Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1940, Qupperneq 2

Fálkinn - 05.04.1940, Qupperneq 2
2 F A L K I N N - GAMLA BÍÓ - Hnefaleikarar eru nijög vinsælir hjá nútínianum og fáir eöa engir kapp- leikir vekja slíka eftirtekl og æsing og kepni i hnefaleikum. Einkum á þetta þó við um Bandaríki N.-Ajner- íku, þar sem alt virðist steypast á annan endann, þegar hinir stóru hnefaleikameistarar eigast við. Milj- ónum dollara er veðjað um keppend- urna, þúsundir áhorfenda fylgjast með leiknum með ofsakendum æs- ingi og hylla svo sigurvegarann sem æðri veru að loknum Ieik. Alt þetta hlýtur auðvitað að vera ti'valið efni í kvikmyndir, enda koma hnefaleikar oft fyrir í þeim. í ríkum mæli kynnumst vjer ýmsu í sámbandi við hnefaleika í næstu mynd, sem Gamla Bíó sýnir. Hún kallast „Fagnaðarlœti fjöldans. Hún l'jallar um lif og æfintýri ungs manns, sem ekki er aðeins goður söngmaður , heldur og af- burða hnefaleikamaður og í þeirri íþrótt liggur líka framtíð hans. Þessi ungi maður heitir Tommy Mc- Coy og er góður drengur, þótt hanrí beiti hörðu i íþrótt sinni, sem krefst annars fremur en brjóstgæða og væskilsháttar. Faðir Tonnnys, Brian McCoy, er mesti vandræðagripur, latur og viðsjáll í fjármálum og við- skiptum. Einn besti vinur Tommys er kenn- ari hans i hnefleikum, Johnny Marl- in. En svo fer, að Tommy þarf sárnauðugur að heyja kappeik við þenna kennara sinn. Olhi því óhlut- vandir menn, sem undirbjuggu leik- inn. Þessi kappleikur verður mikill sorgaratburður fyrir Tommy og sýnir hann þá hve mikill dreng- skapar maður hann er. En svo fer þó að lokum, að gæf- an brosir við honum, hann lofast góðri stúlku og hann verður mjög dáður, áhorfendur hylla hann ákaf- lega á kappleikjum, fagnaðarlátun- um ætlar aldrei að linna. Ástmeyju lians leikur Maureen O’Sullivan, en sjálfan liann Robert Taylor. Leikstjórinn, Richard Thorpe hefir i mynd jiessari lagt áherslu á, að sýna líf hnefaleikameistaranna sem bc-st og eðlilegast. Jafnframt flettir myndin rækilega ofan af öllum Jieim svikum og blekkingum, sem brask- ararnir, sem fyrir leikjum þessum standa, beita oft við undirbúning og auglýsingastarfsemi, svo að oft eru hnefaleikarnir sjálfir aðeins verkfæri í höndum þessara glæfra- manna. Myndin er sem vænta má injög skemtileg og spennandi. ttbreiðið Fðlbann. Halió, Gí-gí, sæl og bless, góða, jeg mátti lil að hlaupa við hjá þjer svona eftir helgina. Sælelskan! Já, voða varstu hugguleg! Gerðu svo vel og tylt’jer þarna á stólinn! — Thank you! Heyrðu, krúttið, áttu ekki smók? Jeg er alveg að for- ganga af nikótínleysi. — Aumingja þú! Jú, jeg held það eigi að vera nokkrar Happy Hit þarna i buffetinu. — Hvar, jeg finn þær ekki. — Jæja, jeg verð þá víst að koma og finna þær æ—æ—a—æ— hjerna, veskú! — Gvuð! Ertu hölt? Hölt! Sýnist þjer það? —Já, mjer sýndist það einhvern- veginn. Jeg vona, að þú hafir ekki bilað eittlivað í skíðatúrríum. Jeg fjekk bara alls ekki að fara fyrir henni mömmu, hún sagðisl vera miklu óhræddari um hann Dodda bróður, sem