Fálkinn


Fálkinn - 09.02.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.02.1940, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N HÚN LITLA SYSTIRMÍN 5aga eííít Hic. HEnriksEn P ETJA var aðeins átta ára, þegar hann pabbi hans fór. En hann mundi vel ennþá síðasta kvöldið, sem liann var heima. Mamma sat og grjet sí og æ, Vera litla, — sem var bara sex ára — grjet líka, en hún skildi ekki neitl og grjet bara af því að mamma grjet. Petja langaði til að gráta líka, hann var svo stór, að hann skildi, að pabbi hans var að fara eitthvað langt, langt í burt. Pabbi gekk fram og aftur um stofugólfið. „Þú hlýtur að skilja þetta, María. Hjer á jeg enga framtið fyrjr hönd- um .... Verði jeg kyr hjerna, þá verður líl'ið ekki annað en sífeld armæða og fátækt fyrir mig, þig og börnin okkar. En þar, vestur í Amer- íku, get jeg orðið ríkur maður .... Eftir eitt ár, í síðasta lagi, skrifa jeg eftir ykkur .... Littu til dæmis á hann Oleg frænda .... Nú er bæði hann og fólkið hans í Ameríku og lifir í vellystingum praktuglega, en meðan þau voru hjerna, löptu þau dauðann úr skel. Vertu nú hug- hraust, María. Þú kemst áreiðanlega af eitt ár, þú, sem ert svo dugleg að sauma.... Og svo sendi jeg þjer peninga við fyrsta lækifæri." „En þú getur dáið.... Allskonar ógæfur geta steðjað að þjer þarna,“ hvíslaði mamma, og grjet ennþá meir. „Ógæfurnar geta liitt mann hjerna, ekki siður .... Manstu eftir honum granna okkar, málaranum? Hann datt og rotaðist, hjerna i ])etssu þorpi.“ Þau töluðu lengi saman áfram, pabbi og mamma, en Petja var orð- inn syfjaður og þreyttur, loks sofn- aði hann, og var rjett dottinn ofan af stólnum. Þá tók mamma hann í fangið og bar hann inn í rúm. Daginn eftir fylgdu þau öll lion- um pabba, sem var að fara. Pahhi tók þau hvert eftir annað, þrýsti þeim að sjer og kysti þau. Mamma stóð ,og grjet i hljóði, og hafði ekki augun af honum, sem var að yfirgefa þau. Og þegar hann steig inn í lest- ina, kallaði hún hátt og hvelt: „Ivan! Ivan! Farðu ekki frá okk- ur! Við skulum heldur lifa í fátækt en að skilja.“ Petja hjelt, að pabbi mundi snúa við og hoppa ofan af lestinni, en í sáma bili bljes eimreiðin og leslin Iijelt af stað. Það síðasta, sem þau sáu var pabbi — hann hallaði sjer út uin gluggann og veifaði og veifaði. Loks livarf lestin alveg, en fátæklegu veslingarnir stóðu eftir á hlaðinu. Mamma starði alveg sinnulaus inn í skóginn, sem hafði gleypt lestina, og Vera litla kipti í pilsið hennar og kjökraði: „Jeg vil fara heim, mamma! Jeg er þreytt, mamma!“ Tvö ár liðu. í fyrstu fengu þau oft brjef frá pabba og nokkrum sinnum voru peningar í þeim, og mannna mintist ol't á það við Petja, að bráðum ættu þau að sigla yfir stórt haf og aka yfir vítt land til Ameríku, þar sem pabbi biði þeirra. En svo urðu brjef- in strjálli, og' loks hættu þau alveg að koma. Á hverjum morgni og hverju kvöldi, þegar pósturinn fór um göt- una, stóð mamma við gluggann og horfði út. En pósturinn fór framhjá. og þá sjaldan hann kom í húsið, þá gekk hann framhjá dyrunum henn- ar mömmu. Og þá andvarpaði mamma altaf þannig, að Petja lang- aði til að gráta. Þetta var ömurlegur og langur tími. Mamma sat allan daginn bogin yfir saumavjelinni. Það fyrsta, sem Petja heyrði, þegar liann vaknaði á morgnana var saumavjelin og á kvöldin sofnaði hann við suðið i henni. Og mamma varð magrari og magr- ari, hún varð ellilegri og ellilegri; jafnvel Petja tók eftir því, þó að litill væri. Svo var það eitt kvöld uni vorið, að