Fálkinn - 05.12.1936, Blaðsíða 1
12 slðnr40anra
Leikvöllur skíðafólksins.
ílellisheiöi og Hengill, Bláfjöll og Skálafell með Kili er nú orðinn aðalleikvöllur skíðafólksins í Regkjavík og þrjú fjelög hafu
komið sjer upp skálum í nágrenni við þessa staði. Nær höfuðstaðnum er sjaldan tækifæri til að „bera niður“. En jafnvel þo
komið sje upp í fjöll eða yfir hOO metra hæð getur skíðafærið brugðist um miðjan veturinn. Á vetrarmyndinni hjer að ofati
standa steinnybbur og rindar upp úr snjónum, svo að sumstaðar verður að rekja sig. Á flatlendi er þetta hættulaust, en i
brekkunum þar sem skíðagarpurinn er á fleygiferð má lítið úl af bera, að ekki hljótist slys af. Myndin er tekin upp við Vífils-
fell af Páli Jónssyni.