Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 21.02.1941, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virlca daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Anglýsingaverð: 20 aara millim. HERBERTSprent. Skraddaratiankar. Það hefir leitt af þjóðfjelagsbreyt- ingum síðustu áratuga og sífeldum flutningi fólks af moldinni á ínölina, að nauðsynlegt hefir orðið að sjá fólki fyrir tilbreytingu frá þeirri „dýragarðsvist“ sem það hef.r kosið sjer.hvort heldur er í verksmiðjum eða skrifstofum eða við aðra fasta vinnu, jafnvel þó úti sje. Danir, sein löngum liafa staðið franiarlega í öll- um nýmælum i fjelagsmálum lög- leiddu hjá sjer fast le.vfi handa öllu fólki i föstum stöðum, og með því liefir löggjafavaldið sýnt fullan skiln- ing á, að það sje nauðsyn, að fólk fái að losna algjörlega frá starfi sínu stund úr árinu. Reynslan af þessu hefir orðið ágæt. Margir vinnuveitendur hafa látið svo um mælt, að vinnan sem tapaðist við sumarleyfið borgaðist margfalt aft- ui við það, hvað fólkinu verði ljettara að vinna eftir hvíldina. Það sannast þar sem oftar, að lengd vinnu timans er ekki mælikvarði á það, sem af hendi er leyst. Meðan vinnu- liarkan tíðkaðist lijer á landi og unn- ið var myrkranna á milli um sláttinn og lengur þó, urðu afköstin síst meiri, en eftir að tekinn var upp hóf- legur vinnutími. Það eru fáir, sem geta unnið með snerpu meiri hlutann úr sólarhringnum og því síður vel. Reglulnindið sumarleyfi er jafn ó- hjákvæmilegt og sunnudagshelgin eða matur og drykkur. Og því einhæfari sem störfin verða í veröldinni, með síaukinni verkaskiftingu, því nauðsyn legra er manninum að liverfa frá starfinu um stund og finna, að hann er ekki vjel, heldur mannleg, liugs- andi vera. Þó að nú ríki sú tiskuöld, að hverfa á burt frá náttúrunni og til þeirrar veraldar, sem mannaliend- ur hafa skapað þá sannast það eigi að síður, að maðurinn getur ekki án moldarinnar verið. Hann verður að finna til samræmis síns við lifandi náttúruna, fjöllin og dalina, fljótin og grasið. Margt af þvi böli, sem dunið heflr yfir veröldina stafar fyrst og fremst af því, að maðurinn hefir slitnað úr tengslum við náttúruna sjálfa, orðið að hjól í vjel, ekki að- eins líkamlega heldur og andlega. Hann hefir orðið þræll einliæfs vana, sem hefir rænt liann manngildinu, kæft hið lífræna i honum, gert hann að ósjálfstæðu verkfæri i stað hugs- andi veru. Meðan áfram stefnir i þá átt er ekki að búast við birtu yfir veröldinni. En núverandi öld ljettir, eins og öðrum öldum böls og harma og þá verður moldin meira virt en hún er nú. SVEINN BJORNSSON SENDIHERRA SEXTUGUR A fimtudag.nn kemur verður Sveinn Björnsson sendiherra sextugur. Þó að árin sjeu ekki fleiri liggur ef til vill meira þjóðnýtt starf eftir þenn- an niann en nokkurn núlifandi ís- lending. Hann liefir jafnan ver.ð starfsins maður og enn eru þess eng- in mörk á honum að sjá, að haun sje kominn yfir aldarhelming að ár- um til. Hann er meira að segja ljett- ari í spori og ljettari að yfirbragði en margur kornungur maður, þrátt fyrir öll þau margvislegu störf, sem bann hef.r tekist á liendur um æfina. Enda hefir hann átt þvi láni að fagna, að sjá að jafnaði góðan árang- ur af því, sem hann hefir beitt sjer fyrir. Sveinn Björnsson er fæddur i Kaup- mannahöfn 27. febr. 1881, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Björn Jóns- son, síðar ráðherra, og frú Elísabet Sveinsdóttir. Barn að aldri fluttist hann heim og lifði uppvaxtarár sín hjer i Reykjavík, svo og starfsár sín — að undanteknum liáskólaárunum — alt til þess að hann var skipaður sendiherra íslands í Danmörku og fluttist þangað haustið 1920. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík alda- mótaárið og embættisprófi í lögum við Hafnarháskóla árið 1907 og flutt- ist þá lieim liingað og gerðist yfir- rjettarmálaflutningsmaður. — Ilöfðu þeir þá skrifstofur saman hann og Magnús Sigurðsson siðar bankastjóri. Þess var skamt að bíða, að farið væri að sækjast eftir starfskröftum hans til ýmsra almennra viðfangs- efna, I. d. var hann fljótt kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur og fjötdi fje- laga vildi njóta hans, sakir afburða hans, prúðmensku og samvinnuþýð- leiks. Kunnast er orðið frá þessum árum starf hans fyrir Eimskipafjelag Islands. Hann undirbjó stofnun þess, öllum öðrum