mamma fór í verslunina til þess að skila nokkrum skyrtum, sem lnin hafði saumað. Rjett eftir að hún var farin fór hann að rigna, og þegar hún kom hlaupandi heim aftur var hún orðin gagndrepa. Petja vaknaði um nóttina við, að hann lieyrði móður sína tala. Hann hljóp fram úr rúminu og fór til hennar og kveikti Ijósið. Andlitið á henni var rjótt og heitt, en þó skalf lnin eins og henni væri kalt. Petja varð hræddur og tók í hendina á henni. Þá brosti hún og hvíslaði hásum rómi: „Ivan! Það var gott, að þú komst aftur, lvan!“ „Þetta er jeg, mamma!“ kallaði Petja grátandi. Hún opnaði augun og starði lengi á liann, þangað lil loks, að lnin þekti hann. „Já, það ert þú, Petja!" hvíslaði hún. „Mjer er svo kalt. Þú verður að kveikja upp í ofninum." „Er þjer kalt núna?“ spurði hann, eftir að farið var að snarka í ofn- inum. „Nei..... nú er mjer svo skelfiiig heitt. Og það er einhver þokuslæð- ingur fyrir augunum á mjer. Jeg hefi víst orðið innkulsa.“ Eftir dálitla stund var hún farin að tala óráð aftur. Kallaði á pabha, sagði, að hann yrði að flýta sjer, svo kallaði hún, að hún hefði ekki náð i lestina, og baðaði báðum höndunum. Petja stóð lengi og grjet. Nú vakn- aði Vera líka, og fór að hljóða. Hún skreið fram úr rúminu sinu og u])p i til móður sinnar og fór að kalla á hana. Þá vaknaði vulka konan aftur af órunum, starði með furðusvip á barnið sitt, og sagði með loðinni og rámri rödd: „Jeg er veik, Petja. . . . Þú verður að sækja lækniririn. Þú veist.... að hann á heilna á horninu. . . . yfir búðinni.“ Ennþá var varla birt af degi, og allir voru i fasta svefni, þegar Petja hringdi dyrabjöllunni hjá lækninuip. Hann varð að bíða lengi, þangað 1 i 1 stúlkan kom og opnaði dyrnar. „Jeg átti að sækja læknirinn,“ sagði Petja. „Hún mamma er svo veik.“ Efir nokkrar mínútur stóð lækn- irinn, hár, gamall maður með góð- mannlegt andiil, og beygði sig nið- ur að rúminu liennar mömmu. — Mamma horl'ði svo flóttalega á hann meðan hann var að skoða hana. „Jeg hefi vísl orðið innkulsa," hvíslaði hún. „Jeg er liræddur um, að þjer haf- ið fengið lungnabólgu. Það verður að flytja yður á spítala.“ „Nei, nei,“ hrópaði hún. „Jeg vil ]>að ekki.... Jeg vil vera hjá börn- unum mínum.“ „En hvar er maðurinn yðar?“ spurði læknirinn. „Hann er i Ameríku. Við höfum ekki frjett neitt af honum í meira en heilt ár,“ muldraði hún. „Jeg skal skrifa lyfseðil handa yður. . . . Og síðan skal jeg senda hjúkrunarkonu hingað,“ sagði lækn- irinh. „Verður það mjög dýrt?“ Læknirinn leit i kringum sig i stofunni, horfði á Petja og Veru, sem stóðu þarna og störðu skelkuð á hann, og sagði svo: „Það kostar ekki neitt.“ Svo dó mamma. Petja og Vera sváfu á legubekk inni hjá grannkonunni, ekkjunni eftir malarann, sem hafði dottið og rotast. Petja vaknaði um miðja nótt, opnaði augun og horfði forviða á ekkjuna og hjúkrunarkonuna, hana systir Evgeníu, sem var svo góð. Þær stóðu báðar við legubekkinn og voru að grát'a. „Aumingja blessuð börnin.... Nú eiga þau hvorki föður eða móður,“ muldraði ekkjan. Þá skildi Petja alt. . . . Mamma var dáin, þau áttu hana ekki framar! Hann mundi hana alt í einu, eins og hann sá hana á kvöldin, eftir að hann var kominn í rúmið. Hún sat og sneri að honum bakinu og hægri hendin á henni snerist í sífellu, hratt, hratt og saumavjelin suðaði og suðaði. Og nú. . . . aldrei framar. Aldrei! Og svo fór hann að gráta. 1 „Þetta ert þá þú, Petja!“ Nú sváfu þau Vera og Petja bæði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.