Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1941, Page 3

Fálkinn - 16.05.1941, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Ffamkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út livern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura milliin. HERBERTSprent. Skraðdaraþankar. „Austan um liyldýpisliaf" konui feðurnir frægu á sinni tíð. Fyrir : handan þetta haf höfðu þeir átt föðurland, eignir og óðul. Við aust- urála reis það liálent og vogskorið og skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Það var ekkert undarlegt, þótt sum- um þeirra virtust landaskiptin eigi góð, er þeir komu liingað á hið af- skekta eyland í norðurhöfum. Þeim fanst það líka sumuin, að þeir hefðu ’ lilotið Kaldbak en látið akra. Það var því eðlilegt, að framan af öldum litu ýmsir íslendingar til Noregs með líkum huga og Mattliias lýsir: „Enn þráir Noreg, sinn öndvegisstól, eyjan forna.“ Þessi tvö lönd voru tengd órjúf- andi blóðböndum, þjóðirnar áttu sam eiginlegar endurminningar og sam- eiginlegar bókmentir. Enda sneru islenskir ferðalangar stöfnum sínum fyrst og fremst til Noregs. En er stundir liðu fram dró úr samgöngum, ísland komst undir yf- irráð Danmerkur og liafði fleira þangað að sækja en til Noregs. Tung- urnar aðgreindust og þar með bók- mentirnar. En á síðustu árum hefir samband- ið milli Noregs og íslands stöðugt aukist og eflst að nýju. En aftur hefir ský dregið fyrir sólu um stund- arsakir. Noregur hefir orðið fyrir ógurlegri árás af herveldi suður í Mið-Evrópu. ísland hefir verið her- numið af hinum styrjaldaraðilaaum. Öll sambönd milli þessara frænd- þjóða eru því torvelduð sem inest má verða. En ef til vill hafa þó al- drei flogið hlýrri hugrenningar milli þessara bræðraþjóða yfir Atlantsála en einmitt nú. Vjer trúum því öll, að þetta timabil kúgunar og ofbeldis verði skammætt, og vjer íslendingar treystum því, að upp úr niðurlæg- ingu stríðsáranna risi vinátta íslands og Noregs, sem og allra Norðurlanda- þjóðanna, — enn sterkari, hlýrri og frjórri en nokkru sinni fyr. 1 samræmi við það eru kveðjurnar, sem vjer sendum austur um hafið í dag, á þjóðliátíðardegi Norðmanna. Norski sendiherrann, August Esmarch, og konan hans. Bústaður norska sendiherrans við Fjólugötu. Kveðja frá sendiherra Norðmanna á íslandiJ j Fyrir hugskotssjónum vorum, \Norðmanna, leikur jafnan sjer- stæður Ijómi um nafn Islands. En j>að stafar bæði af því, að það rifjar upp fyrir oss ýmis timabil úr sögu lands vors, sem vjer erum hreyknir af, og svo hinu, að meginhlutinn af ís- lensku þjóðinni kom frá Noregi i öndverðu. Það gladdi mig þvi, er jeg fjekk þá fregn, að norska stjórnin hefði ákveðið að setjá norska sendisveit á Islandi og æskti þess, að jeg gerðist fyrsti sendiherra Norðmanna í Reykja- vík. Þessar tvær þjóðir, sem eru svo náskyldar og eiga svo mörg sameiginleg hugðarefni, v.arð- veita auk þess enn, þrátt fyrir ólik lífskjör og langan aðskiln- að, ýmis einkenni sameiginlegra forfeðra. Ber þar fyrst ogfremst að nefna ríka virðingu fyrir lögum og rjetti og ósveigjanlega þrá eftir persónufrelsi. Starf mitt á íslandi ætti þvi ekki að verða vandkvæðum bundið. Og alt frá því, er við konan mín og jeg, stigum á skipsfjöl á „Dettifoss“ í Neiv York, hafa íslendingar tekið mjer af svo mikilli velvild og greiðvikni, að jeg lít björtum augum á framtiðarstarf mitt i þessu landi. Jeg er líka viss um að konan mín og jeg munum kunna vel við okkur hjer, og við hyggjum bæði gott til þess að ferðast dálítið hjer um í sumar til þess að kynnast landi og þjóð nánar. August Esmarch. Hákon VII., Noregskonungur, er bróðir Kristjáns X., konungs íslands og Danmerkur. Hann kom til ríkis í Noregi 18. nóv. 1905. Drotning hans var Maud, dóttir Játvarðar VII. Breta konungs. Ólafur krónprins er fæddur 2. júlí, 1903. Hann er kvæntur Marthu, dótt- ur Carls Svíaprins. Þeir feðgar, konungur og krón- prinsinn sluppu nauðulega á flótta frá Noregi. Skall þá oft liurð nærri hælurn um að nazistar fengi grand- að þeim. Johan Nygaardsvold forsætisráð- Johan Nyffaardsvold. herra Noregs. Hann hvarf auðvitað frá Noregi þegar sjeð var, að and- staðan var vonlaus. Hefir hann nú á- samt ríkisstjórn Noregs, aðsetur í London og stjórnar málefnum lands síns þaðan. C. J. Hambro, forseti norska Stór- þingsins. Hann hefir verið mjög mik- ið á ferðalagi síðan hann flýði úr Noregi og mun nú dveljast i Ajner- íku. Hann hefir skrifað bók um at- burðina í Noregi og nefnist hún „Inn- rásin í Noregi“ og^hefir hún þegar verið þýdd á islensku. Hákon VII. C. J. Hambro. Ólafur krónprins. Landflótta fir Noregi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.