Fálkinn


Fálkinn - 31.12.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 31.12.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N pjETUR HANSEN þjáöist af ógæfusamri ást lil kon- unnar sinnar. Undir eins eftir In-úðkaupið hafði hann gert hana að drotningunni af Saha •— og það fer altaf illa. Hún hafði hlammað sjer ofan á forlög hans stór, ljóshærð og kuldaleg. Hann var fulltrúi i járnverslun Isak- sens. Og hún fjekk hvern einasta 5yri af kaupinu hans liann gaf henni það eins og trygða- pant. Lika hafði hann kevpt sjer afar háa lífsábyrgð. Hann liafði lækkað sig úr tuttugu sígarett- uin á dag ofan i þrjá smávindla. Hann sleil höttunum sínum jjangað til ekki var annað eftir en kollurinn og drakk blátt kranavatn með morgunmatnum sinum á skrifstofunni. Hann ljet Benediktu setja góða fúlgu af krónunum í sparisjóðinn á hverj- um mánuði —• á nafnið liénnar. Ilann þurkaði sjálfan sig út úr tilverunni og ljet liana ráða öllu. Og alt var þetta liugsað sem ást- arjátning af lians hálfu. En Benedikta varð kuldalegri og kuldalegri. Hún ljet sjer duga að glotta ofurlítið út i annað munnvikið til hans einstöku sinn um. Aldrei vildi hún fara út að skemta sjer með honum, þó hon- um fyndist þau vel hafa efni á því, með því kaupi sem hann hafði. ,Hvað hann langaði til að fara einhverntíma með henni á bíó — eða borða með lienni mið- degisverð á veitingahúsi. Á þann hátt mundi sambandið milli þeirra verða lyriskara. En allar þcssar saklausu óskir marði hann undir liæli og fleygði sjer af- vopnuðum fvrir fætur Bene- diktu, þessa nettu, Ijósrauðu fæt- ur, sem hann liafði kropið fyrir og kyst einu sinni — með þeim árangri að Benedikta sagði að hann væri tilgerðarlegur. Pjetur langaði skelfing til að eignast barn, en jjað tók Bene- dikta ekki i mál. Þetta var kaupdagur, eftir vinnutíma. Geisla síðdegissólar- innar lagði yfir borgina. En það var lágnættismyrkur í hug Pjet- urs, er hann labbaði heim á leið, þungur í spori og slæmur á sinn- inu. Forstjórinn hafði skammað hann í dag — og það sveið hon- um. Pjetur hafði fengið orð i eyra — að hann væri of seinn og ekki nákvæmur í vinnubrögð- unum. Það gæti ekki haldið á- fram svona. Pjetur vissi það vel. Það var Benedikta sem alt af var að flækjast í hugskoti lians — innan um samlagningar og rentu reikning ;— eins og truflandi draummynd. Og hann fór að kenna vanmáttar gagnvarl hinu starfsfólkinu. Hann var orðinn þögull, hjeralegur og klaufaleg- ur í allri framkomu, bæði á skrifstofunni og heima. Hafði fengið einhverja drepandi kend eins og hitasótt í blóðið. Hann liafði enga vinnugleði eins og HOLGER BOETIUS: SAGAN AF PJETRI kunningjar lians og ekki gal hann hlegið með þeim að gam- ansemi þeirra i matarhljeinu. Honum fanst eins og allir mundu liafa uppgötvað strand lians i hjúskapnum. Oft horfði hanu á píslarvættisásjónuna á sjer í speglinum í fatageymshumi. Jú, ])að var auðlesið að Bene- dikta elskaði hann ekki. Hann var hálf ringlaður þarna sem. hann gekk innan um hlæj- andi lifsfjörið á götunni. Borgin söng' sinn yfirlætissama anna- söng. Bilar og reiðhjól þustu framhjá, ungar stúlkur liðu eins og i dansi eftir gangstjettunum með sumarhlýju í kroppnum og á gatnahörnunum stóðu hlóm- legar ungar frúr með straum- línumyndaða barnavagna og mös uðu i ákafa. — Eruð þjer veikur? spúrði lögregluj)jónn, sem kom til hans. — Nei, nei, livislaði Pjetur og lijelt áfram. Hann greij) hendinni ósjálfrátt á vasanum og' vasabók- inni, þar sem mánaðarkaupið lá vel geymt, í nýjum sljettum seðl- um. Ekki var j)að viðeigandi að koma heim til Benediktu og hafa orðið að borga sekt á leið- inni! Þá væri úti um alt og þá mundi hún