Fálkinn - 18.07.1936, Qupperneq 6
6
F Á L K 1 N N
Eilert Bjerke:
Konan í
Það var ljóst undir eins i barna-
skólanuin að Jan Ágárd átti óvenju-
lega framtíð fyrir höndum. Hann
hafði þrjú ákveðin sjerkenni: að
vera ærugjarn, stálminnugur og stór-
lega hugkvæmur. Tveir síðastnefndu
eiginleikarnir fara sjaldan saman.
Minnugi maðurinn lendir oftast við
kennarapúltið eða á heiðarlegum
skrifstofustól. En liugarflugsmaður-
inn lendir í listum, skapandi visind-
um eða uppgötvunum.
Engum fjelaganna datt í hug að
reyna að keppa við Jan um að verða
efstur í bekknum. Námið' var honum
eins og leikur. Og þó höfðu engir
þeirra betri tíma afgangs en hann
til leikja og íþrótta. Hann lauk mjög
góðu stúdentsprófi á einu ári. Það
var eins og hann þyrfti ekki nema
blaða í kenslubókunum til þess að
þekkja innihaldið og tileinka sjer
jjað. Þannig virtist það að minsta
kosti vera þegar hann átti að standa
reikningsskap á kunnáttu sinni.
En þó undarlegt megi virðast var
hann sjö ár að ná embættisprófi i
læknisfræði ineð lofseinkunn. Þetta
var þó af sjerstökum ástæðum. Það
var nefnilega á þessum árum sem
liann hitti konuna.
Snarráðri stúlku, Sylvíu að nafni,
kátri og ágengri og ástleitinni, en
jafn lausri við mentun eins og sam-
visku. Mannorð hennar var þegar
orðið taisvert snjáð, þegar stud. med.
Ágárd gerðist fórnardýr hennar. Hún
átti það mest lokkandi en um leið
það ótrygglyndasta augnaráð, sem
hann mintist að hafa sjeð hjá nokk-
urri lifandi veru. Það lagði liann
beinlínis í læðing. Hjer hafði hann
hitt beina andstæðu sína. Honum
fanst það lífsköllun sín að hnoða
einhverri sál inn í þetta fagra en
að svo stöddu gjörtóma og ábyrgðar-
lausa liulstur. Þegar greindur mað-
ur tekur að sjer svo vafasamt fyrir-
tæki, þá táknar þetta það eitt að
hann sje báiskotinn og taki ekki
neinum skynsamlegum sönsum.
Hún var upp með sjer yfir þvi að
jafn gáfaður maður skyldi tilbiðja
sig. Hún liafði samviskulaust visað
ýmsum ungum mönnum á dyr undir
eins og henni fór að leiðast þeir.
Einum þeirra — hann var jarðeig-
andi — hafði orðið svo mikið um,
er hann komst að því, að hún liafði
dregið hann á tálar, að hann tók
skammbyssuna og „gerði það sjálf-
ur“, eins og hún komst að orði.
Auðvitað varð henni talsvert um
þennan atburð. En í hjarta sínu var
liún upp með sjer af honum. Maður
í góðum efnum fórnar sjaldan lífi
sínu fyrir kvenfólk. Honum eru svo
ótal margir aðrir vegir færir. Þegar
hann gerir það samt, hlýtur konan
að vera sjerstaklega mikils virði.
Stud. med. Ágárd tafðist þannig
talsvert við að kynnast þessum töfr-
andi kvenmanni. Hún krafðist dag-
legrar umhyggju. Hann skifti sjer
milli hennar og námsins eins og
hann gat. Það var ástæðan til að
prófinu seinkaði svona. En hún sveik
hann í raun og veru ekki á þessu
timabili, liún fór jafnvel að dáðst að
sjálfri sjer fyrir trygglyndið. Þetta
hlaut að vera sönp ást.
Þau gengu i hjónaband sama dag-
inn og hann settist að sem læknir í
lítilfjörlegu sveitalijeraði. Fyrsta ár-
ið hafði hún til að fylgja honum á
sjúkrahúsið, standa hjá. honum við
banabeðinn, hristast með honum í
kerrunni eins og góður kunningi.
lífi hans.
