Fréttablaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.09.2009, Blaðsíða 4
4 29. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR sumarferdir.is Í dag er spáð 26°C hita á Tenerife Fréttablaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Skúla S. Ólafssyni, sóknar- presti í Keflavík: „Í gærkvöldi (27/9) hringdi blaðamaður Fréttablaðsins í mig og óskaði frétta af viðbrögðum kirkjunnar vegna þeirra skelfilegu atburða er átt höfðu sér stað í Keflavík þann daginn. Í samræðunum hafði ég það á orði að gerandinn hlyti að eiga við andleg vandamál að stríða. Eftir á að hyggja var þetta mjög óvarlega að orði komist enda má túlka þessi orð mín á þá leið að þeir sem þjást af geðrænum sjúkdómum séu líklegri til ofbeldisverka en aðrir. Slíkt er þó ekki á nokkurn hátt skoð- un mín. Ég harma það að hafa látið þessi orð falla og bið þá afsökunar sem hefur þar fundist að sér vegið.“ YFIRLÝSING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 21° 16° 13° 17° 21° 22° 13° 13° 24° 21° 26° 19° 32° 13° 23° 18° 12° Á MORGUN 5-10 m/s. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s. 6 6 4 4 4 7 7 8 8 7 7 9 10 8 7 6 4 3 5 8 -2 8 0 0 3 5 5 1 1 0 4 5 ÚRKOMULÍTIÐ Hitinn verður með ágætum í dag en á morgun snýst í hæga norðanátt með heldur kóln- andi veðri og élja- gangi fyrir norðan. Útlit er fyrir þurru veðri sunnanlands fram á fi mmtudags- kvöld, en þá kemur myndarlegt úrkomu- svæði inn á landið með slyddu eða snjókomu um allt land á föstudag. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður HEILSA Of feitum Íslendingum hefur fjölgað hratt undanfarin sautján ár. Þeir voru um tíu pró- sent þjóðarinnar árið 1990 en eru um tuttugu prósent í dag. Til að sporna við þessari þróun eru for- varnir besta ráðið og þá er einkar mikilvægt að beina sjónum sínum að börnum og unglingum, segir Stefán Hrafn Jónsson, einn höf- unda skýrslunnar Líkamsþyngd og holdafar fullorðinna Íslendinga frá 1990 til 2007, sem kynnt var í gær. Stefán sagði í framsögu sinni erf- itt að benda á nákvæmlega hvað skýrði þessa þróun, en ýmsar vís- bendingar bentu til þess að fólk borðaði óhollari mat en áður og hreyfði sig minna. Einnig væru matartímar orðnir óreglulegri en áður og mörk matartíma og narts væru óljós. Áfengisneysla hefði aukist og henni fylgdi hömluleysi sem gæti skilað sér í meira áti. Þó að fleiri stunduðu kannski líkamsrækt væru um það ýmsar vísbendingar að fólk hreyfði sig almennt minna, færi allra sinna ferða akandi og hreyfði sig lítið sem ekkert í vinnunni. Stefán sagði mikilvægt að benda á mikilvægi hreyfingar og næring- ar í umræðu um líkamsþyngd fólks. Líkamsþyngd segði í sjálfu sér ekki mikið um heilsufar. Hins vegar væri ljóst að Íslendingar, eins og grannþjóðirnar, væru að þyngjast og það væri alvarlegt mál enda fylgdu offitu margvíslegir sjúk- dómar. Í skýrslunni kemur fram að fólk sem er talsvert yfir kjörþyngd er í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma, sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúk- dóma, háan blóðþrýsting og fleira. Stefán sagði að efla þyrfti for- varnir á meðal barna og unglinga. Mikilvægt væri að skólar og heilsu- gæsla tækju þátt í því verki. Bent er á í skýrslunni að líkur eru tals- verðar á því að of feit börn glími við offitu á fullorðinsárum. Ögmundur Jónasson heilbrigðis- ráðherra sagði á fundinum forvarnir vera eitt mikilvægasta úrræðið til að bregðast við auk- inni offitu á meðal Íslendinga, því yrðu forvarnir rauði þráðurinn á Heilbrigðis þingi sem haldið verð- ur á næsta ári. Með skýrslunni lægi ljóst fyrir hver staðan væri og það væri ákveðin forvörn að vekja athygli á því. sigridur@frettabladid.is Feitum hefur fjölgað mikið Tuttugu prósent þjóðarinnar eru of feit og of þungum hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Leggja þarf áherslu á hreyfingu og hollt mataræði, ekki síst hjá börnum. Forvörn er besta úrræðið, segir heilbrigðisráðherra. Í kjörþyngd 33,45% Of þungir 47,7% Of feitir 18,9% Of feitar 21,3% Í kjörþyngd 46,5% Of þungar 32,2% Karlar 18-79 ára Konur 18-79 ára Minnihluti þjóðarinnar er í kjörþyngd Rannsóknin Líkamsþyngd og holdafar fullorðinna Íslendingar 1990 til 2007 byggir á gögnum um hæð og þyngd fólks úr sex könnunum á tímabilinu. Niðurstöðurnar sýna að á tímabilinu fjölgaði of feitum mikið. Árið 1990 voru rúm sjö prósent karla of feit og 9,5 prósent kvenna. Sautján árum síðar voru of feitir karlar tæp nítján prósent og of feitar konur um tuttugu prósent. Grafið hér til hliðar sýnir skipting- una árið 2007. Ef holdafar er greint eftir aldri var offita mest í hópi 50 til 59 ára karla en minnst í hópi 18 til 29 ára. Offita var algengust hjá konum yfir sjötugu. Þegar talað er um of feita er miðað við þá sem eru með hærri líkams- þyngdarstuðul (LÞS) en 30. Þeir sem hafa líkamsþyngdarstuðul á bilinu 25-30 teljast of þungir. Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd einstaklinga með jöfnunni kg/m2. Sem dæmi er líkamsþyngdarstuðull manns sem er 1,80 metrar á hæð og 90 kíló, 90/1,80x1,80=27,8. Viðkomandi einstaklingur telst þannig vera yfir kjörþyngd, of þungur, en ekki of feitur. Sami mælikvarði er notaður fyrir bæði kynin. Ekki er talið að þessi aðferð sé fullkomin er kemur að því að finna út hvort fólk sé yfir kjörþyngd eður ei, því að LÞS tekur ekki tillit til vöðva, beinabyggingar og fleira. Hins vegar gefa þessar tölur góða vísbendingu um holdafar þjóðarinnar, einkum þegar horft er yfir lengra tímabil. STEFÁN HRAFN JÓNS- SON Hreyfing og næring skiptir meginmáli fyrir heilsufar fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANKAR Heildareignir Íslandsbanka eru 629,26 milljarðar króna, sam- kvæmt stofnefnahagsreikningi bankans sem birtur var í gær. Inni í þessari tölu er lausafé bankans, 53 milljarðar, útlán til viðskiptavina, 477 milljarðar, og ógreitt hlutafjárloforð upp á rúma 64 milljarða. 32 prósent útlána eru til ein- staklinga, sextán prósent til sjávar- útvegsfyrirtækja, fjórtán pró- sent til fasteignafélaga, ellefu til fjárfestingar félaga og 27 pró- sent til annarra ónefndra atvinnu- greina. Skuldir eru 564,26 milljarð- ar og hlutafé 65 milljarðar, samtals 629,26 milljarðar. Meðal skulda eru innlán fyrir- tækja og einstaklinga, samtals 372 milljarðar. Innlán frá fjármála- stofnunum nema 52 milljörðum. Aðrar skuldir 83 milljarðar. Inni í skuldatölunni er einnig skuldabréf upp á 52 milljarða, sem fellur niður kjósi kröfuhafar að eignast 95 prósent í Íslandsbanka. Í tilkynningu frá bankanum segir að hann hafi „náð að breyta umtalsverðum hluta óverðtryggðra skulda sinna í verðtryggðar skuldir“. Einnig að eignirnar séu „að verulegu leyti í erlendri mynt en skuldirnar eru aðallega innlán í ISK“. Þá segir að nokkur hluti útlána bankans í erlendri mynt sé til fólks með tekjur í krónum. Þau séu „að verulegu leyti meðhöndluð sem útlán í ISK“ segir þar, án þess að það sé útskýrt nánar. - kóþ Eignir Íslandsbanka að verulegu leyti í erlendri mynt en skuldir í krónum: Heildareignir 629 milljarðar ÍSLANDSBANKI Í tilkynningu frá bankan- um segir að stofnefnahagsreikningurinn endurspegli „ákveðið afturhvarf til hefðbundinnar bankastarfsemi“. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA STJÓRNMÁL Framsóknarmenn leggjast eindregið gegn því að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður. „Slík hækkun mun koma verst við lágtekjufólk, atvinnulausa, aldra og öryrkja,“ segir í ályktun fundar þingflokks og landsstjórnar flokksins sem fram fór um helgina. Fundurinn harmar að ríkis- stjórnin standi ekki heilshugar að baki Norðlendingum í atvinnu- sköpun enda sé hlutverk stjórn- valda að skapa aðstæður og styðja heimamenn í slíkum efnum. Þá segja framsóknar- menn „jákvætt, ef rétt reynist, að ríkis stjórnin ætli loksins að grípa til almennra aðgerða til að leið- rétta skuldir heimilanna“. - bþs Framsóknarflokkurinn: Hafnar hærri matarskatti VIÐSKIPTI Framtíð breska bíla- framleiðandans Aston Martin er óljós þar sem einn aðaleigandi fyrirtækisins hefur viðurkennt að eiga í erfiðleikum með að endur fjármagna skuldir sínar. Breska blaðið The Guardian segir að fjárfestingarsjóðurinn Investment Dar hafi gefið út yfir- lýsingu um að sjóðurinn hafi náð samkomulagi við lánardrottna sína um frystingu á afborgunum og kröfum þeirra. Sjóðurinn, sem er í eigu hins opinbera í Kúvæt og keypti um helmingshlut í Aston Martin árið 2007, mun hafa orðið hart úti í fjármálakreppunni. Breskur bílaiðnaður: Óljós framtíð Aston Martin Frítt í sundknattleik Sundknattleiksfélag Reykjavíkur (SKR) býður börnum á aldrinum 9-11 ára að æfa íþróttina ókeypis fram að jólum. Skráningar standa yfir (á www. waterpolo.is) og æfingar hefjast þegar náðst hefur í góðan hóp. Æfingar fara fram í Laugardalslauginni. HEILSA GENGIÐ 28.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,3656 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,46 125,06 197,24 198,20 182,00 183,02 24,450 24,594 21,296 21,422 17,782 17,886 1,3918 1,4000 196,63 197,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.