Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1941, Side 7

Fálkinn - 16.05.1941, Side 7
F A L K I N N 7 Oldenvatnið þykir eitt fegursta stöðuvatn í Fjörðum. Er það í afdal inn af Olden. Vatnið er afarlangt, en vjelbátur gengur að Innri Vatnsenda. ast við í Reykjavík og Akureyri, því að hann liefir verið hjer á sumarferðum árum saman með útlent fólk. Jeg þekti hann á- lengdar fjær á skeggtoppnum og' hvítu húfunni, sem hann skil- ur tæpast við sig, hvernig sem viðrar. — Þarna brann eldur á skíðum og veitti ekki af, þó að í júlílok væri, því að veður var kalt og Grjóthlíð er um 800 metra yfir sjó. Við höfðum eins og margir fleiri heyrt mikið gumað af feg- urð Geirangui-s og afrjeðum þvi að fara þangað, þó að það væri krókur, og þyrfti að flytja bif- reiðina alllanga leið á skipi. Þann krók þarf enginn að iðr- ast eftir. Að visu er fyrsti á- fanginn frá Grjótlilíð að sumar- gistihúsinu Djupvatnshytta held- ur leiðinlegur að því leyti, að umhverfið er þar bert og gróð- urlaust. En spölurinn frá Djup- vatnshytta og niður að Merok í Geirangursfirði er einhver merkilegasti vegarstúfurinn, sem hægt er að hugsa sjer. Vegur smálækkar uns hann kemur frani'á þverhnýpta brún, sem Flydftlsjuvet heitir. Finst maimi það skilningi sínum ofvaxið að sjá, hvernig mögulegt sje að komast þar niður gangandi — hvað þá á bifreið. En von bráð- ar greiðist úr þessu. Vegurinn krækir sig áfram utan í stand- berginu, fer í hringsnúninga undir sjálfan sig og alt gengur vel. Niðri blasir við fagur fjörð- ur með þverlmýptum fjöllum á báðar hendur og eftir 700 metra lækkun er maður kom- inn niður í dalbotninn. Og þarna er Merok — nafnið sem svo margir skemtiferða- menn þekkja. Þetta er enginn stórbær, varla nema nokkur hundruð manns, og öll helstu húsin standa auð allai^ vetur- inn. Stóru gistiliúsin, reisl i ný- lískustíl og með öllum þægind- um, eru ekki opin nema tvo til 2x/o mánuð af árinu. En hvar sem litið er þá má sjá þess merki, að hjer snýst alt um skemtiferðafólk. Verslanirnar selja #tið annað en nesti og „souvenirs“ og póstkort. Viðstaðan var stutt þarna í Merok, því að næsta ferja átti að fara eftir 15 mínútur. Við ókum bifreiðinni út á skipið, og voru þar um 40 bifreiðar fvrir. Ferðinni var heitið úr Geirang- ursfjörðinn til Hellesylt, en það- an er alcvegur suður í Firði. Siglingunni út Geirangursfjörð getur engin maður gleymt. Þarna eru snarbrött heng'iflug, alt að 600 metra há, á báðar hliðar, og fjörðurinn svo þröngur, að bergmálið kastast milli fjall- anna þegar skipið blæs. Á hægri liönd steypist fossinn „Systurri- ar sjö“ fram af berginu og sum- ar fossbunurnar (þær eru 7 talsins og þaðan er nafnið) verða til á leiðinni ef vindgust- ur fer um bergið, líkt og stund- um fer hjá Drífanda undir Eyjafjöllum. En andspænis er „Prjedikunarstóllinn“, hvöss og snarbröttt nýpa í hamrahlíð- inni. Nokkru utan, að norðan- verðu er „Brúðarslæðan“, og er sá foss lítið nema úðinn þegar þurviðri ganga. Það er víða tröllaukið landslag á vestur- landinu i Noregi, en þó hygg jeg, að Geirangursfjörður eigi fáa sína líka hvað það snertir. Frá HeResylt liggur vegurinn Bygðirnar i Fjörð- am eru einkum i botnum fjarðmuia, því að annarstaðar er víðast þverhnýpi i sjó fram. Þessi mynd er af sveita- hverfinu í Olden i Norðfirði oy sjást þar fallegir akrar með heyi'á hesjum, en skóglendi fyrir ofan. til suðurs yfir brattan ás, skógi vaxinn, en í hlíðunum er fjöldi býla og flest smá. Nú eru bjálkahús austurlandsins horf- in, en í staðinn komin timbur- hús (grindarliús) eigi ósvipuð flestum eldri húsum í kaupstöð- um hjer á landi, eins og fyrir- myndin að þeim komin frá Noregi. Þó eru norsku húsin yfirleitt með miklu meira útflúri, svo sem útskornum vindskeið- um, en islensk hús og einnig eru þar víðar kvistir á þaki og sval- ir við anddyri en á liúsum hjer- lendis. Forn og þjóðlegur bygg- ingarstíll er víðast hvar horfinn af vesturlandinu í Noregi, en austanfjalls má heita, að liver dalur eigi sinn stíl, með óbrigð- ulum sjerkennum. Eftir tæpan 40 km. akstur frá Hellesylt opnast fyrir manni dá- samlegt útsýni. Ókunnugur heldur, að þetta sje einn af hin- um frægu fjörðum, en hjer er um stöðuvatn að ræða, sem heit- ir Hornindalsvatn. Það var orð- ið áliðið dags þegar við komum þarna, og' sólin lækkaði í vestri og laugaði alt vatnið i eldi. Veg- urinn liggur í ótal krókum og hlykkjum meðfram vatninu; liann er gamall og fylgir þvi vatnsbrúninni út í æsar, en hvergi teknar af beygjur með því, að bora gegnuin þverhnýpt- ar nybburnar nema á einum stað. En sá staður er einn af elstu jarðgöngum Noregs og frægur um land alt. Fegurð Hoi-nindalsvatns verður ekki lýst með orðiun, ekki einu sinni með góðum myndum, því að sá er munur á mannaverkum og náttúrunnar, að myndin sýnir mananverkin stundum miklu fegurri og tilkomumeiri en þau eru, en náttúrunnar verk getur engin mynd sýnt til fulls. Skömmu eftir að vatninu sleppir beygir vegurinn til aust- urs og mætir nú veginum, sem áður var minst á, að fara hefði mátt frá Grjóthlíð. Krókurinn er til þess gerður að komast inn fyrir botn Norðfjarðar, sem teygist langleiðina inn undir stærsta jökul Nox-egs, Jostedals- bræen. En vegamótin heita Sti'yn. Er nú skamt til hinna frægu staða Norðfjarðarbotns, Olden og Loen, sem ásamt Mer- ok eru eftii'sóttustu viðkonni- staðir skemtiferðaskipanna. Loen er dálítið noi'ðar. Þar eru glæsilegustiu luxushótel Frh. á bís. Í4. Innri Vatnsendi. í baksýn Brixdalsbrœen, einn af skriðjöklunum úr Jostedalsbræen, stærsta jökli Noregs.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.