Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1936, Qupperneq 13

Fálkinn - 15.08.1936, Qupperneq 13
Pantaljemon Romanof: Eins og þruma úr heiðskíru lofti. ÞaS var or'ði'ð aldimt og þorpið Markofska var orðið hljótt og var að sofna. Hávaðinn þagnaður, hvergi lieyrðist hljóð, hvergi ljós að sjá. Balsamilmurinn frá öspinni dreifð- ist ókeypis um loftið án þess nokkur reyndi að ná i hann. Máske iiafði þessi ilmur deyfandi áhrif á huna- ana við bæjardyrnar og ef til vill líka Karpof, ráðstjórann í bænum, sem sat einn í sovjethúsinu og dott- aði. Mátti sjá af götunni að hann tók öðru hverju í skeggberðið á sjer, vatt það og slepti því svo aft- ur, svo að það hreyfðist lengi á eftir, eins og það væri lifandi. Svo stóð á, að Karpof liafði i þessu fengið skipun frá hjeraðs- s’tjórninni. Eftir að hafa stafað sig fram úr brjefinu átti hann rauna- lega viðræðu við sendilinn Kusjma um efnið: hvað það væri erfitt að komast áfram i heiminum án þess að hafa skrifara sem kynni að lesa og skrifa. — Hjer verður maður að sitja og ráða fram úr þessu hraðboðabrjefi — fari það til fjandans — urraði ráðstjórinn. Hjer eru þeir að heimta einhvern nýjan skatt, lifandi bóiula, en hversvegna — jsað fæ jeg ekki að vita, eða hvernig. Svei mjer ef jeg veit til hvers þeir vilja fá bónd- ann, eða í livaða ástandi hann á- að vera! Óskiljanlegt! — En hvernig er sagt frá þessu í brjefinu? spurði sendillinn með hluttekningu ok ræskti sig ti! að verða borginmannlegri. — Brjefið? .. Óskiljanleg orð og ekkert annað .... Konan min getur reiknað brot eins og Napoleon, en jeg er hálflinur í stafrófinu ...... Kusjma liafði fulla samúð með ráðstjóranum i vanda hans, liann var að hugsa um að ráðleggja hon- um að kaupa gleraugu, en sá að það mundi ekki stoða i bili og þagði því eins og viðkvæmt barn, sem sjer mömmu gráta. — Hvað á maður að gera? sagði hann huggandi — það eru ekki all- ir fæddir læsir. Til dæmis þekki jeg hvorki A eða B og lifi þó glaður og ánægður, en þú 6em getur þó lesið gleraugnalaust . . Hann bætti við ísmeygilega: Kan- ske jeg ætti að kalla alt ráðið á 'fund — Já, það verður ekki hjá því komist að kalla ráðmennina á fund og tilkynna þeim efni brjefsins, and- varpaði ráðstjórinn — hlauptu og náðu í þá. Jeg ræð ekki við þetta bjeað brjef einn. Eftir klukkutíma hafði Kusjma vakið ráðmennina og komið þeim saman. Þeir koinu nær allir, en sumir höfðu í flýtirnum farið í vetrarstígvjel og feldkápu, þrátt fyr ir sumarhitann. Þarna stóðu þeir syfjaðir og börðust við geispana og klóruðu sjer. Karpof ráðstjóri fór að útskýra: — Fjelagar, hjer er komin ný plága yfir okkur arma menn, .... Ný krafa — þeir heimta að við látum undir eins af hendi bónda .... Makar smiður fórnaði höndunum: — Nú liafa þeir tekið af okkur korn og kvikfjenað og nú heimta þeir lif- andi menn? sagði hann og liló. — Hvað ætla þeir að gera við bóndann? tautaði Misjkin ráðmaður fúll. — Það er einmitt mergurinn máls- ins, sagði ráðstjórinn vandræðalega. Ef það væri sendimaður í einhverja nefnd í höfuðstaðnum, þá hlyti að slanda eittlivað um það og ef hann ■'lti að fara í nauðungarvinnu þá lilyti að vera minst á þa:ð. En hjer er bara skipun um að senda lifandi mann, en ekki orð um hversvegna, hvert eða til hvers — ekki eitt ein- asta orð. — Kanske á hann að fara í fang- elsi fyrir eitthvað? spurði smiðurinn og leit kringum sig. — Lestu þetta einu sinni enn og hægár, sagði Misjkin daufur i dálk- inn, — hver veit nema meiningin komi þá í ljós af sjálfu sjer. Karpof færði olíulampann nær skegginu á sjer, starði á pappirinn og fór að lesa, með löngum mál- bvíldum. „Til ráðstjórnarinnar í Marköfska. Hraðbrjef. — Ráðstjórninni er skip- að, tafarlaust eftir móttöku þessa brjefs, að senda bónda, sem ráðið velur sjálft, úr þorpi þvi, sem ráðið er yfir sett, til lijeraðsráðsstjórnar- innar vegna 5—ára áætlunarinnar fyrir heilsuliælin á Krím, til eins mánaðar dvalar á heilsuhæli þar“. — Ha, hvaða Krímkrams meina þeir? spurði smiðurinn hræddur