Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.02.1941, Blaðsíða 11
□. flndErsDn KoiuisáL \TIÐ sátum í heitri vorsólinni og " voruni að drekka portvin. „Þarna er efni í góða sögu handa þjer,“ sagði Gray upp úr þurru og benti yfir götuna. Á gangstjettinni hinumeginn gekk inaður með axlirnar yptar upp fyr- ir eyru. Hann leit út fyrir að vera hálf þrítugur. Hann var dökkur og suðrænn á svip og liafði auðsjáan- lega verið laglegur einu sinni, en nú var hann brennimerktur af ofdrykkju og svalli. Hann var álútur. Andlitsdrættirnir daufir og slappir. Fötin meira en gauðslitin og þunnur, ódýr flóka- hattur niður á ennið. Þessi hattur var svo ósegjanlega rægsnislegur. Við sáum liann slangra fyrir horn- ið. Þegar hann var horfinn var aft- ur glaða sólskin á götunni. Jeg hafði ekki verið i París síðustu þrjú árin — jeg hafði verið i Holly- wood til að reyna að sannfæra kvik- myndastjórana um, að gott handrit víeri óhjákvæmilegt skilyrði fyrir góðri kvikmynd. Jeg þekti ekki þenn- an mannræfil, sem hafði gengið fyr- ir hornið. Jeg sneri mjer að Gray. „Segðu mjer þá söguna af honum,“ sagði jeg. Gray kveikti liægt og rólega í sig- arettu — vondri sígarettu, eins og hann var vanur. „Nei, þú manst auðvitað ekki eftir Julian Vane,“ sagði hann. „Honum skaut ekki upp fyr en eftir að þú varst farinn til Hollywood. Hnnn hafði víst ekki úr miklu að spila þá. Faðir hans var víst sveitaprestur ein- hversstaðar á Englandi. Pilturinn hafði verið sendur til Paris með frí- merki á bakinu — þú skilur hvað jeg á við? Hann átti að læra til málara — andlitsmálara — og í rauninni hafði hann meiri hæfileika en ahnent ger- ist. Um nokkurt skeið rápaði hann um París og liirti molana, sem duttu af borðum hinna ríku á kaffihúsun- um, eins og maður segir. Honum var einkennilega sýnt um, að ná vináttu fólks. Hann bauð af sjer einstaklega góðan þokka, og um sinn virtist forsjónin hafa dálæti á honum, svo að allir vildu hjálpa hon- um. Innan skamms hafði hann komið fyrir sig fótunum og eftir eitt missiri lifði hann skemtilegu og áhyggjulausu lausingjalífi. Allar konur, sem vildu láta telja sig með mönnum, fóru að láta hann mála sig. Þú skilur — liann var sjerstaklega natinn andlitsmálari og kunni lag á, að láta einskonar dularljóma koma fram i andlitunum, sem hann málaði. Og ekkert þykir kvenfólkinu eins mikið varið í og að láta leynda ást skína út úr andlitinu á sjer.“ „Hann hlýtur að hafa verið sjer- staklega reyndur og hygginn, af ung- um manni að vera,“ sagði jeg. „Já, það var hann — þangað til hann hitti I.ois Gordon," svaraði Gray. Jeg sperti eyrun þegar hann nefndi nafnið. Lois Gordon var afburða fög- ur kona á ’ fertugsaldri. Það voru farnar að ganga um hana slúðursög- ur um það leyti sem jeg fór til Banda- ríkjanna. Og siðan hafði jeg oft sjeð hennar getið, bæði i brjefum til min og i blöðunum. „Sú viðkynning hefir bæði getað orðið honum til gagns og skaða,“ sagði jeg. „Já, það segirðu satt,“ tautaði Gray. „Hún tók hann að sjer, gerði liann frægan, gaf honum alt, og — eyði- lagði liann. Hún kom því i kring, að hann mál- aði myndir af sendisveitinni, og þar fram eftir götunum. Hún lagði sig yfirleitt i framkróka til að koma hon-' um á framfæri,/ hvar sein hægt var. A minna en ári hafði hann grætt stórfje — og eyddi því jafnóðum. Það var eiginlega mest aðlaðandi við hann hvernig liann fór að eyða pen- ingunum. Svo eyðilagði Lois Gordon alt, með því að verða ástfangin af honum.“ „Og hann?“ spurði jeg forvitinn. „Hann varð Sjóðvitlaus í laglegri söngstelpu, sem ekki var neitt og gat aldrei orðið neitt. Hún lijet Venice Grant þá. En nú hefir hún víst tekið sjer tignara nafn. Jæja, Julian varð skotinn í henni. Þau svölluðu fram úr öllu hófi og eyddu öllum pening- um hans. „Hvernig tók Lois Gordon því?