aldrei elska liann framar. Skömmu siðar fann hann ó- notalegan skjálfta fara um sig allan á ný. Veikur? Var ])að mögulegt? Þessi mara þetta eilifa fa—rg á heilanum — þessi taugaskjálfti og geðshræringar — var það sjúkdómur? Eittlivað sem hann gat fengið pillur og dropa við? Þú hefir drukkið, komdu heim undir eins. Hún starði ú hann. En i öllu þessu iðandi lifi var Pjetur eins og í innvortis yfir- liði. Astfangin lijón gengu fram- hjá honum. Bæði venjulegt fólk. En þau voru alveg að springa af ást. Hann lieyrði ástarmilda rödd Iiennar alveg við eyrað á sjer: „0, jeg hlakka svo mikið ti! kvöldsins. Við skulum dansa hvern einasta dans saman, er það ekki, Óskar?“ Pjetri sorlnaði fyrir augum. Þetta livassa skol hamingjunnar lenti beinl í hjartastað hjá hon- um. Hann varð að styðja sig upp við húsvegg. Harmasaga lians sjálfs þrútnaði öll í með- vitundinni. Hann gat ekki náð andanum og tók hendinni i hjartastað. Honum varð litið á emaljerað spjald einmitt i sama augnabliki og liann var nógu veiklaður til að láta undan því sem honum dátt í hug: Dr. med. CONRAD BANG. Sjergrein. Hjartasjúkdómar. Hvað það var notalegt að sitja hjá dr. Bang i svölu og dimmu viðtalsherberginu. Pjetri fanst heilnæmið vera í loftinu þar. Hjerna var það gert sem hægt var fyrir alla aumingja Pjetra. Og rannsóknin var svo nærgætin og ítarleg, að Pjetri fanst nú, i fyrsta skifti í langan tíma, að það hlyti að vera eitthvað heill- andi við sig. — Mjer líkar ekki fyllilega hvernig þjer eruð, sagði læknir- inn. Hvernig er einkalífi yðar varið? Nú verðið þjer að segja mjer svolítið af sjálfum yður — ])að er skylda yðar. Reynið þjer að hugsa vður mig eins og gaml- an kunningja. Pjetur andaði þungt. Þó orð læknisins væru þannig að þau gætu vakið ótta, fanst honum beinlínis fróun að þeim. Hann mintist þess þegar hann var barn stór og góður prestur hafði lagt lófann á kollinn á honum. Hann leil upp til læknisins og læknirinn rendi til lians augun- um svo ísmeygilega að Pjetur bráðnaði undir eins. Hann hikaði ekki við að liafa andleg enda- skifti á sjálfum sjer frammi fyrir hinum vitra lækninga- manni. Einkalíf hans gubbaðist upp úr homim með húð og hári -— stórt og smátt í einni kássu. En læknirinn raðaði hverju at- viki á sinn stað með æfðri hendi. Hann f jekk skýra mynd af sjúk- lingi sínum — og af „drotning- unni af Saha“. Það var eins og straumur nýrra vona færi alt í einu um Pjetur. Kanske kan- ske mundi læknirinn skrifa lyf- seðil upp á að Benedikta skyldi fara i bíó með honum. En það fór nú ekki svo. Hansen! sagði læknirinn. Þjer eruð karlmenni! Pjetur rjetti úr sjer. Hann vissi að visu vel að hann var karlmenni en það skaðaði ekki að fá það slaðfest. Hansen, þessvegna ælla jcg líka að segja vður sannleikann. Jeg sje að þjer eruð einstakúr reglu- og umsýsíumaður, og þess vegna verðið þjer að fá tækifæri til að ráðstafa húsi vðar! Pjetur skvldi undir eins. Þetta var dauðadómur! En dauðadómur sem hafði mild áhrif og sem sá dæmdi sætti sig við. Honum fanst þetta lausn úr áþján og fróun. Hann lyfti höfðinu hægt og leit upp á ská —- eins og hann byggist við að sjá lárviðarkrans koma ofan úr skýjunum. — Það er hjartað, Hansen. Pjetur kinkaði kolli. — Hjart- að? Nú jæja. Er það iiijög al- varlegt ? Hann hafði nú í rauninni feng- ið að vita að það var alvarlegt, en honum fanst viðeigandi, að þetta væri sagt með dálitið há- tiðlegra móti. — Já, það er mjög alvarlegt, Hansen. — Hvað hvað langt á jeg eftir? — Tvo mánuði — ef þjer far- ið varlega. Mjög varlega. — Og ef jeg fer mjög óvar- lega? — Þá getið þjer ekki talið upp á nema einn mánuð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.