Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.05.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Hjalmar Waage: Gamli prófarkalesarinn. JEG er prófarkalesari hjá stóru blaði í höfuðstaðnum. Á hverjum degi, frá klukkan níu á morgnana til klukkan þrjú— fjögur, kúri jeg yfir löngum prófarkadálkum og les og les. Það er lýjandi og erfið vinna, og þegar líður á daginn er jeg að jafnaði skelfing þreyttur. Jeg er nefnilega ekki heilsuhraust- ur. Mjer hættir við að fá höf- uðverk. Stundum fara hókstaf- irnir að dansa íyrir augunum á mjer. Það er helst kringum þann tíunda í hverjum mánuði, nefnilega þegar jeg er að lesa heillanúmerin í happdrættinu, þessi, sem fá vinning. Það er nefnilega afar þreytandi að lesa tölur. Og engan grunar hve ná- lcvæmlega maður verður að lesa þessar talnaraðir. Ef það kemur villa — þó ekki sje nema á einni einustu tölu — þá er fjandinn laus. Bæði af hálfu þess, sem hefir sjeð það í öðr- um blöðum, að hann liefir höndlað hnossið og eins frá hin- um, sem végiia prentvillunnar hefir lifað stutta stund í þeirri trú, að hann hafi fengið vinn- ing. Stundum hleyp jeg í skarðið fyrir manninn á afgreiðslunni. Hann er miklu yngri en jeg, og stundum er hann settur í eitt- hvað annað, svo að jeg verð að fara í hans pláss. Altaf er straumurinn af íólkinu inn og út úr dyrunum. Einstöku sinn- um kemur forsætisráðherrann inn. Við ei’um nefnilega stjórn- ai’blað og hann þarf oft að tala við aðali’itstjórann. Foi-sætis- í’áðherrann heilsar mjer alúð- lega og tekur í hendina á mjer. Hann tekur fast og innilega í hendina á mjer og jeg er upp með mjer. Forsætisráðherrann og jeg — við erum jafnaldrar. Einu sinni stóðum við nokkui’nveg- inn jafnfætis og töluðumst öðru- vísi við en við gerum nú. Ekki svo að slcilja, að forsætisráð- herrann vilji á nokkurn hátt særa mig með því að tala við mig eins og undirtyllu. En, eins og gefur að skilja verður hann að hafa svolítinn fyrirvara á öllu sínu framferði. Því ástúð- legri sem maðurinn er, því erf- iðara hlýtur það að vera fyrir hann að tala blátt áfram og kuinpánlega við þann, sem hann hefir farið fram úr. Því að þetta er ótvíræður sannleikur: Jeg er í þeim flokki mannkynsins, sem sat eftir í hekknum. Fyrsta skiftið, sem forsætisráðherrann var boðinn fram til þings, fyrir bæinn sem hann er ættaður úr, vorurn við samherjar. Jeg var nefnilega rit- stjóri blaðsins í því kjöi’dæmi. Það var einn af stærstu hæjun- um, og jeg var „provins“-rit- stjóri, sem kallað er, og það af betra tæinu. En það er langt síðan þetta var. Það var kanske þessi kosn- ingabarátta, sem var fyrirboði mesta sigursins, sem jeg hefi unnið á æfinni. Og sem jafn- framt varð vísirinn að skip- broti mínu. Misskiljið mig ekki. Jeg er ekki gramur. Það er orðið æfa- langt síðan jeg var gramur. Þó að sto^’mar hafi geisað i mjer — það hafa þeir — stormar og fellibyljir — þá er orðið svo langt síðan. Nú finn jeg aðeins til friðar og kyrðar inni í mjer. Lífið hefir loksins kent mjer að sætta mig við áföllin. Ekki löngu eftir þessa kosn- ingabaráttu — sem við unnum — fluttist jeg í höfuðstaðinn. Jeg varð nefnilega ritstjóri að- almálgagnsins. Jeg var ritstjóri í þrjú ár. En svo bar dálítið við. Annir mínar jukust afar mik- ið eftir að jeg var orðinn rit- stjóri aðahnálgagnsins. Kona mín var ellefu áruni yngri en jeg og íorkunnar fríð. Á heim- ili okkar var tíður gestur einn, sem jeg hafði fengið mikið traust á. Hann kom afar oft. Og hann kom líka eftir að á- ríðandi stjórnmálafundir og við- ræður voru farnar að gleypa flestar frístundir mínar. Hann hafði trúnaðarstöðu í útgerðar- fjelagi, hafði ferðast mikið og var fríður eins og Absalon. Þeg- ar frá leið fór jeg að taka^ eftir, að liann kom sjaldan þegar jeg var heima. En jeg vissi, að hann liafði oft komið og spurt eftir mjer, þegar jeg var ekki heima. Stundum fann jeg vindlareykj- arlykt þegar jeg kom heim. Jeg hugsaði ekkert nánar út í þetta fyrsta kastið, en svo þegar jeg fór að hugsa um það, þótti mjer það undarlegt. Við höfðum ver- ið mjög miklir mátar. Og loks kom að því, að jeg þóttist viss um, að það væri eitthvað á milli þeirra — eitt- hvað sem jeg mætti ekki vita um. Jeg hafði einsett mjer að tala við þau um þetta, en þá vildi svo til, að jeg var kvadd- ur á fund til Stokkhólms. Það var viðvíkjandi afstöðu norður- landablaðanna til styrjaldarinn- ar, sem þá var, að hefjast í Ev- rópu. Þó að það sjeu meira en tuttugu ár síðan, man jeg alt sem gerðist, eins vel og jeg hefði það fyrir mjer á kvikmynd. Við vorum á heimleiðinni. í Kongs- vinger fengum við ný blöð að heiman. Og það var ineira að