Fálkinn


Fálkinn - 02.02.1940, Side 6

Fálkinn - 02.02.1940, Side 6
 F Á L K I N N TnDIR eins og jeg heyrði líðind- in fór jeg beina leið á krá Reg- ans. Regan var þar. Hann var dólg- ur vexti og augun í honum voru þau svörtustu og köldustu, sem jeg hefi nokkurntíma sjeð. Hann stóS innan við diskinn þegar jeg kom. Og jeg gekk umsvifalaust til lians og sagði: „Ætlarðu að láta knje fylgja kviði?“ Hann var að fitla við skammbyssu. Leit illyrmislega til mín. Jeg sagði honum það, sem lá mjer á hjarta. Það tók ekki langan tíma. Undir eins og jeg hafði talað við Regan fór jeg að hitta piltinn. Hann stóð og hallaði sjer upp að staur fyrir utan Fenton House. Reið- skjótinn hans, bleik hryssa, var bundin við staurinn. Hann hafði rið- ið að minsta kosti þrjátiu kílómetra leið í morgun — hryssan var þreytt og löðrandi í svita. Þegar jeg kom þarna, sneri piltur- inn sjer við og leit á mig. llann gat ekki verið nema svo sem tvitugur. Á höfðinu hafði liann gamlan og beyglaðan sombrerohatt og stígvjel- in hans höfðu sjeð sinn fífil fegri. Hann var langleitur og grannur og andlitið brúnt af sól. Augun grá og blóðhlaupin — og hvarflandi. Munn- urinn litill og ógerðarlegur og djúp- ar rákir við munnvikin. Ofurlítið hjólbeinóttur var hann og yfirleitt lítill fyrir mann að sjá. Jeg staðnæmdist hjá honum og sagði: „Þú hittir ekki á heppilegan mann með kjaftshöggið þitt. drengur minn. Regan er hættulegur maður.“ Hann glápti á mig og sagði: „Ef hann hefði haft á sjer skammbyssu þá hefði jeg drepið hann. Hann kallaði mig lygara.“ Jeg horfði á andlitið. Jeg vissi vel, hvað honum var innanbrjósts — þetta var ekki nema stráklingur og auk þess aðkomumaður, sem átti enga kunningja á staðnum.... og bráðum átti hann að heyja skamm- byssueinvígi við þaulvana skyttu. En af andliti hans var ómögulegt að sjá, að hann væri hræddur. „Hlustaðu nú á, aðkomumaÖur,“ sagði jeg. „Hjerna þekkir þig eng- inn. Og enginn lætur sig neinu skipta livort þú ferð á móti Regan eða ekki. Farðu nú á bak og hypjaðu þig á hurt. Þú missir einskis í við það.“ Pilturinn boraði stígvjelatánni niður i sandinn. Jeg tók eftir að hann var með nýja spora. „Jeg er ekki hræddur,“ sagði hann rólega. „Jeg verð kyr.“ Jeg tók upp klukkuna og Jeit á hana. Tuttugu og sjö minútur yfir tólf. Jeg átti enn þá þrjár mínútur eftir. Mig langaði til að bjarga pilt- inum, ef jeg gæti. „Regan er vanur að vera við- bragðsfljótur, þegar hann dregur upp skammbyssuna,“ sagði jeg. „Hann verður fyrri til að skjóta, ■—■ það máttu reiða þig á.“ Pilturinn svaraði engu. Hann tók upp tóbak og pappír og vatt sjer sígarettu ofur rólega. En þegar hann kveikti í henni sá jeg, að höndin titraði ofurlítið. Jeg reyndi enn. „Barn eins og þú liefir ekkert að gera í höndurnar á Regan. Forðaðu þjer sem skjótast úr þorpinu, í guðs bænum. Undir eins — áður en það er orðið of seint. — Uialfpp Hpnry — LITLI „Það kann að vera, að þú hafir rjett að mæla, kunningi,“ sagði hann „Og þakka þjer fyrir heilræðið. En jeg held samt, að jeg verði kyr. Hvað er klukkan?