Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1941, Qupperneq 12

Fálkinn - 06.06.1941, Qupperneq 12
12 F Á L K I N N Háskólabærinn Uppsalir. Uppsaladómkirkjan að innan. Af þeirri kirkju er nú lítið eða ekkert eftir. Það urðu örlög hennar eins og svo margra annara guðshúsa, að verða fyrir eldi og skemdum af öðrum völdum. En jafnan var hún bygð upp aftur. Dómkirkja sú, er stóð í Uppsölum á 19. öld hlaut gagngera viðgerð og breytingar seint á öldinni, og var færð í samræmis- horf við franska fyrirmynd að dóm- kirkju frá 12. öld. Var þeirri viðgerð lokið árið 1890 og er kirkjan óbreytt síðan. Er hún stærsta dómkirkjan á Norðurlöndum, 118.7 metra löng en hæð framturnanna tveggja er jafn- ínikil lengdinni. Fjöldi höggmynda og mikið skraut prýðir kirkjuna og er heildarsvipur liennar stílhreinni en dómkirkjunnar í Niðarósi, sem þó er að ýmsu leyti merkilegri.------- Eins og áður getur er háskólinn frægi í Uppsölum einskonar af- sprengi kirkjunnar. Því áð það var Jakob Ulfsson erkibiskup í Uppsöl- um, sem árið 1477 fjekk leyfi páfa til þess að stofna háskóla í Uppsölum og var ákveðið að hann tæki til hvern landshluta og halda ýmsum æfagömlum venjum og eru miklir gleðimenn. En ein glæsilegasta hátíð þeirra er vorhátíðin á Valborgar- messu. — — Þá er enn ógetið eins merkasta stórhýsins í Uppsölum, sem á rót sína að rekja til þess tíma er Upp- salir voru raunveruleg höfuðborg rík- isins. Þessi bygging er Uppsala slott, en byggingu þessa hóf Gustaf Vasa árið 1545. Merkasti hluti þessarar hallar, riksalen var fullger árið 1594, en öll höllin árið 1614. Við þessa höll eru margar söguminningar Svía bundnar. Þar ríkti Eiríkur 14. og framdi ýms af hryðjuverkum sínum og þar afsalaði Krisstin Svíadrotn- ing sjer völdum, svo að dæmi sjeu nefnd. Og þar voru þing háð, sem tóku mikilsvarðandi ákvarðanir uin liag þjóðarinnar. Árið 1702 brann þessi fræga og mikla höll og skemdist afar mikið. Lá hún í lamasessi um hríð. En á þessari öld var Itagnari Östberg húsameistara falið að endurreisa Iláskólalókasufnið „Carolina Itediviva“. slarfa á minningardegi hinnar heilögu Birgittu, 7. okt. sama ár. í fyrstu mun þetta einkum hafa verið guðfræð- ingaskóli, og kennararnir velflestir lærðir menn á erkibiskupsstólnum. En guðfræðingar lærðu fleiri vísindi i þá daga en þeir gera nú, m. a. var stjörnufræði mikið kend i Upp- sölum. Þegar frá leið urðu ýmsir til þess að gefa háskólanum gjafir, svo að hann gat víkkað starfssvið sitt og hafði ríkulegar tekjur til starfsemi sinnar. Nú starfar hann sem skóli guðfræðinga, lögfræðinga og lækna og auk þess eru margskonar vísindi rekin í heimspekisdeildinni, bæði bókmentaleg efni og reynsluvísindi margskonar. Eru kennarastólar lang- flestir við þessa deild og stúdenta- fjöldinn meiri þar en í öllum hinum deildunum til samans. Margskonar slofnanir hafa risið upp í sambandi við háskólann, svo sem bókasöfn, til- raunastofur og jurtagarður og eru ýmsar þeirra konungagjafir. Núver- andi háskólabygging var fullgerð 1887 en auk hennar kveður mest að háskóiabókasafninu, „Carolina Redi- viva“. Af minni stofnunum háskól- ans má einkum nefna „Gustavianum" og „Victorianum“, sem geyma stór- merkileg söfn. Hjer er ekki rúm til að lýsa stú- dentalífinu í Uppsölum, enda liefir það verið gert áður hjer i blaðinu. En hvergi á Norðurlöndum er stú- dentalífið talið jafn fjörugt og með eins miklum