Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1940, Side 3

Fálkinn - 05.04.1940, Side 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-G. Skrifstofa i Oslo: Anlon Schjötsgade 14. Blaðið keniur út hvern föstudag. kr. 4,50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aara millim. HERBERTS prent. Skraddaraþankar. Norskur prófessor, sem var á ferð i Póllandi skömmu áSur en ÞjóS- verjar og Rússar óðu inn í landið, skrifar þannig: „Jeg sje ekkert, sem hendi til, að við hugsum öSruvísi en menn gerSu íyrir 200 árum. Jeg er aS blaða í l'rásögn Thukydidesar af styrjöldum á Pelopskaga, sem færS er í letur fyrir nær 2500 árum, um vörn Spörtu gegn Aþenuborg, sem var miklu voldugri. Þar segir svo: „Okkur var boSiS heimsriki, var furSa þó aS við breyttum í sam- ræmi við mannseðlið og tækjum jiað og neituðum að sleppa því aftur. Við erum ekki þeir fyrstu, sem liöf- um þráð að drotna. Heimurinn hef- ir altaf verið svo, að sá sterkari drotni yfir þeim veikari. Og við þykjumst hafa verðleika til valda. .... Hefir rjettlætið nokkurntíma varnað nokkrum jiess að taka með valdi það, sem hann gat náð?“ Er þetta úr þýskri ræðu? Nei, það eru orð Aþenumanna. „Verið ekki of veiðibráðir að af- gera alvarleg mál og stofnið okkur ekki i hættu með því, að lilusta á harmatölur og vandræði, sem okk- ur koma ekki við. Munið hve stríðs- gæfan er völt, og hvernig tilviljun getur ráðið, ef ófriðurinn dregst á langinn. Gripum ekki til vopna strax, semjum heldur; við þurfum ekki að segja óvinunum, hvort við ætlum okkur i strið eða ekki. Svo undirbúuin við okkur á meðan. Ef þeir hlusta á okkur, jiá er jiað gotl, ef ekki, jiá stöndum við betur að vígi eftír 2—3 ár, tii að ráðast á þá. En ef þeir sjá okkur reiðubúna og að við látum atgerðir fylgja orðum, þá er sennilegra, að þeir láti undan .... Og stríðið er ekki spurning um vopn, heldur um peninga .... Takið ykkur ekki nærri, þó að ykk- ur sje svarað um silakeppshált og linku.... Það er stefna, sem hefir bjargað okkur l'rá Ijettúð í mcðlæt- inu og örvæntingu í mótlætinu. Við verðum að afla ' okkur samherja, annaðhvort í Hellas eða meðal bar- bara, svo að við getum aukið flot- ann og styrkt fjárliag vorn. — Þeim sem verða fyrir svikabrögðum Aþenumanna, verður ekki legið á hálsi fyrir það, þó að þeir leili hjálpar barbaranna, er þeir eiga í vök að verjast". Er þetta ræða eltir Chambérlain? Nei, það er ræða Spartverjakonungs, er hann var að ræða um herferð gegn Aþenu við hershöfðingja sína. En það jjarf ekki að breyta mörg- um orðum í ræðunni, til þess að hún sómdi sjer vel i munni ráða- inanna stórveldanna á tuttugustu öld. MERKUR REYKVÍKINGUR NÍRÆÐUR JÓHANNES NORDAL ishusstjóri verður niutiu ára mánudaginn 8. þ.m. Hvernig ætli liann líti út, þessi niræði öldungur, hugsaði jeg með mjer, þegar jeg var á leið heim til Jóhannesar Nordal lil a'ð hafa tal aí' honum í tilefni al' afmæli hans. Jeg hafði aldrei sjeð gamla manninn á'ður og jeg hlakkaði til þess að koma til lians, þótl ekki væri nema stutt stund. Jeg hafði heyrt, að liann væri ræðinn og góður heim að sækja. Jóhánnes býr á lieimili sonar síns, ]irófessors Sigur'ðar Nor- dals, að Baldursgötu 33 lijer i hænum. Jóhaimes Nordal. Við gluggann í herbergi sínu stendur gamli maðurinn og virð- ir fyrir sjer bæinn og umferðina. Hann snýr sjer við þegar jeg kem inn. Svipurinn er hlýlegur, maðurinn er þjettur á velli þrátt fvrir aldurinn. Eins og háttur er ntargra gam- alla manna spyr hann mig fljót- lega, livaðan jeg sje ættaður. Eftir að hafa fengið það að vita, luigsar hann sig uin dálitla stund. Jú, jeg hefi kynst ýmsum af þeim slóðum, segir liann svo. Hann hefir víst kynst fólki úr flestum sveitum landsins á sinni níu luga æfi, gamli maðurinn. Jeg seg'i honum brátt, að jeg sje kominn til lians i erindum tilaðs míns. Já, jeg kannast við ykkur þessa blaðamenn. Mjer er ekk- ert um, að