búðirnar og keypt sjer þar á fæt-
urna eins og aðrir dauðlegir inelin.
Hann verður að panta alla siriá skó
fyrirfram og láta smíða þá sjerstak-
lega. Þegar liann er á gistihúsum
verður liann að fá stærsta herbergið
sem til er. Þar eru þrjú rúm sett
hlið við hlið og þar liggur liann á
ská. Þvi að gistihúsrúm sem eru 254
sentimetrar á lengd hefir erin ekki
verið smíðað.
Það er yfirleitt margt sem amar
að risanum. Einu sinni reyndi hann
að setja stúlku stefnumót. í hliðar-
Ný vara.
STANDARD-Brons
— Duft í öllum regn-
bogans litum.
— Málning, löguð á
ofna, grindur osfr.
— Þaklakk, sem
hindrar að tjaran
seytlast í gegn.
STANDARD-BRONS
er sú tegund, sem
notuð er á loft-
skip Þjóðverja.
MÁLARINN
BANKASTRÆTI 7 SÍMI 1496
R
O
N
S
ÍRAK OG ARABÍA
hafa gert bandalag sín á milli og
samning um ýms málefni, er undir-
skrifaður hefir verið af fulltrúum
beggja þjóðanna. Maðurinn til hægri
á myndinni er forsætisráðherrann i
írak, A1 Mashimi,
götunni, jsém hann liafði valið fyrir
mótið vakti liann svo inikla atliygli
að fólk safnaðist í hópum kringum
hann svo að þegar stúlkan kom og
sá þetta flýði hún hið bráðasta. Hann
fær yfirleitt livergi að vera í friði.
Þegar hann kemur i bíó hrópar fólk
til hans að setjast, löngu eftir að
hann hefir kúrt sig í sætið eins vel
og hann getur. Og á knattspyrnumót-
um verður hann að standa fyrir aft-
an alla aðra til þess að skyggja ekki
á. Einu sinni ætlaði hann í Metro-
politanóperuna i New York. En þetta
er gainalt hús með lágum dyrum, svo
að hánn varð að beygja sig i keng
til þess að komast inn í stúkuna.
En Robert Wadlow tekur þessu
mótlæti með þögn og þolinmæði. „Jeg
verð að neita mjer um að vera sjálfs
míns herra þegar jeg er á almanna-
færi“, segir hann brosandi. ,„En
Bandarikjaforsetinn á ekki betra en
jeg“.
Bí’lstjóri nokkur fann nýlega vasa-
bók með 2000 krónum í bíl sinum.
Hafði farþegi týnt lienni. Bílstjórinn
náði í manninn, afhenti honum pen-
ingana og fjekk 1 krónu í fiindar-
laun. Maðurinn var ekki Skoti!