blóma og þar. Stúdent- arnir mynda „þjóðir“, sína fyrir hana i fornri mynd og var því verki lokið á árunum 1930—32. Þykir sú viðgerð hafa tekist svo meistaralega, að hin forna höll jiykir einsdæmi nú á Norðurlöndum. Þar eru engar núl tíma nýjungar, ekkert rafmagn eða ofnar, heldur aðeins kyntir arineldar þá sjaldan húsakynnin eru notuð. Hellugólf eru þar í öllum göngum og yfirleitt er höllin bæði úti og inni gerð i fuRu samræmi við það sem liún var fyrir fjórum öldum. — — Fýrisá skiftir Uppsölum í tvent og er hvor bæjarhlutinn með sínum svip. Annar hæðótttur og standa þar flest- ar hinar frægu byggingar staðarins, en hinn flatlendur og er þar kaup- staðurinn. Uppsalir eru við ána, þar sem hún á aðeins 8 kílómetra ófarna út í Miilaren og var áin fyrrum að- alsamgönguleið til annara staða. En árið 1866 var járnbraut lögð milli Uppsala og Stokkhólms og nú er staðurinn járnbrautarmiðstöð á leið- um norðan og sunnan, austan og vestan. Járnbrautarleiðin milli Upp- sala og Stokkhólms er aðeins 66 kíló- metrar. ' En þrátt fyrir auknar samgöngur hefir bærinn breyst furðu lítið sið- ustu áratugi. Uppsalir hafa verið, eru og munu verða stúdentabærinn og erkibiskupssetrið, hinn friðsæii bær á bökkum Fýrisár, bær unaðarins og gleðinnar, bær visindanna og æsku- heimili þeirra manna, sem i andleg- um efnum eiga að halda hróðri hinn- ar sænsku þjóðar við um ókomnar aldir. Uppsalaháskóli, byggingin frá 1887. Varla er nokkurt sænskt nafn jafn rúmfrekt í íslenskum bókmentum til forna og nafn Uppsala, liins forna seturs goðumborinna konunga og jafnvel goðanna sjálfra. Fýrisvellir, Sigtún og Uppsalir eru öðruin þræði goðsögunöfn, sem fræg eru orðin fyrir tilverknað íslenskra sagnritara. Og enn i dag eru Uppsalir einn allra frægasti sögustaður og menn- ingarsetur i Svíþjóð. Þangað hefir mikill þorri hins sænska andans að- als sótt mentun sína í margar aldii- og þar er frægasti háskólinn á Norð- urlöndum þó eigi sje hann sá stærsti. Þar hefir verið konungssetur og þar sitja nú landshöfðingjar Uppsalaljens. En þar situr líka höfuð sænskrar kristni, erkibiskup Svíþjóðar, og frá erkibiskupsstólnum er hinn frægi há- skóii raunverulega runninn. Þó að Uppsalir 'eigi þannig svo háan sess í andlegu lífi hinnar sænsku þjóðar þá er þetta þó ekki nema litill bær. Hann er mihni en Reykjavík og hefir aðeins nokkuð yf- ir 30 þúsund íbúa. Ræður því að lík- um hve mikinn svip hin fjölmenna slúdentasveit liáskólans setur á bæ- inn og hve hlutfallslega mikill þorri bæjarbúa hefir lifsuppeldi af há- skólanum, beinlínis og óbeinlínis. — Sannsöguleg frægð Uppsala hefst með stofnun erkibiskupsstólsins þar, á 13. öld. Eins og kunnugt er var hið fyrsta erkibiskupssetur i Lundi, en snennna þótti það hlýða, að hafa þetta aðalsetur hinnar valdamiklu kirkju þeirra tíma betur miðsvæðis í ríkinu, og undir eins og erkibisk- upsstóll var stofnaður varð ekki hjá þvi komist að byggja veglega dóm- kirkju. Var smíði hennar hafin skömmu eftir 1258 á þeim stað, sem núverandi kirkja stendur, en áður hafði bærinn staðið á öðrum stað, þar sem nú er kallað Gamla Uppsala. Kirkjusmíðinni miðaði Jiægt áfram, en þó var henni svo langt komið árið 1331, að þá hafði verið fluttur þangað helgur dómur Eiríks, sem kirkjan er við kend. En eigi var kirkjan vígð fyr en meira en heilli öld síðar, eða árið 1435.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.