Fálkinn


Fálkinn - 31.12.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 31.12.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N 1888 -- 15. desember - 1938 Glímufjelagið Ármann - fimmtíu ára - r ----- ... - n. Ármenningar glíma. I. Það má með tíðindum teljast að íþróttafjelag hjer á landi skuli nú geta lialdið hálfrar aldar af- mæli sitt, en svo er með hið þróttmikla og vinsæla iþrótta- fjelag ,Ármann“. Eru fyrir því órækar heim- ildir að það var stofnað 15. des- ember 1888 af nokkrum áhuga- sömum glímumönnum, því að lengst af sinnar æfi liefir Ár- mann aðeins verið glímufjelag, þó að á siðustu árum hafi fje- lsgið tekið upp æ fleiri íþrótta- Sjera Helgi Hjálmarsson greinar til æfinga. Og nú er svo komið að það æfir allar íþróttir, sem hjer þekkjast nema knatt- spyrnu. „Fálkinn“ vill minnast hálfrar aldar afmælis fjelagsins með því að rif ja upp í stuttu máli nokkra drætti úr sögu f jelagsins frá upp- hafi og flytja nokkrar myndi-r af helstu frömuðum „Ármanns" að fornu og nýju. Glimufjelagið Ármann var upphaflega stofnað af ungum mentamönnum, bæði úr Presta- skólanum og Latínuskólanum, iðnaðarmönnum, verslunármönn um og sjómönnum. Tildrög fjelagsstofnunarinnar samkvæmt góðum heimildum eru þessi: Helgi Hjálmarsson (síðar prestur á Grenjaðarstað), þá kunnur glímumaður úr Latínu- skólanum, — gengur í stúkuna „Einingin" 25. nóv. 1888. Strax á fyrsta fundi kynnist hann Pjetri blikksmið Jónssyni, mikl- um áhugamanni um íslenska glímu. Þeir Helgi og Pjetur taka tal saman um glímuna og kem- ur þeim saman um að mynda glímudeild innan stúkunnar. — Tæpri viku síðar, 30. nóv., höfðu þeir náð saman nokkrum glimu- mönnurn og höfðu æfingar í Templarahúsinu. Sumum þótti hart að detta á fjalagólfið og kusu því heldur að liafa útiæf- ingu. Fór hún fram 15. des. á túni inn hjá Rauðará. Þar mættu 20—30 menn. Var glímt lengi kvölds, og veður ágætt. Að lokinni þessari æfingu, stakk Pjetur hlikksmiður upp á því að gefa fjelaginu nafnið Glimufjelagið Ármann og var það samþykt í einu ldjóði. Eftir útiæfinguna kusu glímumenn heldur að hafa æfingar inni og fóru þær fram um langt skeið i Templarahúsinu. Fyrstu kennarar fjelagsins voru tveir mestu áhugamenn þess, Helgi og Pjetur og Guðlaug- ur Guðmundsson (síðar sýslu- maður). Löglega kosna stjórn hafði fjelagið ekki og engin árs- tillög voru greidd. Glíman fór fram eftir þeim reglum, sem gilt höfðu við Bessastaðaskóla, enda kom Páll Melsted sagnfræðingur oft á æf- ingar, en hann hafði stundað nám á Bessastöðum og var góð- ui glímumaður. Auk þeirra fyrstu fjelaga er nefndir hafa verið má nefna Einar Þórðarson (siðar prest í Hofteigi), Daníel Daníelsson sljórnarráðsvörð o. fl. Fyrsta kappglíma fjelagsins fór fram 1889. Ekki glimdu kepp endur með belti sem nú, heldur í sterkum vaðmálsbuxum (huxna tök). Úrslil á fjæstu glímunni urðu þau, að Helgi Hjálmarsson vann. Annar varð Einar Þórðar- son og þriðji Friðrik Gíslason ljósmyndari. Arið eftir sigraði Helgi einnig. Er stundir liða er kosin stjórn í fjelaginu og farið að halda gjörðahók og greiða árstillög. Helgi Hjálmarsson var fyrsti formaður fjelagsins og var það síðan uns hann fluttist norður í Þingeyjarsýslu 1894. Þegar síra Helga missir við verður Pjetur um mörg ár aðalkrafturinn og „hinn góði andi fjelagsins“ eins og sira Helgi hefir komist að orði um þenna samherja sinn. Voru glímur enn æfðar af allmiklu kappi ýmist i svoköll- uðu Framfaraf jelagshúsi eða þá í pakkhúsum, fiskhúsum eða jafnvel vestur á Hlíðarhúsasandi. Kappglímu gekst fjelagið fyrir árlega og koma fram margir góðir glímumenn. Einna snjallastur glimumaður fjelagsins á tímahilinu fram und- ir aldamót ér Þorgrímur Jóns- son, (nú dyravörður Alþingis), sem oft vinnur fyrstu verðlaun. Aðrir ágætir glímumenn á þessu tímabili eru Guðmundur Guð- mundsson, frá Eyrarhakka, Jón- atan Þorsteinsson kaupmaður, sem gætir þó meira siðar og margir fleiri, sumir þjóðkunnir menn. Á þessum árum voru samin lög fyrir fjelagið og allítarlegar Pjetur Jónsson blikksmiður glímureglur, er sniðnar voru eft- ir reglum Bessastaðamanna. Svo er að sjá sem lieldur hafi dofnað yfir glímunni er kom nokkuð fram yfir aldamót uns hún tekur liinn mikla fjörkipp upp úr 1906, er siðar skal vikið að. Þó er enn æft og kappglím- ur haldnar. Mestir glímumenn á þessu tímabili auk Guðmundar og Jónatans eru þeir Ásgeir Gunnlaugsson kaupmaður, Valdi- mar Sigurðsson stýrimaður og Bjarnlijeðinn Jónsson járnsmið- ur. Voru þeir Ásgeir og Bjarn- hjeðinn lengi í stjórn fjelagsins. Það var talið með tíðindum að á þjóðhátíðarglímuna 2. ág. 1904 komu menn austan yfir fjall til að keppa við Ármenn- inga. — Af atkvæðamiklum fjelags- mönnum um aldamótin, auk þeirra sem nefndir hafa verið, eru Kristinn Pjetursson, sonur Pjeturs blikksmiðs og Sveinn Árnason fiskimatsmaður. Marga fleiri mætti og ætli að nefna, en rúm blaðsins gerir það með öllu ókleift. — Sigurvegarar i kappglímu Ármanus 1890. Frá hægri: Helgi Hjálmars- son, Friðrik Gislason Ijósmgndari og Freysteinn Jónsson sjómaður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.