Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 03.09.1938, Blaðsíða 10
F Á L K I N N 10 é.C.-. .i.l PiíSSl SVAKT-HViTl ÍVJULL er frá Parísarskraddaranum Lelong. Efsti hlutinn er eins og brjósthöld- ur, mittið nærskorið. Fer aðeins vei grönnum stúlkum. FALLEGUR SPORTSFRAKKI. Skinnfrakki eða jakki er ekki eins dýr flík og maður heldur, því að það er hægt að lireinsa hann hvað eftir annað og jafnvel lita hann ef ekki vill betur, svo að endingin er mikil. En það er um að gera, að kaupa sem hesta og mýksta tegund. Frakkinn á myndinni er kampa- vínsguiur með kastaníuhrúnum erm- um og vösum. MARINEBLÁ ALPAKKAFÖT, með langröndum og þverröndum eft- ir því sem sýnt er á myndinni, eru falleg og randaskipunin gerir til- breytingu á klæðna'Sinum. í Japan er það venja, að þjónum, rökurum og dyravörðum er fenginn vikaskildingurinn i lokuðu umslagi. Það þykir bera vott um dæmafáa ókurteisi að víkja fólki skilding um- búðalausan. HEIMAPItJONUÐ BAÐFÖT. Það er alls ekki eins mikið verk og margur. heldur, að prjóna baðföt- in sin sjálfur, sjerstaklega þegar bolurinn er fleginn niður undir mitti á bakinu, eins og nú er siður. Best er að velja skýra og áberandi liti, þeir fara best á baðfötum. Ef maður prjönar með sljettu prjóni, er ráðlegt að skreyta bolinn með mislitum bnökrum eða myndum. í Chicago getur maður fengið geymda barnavagna í anddyrum ýmsra kvikmyndahúsa meðan mað- ur skreppur inn og borfir á mynd. Ef eitthvert barnið fer að hrína, þrýstir eftirlitsmaðurinn á hnapp og um leið kemur fram með ljósstöfum inni í áhorfendasalnum númerið á barninu, svo að eigandinn geti farið út til að hugga króann. NÝJASTA TÍSKA. Fallegur síðdegiskjóll úr rósóttu efni virðist geta farið flestum vel. En það eru samt ekki nema grannar dömur, sem geta notað þetta snið, með 18 centimetra breiðu mittis- belti og bolerotreyju. BAÐFÖTIN í ÁIi. Svona líta baðfötin út í ár. Þau eiga að vera þannig, að maður sýn- ist sem grenstur, og i þeim tilgangi hafa hvítar randir verið settar á mjaðmarstykkið. Bandaríkjamenn nota 25 pund af sápu á mann á ári. TENNISFÖTIN. Ýmsir amast við „short“-buxum á tennisvellinum. Þessvegna hefir ver- ið farinn millivegur, sem sjást má hjer á myndinni. BATIST OG VELOUR. Þessi kjóll er ætlaður til sumar- dansleikja undir beru lofti. Sjalið, sem nú er að komast í tísku aftur, er .úr fjólubláu velour, sem fer vel við efnið í kjólnum. t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.