Fálkinn - 16.01.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
VNC/VV
kE/£NMMtNIR
Skemtileg ný frímerki.
í seinni tíð hafa komið út nokkr-
ar nýjar frímerkjategundir, sem ykk-
ur myndi eflaust þykja fengur að
eignast, ef þið á annað borð hafið
gaman af að safna frímerkjum. Hjer
eru myndir af þeim 10 tegundum,
sem þið sennilega hafið mest gaman
af. Allir frímerkjasafnarar líta til
Spánar, sem stendur. Byltingin þar
nær vafalaust ekki síst til frímerkj-
anna, og má búast við, að á þeim
verði gagngerðar breytingar, en af
því leiðir aftur, að frimerki sem
voru tiltölulega ný þegar styrjöldin
hófst, falla úr gildi og verða því
mjög sjaldgæf með tímanum. Síð-
astliðið vor var mikil sýning hald-
in i Barcelona og voru þá gefin út
inerki með myndum frá sýningunni.
Eitt þessara merkja sjest á mynd
eitt, en þau voru 5 og öll með sama
verði, 5 centimos, en með mismun-
andi litum. Ennfremur kostuðu þau
1 peseta aukalega, ef þau átti að
nota á brjef. Litirnir eru: dökkrautt,
svart, grænt, dökkblátt og rauð-
brúnt.
í ítalska Somalilandi í Afriku hafa
komið út flugmerki, og gilda 1 líru
(mynd 2). Fallegt merki með skær-
um bláum lit.
Vatíkanið hefur gefið út 8 frí-
merkja flokka í tilefni af kaþólskri
blaðasýningu, sem lialdin var i
Vatíkaninu. Myndirnar eru sumar
dýrlingamyndir en Sumar táknmynd-
ir, og verðið er 5 cent græn, 10
cent svört, 25 cent græn, 50 cent
fjólublá, 75 cent rauð, 80 cent rauð-
brún, 1 lira 25 cent blá og 5 lírur
grá (nr. 3).
Eistland hefur einnig gefið út slík
„kirkjufrímerki", i tilefni af 500 ára
afmæli St. Birgittu-klaustursins.
Merkin eru 4, og myndirnar eru af
klaustrinu og innsigli þess. Verðið:
5 senti græn, 10 senti blá, 15 senti
rauð, 25 senti dimmblá.
Fririkið Danzig hefir gefið út 3
Farþegi: Heyrið þjer, fararstjóri,
við erum lijer alveg eins og sild í
tunnu. Getið þjer ekki komið i veg
fyrir, að við kremjumst í sundur?
frímerki í tilefni af 125 ára afmælis
frægs baðstaðar þar, með myndum
frá baðstaðnum, sem er vinsæll hjá
ferðafólk. Verðið er 10 Pf. græn,
25 Pf. dökkrautt (nr. 5) og 40 Pf.
blá.
Nr. (5 er einkennilegt frímerki,
sem Frakkland hefir gefið út á 150
ára afmæli Roziers, sem var einn
liinna fyrstu loftsiglingamanna
heimsins og bjó sjer sjálfur til loft-
far, sem notaði heitt loft til að stiga.
Á frímerkinu er mynd af Rozier
eftir gamalli koparstungu, en bak
bak við hann loftbelgur. Liturinn er
blágrænn og vérðið 75 centimes.
Austurríki hefir bætt við sig
tveim tegundum, sem eru dýrari en
þau merki, sem þar voru fyrir: 3
Schilling rauðgult og 5 Sch. dökk-
brúnt (nr. 7). Á þessum frímerkjum
eru myndir af verkamönnum við
vinnu.
í tilefni af afhjúpun minnisvarða
yfir kanadiska hermenn, í Vimy,
hefir Frakkland gefið út 2 frimerki.
Mylid af minnisvarðanum er á báðum
merkjunum, en þau eru 75 c., rauð
og 1 fr. 50 c. blá (nr. 8).
Eins og kunnugt er, hefir Ítalía
gefið út abessínsk frímerki. í bili
eru komin út þrjú, öll með mynd
Vittorio Emanuele konungs, sem var
gerður keisari í Abessiníu (nr. 9).
Textinn er á ítölsku, arabisku og
amharisku, en það mál er lalað af
flestum í Abessiniu, þótt arabiska
sje einnig ntikið töluð. Verðið er:
25 cents græn, 30 cents dökkbrún
og 50 cents rauð.
1. september siðastliðinn gaf Eng-
lend út frímerki með mynd af nýja
konunginum, Edward VIII. Fyrst um
sinn átti aðeins að gefa út Va d„
1% d. og 2% d. (nr. 10). Eftir þá
alburði, sem síðan hafa orðið, má
búast við, að þessi frímerki komist
i afarhátt verð.
Tóta frænka.
Fararstjóri: Ekkert annað en
skifta i „einn og tvo“, og svo anda
áltir með númer eitt að sjer og sam-
límis' atlir með númer tvö frá sjer.
Á mynd þessari sjest Gréta Garbo
sem Kamelíufrúin, og er hún að tala
við mótleilcanda sinn, Robert Taylor,
og leikstjórann, George Cukor, i hljei
milli þátla í leiknum „Kamelíufrúin“,
sem er saminn eflir hinu fræga riti
Alexanders Dumas hins yngra.
Hvað er klukkan?
Þegar klukkan er 13 (1 e. h.) í
Miðevrópu, er hún 8 að morgni í
Ameríku, en 20 (8 að kvöldi) í Kina
og 11 á Suðurhafseyum (23).
Tryggur bjargar búðingnum.
FLÓTTINN FRÁ MADRID. . "
Áður en aðalsóknin var hafin á
Madrid var fjölda kvenna og barna
forðað úr borginni austur á bóginn.
Hjer sjást flóttakonur vera að yfir-
gefa heimili sín.