Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1938, Page 12

Fálkinn - 09.07.1938, Page 12
12 F Á L K 1 N N CARL ZUCKMAYER: LIÐSFORINGINN heimilið okkar, Lili.“ Hún svaraði engu, en þrýsti sjer upp að honum. „Þegar foreldrar mínir dóu“, lijelt hann áfram, „hafði jeg fengið stöðu innan hers- ins. Jeg var einkabarn: frændi minn, sem hafði alist upp með mjer tók við eigninni, svo að jeg gæti haldið starfi mínu áfram í Irernum. En jeg á liana hálfa. Og nú ætla jeg að nota mjer af því — okkar vegna. — „Vill frændi yðar láta hana af hendi?“ spurði hún. „Hann verður að gera það!“ sagði Jost hlæjandi. „Auk þess erum við vinir frá barnæsku. Þetta kemur flatt upp á hann.“ Og nú hjeldu þau áfram. Lili lagði höndina á handlegginn á lion- um. „Viltu ekki heldur hitta hann einn?“ spurði hún. „Jeg get stigið lijer af og geng- ið um á meðan" — skugga brá fyrir í and- liti hans — „lil þess að skoða eignir okkar,“ bætti hún við og brosti lítið eitt. „Við gerum það á eftir,“ sagði hann á- kveðinn. „Nú verðurðu að koma með mjer.“ Hann sagði þetta eiginlega í skipunarrómi. Hann kipti í taumana og keyrði hestinn áfram. Þau sneru við inn i skuggalega götu, sem lá upp að liúsinu. „Það heitir Gut Wend- litz,“ sagði hann til skýringar. „Það eru nokkur þúsund ekrur af engi, beitilandi, skóglendi og óræktuðu landi.“ „Stórkostlegt“, sagði hún dauflega. Snögg klæddur maður kom út úr hesthúsinu og greip um beislistaumana. Jost horfði hvast á hann, en maðurinn virtist ekkert við hann kannast. Það hlaut að vera einn af yngri vinnumönnunum hugsaði Jost með sjer. „Eru húsbændur þínir heima?“ spurði hann. „Já, yðar tign,“ sagði maðurinn. „Á jeg að spretta af hestinum?“ Á sama augnabliki opnuðust húsdyrnar og ungur maður í reiðstígvjelum og legg- hlífum og í liðsforingjabúningi kom í ljós. Lili starði á manninn, sem undrandi yfir gestkomunni bar hönd upp að augum sjer. Þarna var ímynd Jost, hann var aðeins eldri en hann, kaldari og harðari á svip- inn, ekki eins fjörugur. — Hann minnti dá- lítið á styttu. Það fór hrollur um hana. „Fritz,“ æpti Jost og smelti svipunni. Ókunni maðurinn virtist þekkja Jost, fanst henni, þó að andlitsdrættir hans tækju engum breytingum. Hann stóð lengi kyr og horfði á þau á víxl, eins og maður, sem hugsar lengi og vel áður en hann hefst nokkuð að. Svo gekk hann ofur rólega niður stigann. Jost hafði hlaupið út úr vagninum og hjálpað Lili til að stiga niður úr honum; svo sneri hann sjer að frænda sínum og greip hönd hans. „Jeg er glaður að sjá þig, Jost,“ sagði hann. „Það er orðið langt síðan við höf- um sjest.“ Því næst sneri hann sinni kulda- legu kurteisi að Lili. „Þetta er Fritz frændi minnv“ sagði Jost og færði hann nær henni. „Og þetta er heitmey mín, Fritz.“ Húsbóndinn kysti á hönd liennar, geklv eitt skref aftur á bak og fylgdi henni að tröppunum. „Sprettu af hestinum, Kiljan, og gefðu honum“ kallaði hann og sneri sjer við til liálfs. Því næst sneri hann sjer að Jost, sem hljóp upp stigann ljett- ur í spori og sagði: „Þú stendur við að minsta kosti einn eða tvo tíma?“ Josl leit við. „ Já, áreiðanlega", sagði hann hlæjandi. „Og kanske vel það.“ Gamall þjónn kom fram í dyrnar. Það var eins og hann stæði á öndinni af undr- un og gleði um leið og hann hneigði sig djúpt fyrir Jost, sem tók í höndina á honum. „Hvernig líður þjer, Marteinn?“ sagði liann. Gamli maðurinn byrjaði að stama. Húsbóndinn leit á hann og sagði: „Bjóddu gestunum inn i móttökuher- bergið.“ Gestirnir gengu inn i dimman sal, er skreyttur var hjartarhornum og sverðum. Frá göngunum til vinstri lieyrðu þau konurödd og barnslilátur. — Jost .leit jjangað. „Konan þín?“ spurði hann. „Konan mín er ekki heima þvi miður,“ svaraði frændi hans. „Hún er í heimsókn hjá vinum okkar, er búa nokkrar mílur hjeðan. Hún tók börnin með sjer og jeg er hræddur um að þau komi ekki fyr en í kvöld.“ Jost þagði og horfði á hann. Frændi Jost leit fyrst á hann og síðan á Lili og sagði: „Jeg bið yður að afsaka eitt augnablik," og gekk hröðum skrefum út um göngin til vinstri.