þið sjeuð að skrifa um mig einhverjar langlokur i blöðin, en þið eruð velkomnir að lita inn til mín. Ahnars liefi jeg frá fáu að segja. Jeg sagði lionum, að áreiðan- lega gæti jeg um margt fræðst af honum, hann hefði verið orð- inn meira en sextugur, þegar jeg var borinn i þennan heim. Gamli maðurinn verður kim- inn á svipinn. Já, ekki grunaði mig það á þínum aldxú, drengur minn, að jeg ætti eftir að verða svona skrambi gamall og jeg er nú orðinn. Og það keniur fljótt i ljós, að við höfum um margt að tala, þótt aldursmunurinn sje þetta mikill. Því að margt er það sem drifið hefir á daga þessa níræ'Óa öldungs, austan hafs og vestan. A margt hefir hann lag't görva hönd og margvísleg kjör liefir hann átt við að búa. Hann hefir verið vinnmaður í fimtán ár í æsku, og stundað sjómensku á Skagaströnd, rói'ð á Suðurnesj- um, fengist við húsagerð og lík- kistusmíðar i Kanada og verið íshússtjóri í 40 ár í Reykjavík. Oft hefir hann lagt á sig þræla- vinnu, enda segir hann, að gigt- in sé nú menjar þess, en hún er nú lians versti kvilli. Sá óvinur héfir áreiðanlega kvalið menn, sem minna liafa unni'ð og skem- ui hafa lifað en Jóliannes Nor- dal. Hvað olli því, að þjer tókuð yður upp og fóru'ð til Vestur- heims, spyr jeg Nordal. O, mig langaði til að vita, hvort nokkuð væri hinum megin, svarar hann kímileitur. Mig lang- aði lil að leita fyrir mjer. Mikill hluti þess, sem jeg hafði unnið mjer inn, fór í fargjaldið. Þegar jtg var á förum bauðst mjer ráðs mannsstaða á stórbýlinu Höfn- um, en jeg vildi ekki gera svo lilið úr mjer að hætta við för, sem jeg hafði ákveðið. Vestanhafs dvaldist J. N. liæði í Winnipeg og Selkirk og fjekst við ýmsa vinnu, t. d. smiðar, eins og fyr var drepið á. Þar vann liann Joks við íshús og mun það hafa orðið afdrifarikt fyrir síðari störf lians. Eftir sjö ára dvöl vestán hafs kom J. N. svo heim árið 1894. Hófst hann þá þegar handa um slofnun íshúss, fyrstur manna heima hjer. Ýmsum erfiðleikum var sú starfsemi bundin fyrstu árin. Isinn var tekinn á Tjörn- inni. Hafði fyrst verið dregið á litlum sleðum, sem karlarnir drógu á sjálfum sjer. Þótti þeim það hið versta stril. Jeg sagði þeim, að það væri sjálfum þeim að lcenna að geta ekki unnið sjer liægar, seg- ir Jóh. Nordal. Hann smiðaði síðan öflugan íssleða, tvöfaldan. Ennfremur smíðaði liann isplóg eða íssög til að losa með ísinn og auðveldaði það mjög vinnuna. Segist hann hafa sjeð slíka plóga í Vesturheimi og haft þá til fyr- irmyndar við smíðina. Höfðuð þjer ekki fvrir yð- ur teikningu af þessum verk- færum, spyr jeg. Teikningu! Nei, ekki eitt einasta blýantsstrik. En jeg mundi svona hjer um bil, hvern- ig þeir litu út. Og nú komst líf í tuskurnar við istökuna á Reykjavíkurtjörn. Nordal segist muna eftir því, að Eirikur Briem hafi komið til sín niður að Tjörn, þegar þar var íslaka, og hafi sagt, að al- drei hafi liann sjeð fjörlegar unnið en þar. Skömmu eftir a'ð íshúsið var stofnað kom Magnús Stephen sen landshöfðingi til mín, segir .1. N. ITann var einn af hlut- höfunum. Hann segir við mig: „Ætlar þú að fara að selja Englendingum ís?“ „Já“, segi jeg. „Ertu frá þjer, maður, ætl- arðu að fara að selja Englend- Framlt. ú bts.lb. 25 ára starfsafmæli. SiBurður Pjetursson skipstjóri oo Haraidur Pjetursson 1. vjelstj. Sigurðnr Pjetursson Haraldur Pjetursson. Hinu 28. f .111. voru liðin tuttugu og fimm ár siðan Sigurður Pjeturs- son gerðist skipstjóri á Gullfossi, hinu fyrsta skipi Eimskipafjelags íslands. — Sigurður liefir allan þennan tíma verið mjög heppinn og góður skipstjóri. En Jiað er ekki skipstjórinn einn, sem átti starfsafmæli á Gullfpssi þennan dag. Það álti 1. vjelstjórinn, Haraldur Sigurðsson líka. — Báðir liessir menn eru vinsælir og munu flcstir fagna liví, að Eimskipafjelag- inu inegi sem lengst haldast á starfs- kröftum þeirra.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.