Fréttablaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 30
26 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. e-a bar að, 6. innan, 8. samstæða,
9. málmur, 11. tveir eins, 12. étur
allt, 14. drós, 16. rykkorn, 17. lyftist,
18. sauðaþari, 20. ónefndur, 21.
blóðsuga.
LÓÐRÉTT
1. harma, 3. munni, 4. vöruhús, 5.
ískur, 7. aðdragandi, 10. nálægt, 13.
gegnsær, 15. hófdýr, 16. flýtir, 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. komu, 6. út, 8. par, 9. tin,
11. gg, 12. alæta, 14. dræsa, 16. ar,
17. rís, 18. söl, 20. nn, 21. igla.
LÓÐRÉTT: 1. súta, 3. op, 4. magasín,
5. urg, 7. tildrög, 10. nær, 13. tær, 15.
asni, 16. asi, 19. ll.
„Það rúllar bara play-listi í
iTunes. Ég hef hlustað mikið
á nýju Múm-plötuna og líka
á plötuna hans Hermigervils,
„Leikur vinsæl íslenzk lög“. Hún
er mjög hress og skemmtileg og
ég mæli með henni. Það er mjög
gott að vinna með hana á.“
Hörður Sveinsson ljósmyndari.
„Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og miklu
meira en ég bjóst við,“ segir Sverrir Þór Sverris-
son en alls sáu 8.500 manns fjölskyldumyndina
Algjör Sveppi og leitin að Villa sem frum-
sýnd var á fimmtudaginn. Þetta þykir nokk-
uð gott í íslenskum kvikmyndafræðum.
Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri
Sambíóanna, segir að aðeins tvær myndir
hafi áður fengið jafn mikla aðsókn fyrstu
frumsýningarhelgina: Mýrin og Stella í
framboði. „Ég hefði verið mjög ánægð-
ur ef fimm þúsund gestir hefðu komið
þessa fyrstu helgi en yfir 8.000
er framar öllum vonum,“ segir
Sverrir, sem var heima með
veikt barn þegar Frétta-
blaðið náði tali af honum.
Algjör Sveppi og leit-
in að Villa fjallar, eins
og nafnið gefur til
kynna, um fyrrgreind-
an Sveppa og leit
hans að vini sínum
Villa sem er rænt
af skuggalegum
einstaklingum eftir að Villi finnur dularfullan
útvarpssendi.
Sveppi og Villi hafa um ára-
bil stjórnað morgunsjónvarp-
inu á Stöð 2 og notið mikilla
vinsælda og smávaxnir
aðdáendur þáttanna hafa
greinilega átt auðvelt með
að draga fullorðna fólkið
með sér í bíósali Sambíó-
anna við Álfabakka.
Sverrir segir að í ljósi
þessara miklu vinsælda iði
hann nú í skinninu eftir því
að byrja á mynd númer tvö.
- fgg
Sveppi í sögubækurnar
MIKIL AÐSÓKN Algjör
Sveppi og leitin að Villa
sló í gegn um helgina
en alls sáu hana 8.500
manns.
„Við ætlum að gefa út allt sem
okkur langar til að gefa út og er
fræðilegur möguleiki á að ein-
hver kaupi. Það er okkar mani-
festó,“ segir skopteiknarinn og
leik skáldið Hugleikur Dagsson.
Hugleikur og Ólafía Erla Svans-
dóttir hafa stofnað bókaútgáfuna
Ókei bæ-kur. Fyrsta útgáfan er
væntanleg í nóvember, en hún
verður listaverkabók um Davíð
Örn Halldórsson. Hugleikur verð-
ur enn um sinn hjá Forlaginu, en
segir að eitthvað af hans efni verði
þó gefið út hjá Ókei bó-kum.
„Það verður eitthvað af mínu
efni þarna. Hvað það verður er
ekki 100 prósent ákveðið,“ segir
hann.
Verðurðu þá í samkeppni við
sjálfan þig?
„Ég get sagst vera í samkeppni
við sjálfan mig, ég vil ekki líta á
að ég sé í samkeppni við neinn
annan – vegna þess að samkeppni
er svo 2007.“
Hugleikur segist vera búinn að
eiga frábært samstarf við For-
lagið, en að næsta rökrétta skref
sé að gefa bækur út sjálfur.
„Ég lærði mikið af þeim, þeir
hjálpuðu mér að komast á kortið.
Núna langar mig að koma ein-
hverjum öðrum á kortið.“
Sem sagt, gefa út bækur eftir
vini þína sem fá ekki útgáfu-
samninga?
„Það má líta á það þannig.
Það er enginn í þessu landi sem
er ekki í klíku, þannig að jú,
hér verður klíka eins og annars
staðar.“ - afb
Hugleikur stofnar eigið bókaforlag
„Mér þykir þetta leitt og ég sagði
þeim að mér þætti auglýsing-
in ekki viðeigandi, en þau sann-
færðu mig,“ segir dansarinn Josy
Zareen.
Josy hefur kennt dans á Íslandi
frá árinu 2001. Í auglýsingu frá
henni í tímaritinu Júlíu, sem kom
út í fyrsta skipti í síðustu viku, er
súludans auglýstur sem líkams-
ræktarkostur. Það væri ekki í frá-
sögur færandi nema vegna þess
að Júlía er fyrir unglingsstelpur.