“ „f fyrstu skifti hún sjer ekkert al' því. Svo varð liún fokreið. Svo reyndi hún með öllu móti að laða Julian að sjer. Hún gaf honum dýrar gjafir, þar á meðal liolls Royce-bifreið. Svo Ijet hún liann mála sæg af myndum af sjálfri sjer og borgaði honum of fjár fyrir. og þá varð hneyxlið. Julian eyddi peningum sírium i Venice Grant þegar hann komst höndunum undir. Málaði aðeins í tómslundunum. Jafnvel Lois sá, að myndirnar hans voru lélegar og áttu ekkert skylt við list. Hann málaði þær nauðugur. Sannast að segja hef- ir Jiilian aldrei verið skarpskygn maður, en hann hafði þó lag á að mála eins og fólkið vildi, og það er mikils virði. En myndirnar, sem hann málaði núna voru ekki betri en svo, að hver auglýsingamálari liefði getað inálað þær. Jeg þekti Julian vel þá. Og ein- hverra hluta vegna hafði hann orð- ið hlyntur mjer. Kanske var það vegna þess, sem jeg hafði gert fyrir hann áður. Að minsta kosti koin hann til nrin eitt kvöldið og var þá i öngum sínuin og gramur mjög. Hann sagði mjer, að Lois Gordon færi með sig eins og þræl. Hún ljeti hann ekki augnablik i friði. Hún kveldi hann með ástleitninni og gerði alt sem hún gæti til að fyrirbyggja, að hann gæti hitt vinkonu sína, Venice Örant. Hann var í versta skapi þetta kvöld freyðandi af vonsku. Ástæðan var víst sú, að Lois hafði enn einu sinni beð.ð hann að mála mynd af sér og vanda sig nú sem best hann gæti. Hann sagði: „Hún pínir nrig til að mála mynd, sem eigi aðeins sýni á henni líkamann heldur lika sálina. Eins og jeg geti málað mannsálir ....“ Hann liafði rjett fyrir sjer. Hann gat það ekki ....“ „Nú og málaði liann þá sálina í henni?“ spurði jeg forvitinn. „Bæði já og nei. Það er eftir því hvernig maður tekur það. Hann lok- aði sig að minsta kosti inni í vinnu- stofunni sinni margar vikur. Mjer tókst einu sinni að ná í liann í síman- um. Hann var víst drukkinn þá, og tautaði eitthvað um, að han skyldi „sýna öllum heiminum í henni sál- ina.“ Svo hringdi liann af. Jeg geri ráð fyrir, að fyrst þegar honum datt flugan í hug, hafi það verið í gamni, þó að hann gerði sið- an alvöru úr öllu saman. Hann bað Lois Gordon að halda samkvæmi og þar ætlaði hann að sýna bestu mynd- ina, sem hann hefði nokkurntíina ináíað af lienni. Það hjet ,,Mynd af sál ungrar konu." SUMARKÁPA. Svona er liægt að breyta sumarkáp- unni frá því í fyrra. Ljóst framstykki lífgar hana upp, svo að hún verður sem ný. FALLEGUR HATTUIt . úr svörtum flóka. Hann er borinn hátt uppi á höfðinu, látinn hallast og festur með slaufu í hnakkanum. Þetta kvöld hafði Lois Gordon safn- að að sjer tignum, fallegum og ríkum gestum. Jeg var þar lika, og jeg full- yrði, að þetta hafi verið Jignasta listasamkvæmið á árinu. Þegar við liöfðum snætt ríkulegan miðdegisverð fórum við öll inn í sal- inn. Allir biðu afhjúpunarinnar á myndinni með eftirvæntingu. „Afhjúpunar?" spurði jeg undrandi. „Já, Julian var sýnt um að gera alt sem dramatiskast og gera það, sem engum öðrum datt í liug. Myndin stóð á grind á miðju gólfi og svartur flau- elsdúkur breiddur yfir. Julian stóð hjá myndinni og beið þangað til all- ir voru sestir. Svo brosti hann og sagði kæruleysislega: „Nú ælta jeg að sýna ykkur öllum sálina i Lois Gordon.“ TREYJA úr grófu hnökróttu garni, sem fer grannvöxnum stúlkum mjög vel. SVÖRT DRAGT meðstórum vösum úr „persianer skinni“. Henni fylgir slá til skjóls i miklum kuldum. Svo kipti liann dúknum frá og myndin kom í ljós. Þetta yar hræði- legur atburður. Gestirnir gón'du hver á annan eins og tröll á heiðrikjú. Og Lois þraut auðvitað þolinmæðina og hún útskúfaði honum fyrir fult og alt, og sá um, að enginn maður vildi eiga skifti við hann eftir þetta.“ „Hversvegna? Hvað hafði Julian málað?“ „Ekki neitt. Ljereftið var hvítt — ekki svo mikið sem eitt einasta strik á því.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.