Fálkinn - 18.07.1936, Page 8
8
F Á L K 1 N N
VNCWW
LE/SNMIftMIR
Ólympsleikar og íþróttir.
Jeg get hugsað, að ykkur þyki gam-
an að því að sjá leikvöllinn eða
iþróttavöllinn, sem þátttakendur
Olympsleikjanna eiga að keppa á í
næsta mánuði, þar á meðal Íslendiíig-
arnir, sem þangað koma. Þið sjáið
sjálfan völlin til vinstri, á teikning-
unni sem merkt er 1. Svörtu kaflarn-
ir eru gangbrautir, en hvitu braut-
irnar sem merktar eru með 2, eru
áhorfendasvæði og komast þar fvrir
85 þúsund áhorfendur. Reiturinn sem
merktur er með 3 er yfirbygður á-
horfendapallur, þar sem dýru satin
eru. Við hliðina á leikvanginum, til
hægri er sundlaugin stærsta. Sjálf
laugin er merkt tölunni 4 og efst í
lauginni, þar sem hún er mjög djúp,
eru háir pallar til að stinga sjer af,
merktir tölunni 5. Bak við sUndlaug-
ina er stórt svæði, 6, þar sem sund-
fólkið hefst við, fyrir og eftir að það
hefir tekið þátt í samkepninni. Hálf-
hringurinn sem er á milli þessa pláss
og sundlaugarinnar er gerður ú'r
súlnagöngum í fornum stil, bygður
sem einskonar gafl að sundlauginni.
Þar blasir við, beint á móti svæði
það, sem ætlað er til frjálsra íþrótta.
Meðfram liliðinni er breitt svæði,
sem líka er merkt tölunni 8. Þar er
aðal-inngangurinn á leikvanginn. Þar
sem skákrossinn er markaður á teikn-
inguna er gifurlega há flaggstöng,
sem ber uppi Olympsfánann, fánann
með fimm sameinuðum hringjum. Við
endann á sundlauginni eru einnig
minni flögg, þrjú alls. Þessar flagg-
stengur eiga að bera uppi fána þeirra
þjóða, sem keppa samtímis, hvort
heldur er á íþróttavellinum eða í
sundlauginni.
Þegar þið farið að lieyra frjettirn-
ar frá Olympsleikjunum eigið þið
hægra með að átta ykkur á þvi,
hvernig alt fer fram, ef þið hafið
þessa mynd fyrir framan ykkur.
Að iðka íþróttir er miklu meira en
það eitt að kunna að synda, hlaupa
og vera i knattspyrnu. Það eru fjölda
margar íþróttagreinar til, sem j:>ið
máske þekkið að nafninu til, án þess
að vita hvernig þessar iþróttir eru
iðkaðar með rjettu móti. Jeg skal því
minnast á þrjá flokka íþrótta, sem
allir áhugasamir drengir geta tamið
sjer.
Fyrsta æfingin er kúliwarp. Til
þessa þarf þunga járnkúlu, senx þið
verðið að kaupa, ef vel skal vanda til
en annars getið þið æft ykkur á
þungum steini, hnattmynduðum. Þið
sjáið á mynd II hvernig þið haldið
steininum, en byrjunarstöðuna fyrir
kastinu sjáið þið á I. Iíúlan er höfð
í hægri hendi og hendinni stutt upp
að öxlinni og allur líkamsþunginn
látinn hvíla á hægra fæti. Svo hopp-
iir maður stutt áfram á sama fæti og
spyrnir síðan vinstra fæti vel i, ská-
halt tii vinstri og.hendir kúlunni. Vit-
anlega er um að gera, að varpa kúl-
unni sem lengst. En munið að þegar
þið kastið henni megið jxið til að vera
vissir um, að hún grandi ekki nein-
um, sem nærri er staddur. Og gætið
að tánum á ykkur fyrsta kastið,
meðan það kemur fyrir að þið miss-
ið kúluna í kastinu.
Svo er það spjótkast. Það liafa ýms-
ir fráir drengir oft reynt, en oftast
nær með slæmum árangri. Ódýr spjót
eru ekki dýr í iþróttagagnaverslun-
Langar þig til að verða iþróttamaður?
Setjið þið saman!
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
þrenn verðlaun: kr. 5, 3 oa 2.
1.
2,
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
Hefðártitill.
Hægt (í músík).
Franskur undrabær.
Persakonungur.
Óþarfi.
Fylki í U. S. A.
Borg í Ítalíu.
Hlóðir.
Bæjarnafn.
Höggormar.
Ávaxtatrje.
Gamalt ’ vikingabæli.
Blautfiskur.
Kvenheiti.
Ekki neðan.
