Fálkinn


Fálkinn - 16.05.1941, Qupperneq 12

Fálkinn - 16.05.1941, Qupperneq 12
12 F Á L K I N N r S B Francis D. Grierson: 1 i- Framhaldssaga. « Toma hilisið. Leynilögrregrlusaga. 19. ^ iFll . . .-rril-. . 5553 Það skildi Jack — „og svo?“ Jú, svo hafði „Marble Arc“ afhent henni skilaboð, sem hún átti að koma til Jacks; þau voru skrifuð á snepil, sem Grace hafði átt að rífa í smátætlur, undir eins og hún hafði komið boðunum. Hún átti bara að lesa þau upp fyrir honum, en mátti ekki svara neinum spurningum. Mr. Vane yrði sjálfur að ráða, hvað hann gerði í tilefni af boðunum. En annars, ef „Marble Arc“ hefði viljað þiggja ráð Grace, þá ....“ „Já, auðvitað. Jeg er viss um, að þjer haf- ið alveg rjett fyrir yður, en látið þjer nú boðin koma,“ sagði Jack biðjandi. „Jú, nú skuluð þjer fá þau. Og svo kom loks orðsendingin frá „Marble Arc“, sem skrifuð var á blaðið: „Ef þjer treystið mjer þá komið til Paris með fyrsta skijii daginn eftir á morgun. Klukkan 6 siðdegis gangið þjer niður Boule- vard Poissoniere að horninu á Rue du Fau- bourg. Þar er kaffihús. Setjist við eitt borð- ið og bíðið mín. Gerið svo vel að hafa hundrað sterlingspund með yður, og víxhð þeim í franska peninga. Jeg skal horga það aftur síðar. Ef yður er alvara um það, sem þjer Sögðuð um kvöldið, þá komið þjer. En ef þjer komið ekki, þá krefst jeg einskis reikningsskapar fyrir það.“ „Annað var ekki,“ sagði Grace, og hann gæti auðvitað gert eins og honum sýndist, en ef hann langaði í raun og veru til að hjálpa „Marble Arc“ ....... „Það er gott,“ tók Jack fram í. „Jeg skal gera það. Þjer getið sagt „Marble Arc“ að hún þurfi engu að kvíða.“ Grace virtist gera sjer þetta að góðu, en hvað það snerti að koma orðunum til „Marble Arc“ þá væri það vist ekki hægt. Og hún vildi ekki svara spurningum, af þvi að hún hafði lofað að gera það ekki. „Gott og vel,“ sagði Jack. „Þakka yður fyrir að þjer símuðuð. Þjer eruð yndisleg. Jeg get ekki kyst yður núna, en jeg skal hafa fallega gjöf með mjer handa yður, þegar jeg kem aftur. Hvort viljið þjer heldur armbandsúr eða tylft af silkisokk- um. Þjer hafið ljómandi fallegar fætur til að láta í sokkana.“ Grace Jenkins bað hann um að muna, við hvern hann væri að tala. En hinsvegar væri ekta silkisokkar altaf nokkuð, sem ungum stúlkum kæmi vel, og hún notaði sama númer og „Marble Arc“. Ónærgætin símastúlka neitaði nú að framlengja samtalið, nema tveir pence væru borgaðir i viðbót, og Grace sagði, að hún hefði ekki meira að segja. „Jeg óska yður til hamingju!“ Og Jack var ljóst, að ekki væri meira að segja, úr því að Grace vildi ekki segja meira. Hann rifjaði samtalið upp í huganum meðan hann var að láta ofan í koffortið sitt. „Ef yður er alvara um það, sem þjer sögðuð um kvöldið ........“ Auðvitað var honum alvara. Það vissi Eva ofur vel. Hún gat sjeð að hann elsk- aði hana. En kærði liún sig nokkuð um 'hann? Eða var þetta aðeins af því, að hún var honum þakklát? Hann mintist þess nú, að þegar þau töluðu saman í Hyde Parlc, hafði hún farið kringum þessa spurningu, livort sem það var nú viljandi gert eða af tilviljun. Hann hnyklaði brúnirnar en svo óx honum hugur. Hvernig sem þetta var, þá hafði hún leitað hjálpar hjá honum. Hún treysti honum, annars hefði liún ekki látið hann vita, að hún var farin úr landi. En hvernig hafði hún sloppið til Paris? Og hvað Blyth mundi verða fokvondur, þegar hann frjetti, hvernig hún hefði snúið honum ref fyrir rass. Daginn eftir fór Jaclc svo til Paris með fyrsta skipi. Hann ætlaði að fá sjer mat um borð; þó hann væri ekki sjósterkur þá gat hann harkað af sjer þegar ekki var mikil alda. Hann hugleiddi þetta er hann stóð á brautarstöðinni, meðan verið var að afgreiða farangur hans. En líldega hefði farið af honum risið ef hann hefði vitað, að lestarvörðurinn með rauðbrúna slceggið, sem fór fyrir klefadyrnar hjá honum 2— 3 sinnum, mundi bráðlega fara