* Þjónninn opnaði dyr til hægri, og þau komu inn i stóra stofu, sem var mjög kuldaleg og búin ljelegum húsgögnum. Jost nam staðar við liurðina, opnaði liana dálítið og skelti henni þvi næst aftur. „Fjandinn sjálfur,“ sagði hann og gekk órór fram og aftur um stofuna. Hann var fölur i andliti og augun skulu gneistum. Lili horfði á hann, sneri sjer svo að glugganum, leit út yfir garðinn, sem var að byrja að lifna eftir vetrar- dvalann. Hún var i æstu skapi, hún gat ekki að því gert. Og henni fanst það sárt, að gremjan beindist eingöngu að Jost, en ekki að þeim er þarna bjuggu. Hún fann það á sjer hversu illa honum mundi líða þar sem hann stóð við dyrnar með fastkrepta hnefa. Hún þrýsti hönd- unum að liöfði sjer, og fram á varir lienn- ar streymdu ýms hlýyrði, sem hún var vön að gefa honum. Alt í einu heyrði hún rödd lians fyrir aflan sig. Hún var svo köld og ókunn að hún þekti hana varla. „Fyrst að konan þín vill ekki lieilsa upp á unnustuna mína,“ sagði liann við einhvern, sem stig- ið hafði hljóðlega inn, „þá ætla jeg ekki að tefja þig nema nokkur augnablik.“ „Jeg hef pantað morgunverð,“ svaraði hinn. „Jeg bið þig....“ „Þakka þjer fyrir,“ greip Jost þurlega fram í. „Við þörfnumst einkis. En jeg vildi gjarna mega tala við jiig örstutta stund undir fjögur augu.“ „Eins og þú vilt,“ svaraði liinn. „Kanske þú viljir gera svo vel og koma með mjer inn í móttökuherberg.ið.“ „Nei, látið þið mig biða jjar," sagði Lili. „Jeg er hræddur um að yður verði kalt þar,“ sagði frændi Fritz kurteislega. „Nei, nei,“ svaraði hún. Fritz frændi hneigði sig lítið eitt, opn- aði hurðina fyrir hana og kinkaði kolli til þjónsins er stóð fyrir utan. Fritz lokaði dyrunum og sneri sjer að Jost, sem stóð við skrifborðið. Þeir horfðn hvor á annan án þess að segja eitt orð. Þá sagði Fritz: „Þú skilur það, Jost, jeg þekki Scliallweis í sjón. Það er ómögulegt fvrir mig að kynna konuna mína þessum“, hann þagnaði — „þessum vini þínum.“ „Veislu að þú ert að tala um konu, sem ætlar að verða eiginkonan mín?“ sagði Jost kuldalega, „og' meira en það, væntan- lega liúsfrú á Wendlitzgóssinu. Að minsta kosti liálfu“, bætti liann við. Fritz frændi kinkaði kolli eins og hon- um hefði ekki komið orð þessi óvænt. • „Viltu eklci fá þjer sæti“ sagði hann. , „Nei“ svaraði Jost. „Við gelum verið fljótir að gera úl um « mál okkar. Við þurfum ekki nema fáein augnablik. Jeg er að segja lausri stöðu minni. Jeg bað um leyfi að mega giftast þessari konu, en þvi var neitað.“ „Og ertu hissa á þvi?“ spurði hinn. „Nei“, svaraði Jost. „Jeg beið aðeins eftir úrskurði yfirhershöfðingjans, svo að jeg gæti tekið næsta skrefið.“ „Jost“, sagði Fritz, og röddin var ofur róleg — „þii getur kanske látið þjer á sama standa um stöðu þína i hernum, en við verðum að lmgsa um mannorð okkar“. „Mannorð okkar“, sagði Jost lilýlega og alvarlega í senn. „Jeg er ekki hræddur um að orðstir mínum sje nein hætta búin innan hersins. Og saga mín mun geymast. — En lífið! Nú vil jeg lifa, lifa!“ Þeir þögðu. Þá sagði Jost: „Jeg hef erft hálft góssið hjerna. Og nú geri jeg kröfu lil þess að fá minn part.“ Jarðeigandinn sagði ekki neitt, og horfði út uin gluggann um stund. Þvi næst gekk Iiann að skrifborðinu, opnaði kislu og tók iykil upp úr henni. Hann gekk út að veggnum, opnaði skáp i honum og kom aftur með samanbrotið skjal, sem hann lagði fram á borðið. Báðir rýndu gaum- gæfilega í það. Fritz benti með vísifingri á grein, neðst á skjalinu. „Hjerna er það“, sagði hann. „Jeg hefi liaft eignina aleinn á hendi í meira en tiu ár, svo jeg hef rjetl lil þess að kaupa af þjer eignina gegn staðgreiðshi og eftir mati yfirvaldanna. Jeg hefi biro á eigninni í meira en ellefu ár.“ „Hefirðu peningana?“ spurði Jost „Nei“, sagði hinn. „Það er nú ekki svo ljett að útvega þá. En ef þú ætlar að gánga hart að mjer, þá mun jeg hafa einliver ráð að afla þeirra.“ „Jeg þarfnast ekki peninga,“ sagði Jost. „Jeg vil fá minn part af eigninni. Jeg ætla að búa hjerna. „Með þessari konu?“ spurði Fritz.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.