Hann var símalandi en tók ekki eftir
að hún hafði engan áhuga fyrir því,
sem hann talaði um — að heilann
vantaði blátt áfram í hana. En hún
var konan í lífi hans.
En henni leiddist sveitalífið meira
en hún hafði gott af. Hún var altaf
að klifa á því að komast í höfuð-
staðinn. í fyrstu þorði hann ekki að
láta þetta undan henni. Maður veit
hverju maður sleppir, en ekki ....
Fyrst varð hann að koma fyrir sig
fótunum. Hann vann að doktorsrit-
gerð i öllum fristundum sínum. Og
einn góðan veðurdag gat hann glatt
hana með því, að háskólinn hefði
viðurkent ritgerðina.
Eftir þessa viðurkenningu á gáf-
um hans gat hún talið hann á, að
flytjast i höfuðstaðinn. Hann settist
að sem vitjanalæknir í vesturbænum,
nánar tiltekið i Thomas Heftyesgate.
Það reyndist lítið eða ekkert að
gera. Ef þau ættu að geta greitt
húsaleiguna fyrir 4 herbergja ibúð
urðu þau að taka tvo leigjendur.
Jan Ágárd barðist fyrir viðurværinu.
Vinnukonu gátu þau ekki haldið
og Sylvia varð að sætta sig við að
þvo upp sjálf.
Svo losnaði prófessorsembætti i
læknisfræði. Jan heimtaði og fjekk
að hafa fult næði. Hann sá varla
konu sina, vann eins og hamhleypa
allan sólarhringinn og svaraði ekki
einu sinni í síma.
Árangurinn af þessu varð stór-
merkilegt rit, sem hann Ijet fylgja
umsókn sinni um prófessorsembætt-
ið. Háskóladeildin varð hrifin af þvi.
Vegna þekkingar sinnar var hann
sjálfkjörinn í embættið.
Nú settist Ágárd prófessor að í
húsi á róleguin stað fyrir utan borg-
ina. Hann vildi stunda vísindi sin
óáreittur af hávaða og bílasóti.
Hann var í laumi að sýsla við
viðfangsefni, sem á sinum tíma gæti
orðið öllu mannkyninu til blessun-
ar. En hann hafði ekki tekið konuna
með í reikninginn. Hann hafði gifst
lífsglöðu fyrirbrigði, sem hugsaði
rnest um það að njóta skemtana í
lífinu. Daglega var húsið fult af
gestum. Árdegis tuttugu sögusmettur
í teboði og á kvöldin hersing af
húsvinum, sem komu til þess að fá
sjer grogg og rabba.
Jan Ágárd var í örvæntingu. „Fær
maður aldrei vinnufrið?" andvarpaði
hann.
„Blessaður vertu“, sagði frúin, „við
erum aitaf í samkvæmum, svo að
við getum ekki neitað að taka á
móti heimsóknum vina okkar“.
„En ef við færum dálitið sjaldn-
ar í samkvæmi?“
„Ertu frá þjer! Prófessorar verða
að hafa mikið um sig heima við“.
„Á jeg iíka að hafa skyidu til að
vanrækja störf min?“
„Þú getur ieikið þjer að þvi að
Ijúka þeim fyrri part dags. Á kvöld-
in verðum við að taka á móti gest-
um“.
Hann stóð henni ekki á sporði i
þessum efnum. Ef hann hefði verið
þrekmaður hefði hann hreinsað til
á heimilinu og sagt: Út með öll
sníkjudýr! Jeg þarf að vinna! Enga
grogg-gesti í kvöld. Og engar heim-
anferðir í samkvæmi hjá Pétri og
Páli!
Jan Ágárd var of veikgeðja til þess
að taka upp slíkar reglur. Hann
sætti sig við alþ sem konan ákvað.
Hann varð að fórna vinnu sinni þeg-
ar heimilið fyltist af landeyðum.
Hann var hamslaus af gremju í ein-
rúmi en hafði aldrei þrek til að reka
hyskið á dyr. Jan Ágárd vanrækti
störf sín í sífellu. Hann var fæddur
vísindamaður en lenti undir fargi
sjergóðrar og áhugalausrar konu
sinnar.
Það var teboð hjá frú Sylvíu.