úr þessum einkennisbúningi og síma til Blyth á Scot- land Yard, að mr. Vane hefði farið frá London með lestinni, sem átti að ná fyrsta skipinu til Calais. Og enn lúðulakalegri hefði hann þó orðið ef hann hefði vitað, að maðurinn sem sat í sama klefa og hann, og virtist svo niðursokkinn í íþróttadálkana í „Times“ og virtist einkum hafa áhuga á veðreiðafrjettunum, var með skilti í vas- anum, sem sýndi, að hann var 'starfsmað- ur í „Metropolitan Police“. Og loks hefði liann orðið bandóður ef hann hefði vitað, að tvö sæti í flugvjelinni, sem skömmu síðar fór frá Croydon til París, voru pöntuð af Bax-ry Blyth og hin- um fræga glæpafræðingi dr. Ashley Marr- ible. XI. KAPÍTULl. Þegar Jack kom til Paris fjekk hann sjer herbergi á rólegu og vistlegu gistihúsi í Rue Buffault. Fimm mínútum fyrir sex var hann fyrir utan kaffihúsið, sem Eva hafði tiltekið. Þetta var vel valinn staður, ann- ars floklcs kaffihús, sæmilega þokkalegt en þó ekki neinn tískustaður. Kaffihúsið var allstórt og þrísett röð af borðum fyrir utan og margt fólk. Það var hægt að sitja þarna heilan klukkutíma -og tala saman án þess að nokkur tæki eftir manni nema „la garcon“, sem átti að líta eftir, að maður laumaðist ekki á burt án þess að boi’ga bjórinn eða vermouthinn, sem maður hafði fengið. Jack var svo heppinn að ná í boi’ð, sem var í skjóli við eina tunnuna með trjánmn i, sem allir veitingamenn á meginlandinu nota til að prýða húsakynni sin. Úr þessu fylgsni sínu sá hann yfir mannfjöldann, sem leið í sífellu fram og aftur um strætið. Alt í einu stóð hann upp, er ung stúlka vatt sjer fyrir hornið fá Rue Faubourg Poissoniére. Það var Eva Page. Nú var hún ekki í karlmannsfötunum, hún var látlaust klædd í dökkbrúnum jakka og pilsi, með laglegan brúnan hatt og hálsklút úr röndóttu, brúnu silki. Jack hjelt niðri í sjer andanum þegar hann sá hana. Hún roðnaði þegar hún fann hitann í augnaráði hans. Þegar þjónninn hafði fært þeim það sem þau báðu um, lionum bjór en henni síti’ónu- safa, lyfti Jack glasinu. „Heill og hamingja,“ sagði hann og lagði áherslu á orðin. „Jeg þakka,“ sagði hún, „það var ein- staklega — einstaklega fallegt af yður að koma.“ „Þjer vissuð, að jeg mundi koma, var það ekki?“ spurðL hann og andvax-paði svo: „mjer datt í hug .......“ Jack dró þykt umslag upp úr vasanum ög rjetti henni. „Hjerna er það, sem þjer báðuð um,“ sagði liann hálf stamandi. „Jeg skal endurgreiða yður þetta lán,“ flýtti hún sjer að segja. „Þjer trúið mjer fyrir þessum peningum?“ „Auðvitað. En því ligur ekkert á. Gæti jeg gert yður nokkurn annan gi-eiða?11 „Þjer hafið gert mjer meiri greiða en yður grunar. Jeg veit ekki hvernig jeg fæ yður það fullþakkað.“ „Reynið það eklci. Þjer vitið, Eva, hvers- vegna jeg geri það.“ Hún lyfti hendinni höstug. „Þjer megið ekki ......“ Jack sótroðnaði. Hún hikaði og spui’ði svo: „Eruð þjer reiður mjer?“ ,,Alls ekki,“ svaraði hann liálf skömrn- ustulegur. „Þjer skuluð gei’a alveg eins og yður sýnist. Jeg óska aðeins að_ þjer vitið, að jeg er reiðubúinn til að gera hvað sem bjer óskið. En segið þjer mjer nú, livern- ig í ósköpunum þjer fóruð að því, að kom- ast hingað. Þeir á „Yardinum“ höfðu gát á öllum skipuni og flugvjelum.“ „Jeg bjóst við, að þjer munduð segja þetta,“ sagði hún og brosti. „En það varð ekki eins erfitt og maður skyldi lxalda. Grace Jenkins .......“ „Meðan jeg man — livernig er kunnings- skap ylckar Grace Jenkins hátlað*?“ „Móðir hennar var vinnukona lijá móð- ur minni fyi’ir herrans mörgum árum, þegar við vorum rík. Hún fór úr vistinni og giftist skömmu eftir að jeg fæddist, en kom altaf til okkar áfram. Móðir hennar — það er að segja móðir frú Jenkins — hafði verið í vist hjá ömmu minni. Frú Jenkins og Grace hafa verið mjer einstak- lega góðax’, síðan hamingjuhjólið snerist aftur á bak hjá okkur. Mamma dó þegar I

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.