og færði sig frá borðinu, eins og hann væri að flýja hættu. — Krím er Krim, svaraði ráðstjór- inn með semingi og greip í skeggið á sjer og sneri það upp að nefi og slepti. Það hreyfðist eins og það væri lifandi. Allir þögðu og i kyrðinni heyrð- ist sendillinn andvarpa, hann tök sjer auðsjáanlega brjefið mjög nærri. — Jeg hefi heyrt að Krím væri eitthvað hræðilegt, sagði Misjkin ó- rólegur, — það var víst þar sem 1 ivíti hershöfðinginn, þessi Wrángel. fór með báli og brandi og nú er fólk sent þangað í útlegð eins og til Síberíu. — Það getur vel verið, andvarpaði ráðstjórinn. En ef við hefðum skrif- ara sem kynni að lesa og skrifa, gætum við máske undireins sjeð, hverskonar mann þeir vilja. En eins og þetta liggur fyrir gælum við ver- i<5 að geta þess fram á morgun. — Já, andvörþuðu fundarmenn, og horfðu hver á annan með líkum svip og þeir liefðu verið i langferð og hestarnir strokið frá þeim. Mak- ar, smiðurinn, spýtti undir bekkinn og sagði: — Jæja, lesið þið það nú aftanfrá. Byrjunin er svo flókin. Lestu það einu sinni enn. „Til dvalar á heilsuhæli", las ráð- stjórinn aftur og leit kringum sig. — En livað er þetta heilsuhæli? tautaði Misjkin. — Það má skollinn vita, sagði ráð- stjórinn og hló í vandræðunum, — mjer finst nafnið eitt hræðilegt. Einn hjeðan úr þorpinu á að sitja í fang- elsi í mánuð, það er það eina, sem hægt er að ráða af þessu. — Skyldi hann eiga að leggja sjer til mat sjálfur eða hvað? spurði sendillin utan úr horni. Allir sneru sjer við til að líta á liann en ráðstjórinn hvesti á hann augun fram hjá lampanum og sagði hæðilega: — Þú ættir fyrir löngu að vera larinn að hátta, Kusjma og ekki sitja hjer og trufla. Við erum að ræða um landsmál og þá fer þú að blaðra um mat og drykk. — Það er ekkert minst á fæðið, sagði Makar. Aftur urðu allir hugsi en svo var farið að ræða um brjefið á ný og loks kom þögult mók á alla. Send- illinn, sem hafði horft á þá eins og ugla úr diliimu skoti, stóð upp og sagði: — Þið megið skannna mig og gera við mig hvað þið viljið, en nú ætla jeg að segja ykkur, hvernig þið skul- uð fara að. — Hvernig þá? Þeir störðu á Kusjma. Hann brosti eins/og dýrðl- ingur og Strauk skeggið. — Það er ofur einfalt. Sendið jieini karlfauskinn hann Jegor Gus- sef. Hann er lifandi maður, eins og jieir heimta, og liað missist ekki svo mikill vinnukraftur úr þorpinu, þó hann fari; hann gerir engin stórvirki jiessa stund sem hann á eftir ólifað. Þið fáið ekki betri mann í þetta, þó svo að þið hengduð mig. Þeir gutu hornauga hver til ann- ars og þögðu. Misjkin rauf þögnina og sneri sjer að sendlinum: -— En hann er orðinn níutíu ára! Kusjma virtist hafa gert ráð fyrir þessari atlnigasemd og svaraði frakkur: — Já, ef hann — guð haldi vernd- arhendi sinni vfir honum — sálast, þá er ekki að gráta jjað. Hann er þorpinu til byrði og ekki annað. Það færðist fjör í fundarmenn og ýmsir þeirra fóru að rumska. — Þetta er alveg hárrjett, sagði smiðurinn og barði i borðið. — Og ef hann deyr, tautaði ráð- stjórinn lnigsandi og leit kringum sig — þá verður ekki feigum forðað. Hann hefir nú lifað í níutíu ár — og hann má gjarnan detta upp fyrir. Það var ákveðið að hafa fundar- lilje meðan sendillinn væri að sækja fauskinn Jegor. Ráðmennirnir gengu út á pallinn við húsið, settust á þrepið og fóru að vinda sjer sígar- ettur og kveiktu í. Umhverfis þá var kyrð vornætur- innar þrungin af balsamilm aspar- innar. Bak við svörtu kirkjuna, sem virtist vera klipt lir pappaspjaldi, gægðist nýmáninn fram éins og rauð- gul melónusneið. — Sjerðu smettið á honum? sagði smiðurinn hlæjandi og gaf Misjka olbogaskot. — Hvað þýða eiginlega þessir hlettir þarna? spurði Misjka ráð- stjórann og benti á mánann. — Það má skollinn vita, svaraði ráðstjórinn ergilegur. Þetta Krím er altaf i hausnum á mjer. Jeg býst ekki við að mjer komi dúr á augu í alla nótt. Það er jeg sem ber ábyrgð- ina, ef eithvað verður að. Hver veit nema þeir sendi mig sjálfan þangað til mánaðar dvalar. Þegar þeir höfðu