altaf er í sigl- ingum innan um tundurduflin en um mig á skíðum. Heldurðu það sje, ha, ha! — En svei mjer þá, góða, mjer sýnist þú eitthvað svo sloj og dán, góða, settu þig niður og láttu fara vel um þig! Setjast! Nei, takk skebne, jeg er nefnilega slösuð! — Gvuð, þú meinar það ekki! En þá hjelt jeg, að væri fremur ástæða til að liggja eða sitja. — Nei, meiðlin eru soleiðis, sjáðu. Jeg get varla legið og alls ekki setið á hvað mjúku sem er. Ó, jeg skil! Hroðaleg ósköp er að heyra þetta. Elsku segðu mjer fljótt, hvernig þetta fór að vilja til! - Það var eiginlega mest svininu lionum Birni skrifstofustjóra að kenna. - Honum Bi —? Já, en hann sem er svo lekker. — Já, það fanst mjer líka, jiang- að til þetta kom íyrir. Hann liefir aldrei sjest á skiðum fyr, svo að jeg tók hann að mjer, — jeg var líka svo ári smart klædd, i nýjum skíðafötum. Meðan við vorum inni Bjarríi Helgason, innh.m., Kúra- stíg 2, verður 70 ára 9. þ. m. Meðal þess, sem fundið var að eimreið George Slephensons var það eitt, að það gæti verið hættuldgt, ef kýr yrðu fyrir járnbrautinni. — Já, svaraði hugvitsmaðurinn. Mjög hættulegt. En bara fyrir kúna. i skálanum var jeg soldið svona að gefa honum góð ráð og líka að segja honum dálítið agalegar skíðasögur af mjer, svona til að gera mig obbo- lítið spennandi, you see! Svo vill hann endilega drífa mig út í brekk- ui-, jeg ætlaði satl að segja ekki að vera mikið á skíðum - æ, æ! Svo þegar við komum að einni agalega hárri og hrattri brekku, þá segir fanturinn, að hjerna æfum við okk- ur. En jeg þorði því auðvitað ekki En þá segir liann: „Þjer standið þessa líklega eins vel og jeg, sem ekki hef komið á skíði í 5 ár“, og stigur á skíðin og spanar voða fljótt niður á jafnsljettu. Jeg hjelt að brekkan væri þá ekki svo bölvuð og hún sýndist vera, og svo var margt fólk þarna viðstatt, svo að jeg húrra af stað upp á von og óvon, satt að segja hef jeg ekkert vit á brekkum. Jeg misti alla stjórn á mjer og hlunkaðist alveg eins og vigahnöttur heint á stóra, freðna þúfu. Húff, það var alveg rosó! Og svo varð jeg að reyna að harka af mjer, því að ekki getur maður látið kavaljerana vera að snúast utan um sig, þegar meiðslin eru svona. Ekki satt? Agalega vorkenni jeg þjer. Já, en heldurðu ekki að hann Björn sje ekki mikið sv.ín! Hann sendir mjer blóm í morgun og —- Nú, það var nú nærgætni hjá honum. — Já, ef það hefðu bara verið blómin. En það var fleira, hvað heldurðu að bandíttinn sendi mjer líka?! Púöall Dúnpúða!! Er maðurinn snar-band? En dóni! Jæja, jeg er að verða of sein til hennar Siggu, jeg hleyp í hvelli. Já, en góða minstu ekki á þetta við hana! — Ekki eitl orð! Sælelskan, góð- an bata! Það er rosaslæmt að vera svona og geta bara alls ekki sest niður. Bless! Já, voða. Blesselskan! Herjað á hákarlinn. Hákarlinn er víst í minstu afhaldi allra þeirra kvikinda, sem í sjónum lifa, enda er hann hið versta rán- dýr og jetur alt, sem hann getur kjaft á fest, jafnvel þá hákarla frændur sína, sem eru minni máttar. Og margir