Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1936, Side 4

Fálkinn - 15.08.1936, Side 4
4 F Á L K I N N ■ ■ ■ Reykjavik', sem verksin iðjuþorp, nál. 1770. Meykjíavík fyrir 150 ámnn Það lætur nærri, að land- námsbærinn Reykjavík hafi verið 900 ára þegar hann öðl- aðist kaupstaðarrjettindi, með kgi. tilskipun 18. ágúst 178(5. Fróðu mennina deilir enn nokk- uð á um það, hve langt liafi lið- ið frá því, að Ingólfur tók land við Ingólfsliöfða og þangað til hann reisti hú í Reykjarvík — live lengi hann var í ferðinni austan úr Skaftafeilssýslu, vestur á „útnesið“, sem þræll Ingólfs kallaði. Þegar Reykjavík fjekk kaup- staðarrjettindi töldust rúmlega þrjú hundruð íbúar i kaupstaðn- um og hjáleigunum þar í kring. En nú hafast við á útnesi Karla þræls rúmlega hundrað sinnum fleiri sálir, eða nærfelt þriðj- ungur allra landsmanna. Þann- ig hefir ræst úr þessuin stað, sem Ingólfur tók sjer hólfestu á, þó hrjóstrugur væri í saman- hurði við grænu engin, sem liann hafði farið um á suðiir- landsundirlendinu. Hann valdi staðinn að tilvísun goðanna, sem hann trúði á. Höfundur Reykja- vikurkaupstaðar, Skúli Magnús- son landfógeti, fór ekki að til- vísun neinna' goða, er liann — með innrjettingunum — lagði grundvöllinn að kaupslaðnum; það má heita tilviljun að inn- rjettingarnar lentu í Reykjavík. Stjórnin átti jörðina og lagði hana til þeirra, og það skar úr. Aðrir athurðir hafa orðið til þess að auka vöxt Reykjavíkur, fyrst og fremst þeir, að fyrir ráðstafanir stjórnarinnar varð bærinn stjórnarsetur landsins og í öðru lagi það, að staðnum var býsna vel í sveit komið þegar á reyndi, til útgerðarinnar, sem framar öllu liefir orðið lyfti- stöng vaxtar og allra fram- kvæmda í höfuðstaðnum. Reykjavík á sjer mjög glomp- ótta sögu. Þegar fornritunum sleppir og upplýsingum þeim, sem menn hafa þaðan um ætt- legg Ingólfs, sem erfði föður- leifð sína mann fram af manni lengi vel, kemur eyða í Reykja- víkursöguna í nálægt fimm ald- ir. En frá því, að innrjettingar Skúla Magnússonar komast á fót eftir miðja 18. öld má rekja söguþráð höfuðstaðarins svo til óslitinn til þessa dags. Sem dæmi um það, live fjölhreyttar lieim- ildir um Reykjavik, liúsaskipun, hæjarlíf og annað liefir geymst til vorra tíma, má nefna rit dr. Jóns Helgasonar biskups, „Þeg- ar Reykjavik var 14 vetra“, sem geymir ótrúlegan fróðleik um höfuðstaðinn frá fyrstu árum kaupstaðarins og fram yfir fyrri aldamót. Og fyrir nokkrum ár- um kom út „Saga Reykjavíkur“ eftir Klemens Jónsson landrit- ara, sem eigi síst segir frá stjórn kaupstaðarins. Góðar upplýs- ingar um Reykjavík á árunum eftir aldamótin 1800 er að finna í ýmsu þvi, sem ritað1 er um uppreisn Jörundar hundadaga- konungs, t. d. ferðabók Hook- ers. Þá minnast og margir hinn- ar bráðskemtilegu ritgerðar Gröndals „Reykjavik um alda- mótin 1900“ sem út kom í „Eim- reiðinni“. Og fyrir skömmu hef- ir verið stofnað fjelag i höfuð- staðnum, til þess að safna öll- um gögnum til sögu hans og gefa þau út. Svo að þess má vænta, að komandi ár auki stór- um við þann fróðleik, sem enn er aðgengilegur almenningi um höfuðstaðinn við Kollafjörð. Hvernig var Reykjavík hátt- að fyrir 150 árum? spyrja menn. Myndin á þessari hls. gefur hug- mynd um livernig hinn nýi kaupstaður leit út. En eftirfar- andi lýsing á lionum er eftir dr. Jón biskup Helgason og er að finna í liinu nýja riti lians um Hannes biskup Finnsson. Er lýsingin gefin í tilefni af því, að um þær mundir var verið að leggja niður Skálholtsstól og átti biskupinn að flytjast til Reykja- vikur. Hefir hlaðið fengið leyfi til að birta hana, því að eigi