fremur, og var formað- ur þess frá stofnun fjelagsins og þangað til hann fluttist af landi burt sem sendiherra. Þingmaður Reykja- vikur var hann árin 1914—15 og 1920, en afsalaði sjer þá þingmensku vegna burtfarar sinnar af landinu. Siðan hefir hann gegnt sendiherra- embættinu í Kaupmannahöfn alla tið, að undanteknu stuttu tímabili, er ráðamenn þjóðarinnar sáu enga leið betri til að spara fje, en að kalla sendiherrann heim og láta sendi- herrafulltrúa gegna embættinu. Þótti það fremur lítil sjálfstæðisráðstöfun, því að þetta var eini sendiherra þjóðarinnar erlendis, en um þessar mundir var einmitt stundum verið að ræða um það, að ísland ætti að vera við þvi búið, að taka öll utan- ríkrsmál þjóðarinnar í eigin hendur. Enda var þessu fljótlega breytt og liefir Sveinn Björnsson gegnt sendi- herraembættinu síðan og í raun rjettri verið aðili þjóðarinnar við alla samninga, sem gerðir liafa verið við önnur ríki síðan. — En sendi- sveit'n hefir einnig liaft með höndum störf þau, sem ræðismönnum eru ætluð hjá öðrum þjóðum. Og margir munu þeir íslendingar, sem verið hafa erlendis á sendiherraárum Sveins Björnsonar, er minnast hans með innilegu þakklæti, sem þess manns, er allra götu vildi gre ða. Meðal stjettarbræðra sinna frá öðr- um þjóðum liefir hann jafnan notið hins mesta álits fyrir prúðmensku og mannkosti. Svo að segja má með sanni, að hann hafi jafnan gert álit þjóðar sinnar sem mest. Að öllum öðrum ólöstuðum má liiklaust segja, að engum hefði verlð betur trúandi til sendiherrahlutverksins en honum. 1 maí í vor, eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Danmörku, en Bret- ar ísland, var Sveinn Björnsson kvaddur heim til að gerast ráðunaut- ur stjórnarinnar i utanríkismálum, og dvelur lijer enn. Með þeirri yfir- gripsmlklu þekkingu, sem hann hefir Frú Jónína B. Jensdóttir, Rán- arg. 32, verður 65 ára 23. þ. m. Sjera Krlstinn Danielsson áttrœðnr. Á þriðjudaginn sem leið varð síra Kristinn Daníelsson áttræður. Hefir liann dvalið hjer i höfuðstaðnum tæpan aldarfjórðung, eða síðan 19Í6 er hann fluttist hingað frá Útskálum, eftir 13 ára prestskap þar. En áður hafði hann verið prestur í Þingeyrar- prestakalli og vígðist þangað árið 1884. Var hann því þjónandi prestur i 32 ár, en rjeðist þá í þjónustu Landssbankans og starfaði þar þang- að til fyrir 11 árum. En í ellinni hef- i> liann einkum gefið sig við hugðar- málum sínum á sviði sálarrannsókna og in. a. ver.ð forseti Sálarrannsókn- arfjelagsins og ritstjóri tímaritsins Morgunn. Um almennar vinsældir sira Krist- ins, sem starfandi manns í hjeraði má nefna það, að í báðum þeim stöð- um, sem hann var prestur var liann kosinn á þing, fyrst í Vestur-lsafjarð- arsýslu 1909—11 og síðan í Gull- bringu- og Ivjósarsýslu 1913—19. Var liann jafnan einbeittur sjálfstæðis- maður á þingi, fylgismaður Björns Jónssonar meðan hans naut við og síðar Björns Kristjánssonar sam- þingismanns síns. Síðan síra Kristinn ljet af þingmensku liefir hann ekki' tekið virkan þátt í stjórnmálum, þó enn fylgist hann með óskertum áhuga með þeim. En það er fyrir starf sitt í Sálarrannsóknarfjelaginu, sem flestir af yngri kynslóðinni þekkja þennan mætismann. á þeim málum, og þeirri reynslu, sem hann hefir fengið í starfi sínu, er engin völ á hæfari manni í þeim efnum en honuni, á þeim viðsjártím- um, sem nú eru i heiminum yf.rleitt og hjer á landi sjerstaklega í sam- bandi við isjenskt sjálfstæði í fram- tíðinni. VASAKVER 1941 með almanaki, ásamt leiðbeiningum uin búnað og fleira, hefir Árni G. Eylands gefið út á vegum Sambands isl. samvinnufjelaga. Þó kver þetta sje ekki stórt þá geymir það ótrú- lega mikið af upplýsingum ýmsum, aðallega fyrir þá, sem landbúnað stunda. Þar eru upplýsingar um öll þau fjelög sem starfa vegna landbún- aðarins, svo og stofnanir allar, sem starfa að cinhverju leyti í þágu lians. Þarna eru ennfremur stuttar fræð- andi greinar um grasrækt, garðrækt, skógrækt og kornyrkju, um búfjár- rækt, fóðurgildi ýmsra fóðurtegunda o. fl. o. fl. sem hjer yrði of langt upp að telja. —- Það er yfirleitt ótrú- lega mikið af fróðleik, sem höfundi bókarinnar hefir tekist að safna sam- an í ekki stærri bók. Hún þarf að vera til á hverju heimili í sveit — og enda hjá öllum þeim, sem nokkurn á- huga hafa fyrir landbúnaðarmálum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.