eru þeir mannætur, þó ekki sjeu það allir hákarlar, sem sólgnir eru í mannaket. Það kemur stundum fyrir, er hákarl hefir á- netjast eða bitið á öngul, að annar hákarl ræðst á hann og jetur úr honum lifrina, og engin hákarlabeita er eins góð og lifrin úr hákarlinum. En fleirum þykir varið í hákarlalif- ur, enda hefir hákarlinn lengstum verið veiddur vegna lifrarinnar. Hún innheldur mikið af A-fjörefnum og er notuð við ýmsum kvillum. Há- karlsskrápurinn var fyrrum notaður í skó hjer á landi, en lílið þótti í liann varið og það voru eingöngu fátæklingar, sein notuðu svo ljelegt efni. En nú eru útlendingar farnir að nota skráp í skó, bókaþindi, tösk- ur og fleira og er hann því i háu verði. Iíjötið og innýflin er líka not- að og hákarlshreyfarnir eða ugg- arnir eru saltaðir og seldir til Kina, - NÝJA BÍÓ - Ástir og einkalíf þjóðhöfðingja og konngborinna persóna eru oft kpert viðfangsefni skálda og rithöfunda og eftirlætisumtal fjöldans. Fjöhla- m.argar eru þær kvikmyndir, sem gerðar hafa verið um þessi efni. Oft er efni þeirra bygt á skáldskap einum og tilbúningi, en oftast þó með einhverjum sannsögulegum þræði. Nýja Bió sýnir bráðlega kvikmynd, sem fjallar um konunglegar ástir, heit ir myndiii Katia, ástmær keisarans. Aðalpersónurnar eru Hans keisara- lega Hátign, Alexander II., zar yfir öllu Rússlandi og Katia, eða Cathar- ina Dolgorouki furstadóttir. Alexander II. kom til ríkis 1855, eftir dauða l'öður síns, Nikulásar I. Hann var kvæntur Maríu Alexandr- owna, prinsessu af Hessen, sem var að vísu mesta gæða kona og góð- lynd, en var mjög veikluð og öðl- aðist aldrei ástir manns sins. 8.' ágúst 1857 átti Alexander keis- ari að vera víðstaddur heræfingar miklar og var þá ákveðið, að hann skyldi gista i Tieplovka, höll Dolg- oroukis fursta. Sá virðulegi höfðingi var krankur og fól því Ivatiu dóttur sinni að taka á móti hinum háa zar. En mær þessi hafði síður en svo mætur á keisaranum og ætt hans, Rómanoff-unum, því að jieir höfðu komið harkalega fram við lang- ömmu hennar, sem var í trúlofunar- slandi við Pjetur II. Auk þess hafði Katia hrifist af hugsjónum frönsku byltingarinnar og óskaði einskis framar en draga úr valdi keisarans. Hún tók því miðlungi innilega á móti keisaranum, en brátt fjell alt i Ijúfa löð með þeim og tókst þar siðan eitt hið söguíegasta ástasam- band. En þetta er ást i meinum og margir erfiðleikar á leið, um þess- ar mundir gerðu Nihilistar harða hríð að rússnesku keisurunum. Það ínun ekki draga úr löngun manna lil að sjá þessa niynd, að hún er frönsk, leikin af frönskum leik- urum. Með aðalhlutverkin fara Dani- elle Darrieux og John Loder. því að hetri mat 1‘á Kínverjar ekki. Af þessum ástæðum eru stórþjóð- irnar farnar að stunda hákarlaveið- ar. Riðu Þjóðverjar á vaðið og hafa gert út á hákarl vestur i Karaibehaf og veiða þar í stórum stil, ýmist með skutli, hákarlalóð eða nelum. Er þetta talið framtíðaratvinnuveg- ur og hefir gefið mikið í aðra liönd.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.