segja á sunnudegi. Norsku blöð- in komu út á sunnudögum þá. Við sátum þarna í klefa, nokkrir sem voru að koma af fundinum, og flettum upp í blöðunum. Beint á móti mjer sat forsætisráðherrann, sem síð- ar varð. En það var jeg, sem fyrstur kom auga á það, sem máli skifti. Við blaðamennirnir liöfum einhvernveginn lag á þvi, að vera fljótir að finna frjettirnar i blöðunum. Þetta var bifreiðarslys. BifreiðarsNs? segið þjer. Hvaða frjettir eru það — eru ekki mörg bifreiða- slys á bverjum einasta degi? Nú jæja, en þettas lys snerti mig, aðeins mig. Og svo þessi tvö, sem liöfðu lent i slysinu. Þau voru nefnilega tvö -— maður og kona, sem höfðu ekið út til að skemta sjer. Á leiðinni upp í Haðaland hafði bifreiðin brunað út af veginum í beygju og rek- ist á trje. Fyrir einliverja und- ursamlega tilviljun hafði mað- urinn sloppið með nokkrar skrámur. En konan hafði særst svo að líf liennar var í hættu. Þau höfðu bæði setið fram í — eins og venja er þegar tveir eru í bifreið — maður og kona — og sá sem stýrði liafði víst ekki liaft jafn góða gætur á veginum og vera ber — og svo varð slysið. Þessi slasaða kona var konan mín. Líf liennar var í hættu. Jeg starði eins og dá- leiddur á þessi hræðilegu orð. Jeg veit ekkert hvernig jeg komst heim. En það lá í lilut- arins eðli að við komumst heim. Það var ekki um annað að gera en að sitja og bíða, bíða. En það er enginn hlutur til, er jafn erfiður og að bíða og sitja kyr, þegar svona stendur á. Lestin, sem mjer hafði áður fundist þeysa áfram, mjakaðist nú varla úr sporunum. Jeg gat ekki skilið hvernig stæði á, að' hún fór ekki harðara. Konan mín var lifandi þegar jeg kom heim. En hún var í andarslitrunum. Við og við bráði af henni og hún fjekk rænu, svo að við gátum talað saman. Og hún sagði mjer það sem var að segja. Hún þrýsti hendina á mjer og sagði frá. Hún grjet og bað mig fyrirgefn- ingar. Því að nú vissi liún það að það var jeg, sem hún elskaði, jeg einn. En liún liafði verið svo einmana, af því að jeg var svo mikið að héiman. Hún hafði haldið, að svolitlum tíma gæti jeg varið handa sjer. Þau kvöld- in, sem jeg var laus við fundar- liöld, var jeg svo latur að fara út. Og jeg hafði ekki hugsað út í, að hún sat lieinia þegar jeg var úti, og þráði einhverja - dægradvöl. Þessvegna var nú komið, sem komið var. Þau höfðu ætlað upp í kofann lians á Haðalandi. Það var farið að vora, og þau liöfðu ætlað að vera þar laugárdaginn og sunnu- daginn. Jeg gleymdi nefnilega að minnast á, að jeg kom degi fyr heim, en áætlað var. Yið liöfðum lokið fundunum á degi skemri tíiha en við bjugumst við. — Konan mín dó um kvöldið. Nú sit jeg lijerna í afgreiðsl- uni og tek á móti gestum. For- sætisráðherrann hefir enn á ný verið hjá ritstjóranum. Hann hefir heilsað mjer vingjarnlega og notalega eins og i gamla daga — og samt verð jeg var við söinu varúðina hjá honum og jeg liefi þóst verða var við síðustu árin. Hann getur ekki skilið þetta. Það sem kom fyrir mig hefir komið fyrir svo marga. En liann veit vel, að jeg er ekki líkur þeim mörgu, og það er senni- lega þettá, sem veldur þvi, að það er einhverskonar óbrúað haf milli okkar. Það fór nefnilega svo, að eft- ir fráfall konunar minnar varð jeg allur annar maður. Eða kanske maður eigi að segja, að þá fyrst liafi jeg loksins orðið jeg sjálfur. Jeg vanrækti ekki blaðið, en jeg stundaði það ekki af sama kappi og áður. Jeg fjelck megnustu andúð á, að fara á fundi og' í nefndir. Jeg hugsaði nefnilega sem svo, að ef ekki liefðu verið fundirnir, mundi konan mín vera lifandi ennþá. Hún liefði ekki dáið og hún liefði síst af öllu dáið á » þennan hátt .... Jeg fór líka .... að kalla mátti undir eins .... að skrifa öðruvísi en áður. Jeg skrifaði ekki lengur um fræðilega hlið málanna og var ekki jafn grimmur í garð andstæðinga minna og áður. Jeg fór að veita athygli mönnum bak við stefn- urnar. Þegar öllu var á botn- inn hvolft þá vorum við allir menn. En mennirnir höfðu hnappast saman bak við ýmis- konar afdrep og ljetu rigna úr vjelbyssum hverir yfir aðra. Jeg gat ekki þolað þetta styrjaldar- hjal lengur og liafði engan á- liuga fyrir baráttunni. Jeg .var bara manneskja, ógæfusöm, líð- andi manneskja, en alls ekki bardagamaður lengur. Þessvegna fór nú að halla undan fæti hjá mjer. Flokks- menn mínir voru óánægðir með mig, og fanst jeg ljeti andstæð- ingana of mikið í friði — það væri enginn kraftur i árásum mínum lengur. Mjer var sagt upp stöðunni. En af þvi að jeg hafði fram að þessu gegnt mik- ilsvarðandi störfum fyrir flokk- inn, fjekk jeg starf sem blaða-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.