beðið hálftíma slökti smiðurinn í sígarettunni sinni: — Þarna koma þeir. Tveir menn komu út úr götu og gengu yfir torgið í áttina til sovjet- hússsins. Sendillinn var hærri, en af þvi að hann var í dökkum fötum sást hann varla á dimmu torginu. Karlfauskurinn Jegor var litill, en livítklæddur og líktist í fjarlægð hvítri gæs. Hann var einkennilega ljettur á fæti og virtist dansa. — Heyrið þið drengir, sagði formaðurinn. Þið megið ekki liræða karlfauskinn að ástæðulausu. Þá kemur þráinn upp i honum, naggin- um. Þeir fóru inn i húsið, allir nema ráðstjórinn, sein tók móti Jegor við dyrnar. — Þarna kemur þú röltandi, Jegor gamli, sagði liann vingjarnlega. — Já, jeg rölti eins hart og jeg gat. En hver ertu annars. Nú, ert bnjð þú Karpof. Já, jeg rölti. Það var gerl boð eftir mjer .... yfirvöldin býst jeg við. — Já, gerðu svo vel og komdú inn. — Það vil jeg gjarnan, en jeg sje ekki neitt. — Ertu orðinn blindur, veslingur- inn? — Jeg er að kalla alblindur, dreng- ur ininn. Jeg heyri ennþá, guði sje lof, en augun, — þau eru farin. Jeg þekki ekki kú frá húsi. Sendillinn og ráðstjórinn tóku und- ir handlegginn á Jegor og dróu hann inn og settu hann á bekk í stofunni. Jegor gráhærði i hvítu fötuum — cins og hann væri ataður í mjeli frá hvirfli til ilja — settist og starði á lampann. Augun hans í djúpu tóttunum voru eins og og blýslettur og hann starði á ljósið án þess að depla þeim. — Líttu á, Jegor minn, sagði ráð- stjórinn — hjer er komið brjef frá hjeraðsráðstjórninni. Þeir heimta að við séndum þig .... eftir skipun. Fauskurinn opnaði ínunninn og lilustaði undrandi, eins og verið væri að lesa yfir honum dóm. Ráðmenn- irnir störðu á fauskinn og reyndu að depla ekki augunum. Þeir hefðu varla tekið eftir, þó sprengja hefði sprungið. — Jæja, hvað segir þú um þetta, góður? spurði ráðstjórinn. — Hva-livað, drengur minn — jeg skil ekki livað þið meinið, en jeg hlýði yfirvöldunum. Ef þau heimta þetta þá hlýði jeg. En jeg veit bara ekki hvað þetta á að þýða. Skyldu þeir ætla að láta mig á elliheimili? — Það þykir mjer sennilegt! For- maðurinn greip þetta á lofli og fór að segja Jegor frá elliheimilinu: — Þjer er óhætt að trúa því, Jegor gamli, að þar er líf og fjör. Þ'jer leiðist ekki þar. Þú getur ekki kosið þjer betri samastað. — Já, hvort það er! sögðu hinir ráðmennirnir einum rómi. Fauskurinn ræskti sig, brosti eins og barn og sagði: — Ef það er elliheimilið þé .... Svo lægði hann röddina: — Á elli- heimilið, nei þangað vil jeg ekki fara .... Jeg hefi heyrt, drengur minn, að þeir svelti fólkið i liel á þessuin elliheimilum .... Þeir jarða þar gamalt fólk á hverjum degi sem guð gefur . . Nei, heldur vil jeg bera beinin í átthögunum en að .... Fauskurinn stóð upp og studdist við staf sinn og bað kvíðandi og titrandi: — Hlífðu mjer við þessari smán, Karpof. Jeg bið þig í Ivrists nafni að gera ekki útaf við mig. Nú voru allir ráðalausir. Ráð- stjórinn stóð upp lika, hikandi, titr- andi og' stamandi: — Nei, ekki á elliheimilið, það stendur ekkert um það hjer. Hver veit nema þeir ætli að lækna í þjer sjónina. Hjer stendur bara skýrt og greinilega: Sendið oss bóndann Jeg- or Gussef .... ef til vill er það í alt öðrum erindagerðum .... Hjer er ekki minst á elliheimili. Ráðmennirnir þyrptust að þeim og reyndu að telja honum hughvarf, en gamli maðurinn var þrár og sagði í sífellu: — Lofðu mjer að sleppa, Karpof. Gerðu ekki útaf við mig! Og loks fjell liann á knje og sagði stynjandi: — Hafðu íneðaumkun með dótturdóttur minni. Hugleiddu refs- ingu himinsins. Hún verður foreldra- laus. Hversvegna á hún að líða líka. Hlífðu mjer við jiessu, Karpof. I guðs nafni .... Tortímdu okkur ekki. Ráðstjórinn tók í hann til að reisa liann á fætur. Og sjálfur var hann kominn að gráti. — En 'hvað getum við þá gcrt, Jegor minn góður. Þú verður að liugsa ofurlítið til okkar. Þeir heimta þetta. Hvað eigum við að gera við svona brjef? Þeir setja okkur alla í

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.