„Maðurinn minn er hræðilegur
harðstjóri", sagði hún. „Á jeg að
segja ykkur að í gær stakk jeg upp
á því við hann að kaupa skemtibú-
slað við Rivierann fyrir tækifæris-
verð. Hverju haldið þið að liann
hafi svarað?: Fyrst verð jeg að
borga skuldir mínar frá stúdentsár-
unum og þær eru 10.000 krónur. —
Hvað finst ykkur- — Svo verð jeg
að horga húsaleigu, ljós og hita, síma
og gas og þvott og alt til heimilis-
þarfa og skólagjald fyrir drenginn.
Og svo kemur það, sem við eyðum
í skemtanir: leikhús, bió, veitinga-
hús og samkvæmi. — Hann fór ekki
einu sinni hjá sjer þegar hann sagði
að við eyddum 500 krónum á mán-
i.ði í skemtanir. Og þessu á maður
að súpa seyðið af. Mjer finst þetta
skammarlegur rógur. Við leggjum alt
á okkur fyrir manninn og svo nefnir
hann svona reikninga!"
Og allur kveniiafansinn komst i
uppnám við þetta útsýni yfir hjóna-
bandið. „Já, þetta er óttalegt“, sagði
ein. „Svona eru karlmennirnir".
„Maðurinn minn vinnur nærri alt-
af eftirvinnu og kemur sjaldan heim
á rjettum háttatíma", vitnaði önnur.
„Og minn er altaf að fara á ráð-
slefnur til útlanda", sagði sú þriðja.
„Stundum er hann heilan mánuð að
heiman í einu. Hvað finst ykkur um
aðra eins liundameðferð?"
„En minn“, sagði Sylvia þrútin af
fyrirlitningu, „hefir til að fara inn í
leyniklefann sinn og loka sig þar inni
og vinna nótt eftir nótt, þó að liann
viti að hann eigi ástríka konu“.
Sylvia Ijet hávaðann frá gestaboð-
inu glymja i öllu húsinu. Sjálf var
hún gjörsneydcf því að hafa nokkurt
sálarlíf. Hún gat framreitt góðan mat
og góðan drykk eins og hver vildi
hafa. En sá sem liafði verið með
lienni eina kvöldstund hlaut að
segja: Þetta er Sahara allrar greind-
ar. — Og þó var önnur tilfinning i
einskonar samlífi með henni. Ást-
fýsni en enginn vottur gagnkvæmr-
ar samhygðar. Hvernig gat nokkur
samhygð orðið þar sem hvorki var
skifst á orðum nje liugsun?
Jan Ágárd hafði sjeð fram á harm-
sögu sína án þess að hafa orð á því.
Hann hafði líka skilið, að aðrir sáu
hvernig komið var. En hvenær sem
tækifæri gafst gerði hann sjer far
um, að sýna fram á kosti konu sinn-
ar. „Er hún ekki falleg?" gat hann
sagt, þegar hann var að spila við
kunningjana. — „Jú, vist er hún
það“, svaraði máske einhver kunn-
inginn, „þrjá tígla!“
Ágárd prófessor tókst að gera á-
gætt blóðvatn gegn liðagigt. En hann
fann aldrei blóðvatn gegn konunni
sinni. Hún var sífelt eins og pest,
sem eitraði líf hans. Á hverjum degi
dró hún úr starfsþreki hans sem
vísindamanns. Hann gat verið að
brjóta lieilann um læknisfræðisgátur,
þegar hún hafði til að segja: „Þú
ert svo subbulegur í kvöld. Farðu
inn og rakaðu þig“.
„Truflaðu mig ekki“ muldraði
hann. „Jeg er að hugsa um flókna
gátu“.
„Það bannar þjer enginn að
hugsa meðan þú ert að raka þig. En
jeg vil ógjarnan, að þú lítir ekki út
eins og manneskja. Þú ert ekki svo
gamall enn, að þú hafir ástæðu til
að verða eins og hjervilla. Hjer geta
komið gestir, livenær sem verkast
vill. Og þú getur ekki sýnt þig eins
og þú ert“.
