Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1936, Síða 3

Fálkinn - 15.08.1936, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. A þriðjudaginn kemur getur liöf- uðstaður íslands haldið hátiðlegt 150 ára afmæli kaupstaðarjettinda sinna. Og um leið má minnast þess, að þá eru talin 150 ár siðan verslun var gefin frjáls við „alla þegna Danakon- ungs“. Eftir almennu verslunarfrelsi urðu íslendingar að bíða fram yfir miðja öldina sem leið, en fullkomið verslunarfrelsi má segja að eigi hafi orðið hjer á landi fyr en síminn kom til íslands og íslensk stórkaup- mannastjett myndaðist í landinu, í stað erlendu stórkaupmannanna, sein að jafnaði bjuggu i Kaupmannahöfn og flevttu þykkan rjóma af verslun- inni. Nú ber svo við, að á þessu afmsgli eru hvað viðskifti snertir einna erf- iðastir tímar, sem yfir landið hafa komið á síðustu 50 árum. Verslun- árfrelsið er i rauninni sáralítið nú og verslunarstjett Reykjavíkur á við þröngaii kost að búa. En „af mis- jöfnu þrífast börnin best“ og eigi verður því neitað, að hið erfiða á- stand hefir orðið til þess að opna augu manna fyrir því, að reyna ým- islegt það, sem annars hefði dregist. Má þar einkum benda á ýmiskonar iðnað, sem nú er risinn upp í land- inu. Og þróun iðnmálanna var orðin sú nauðsyn, sem ekki mátti dragast að hrinda á leið. Vöxtur Reykjavikur hefir orðið undraverður, einkum liað sem af er þessari öld. Þeir sem hera saman Reykjavik um aldamótin og Reykja- vík þá, sem þeir sjá í dag, geta ekki annað en undrast þær stórkostlegu framfarir, sem bærinn hefir getað á annað á ekki lengri tíma. Reykjavík er orðinn sá staður, sem ber landið uppi. Og þó að illa ári nú, þá munu allir vænta þess, að Reykjavík megi sjá fram á bjarta framtíð á komandi áratugum. Og umfram alt, að gagn- kvæm góðvild og vinarþel megi ríkja milli liöfuðstaðarins og landsins, því að hvorugt getur án hins verið. Það liefir talsvert brostið á, að svo liafi verið á umliðnum árum, en betri af- mælisósk getur afmælisbarnið ekki fengið en þá, að breyting megi á þessu verða til batnaðar. Þá skal sjást, að takast mun að ráða fram úr öllum vanda, sem að hendi kann að koma. í þessu blaði Fálkans er sagt nokk- uð frá ýmsum þeim helstu fyrirtækj- um, sem bærin hefir ráðist í á þess- ari öld og leitt til sigurs. En þó er sagan ekki nema hálf sögð; rúmleys- ið er svo mikið, að margt liefir orðið útundan, i ekki stærra blaði. En Fálkinn væntir að geta gert þessu betri skil á næstunni og biður les- endur sína að taka undir þessi orð til afmælisbarnsins: Blessist og blómgist Reykjavík!. . Borgarstíórar Reykjavíkur, Það liggur í hlutarins eðli, að af vexti bæjarins síðustu áratugina hef- ir lilotið að leiða mikla skiftingu á stjórn bæjarmála. Verður hún ekki rakin lijer. F'ram að árslokum 1907 var bæjarfógetinn sá maður, sem iiafði i rauninni stjórn allra bæjar- mála á hendi ásamt bæjarstjórn og nefndum hennar. En með lögum 22. nóv. 1907 er gerð gagnger breyting á skipun bæjarmála, með stofnun horgarstjóraembættisins. Bæjarfóget- inn hafði áfram dómsmálin og stjórh lögreglumála og tollmála. en síðan var sjerstakur lögreglustjóri skipað- ur og loks var embætti hans skift í lögreglustjóra- og tollstjóraembætíi. En hin eiginlegu bæjarmál hefir borgarstjóri annast síðan 1. jan. 1908, sem einskonar framkvæmdastjóri bæjarstjórnar. F'yrsti borgarstjóri Reykjavikur varð Páll Einarsson, siðar hæsta- rjettardómari. Gegndi hann embætt- inu frá 1. jan. 1908 til 31. desember 1914, eða eitt kjörtimabil. En þá var Knud Zimsen kosinn borgarstjóri og gegndi embættinu í 18 ár samfleytt eða til 31. des. 1932, er hann baðst undan endurkosningu. Enginn maður hefir haft eins mikil og löng afskifti af stjórn Reykjavikur á þessari vaxt- aröld hennar eins og hann og af- kastaði liann sem horgarstjóri ótrú- lega miklu starfi. En áður en hann varð borgarstjóri var hann bæjar- verkfræðingur um langt skeið og einnig slökkviliðsstjóri. í embættistið lians sem borgarstjóra uxti störf horgarstjórans stórkostlega, enda mun Zimsen hafa verið orðinn lúinn maður af of mikilli vinnu er hann ljet af embætti. Það varð flestum bæjarbúum gleði- efni, er Jón Þorláksson fyrv. for- sætisráðherra gaf kost á því fyrir þrábeiðni flokksbræðra sinna, að verða í kjöri við borgarstjórakosn- arnar, er fram fóru eftir burtför Zimsens úr embættinu. Betri mann var óhugsanlegt að fá. Hann tók við embættinu 1. jan. 1932, en þvi mið- ur naut hans skamt við. Jón Þor- láksson var orðinn heilsuveill, er hann tók við embaéttinu en kunni sist að hlífa sjer fyrir því. Þegar hann ljest, 20. mars ’35, hörmuðu hann allir, andstæðingar eigi síður en flokksmenn hans, er fundu hve mikils bæjarfjelagið hafði mist. Núverandi borgarstjóri, Pjetur Halldórsson, tók við emhættinu 1. ágúst í fyrra. Pjetur er borinn og barnfæddur í Reykjavík og hefir frá öndverðu áunnið sjer óbilandi traust þeirra, sem kynst liafa honum. Saga hans sem borgarstjóra er stutt enn- þá, en enginn efast um, að meðan hans nýtur við í embættinu muni því verða stjórnað af þeirri gætni og festu, sem einkennir manninn. í forföllum borgarstjóra hafa ýms- ii’ gegnl borgarstjórastörfum lengri og skemri tíma og ber þar einkum ;>ð nefna Ivo menn: Sigurð heitinn Jónsson skólastjóra og Guðmund Ásbjörnssbn forseta hæjarstjórnar, sem báðir hafa margsinnis verið settir í emhættið. En 1. júlí 1934 var stofnað riýtt embætti, borgarritara- embættið. Hefir Tómas Jónsson cand. juris gegnt því frá öndverðu. Borgarritari er aðalfulltrúi borgar- sljóra. stíg h't, nerður 60 úra 17. þ. m. N. L. Jaensson aðalræðismaðnr Svía varð fimtugur 13. þ. m. Þórunn Halldórsdóttir, Baróns- stíg h9, varð 80 ára Ih. þ. m. Sigurður Guðmundsson skrif- stofnstjóri varð 60 ára 25. f. m. Ólafnr Friðriksson rithöf. verð- ur 50 ára 16. þ. m.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.