Tímaritið er gefið út af Birtíngi,
sem er eitt stærsta útgáfufélag
landsins og gefur meðal annars
út Séð og heyrt, Vikuna, Mannlíf
og DV.
Halldóra Hagalín, ritstjóri Júlíu,
segir að birting auglýsingarinnar
hafi verið mistök sem starfs-
fólk hafi ekki tekið eftir
fyrr en blaðið hafði verið
prentað. „Ég get ekki
beðist afsökunar nógu
mikið. Auglýsingin á að
sjálfsögðu ekki heima í
unglingatímariti,“ segir
hún.
Josy er á öðru máli og
segir að sölumaður Birt-
íngs hafi vitað um efni
auglýsingarinnar og bein-
línis sannfært hana um að
birtingin væri viðeigandi,
„Hún sagði að mömmurn-
ar myndu lesa blaðið og
þess vegna væri í lagi
að birta hana,“ segir
Josy og bætir við
að aldurstakmark
sé á súludans-
námskeiðin, þó að
þau feli ekki í sér
nekt.
Ritstjórinn seg-
ist hins vegar
hafa talið að
magadans væri
eina viðfangs-
efni auglýsingar-
innar.
„Málið er að
efri hluti aug-
lýsingarinnar
er fyrir maga-
danshúsið og
neðri hlutinn
er þetta pole-
fitness sem
við höfðum aldrei samþykkt og
höfðum ekki hugmynd um að
væri í auglýsingunni,“ segir Hall-
dóra. „Við hefðum átt að taka eftir
þessu þegar við fengum próförk
á tölvutæku formi, en þetta fór
framhjá öllum vegna þess að við
treystum því að þetta væri maga-
dans.“
Halldóra segir að mistökin séu
sérstaklega óheppileg í ljósi þess
að þetta var fyrsta tölublaðið og
ritstjórnin hafi passað sig á því
að birta ekkert stuðandi efni. Sem
dæmi nefnir hún að listi yfir tíu
boðorð í förðun innihaldi atriði á
borð við: „Burstaðu tennurnar“,
„borðaðu hollan mat, „þvoðu þér
í framan áður en þú ferð að sofa“
og „Ekki kreista bólur“.
atlifannar@frettabladid.is
JOSY ZAREEN: SANNFÆRÐ AF SÖLUMANNI UM AÐ BIRTA AUGLÝSINGUNA
Súludans auglýstur í tíma-
riti fyrir unglingsstelpur
ÓSÁTT Josy Zareen
segir að sölumaður
Birtíngs hafi sannfært
sig um að mömmur
unglingsstúlknanna
myndu glugga í blaðið.
Þess vegna væri auglýsingin
viðeigandi.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á blaðsíðu 8.
1 Frjálsum demókrötum.
2 Roman Polanski.
3 Kristín Ýr Bjarnadóttir og Rakel
Hönnudóttir.
BÓKAÚTGEFANDI Hugleikur er í samkeppni við sjálfan sig.
ÞYKIR ÞAÐ LEITT Halldóra
Hagalín, ritstjóri Júlíu, segist
ekki hafa vitað um efni auglýs-
ingarinnar áður en blaðið fór í
prentun.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Stöð 2 sagði frá því fyrir
helgi að ferð Katr-
ínar Jakobsdóttur
menntamála-
ráðherra og
aðstoðarmanns
hennar á kvik-
myndahátíðina
í Toronto hefði
kostað íslenska skattgreiðendur 1,2
milljónir króna. Þar af voru 200 þús-
und krónur í fargjöld, 120 þúsund í
hótel, 435 þúsund í dagpeninga og
440 þúsund í kostnað við móttöku
og kvöldverð. Fréttablaðið spurði
Katrínu út í kostnað við ferðina
hinn 29. ágúst og þá fullvissaði hún
blaðamann um að enginn kostnað-
ur myndi falla á Íslendinga: „Íslenskir
skattgreiðendur borga ekki krónu
heldur borgar Norræna ráðherra-
nefndin brúsann,” sagði Katrín
Jakobsdóttir þá.
Sjónvarpskonan
Sigrún Ósk Kristj-
ánsdóttir varð
fyrir leiðinlegri lífs-
reynslu um helgina
þegar Mongoose-
reiðhjólinu hennar
var stolið. Atvikið
átti sér stað fyrir
utan Skrúðgarð-
inn í heimabæ
hennar Akranesi
og skipti engu máli þótt hjólið væri
kirfilega læst. Sigrún kærði stuldinn
til lögreglunnar.
Fangavaktin sló áhorfsmet sam-
kvæmt bráðabirgðatölum frá Capac-
ent. Rétt rúmlega hundrað þúsund
áhorfendur horfðu á fyrsta þáttinn
en gamla metið átti lokaþáttur
Næturvaktarinnar. Inni í þessari tölu
eru þó ekki þeir sem stálu þættin-
um í gegnum skráarskiptasíðuna
thevikingbay.org. Í
athugasemdakerfinu
kemur fram að hátt í
ellefu hundruð manns
hafi stolið þættinum
aðeins 53 mínútum
eftir frumsýningu
hans. - hdm, fb, fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðberinn
bíður þín
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...