9. .
10.
11.
12.
13.
14.
15.
a—a—a—a—ald—an—an—bar—borg
—dag—dar—des—eld—i—i—ing—ing
—in—í—ír—kot—lour—me—ne-nöðr
—o—os—o—of—ón —pel—rúð—sal—
soðn—stó—trje—u—ur—van—þörf
Samstöfurnar eru alls 40 og á að
setja þær saman í 15 orð í samræmi
við það sem orðin eiga að tákna,
þannig að fremstu stafirnir i orð-
um, taldir ofan frá og niður og öft-
ustu stafirnir, taldir að neðan og
upp og og nxyndi nöfn tveggja isl.
forustumanna.
Strykið yfir hverja samstöfu
um leið og þjer notið hana í orð og
skrifið nafnið á listann til vinstri
Nota má ð sem d og i sem í, a sem
á, o sem ó og u sem ú.
Sendið „Fálkanum", BankaStræti
3, lausnina fyrir 30 ágúst og skrifið
nöfnin í horn umslagsins.
um, en annars getið jxið komist af
með trjeskaft, sem að þið látið setja
þungan járnbrodd á. Jeg vona að þið
liafið mikla aðgætni þegar þið farið
að reyna þetta áhald. — Spjótinu er
lcastað með hægri hendi, ef rnaður er
ekki kominn svo langt, að maður
kasti með báðum höndum til skiftis,
eins og á íþróttamótunum. Maður
lieldur spjótinu eins og sýnt er á
mynd III. Takið eftir, að í þeim stell-
ingum sem myndin sýnir, er öll
orka efri hluta kroppsins dregin að
handleggnum sem kastað er með.
Maður hleypur til með spjótið undir
kastið, 10—15 metra; áður til tilhlaup-
ið byrjar heldur maður hendinni það
hátt að liún nemi við eyrað, en þeg-
ar tilhlaupið er búið er hendin sveigð
aftur, eins og sjest á teikningunni.
Um leið og hægra fæti er spyrnt fast
í jörðina snýr maður vinstri lilið í
þá átt, sem kasta skal i og vinstra
fæti spyrnt í — svo miðar maður
kastið með þvi að beygja liægri hendi
dálítið fram að eyranu og svo aftur
til baka — og kastar svo. Spjótinu er
slept með lxumal- og vísifingri og með
þessum fingrum spyrnið þið síðast á
eftir spjótinu, áður en þið sleppið því.
Loks er það kringlukastið. Kringl-
an er lxung, kringlótt skífa úr trje en
járnbrydd, og er henni kastað lárjett
og getur flogið býsna langt. Líttu á
teikninguna IV. Kringlan er tekin i
hægri hönd og brúnin á henni á að
nema við , ystu fingurliðina. Maður
tekur stöðu með vinstri hliðina á
áttina sem maður ætlar að kasta í,
og byrjar með því að hreyfa hand-
legginn fram og aftur og styður þá
kringluna urn leið með vinstri hendi,
þegar maður hreyfir hinn handlegg-
inn áfram, en beygir sig i hægra
hnje, þegar maður hreyfir hægrá
handlegg til baka. Þegar maður hef-
ir fengið jafnvægi á kroppinn með
þessum hreyfingum hringsnýr maðixr
sjer í þá átt, sem kasta skal, með því
að snúast fyrst á vinstra fæti og síð-
an á þeim hægri, þegar hann er
kominn niður og stígur eftir snún-
inginn. vinstra fæti framan við þann
hægri. Um leið rjettir maður úr
hægri handlegg í axlarhæð, beint út,
með hendina lárjetta. Þegar maðui-
kastar sleppir maður fyrst litla-
fingri af kringlunni, næst baug-
fingri, þá löngutöng og loks vísifingri
og þrýstir vel á eftir með honum áð-
ur en kringlan sleppir hendinni.
Mundu að láta búkinn fylgja vel ó
eftir kastinu og kasta eins laust og
þjer er mögulegt. Þessar æfingar
þykja þjer máske flóknar, en svona
eru nú reglurnar, og það er um að
gera að fara eftir þeim. Reyndu að
lesa þær og hreyfa höndina og lík-
amann um leið og jxú lesl, eftir því
sem sagt er fyrir, og þá kemst að
raun um, að þetta er ekki svo erfitt
sein þú hyggur, heldur þvert á móti
eðlilegt.
Tóta frænka.
HÖFUNDUR MARSEILLAISEN,
Rouget de Lisle átti 100 árá dánar-
afinæli 2. júni og voru mikil liátiða-
höíd í tilefni af því i Frakklandi.
Myndin sýnir minnisvarða lians i
Choisy-le-Roy.