Fálkinn - 05.03.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N
9
'Þegar ófriðurinn hófst milli Japana
og Kinverja stofnuðu kínverskar
stúlkur fiegar liðsveitir lil þess að
herjast fyrir ættjörðina. Hjer sjesl
ein þessara liðsveita á götn í
Peiping.
Þessir hvolpar þykja svo fallegir.
að þeim var dæmdur sigur í sínum
flokki á hundasýningu, sem nýlega
var lialdin í Danmörku.
Myndin er frá Luzon á Filippseyj-
um og sýnir iðnar telpur vera að
fljetta hatta úr pálmablöðum. Er
rnikið flutt út af höttum frá Luzon
og þó enn meira af kaðli og alls-
konar vörum úr hampi.
l)anir hafa komið sjer upp byggða-
safni í nánd við Kaupmannahöfn
að dæmi Norðmanna, sem eiga
byggðasöfn bæði á Bygðö við Osló,
Lillehammer og víðar. 1 sambandi
við bygðasafnið hefir nú verið opn-
uð veitingakrá og er hún i húsinu,
sem sjesl lengst lil hægri á mynd-
inni. Á miðri myndinni sjesi inn-
gangurinn í bygðasafnið.