Fálkinn


Fálkinn - 17.05.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.05.1940, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ÍSLAND HERNUMIÐ. 4 Efliv uð bresku her- rnenniriiir höfön stigiö á land viö upþfylling- una, var þeim stilt upp i raöir við Hafnarhús- iö, en þnr hafði her- liö'ið fyilstu bækistöð sina í landi. Þessi mynd var tekin er liðið var nýkomið á land og sýnir aðeins litinn hluta þess. Hermenn á göngu eft- ir Hafnarstræti. B*----* Föstudaginn 10. maí var breskt herlið sett á land í Reykjavík. Tók það sjer stöðu í borginni og grend við hana. Atburðir þessa dags ínunu vafalaust lengi verða í minnum hafðir af þeim, sem fylgdusl með þeim með eigin augum og þjóðinni allri, svo einstæðir eru þeir í sögu okkar. íslendingar hafa verið svo gæfu- samir að þurfa ekki að kynnast hersending er þó ekki sambæri- leg, því að hún á, samkvæmt yfirlýsingu Breta, að vera þjóð- inni til verndar og örj'ggis á þeim hættulegu tímum, sem' nú eru. --------- Síðari hluta aðfaranætur föstu- dagsins varð þess vart, að flug- bátur sveimaði yfir bænum og herskip, 7 að tölu, voru komin inn á sundin. Var varpað niður fjölrituðu ávarpi til borgarbúa. hryðjur og kuldi, en batnaði er á leið og gerði sólskin og vor- blíðu. Snemma um morguninn lögð- ust nokkur af skipunum að bryggju, og hermenn stigu á land. Fylktu þeir Iiði og hjeldu upp í bæinn og tóku hina þýsku skipsbrotsmenn, sem hjer liöfðu dvalist, þýska ræðismanninn á- samt fólki hans og nokkra aðra Þjóðverja, sem voru búsettir hjer Tilkynning þessi var á íslensku og þess efnis, að þjóðinni og stjórninni mundi ekkert mein verða gert og væri liertakan að- eins gerð í varúðarskyni. Fátt manna var á kreiki í hænum um þetta leyti, en fjölgaði þó bráð- lega. Veður var heldur leiðin- legt um morguninn, krapa- Fulltrúar Breta koma af fundi rikis stjórnarinnar. í hænum, og fluttu þá fram á eitt herskipanna. Landsímahúsið brutu þeir upp, með því að þeir komu þar að luktum dyrum. Tóku þeir á vald sitt útvarp, síma, póst og loftskeyti, enn- fremur hjeldu þeir vörð um vegi þá, sem liggja frá bænum. hernaði eða hergögnum af eigin raun, utan þeim, sem iðkaður er á sláturhúsum, og mun herlið ekki hafa verið sent hingað til virkra aðgerða, síðan þjóðfund- arárið 1851, en þá sendu Danir liingað heripannaflokk, sem kunnugt er, og átti hann að spekja landslýðinn,, en þess þurfti þá ekki með. Þessi 'breska Hermaður með hríðskotabyssu rjett .4 verði við olíustöð B. P. á Klöpp. hjá Lundsímastööinni. Futapukar bornir upp i Hafnarhús. Alt þetta var þó aðeins um stund- arsakir. Mikill manngrúi var á götum úti, og var forvitni fólksins mik- il, sem von var, því að hjer gat að líta mai’ga þá liluti, er menn þektn af myndum og afspurn, en fáir höfðu náin kynni af. Hjer var ekkert að óttast, og fólkið stóð forvitið frammi fyrir vjel- byssum og nöktum byssustingj- um þessara gesta, sem brátt gerð- urt mjög vingjarnlegir í viðmóti. Notuðu börnin sjer þetta mjög og’ stóðu víða í þjettum þyrping- um umhverfis hermennina og töluðu við þá á sínu máli, en þeir ljetn sjer það alt saman vel lynda. Smátt og smátt hvarf hervörð- uiinn af götunum að miklu leyti, og umferðabanninu til og frá Reykjavík var afljett. Framkoma hermannanna var mjög kurteisleg, og gerðu þeir sjer alt far um, að sem minstar truflanir yrðu á daglegu lífi bæj- arbúa þeirra vegna. Hvarf nokkur hluti liðsins úr bænum. Fóru bermannaflokkar meðal annars upp á Akranes með Laxfossi, einnig upp á Ivjalarnes og austur yfir fjall, en nokkrir dvelja úpp á Sandskeiði. 1 Reykja vik tóku bermennirnir sjer að- setursstaði á Hótel Borg, Mið- Frh. á bls. th. Allir eru fúsir á að láta mynda sig.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.