“ „Hálf eitt,“ sagði jeg. Hann fleygði frá sjer sígarettu- stúfnum, ypti öxlunum og þrýsti hattinum niður á ennið. Slakaði of- urlítið á skammbyssubeltinu. Dró upp skammbyssuna — jeg tók eftir að hann var örfhentur — reyndi gikkinn og stakk byssunni í slíðrin aftur. „Tilbúinn,“ sagði hann og labbaði af stað. Þegar hann var kominn út á miðja götuna, nam hann staðar og tók svo á rás til hægri. Mjer sýndust rákirnar við munnvikin á honum. verða dýpri og að hann fölnaði und- ir sólbrunanum. En augu hans voru. grá og köld eins og ís. Hann gekk hægt. Leit hvorki til liægri eða vinslri. Mjer sýndist hann ganga á tánum. Og það var eins og hann einblíndi eftir miðri götunni. En jeg vissi, að ekkert fór framhjá honum. Gatan var um það bil fjögur hundruð metra löng. Jeg bjóst við, að Regan mundi vera tilbúinn núna við hina götuna. Atburðurinn mundi gerast um leið og pilturinn gengi framhjá kránni og Regan kæmi út. Pilturinn hafði máske gert ráð fyrir þessu líka. En liann fór sjer að engu óðslega. Hann var smástígur. Og altaf var hann að fitla við skammbyssuskeftið. Stundum stað- næmdist hann og leit varlega kring- um sig. Jeg hjelt í humátt á eftir. Fór gangstjettina, nálægt tíu metrum á eftir honum. Jeg þurfti ekki að ótt- ast kúlur Regans. Hálfa leið niðri í götunni lá krá — ekki Regans — en pilturinn var lengi að komast þangað. Þegar hann kom þangað varð jeg hissa á honum: hann vjek úr leið og fór inn. Jeg fór inn á eftir honum. þegar jeg kom inn úr dyrunum stóð liann við diskinn. „Glas af whisky“, heyrði jeg að liann sagði við skenkjarann. F'jórir eða fimm kúrekar stóðu frammi við dyrnar. Tveir jjeirra voru vinir Regans. Enginn þeirra sagði orð — enginn hreyfði sig. Það var eins og þeir væru orðnir að saltstólpum. Pilturinn tæmdi glasið i einum teyg. Hann fleygði silfurdollar á diskinn og fór út. Gekk fram hjá mjer eins og liann hefði aldrei sjeð mig. Hann átti tvö hundruð metra ó- farna. Nú gátu tíðindin gerst hve- nær sem vera skyldi. En jeg var ekki viss um hvað verða vildi — jtg þekti Regan ekki nógu vel til þess. Pilturinn gekk út á miðja göt- una, sneri siðan til vinstri og stefndi á krá Regans. Hann gekk hægar en fyr. Og nú elti jeg hann ekki. Jeg þóttist öruggari i dyrunum á liinni kránni. Og altaf var jeg að brjóta heilan um, hvað Regan mundi gera. Það voru 500 íbúar í bænum. Helmingurinn af þeim beið með ó- þreyju þess, sem verða vildi — bak við niðurdregin gluggatjöld. Pilturinn dró upp skammbyssuna aðeins einu sinni áður en hann kom að horninu. Þá hjelt jeg að það ætti að koma. En ekkert gerðist. Þegar hann var beint fyrir framan krá Regans hvíslaði einn kúrekanna: „Nú kemur það!“ Jeg leit á klukk- una. Hún var sjö mínútur yfir hálf eitt. Pilturinn fór fram lijá húsi Regans. Götuna á enda. Svo sneri hann við og gekk í áttina til okkar. Hann kom hægt og rólega. Þegar liann var kominn framhjá kránni, sem jeg beið við, fór jeg í humólt á eftir honum aftur. Jeg vissi, að ef eittlivað gerðist mundi það verða á síðasta áfanganum. — „Varlega, drengur minn!“ sagði jeg. „Legðu ckkert á hættu!“ Mjer fanst þessi stutta stund, þang- að til við komum þangað, sem hryss- an var, vera heill klukkutími. Jeg er orðinn gamall maður, en jeg gleymi aldrei, hvernig mjer var innanbrjósts, þegar við komúm þang að aftur. Hann varð á undan mjer. .ieg hljóp til hans og rjetti fram liend- ina. „Lofaðu mjer að taka í hendina á þjer“, sagði jeg. „Þeir mundu ekki margir gera það, sem þu gerð- ir núna.