Hann andvarpaði og ýtti frá sjer
liandritunum sínum, hughrifin voru
horfin og komu ekki aftur þann
dagiiln. En þegar liann skömmu sið-
ar liorfði á sápufreyðandi andlil sitt
í speglinum, gat liann ekki að sjer
gert að segja í einlægni við sjálfan
sig:
„259fc vísindamaður, 75% konu-
þræll“.
í sama bili hringdi grogg-gestur
á dyrnar. Svo að frúin gat hrósað
sigri: „Hvað sagði jeg ekki?“
Svona gekk það árið út og árið
inn. Hinar miklu gáfur Jan Ágárd
voru eins og ógróin jörð. Það var
ekki nokkur neisti i fyrirlestrum
hans á háskólanum. Stúdentarnir
komust að þeirri niðurstöðu, að
þeim notaðist tíminn betur ef þeir
sætu yfir bókum sinum en sæktu
fyrirlestrana. Því að fyrirlestrar hans
voru úr hófi fram leiðinlegir. Það
kom fyrir að ekki hlustaði nemu
einn áheyrandi á hann, en hann
var líka tryggur gestur — fórnfús
og meðliðandi. Það var ógerningur
fyrir prófessorinn að halda fyrirlestur
fyrir gjörtómum sal — svo mun
þessum eina manni liklega hafa
fundist.
En svo lagðist prófessorsfrúin á
sóttarsæng. Það var eitthvað að
lungunum. Ágárd fjekk sjerfræðinga
til að vitja hennar og sagði: Jeg
stunda aldrei mína nánustu. Það
verða aðrir að gera!
Frú Ágárd lá á spitalanum. Hann
kom daglega til hennar. Það bráði
af henni stundum og þá óð ó henni
um ýms lijónabönd i borginni. Og
smám saman urðu sögur hennar enn
ótrúlegri. Þegar hún var að dauða
komin var varla það hjónaband til
í bænum, sem ekki var að fara í
hundana. Ágárd fanst sem konan sín
mundi taka andvörpin, um leið og
síðasta hjónabandið leystist upp.
Það liófst nýtt líf hjá Jan Ágárd.
Alt í einu hafði hann eignast dýr-
mætar gjafir; hús, sem hann bjó einn
í, gáfurnar og frelsi eins og hann
vildi. Eigi að síður var eins og at-
liafnafýsn hans væri lömuð. Að visu
lijelt liann grogg-gestunum í fjarlægð
og tók, ekki þátt í samkvæmislifinu.
En hvernig stóð á, að hann hafði
varla framkvæmd í sjer til nokkurs
hlutar? Hversvegna kom ekki gamla
greindin upp í honum og gaf hon-
um efnivið í ný sköpunarverk? Hann
vann daglega vinnu sínu en heldur
ekki meira. Enginn varð nokkurn-
tíma var við frumlega hugsun frá
honum. Hann skrifaði með miklum
erfiðismunum nokkrar greinar fyrir
Læknablaðið, en þær voru nánast
btekiðnaður, sem ekkert gagn var i.
Það var komið með konulík inn
á skurðlæningadeild Ágárds pró-
fessors á háskólanum. Meðan pró-
fessorinn var að kryfja líkið varð
hann alt í einu svo ákaflega
mælskur:
„Þessi kona hefir verið ákaflega
óhamingjusöm", sagði hann. „Hún
hefir með öðrum orðum haft sál, og
það er fyrsta skilyrðið fyrir lieiðar-
legu tilfinningalífi. Takið þið eftir
andlitsdráttunum liennar! Það ljóinar
af þeim góðlyndi og gáfur. Hve und-
ursamlega mikil hefir liún ekki ver-
ið ó þeirri stundu seni hún var að
skilja við. Sjáið þið hvað hún líkist
„stúlkunni frá Signu“. Það er sjald-
gæft að fá sjólfsmorðingja, sem líta
svona út, stúdentar góðir“.
„En er það ekki vanmáttarkend
þegar konur ganga út i dauðann nú
á okkar timum, vegna þess að þær
eiga að fæða barn??“ sagði einn
stúdentanna gáskafullur.
Ágárd prófessor horfði hvast á
stúdentinn um stund:
„Jú, vitanlega. Fræðilega ætti hver
Frh. á bls. 10.