Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1938, Side 2

Fálkinn - 09.07.1938, Side 2
2 F Á L Iv I N N | LISTVERSLUNIN | er flutt á sinn gamla stað, þar sem hún byrjaði fyrir rúmum 20 árum síðan í KIRKJUHVOL I (bakvið dómkirkjuna). Verulega fallegir ÍSLENSKIR M I \ I It teknir í umboðssölu í júlí og ágúst. Sími 3376 Ea. -----■... ir------- ir J Hvað er bctra í nc§tið eu ísfirslkii Rækjui'iiar? Fást í öllum matvöruverslunum borgarinnar. GAMLA BIO Fljúgandi lögreglan. Afar viöburðarík og stórfeng- leg amerísk kvikmynd um eina af flugdeildum þeim, er Banda- ríkjamenn nota til strandvarna gegn smyglurum. Aðalhlutv. leika: JOHN HOWARD FRANCES FARMER ROSCOE KARUS og GRANT WITHERS. Sýnd um helgina! Gamla Bíó sýnir nú um helgina Paramóunt-myndina Fljúffandi lög- reglan. Við austurströnd Bandaríkj- anna úir og grúir af smyglurum, sem lögreglan á í hörðu höggi við. Kemur lögreglunni að góðu haldi i þessari baráttu frægir flugmenn, sem hún hefir í þjónustu sinni. Við flugstöðina i San Diego er einn allra duglegasti flugmaðurinn, ungur lautinant, Dan Conlon að nafni. Hann er trúlofaður ungri fallegri stúlku, Anne Blane, en hefir harla lítinn tíma til þess að vera með henni, vegna anna. Það hefir komið frjett af öflugum smyglara- flokki, sem lögreglan vill hafa liend- ur í hári á, og Dan er treyst til mestra stórræða. — Nýlega hefir þessi flokkur skotið niður ágætan flugmann úr lögregluliðinu og eru tveir nýir menn teknir inn í hans stað, Pat Tornell og Bob Dixon. Dan er ófeginn því að Pat er tekinn inn í liðið, því að á milli þeirra hafði verið liörð togstreita á liðsforingjaskólanum, hæði vegna ólíkrar lyndiseinkunnar og hins að þeir voru duglegustu flugmennirn- ir í skólanum. Og síst batnar milli þeirra er Pat, sumpart vegna óvild- ar til Dans, fer að sækjast eftir Önnu. Sú tilraun að vinna hana, mistekst í fyrstu, svo að Pat verð- úr að athlægi, en hann lætur það ékki á sig fá. — Fyrir einstaka fífldirfsku í flugi, sem næstum hafði kostað nokkra menn lífið er Pat rekinn úr lög- regluliðinu. Anna dáir Pat fyrir af- rekið og það vakna hjá henni hlýj- ar kendir í hans garð, vegna þess, að henni finst hann órjetti beitt- ur. — Nú gengur Pat í smyglara- flokkinn, og hygst með því móti að græða fje. En Heming smyglarafor- ingi treystir honum ekki allskostar. Og þar kemur að Heming tekur þau Pal og Önnu fÖst, af því að hann hafði komisl að raun um að Pat hafði Ijóstað upp leyndarmál- um þeirra við hana. — En hvernig fara leikar milli lög- reglunnar og smyglaranna? Og hvoi fær Önnu, Dan eða Pat? Oliver Cromwell var hengdur á gálga eftir að hann var dauður. Hann dó á sóttarsæng og var graf- inn í Westminster Abbey en eftir að konungdæmið var endurreist grófu óvildarmenn hans líkið upp og hengdu það og urðuðu síðan undir gálganum. Austurrískur hljómlistarmaður, Henrich Noste að nafni, getur spil- að á slaghörpu með tungunni. Húsfrú Guðríður Jónsdóttir. Götuhúsum, Eyrarbakka, verð- ur 60 ára 12. þ. m. ----- NÝJA BlÓ. --------- Hann, hdn og peningarnir. Sænsk skemtimynd með hijóm- list eftir Jules Sylvain. Aðalhlutverkin leika: HÁKON WESTERGREN KIÍISTEN HEIBERG BULLEN BERGLUND o. fl. Aukamynd: LAXVEIÐAR í SVÍÞJÓÐ. Nýja Bió sýnir bráðum sænska gamanmynd, sem heitir: Iiann, liún oo peningarnir. Leika í myndinni margir góðir sænskir leikarar. Þar á meðal Hákon Westergren, sem leikur aðalhlutverkið — Göran Hilding. — Göran er kjörinn fulltrúi þeirrar nútímaæsku, sem drepur timann ýmist með j>ví að dansa, spila, drekka vín eða sækjast eftir og rata í ástaræfintýri. Hann er hálftrú- lofaður — eins og svona fólk altaf er — ungri stúlku, Karin Grandin að nafni, sem lítur svipuðum aug- um á lífið og hann og hjálpar hon- um til þess að eyða peningum. Eins og ætla má er Göran litið raunsær, þar eð hann hefir ekkert haft fyrir lífinu, en altaf bankað á vasa föðurbróður síns, vellauðugs blaða- og bókaútgefenda, jægar þurft hefir með. Hann þekkir enga fyrir- höfn. En leikurinn er á enda og alvar- an bíður. Föðurbróðir Görans deyr snögglega. Hann hefir að vísu arf- leitt hann, en þó með nokkrum skilyrðum. Göran verður að taka við forstjórn útgáfunnar og „vinna hana upp,“ svo að útgáfan græði fjórðung miljónar á 1 ári. Ennfrem- ur verður hann að kvænast Ivarin Grandin áður en hann fær arfinn útborgaðan. Hvað á Göran að gera? Honum er nauðugur einn kostur að herða sig upp og snúa baki við sínu fyrra líferni. Og strax næsta dag gengur hann milli starfsmanna sinna og á tal við ritsjórana, sem eru í þjón- ustu fyrirtækisins, Brovall, Andej’son o. fl. Þar sem liann nú einu sinni var orðinn forstjóri, varð hann að fú sjer einkaskrifara, og auðvitað fal- lega stúlku. Hann auglýsir og það er enginn skortur á umsækjendum. Og að sjálfsögðu velur hann ])á fal- legustu. En þegar Karin kemst að þessu eyðileggur hún áform hans og ræður til hans stúlku, sem er klaufaleg í framkomu, fremur illa Framh. á bls. 15. Gunnar ./. Árnason, kaupm.. Keftávík, verður 65 ára 12. þ. m.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.