Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1936, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.08.1936, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Reykjavíkurhöfn eftir aldamótin. 1. Skjólgarður fram af Batteriinu (Ingólfsgarður) ........... 275 m. langur. 2. Skjólgarður milli Efferseyjar og' lands (Grandagarður) . . 770 — — 3. Skjólgarður út frá Effersey til austurs (Efferseyjargarður) 550 — ■— 4. 80 m. löng bryggja meðfrain Ingólfsgarði. 5. 160 m. langt bólvirki c: 140 m. fyrir norðan Hafnarstræti og c: 20.000 fer- metra uppfylling milli bólvirkisins og Hafnarstrætis. 6. Dýpkað hafði verið frá hafnaropinu að bryggjunnni og bólvirkinu í 5 m. dýpi við stærstu stórstraumsfjöru. Auk þess keypti hafnarsjóður af N. C. Monberg áhald þau og tæki, er notuð höfðu verið við hyggingu hafnarinnar. í árslok 1917 liafði alls verið varið til 1. Tillag úr landssjóði ........... 2. Hafnarlán 1912 (uppr.l. 1.200.000) 3 Eán hjá N. C. Monberg 1917 .... 4. Lán til áhaldakaupa 1917 ...... 5. Víxillán í Landsbanka .......... 6. Víxillán í Islandsbanka ........ 7. Af tekjum hafnarsjóðs .......... liafnargerðarinnar og áhalda- kaupa 2.566.094 kr. 36 au. til að greiða þennan kostnað var fje aflað þannig: kr. 400.000 — 1.080.000 — 90.000 — 550.000 — 195.000 — 125.000 — 126.094,36 Samtals kr. 2.566.094,36 Það kom hrátt i ljós, að hin nýbygða höfn mundi ekki geta fullnægt þeim kröfum sem til hennar voru gjörðar, sjerstak- lega var bryggjuplássið og landrýmið af of skornum skamti. Það var þvi þegar haf- ist handa með stækkun á hvort- tveggja og má svo heita að síð- astliðin 18 ár hafi óslitið verið unnið að dýpkun hafnarinnar, stækkun hafnarlandsins og lengingu bryggjuplássins jafnt sumar sem vetur. Auk þess hafa allar gölur á hafnarsvæðinu verið malbikaðar og vöru- geymsluhús bygð. A árunum 1918 til 1921 var gjörð upp- fylling sú, er togarafjelögin, „Iiol og' Salt“ h.f. og aðrir kolasalar i bænum hafa bæki- stöð sína á, ásamt 120 m. löngu bólvirki meðfram uppfylling- unni; næst var Faxagarður bygður og 160 m. löng bryggja meðfram honum, þá litla trje- bryggjan (Björnsbryggja) fyrir austan Faxagarð, 56 m. löng. Árið 1929—30 var Grófarbryggj- an gjörð, 93 m. löng og 20 m. breið, ásamt 80 m. löngu ból- virki vest.an bryggjunnar og jafnframt byrjað á verbúða- uppfyllingunni og Ægisgarði. Samhliða þessari aukningu hafnarvirkjanna hafa hafnar- garðarnir á ýmsan liált verið styrktir og endurbættir, sjer- staklega Effersevjargarður; hel'- ir verið varið nálægt y? milj. króna til gagngjörðrar breyting- ingar á honum. Kort það af höfninni, sem fylgir grein þess- ari sýnir hvernig höfnin nú lítur út og er jafnframt með punktalínum sýndar fyrirhug- aðar stækkanir. Bólvirkis og bryggjulengd hafnarinnar er nú um 930 m; auk þess eru 4 brvggjur fyrir mótorbáta. Lóðir hafnarinnar eru nú h. u. b. 40.000 ferm. Alls hefir verið varið )il bygginga hafnarvirkjanna frá byrjun 9,2 milj. króna. Skuldlaus eign hafnarinnar er nú talin kr. 4.284.416,27, en skuldir nema alls kr. 1.723.723,17. Afskrifað læfir verið 3,8 milj. krónur. Reksturstekjur hafnarinnar liafa síðan 1. janúar 1918 verið meðaltali 707.660 kr. á ári, hæst- ar árið 1930 með 1.053.220 lcr. og lægstar árið 1918 með 345.870 kr. Á síðustu árum liafa nokkrar breytingar verið gjörðar á hafn- arlögunum. Stjórn hafnarinnar er nú skipuð 5 mönnum er bæj- arstjórn kýs, 3 úr tölu bæjar- fulltrúa og 2 utan bæjarstjórn- ar; auk þess eiga borgarstjóri, og hafnarstjóri sæti í hafnar- stjórn. Hafnarstjórn kýs sjer formann úr sínum hóp, sem boðar fundi hafnarstjórnar og' sjer um franikvæmd og af- greiðslu samþykta liafnar- stjórnar. Auk þess hefir verið rýmkað mjög um sjálfstæði hafnarinnar og sjálfsákvörðun- arrjett hennar í eigin málum. Þor. Kristjánsson. Siamesískir tvíburar. Það eru i sumar liðin 100 ár síð- an hinir fyrslu siamesisku tvíburar fyrst komu til Norðurálfu. Tvibur- arnir komu til Parísar sumarið 1836 og vöktu ákaflega mikla eftirtekt. Það voru 2 stúlkur, vaxnar saman á maganum og læknar víðsvegar að skoðuðu þær í krók og kring. Chang og Eng, voru dætur fátækra foreldra í Síam og það var svo sem auðvitað, að það var um að gera fyrir alla Iiarta að bafa eittlivað upp úr þessu merkilega afbrigði náttúrunnar. Þær voru sýndar í leikhúsum og græddu stórfje. Fóru siðan vestur um haf til Ameríku. bættu þar nokkrum tugum þúsunda dollara við auðinn og voru nú orðnar vellauðugar. Seinna frjett- ist það að þær höfðu gift sig tveim piltum og samtals átt með þeim 18 börn. Þá þótti fólkinu nóg um, sem vonlegt var. Það þótti gagnstætt öllu velsæmi. Loftmynd af Rcykjavik og höfninni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.