“ Hann leit ekki á hendina á mjer. Leit yfirleitt ekki á mig. „Jeg er ekki hræddur," sagði hann og fór að leysa reiðskjótann. Jeg hafði ekki hugsað mjer, að segja það við hann, en gat ekki á mjer setið. „Nei, þú ert ekki hrædd- ur,“ sagði jeg. „En það mun hafa verið jeg, sem bjargaði lífi þínu.“ Hann virtist forvitinn. — „Jæja,“ sagði hann liægt, og fór á bak. Jeg horfði á hann, meðan hann var að vinda sjer sígarettu. „Heyrðu, drengur minn,“ sagði jeg. „Jeg vildi ekki láta Regan drepa þig. Þessvegna fór jeg til hans, og sagði honum dálítið. Jeg sagði hon- um, að þú værir William Bonney. — Hefirðu ekki lieyrt hans getið, (lrengur minn. Hann er hættulegasta skammbyssuskyttan innan næstu þúsund kílómetra. Þú hlýtur að hafa licyrt hans getið. Hann hefir viður- nefnið Dilly the Kid.“ Pilturinn starði á mig. „Hm, liað var skrítin tilviljun, kunningi,“ taut- aði hann. Svo hvesti hann á mig isgrá augun: „Jeg er Billy the Kid!“ Og svo hleypti hann á sprett .... —o-o— 60Ð SAMTÍÐARINMR Quiepa óz LlanD „Valt er að treysta á vinina“. Með- an borgarastyrjöldin á Spáni stóð sem liæst bar allmikið á einum Francohershöfðingjanum og erlendis var honum jafnvel veitt meiri at- hygli en Franco sjálfum, vegna ])ess að hann hjelt útvarpsræður á hverju kvöldi og húðfletti þar andstæðing- ana. Maður þessi er talinn einn mesti ntælskumaður Spánverja og margir kyntust framburði hans og raddbrigð- um þólt þeir skildu ekki eitt einasta orð og þótti maðurinn skritinn. „Spánski andskolinn í útvarpinu'* var hann kallaður og þótti flestum mikill fyrirgangur á honum. Þessi maður var Quiepo de Llano. Hann og Mola hershöfðingi, sem fórst af flugslysi, voru tvimælalaust ötulustu fylgismenn Francos. En nú er de Llano fallinn í ónáð. Hinn 21. júlí var hann sviftur embætli — nokkrum vikum eftir að hann lial'ði hækkað í metorðum vegna verðleika sinna í styrjöldinni. Og ástæðan 1 i 1 þess að hann fjell í ónáð var •— ræða. Hann talaði á fundi í Sevilla 18. júlí og sagði þar ýmislegt, sem Franco kom ekki vel. M. a. upplýsti hann, að það væri honum að þakka, að Franco flýði ekki til Frakklands daginn eftir að borgarastyrjöldin hófst. Og svo þakkaði hann Anda- lúsíumönnum að stríðið vanst en gerði lítið úr Marokkohernum. Hann fór niðrandi orðum um stjórnmála- mennina, „sem horfa á og sitja hjá þegar aðrir berjast“. Og sagt er að hann hafi verið mótfallinn öllu sam- bandi við Þjóðverja og ítali. Hann er fyrst og fremst hermaður og éinn þeirra mörgu, sem finst ítalska og þýska sendihernum hafa verið hoss- að of hátt á Spáni. Og nú hefir Fran- co steytt hnefann gegn þessum mönn um með því að gera Serrano Suner mág sinn að valdmesta manni Spán- ar. Falangistarnir, en svo eru spönsku nasistarnir nefndir, hafa borið hærra hlut gegn afturhaldsmönnunum, sem telja það fyrsta verkið nú, að end- urreisa Spán eftir eyðinguna og hafa frið við alla nienn. Llano á viðburðaríka sögu að baki sjer. Hann barðist gegn Kabýlum í Afríku og tók þátl í tveimur bylt- ingartilraunum á Spáni, 1929 og 1930. Fyrsta lýðveldisráðuneytið gerði hann að hershöfðingja 1931 og varð vinsæll fyrir mælsku sina. í stríðinu varð hann einkum frægur fyrir að laka Sevilla og Granada lók hann -— með 187 manna her. AÐKOMUMAÐURINN -

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.