mun -vera völ á skýrari og hetri stuttri lýsingu höfuðstaðarins, en þessari lýsingu biskupsins, sem af öllum er talinn fróðastur allra núlifandi manna um sögu Reykjavíkurkaupstaðar: „Þegar stjórnin ákvað að dubba Reykjavík lil höfuðstað- ar fyrir landið alt og veita henni fidl kaupstaðarréttindi, var hún enn ekki annað en næsta lítilfjörlegt smáþorp, sem myndázt hafði í sambandi við' „innréttingarnar", sem Skúli Magnússon hafði komið á fót um og eftir miðhik aldarinnar. Kaupstaðar-útmælingin, sem gerð var 12. febr. 1787, tak- markaðist að vestan af Grjóta- hrekkunni, að sunnan af norð- urenda Tjarnarinnar og að austan af Læknum, og var liið afmarkaða svæði alls 30462 ferfaðmar að stærð. En auk þess var allmikil spilda af Arn- arhólsjörðinni, alls 12600 fer- faðmar, lögð til kaupstaðarins. Aftur voru hjáleigur staðarins undanskildar og töldust fyrir utan kaupstaðarlóðina. Melshús og Hólakot höfðu tveim árum áður (11. ág. 1785) verið útlögð skólanum og væntanlegum biskups- og kennara-íbúðum, en lijáleigurnar Landakot, Grjóti og Götuhús, fyrir vestan bæinn, og Stöðlakot og Skúlholtskol, l'yrir austan Læk, skyldu áfram vera koríungseign. Þó er tengt við það ákvæði vilvrði um, að „dersom det nogensinde skul- de iniod nærværende tids ud- sigt ske, at Reikevigs hy behöve- de mere grund, da lcan disse husmands-pladser eller hja- Ieger, som Hans Majt selv til- liörende, altid faas til naar allerliöyst samme saa beliage- de“. ÖII hygð Reykjavíkur- kaup- slaðar mátti lieita samankomin vestur undir Grjóta-hrekkunni, þar sem nú heitir Aðalstræti, norðan frá sjó og suður að Tjörn. Þar liöfðu „irínrétting- arnai-“ verið reistar í upphafi, tvær nokkurn vegirín hliðstæð- ar húsaraðir. Að undanteknum nokkurum húsum nyrzt í göt- unni, næst sjó, sem tilheyrðu kongsverzluninni, og smáhúsi einu lítið eitt austar, Fálkaliúsi svo nefndu, ogsvokirkjunni með kirkjugarðinum, sem einnig lá við sömu götuna að austan- verðu, tillieyrðu öll þessi hús „innréttingunum“. Af þessum „húsum“ innréttinganna, sem mnnu hafa talist alls 23, voru ein fimm gjörð úr tiiríbri (forstjóra- hústaðurinn, undirforstjóra- og' hóklialdara-íhúðin, vefnaðar- stofan, spunastofan og lóskurð- arstofan). Hin liúsin öll voru tol'fbyggingar, að fornum ís- lenzkum sið, og í flestum þeirra hjó eittlivað af verkafólki „inn- réttinganna“. Voru margar af þessum ibúðum verkafólksins næsta lélegar, enda voru ekki háar kröfur gerðar til notalegra híbýla af alþýðufólki i þá daga. A öllu svæðinu frá Aðalslræti austur að Læk — sem nefndist Austurvöllur og var einn hluti Vikur-túns, —- var ekkert liús, fyr en dómkirkjan reis þar á árunum 1788—92 i landsuður- horni vallarins, þar sem liún stendur fram á þennan dag. En fyrir austan Lækinn blasti við mesta stórhýsið, sem hér var í þá daga, ingthúsið, á suðvestur- horni Arnarliólslóðarinnar gömlu. Á þeim hluta Arnarhóls- lóðarinnar, sem aflientur var kaupstaðnum, voru tvö býli: Arnarhóll með hjáleigunni Arnarhólskoti og tómthúsbýlið Sölvhóll. En allmiklu sunnar, fyrir austan Tjörnina, hlöstu við manni býlirí tvö, Slöðlakot og Skálholtskot, er hæði voru hjáleigur frá gamla höfuðhól- inu Vík (Reykjavík). Hinar lijáleigurnar allar láu fyrir vestan og sunnan kaupstaðar- lóðina: syðst Melshús og Ilóla- kot þar norður af, en Grjóti næst kaupstaðnum og vestur af lionum Götuhús, Landakot og Skakkakot, og fylgdi þeim öll- um nokkur grasnyt. En norður undir sjó láu Hlíðarhúsin, sem þá voru sérstök jörð, og spöl- korn vestar hjáleigan Ánanaust; en þar fyrir vestan og sunnan,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.