Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.08.1941, Blaðsíða 6
G FÁLKINN Bemhard FalkEstad:*. i „Það var neyðarlegt“ Jcg ætla'ði einu sinni, seint á liausti að heimsækja kunningja minn suður með sjó. Hann orti kvæði og var heimspekingur, (>g við vorum ijáðir ungir. Ferðin suður var löng og köld. Jeg fjekk kvef og afleitan höfuðverk af að standa á þilfarinu í nóvember- nepjunni. Svo kom jeg í hæinn, veikur cins og eitruð rotta, og fór að leita að Hansen. Kunninginn hjet nefnilega liansen — Kristófer Hansen. Eftir margar fyrirspurnir komst jeg Joks að dyrunum hjá lionum. Konan, sem opngði, vissi ekkert til að Hansen ætli von á gestum, — og svo var hann ekki lieima — ekki von á honum fyrir en á morgun. í fyrsta lagi. Skritið, að hann skyldi ekki hafa minst á þettál — Nei, nei, liann hefir þá gleyint i)ví. — Hann hafði boðið mjer að vera hjá sjer, en jeg fer þá á gisti- húsið þangað til hann kemur. — Nei, l>að kemur ekki til mála, sagði konan, =— liafi hann boðið yð- ur, þá hefir hann boðið yður. Jeg ætla að búa um yður í stofunni. Ger- ið þjer svo vel að koma inn. — Þakka yður fyrir! Jeg sælti mig vel við þetta. Jeg vissi, að hann kendi á öðrum skóla, fyrir handan fjörðinn, líka, og var til skiftis á stöðunum. Jeg ráfaði um bteinn mjer tii dægrastyttingar, horfði á ljósker, sem ósuðu, og litiar búðir og visið lauf og eyðilega kálgafða' — lieyrði sjáv- arniðinn utan úr svörtu myrkrinu; en jeg kunni ekki við mig. Mjer leið illa. í lyfjabúðipni náði jeg i sand af kinín-skönitúm og flösku af bre.nni- vini. Jeg.kom sjálfum mjer og meðul- unum fyrir heima í stofunni lijá Hansen. Viðkunnanleg stofa. Lakk- bornir grenistólar, eikarmáluð komm- óða með dúk á — og hornhiiia með postulínshundum og páfuglafjöðrum. Sófi með flauelsfóðri og flosábreiðu fyrir framan — albúm á borðínu og nafnsþjaldaskál úr mjólkurgrænu gleri með rauðri rönd. Jeg fjekk kaffi og smurt brauð með kúmenosti og eggjum, sem hafði átt að geyma í jólabaksturinn. Það var búið um mig á sófanum. — Nei, jeg hefi aldrei heyrt á yð- ur minst — þnð var skrítið að hann liansen.... Hún lauk ekki við setninguna, en raðaði stólum fyrir framan sófann, svo að yfirsængin skyldi ekki detta ofan á gólf til Tyrkjans, sem var af- myndaður á ábreiðuna. Hann var með svart, lafandi yfirskegg, vefjar- liött, i rauðum brókum, með bjúg- sverð og hjelt i hringmakkaðan arab- iskan graðfoia, en pálmar og turnar sáust í baksýn. Ábreiðan var kjör- gripurinn í stofunni. Líka voru stækk- aðar ljósmyndir á veggjunum. Og ekki má gleyma hendilampauum og evrakaríunni. En jeg hafði ekki tilhlýðilega virð- ingu fyrir stofu Hansens og hennar dýrð. Jeg var veikur og meðulin bitu ekkert á mig, nema hvað mjer versnaði. Um nóttina vissi jeg ekki mitt rjúkandi ráð. Jeg var orðinn að gosbrunni, og gat ekki haft neinn hemil á gosunum. Jeg svitnaði af til- hugsuninni um Tyrkjann, húsmóður- ina og stofuna. Sem betur fór var dimt, svo að jég hafði ekki húgmynd um, hve gosið liafði verið áhrifa- mikið. Jeg andvarpaði. Bara að jeg hefði ekki legið i stássstofunni. — Jeg hafði stungið upp á, að jeg væri látinn liggja í rúminu hans Hansens, en þá liafði konan liorft svo livast á mig, að jeg fór ekki lengra út i ])á sálma. Nú lá jeg þarna í minum eigii verkum og vonaði, að jeg gæti Jjæt úr eyðiieggingunni, þegar færi ai birta. Loks sofnaði jeg og vaknað aftur við ögurlegan gauragang. I fyrstunni botnaði jeg ekki í neinu. Mjer varð smámsaman ljóst að jeg mundi ekkert eftir, hvar var — og að það stóð stór dólgur í olíufötum og sjóstígvjelum fyrir framan mig og grenjaði eins og tröll: „Hvern fj. og livað eruð þjer? Mjer skildist nú, að það víir verið að tala við mig. Olíudólgurinn grenj- aði aftur: „Hvcr eruð þjer og hvað eruð þjer að vii.ja hjerna?" Myndarlegur lmefi sveiflaðiát kringum mig. Sá gat nú spurt. Jeg reis upp við dogg — afar vandræða- legur. — Jeg — jeg er í hqimsókn lijá Hansen, sagði jeg — hjá Kristófer Iiansen! — Nei, fjanda korninu ef þjer það — hvað er sjá, hvernig hjer er útbíjað. Kona var komin inn. Jeg sá glitta i glyrnurnar á hehni og nefið, balc við olbogana á 'inanninum. — Jú, sagði jeg — jeg er lijerna í lieimsókn. — Já, það er löguleg liéimsókn, sagði hann. — Jeg er i heimsókn lijá Kristófer Haiisen kennara, segi jeg------- — Kennara! öskraði liann. — En það er ekki jeg. — Nei, jeg sje það, sagðf jeg. — En liversvegna eruð þjer þá hjá mjer? Jeg er ekki Kristófer Han- sen kennari. Jeg er liafnsögumaður! Jeg skildi nú svo vel, að mig sundl- aði. Jeg hafði lent í vitlausu liúsi, hjá vitlausum manni, jeg hafði spúð i stássstofu vitlauss manns. Flosdúk- urinn með arabiska graðhestinum — drottinn minn! Og hvernig þjer hafið útsvínað stofuna! — Jeg var veikur, tautaði jeg auð- mjúkur. — Já, minsta kosti veikur. Hvað heitið þjer? Farðu og sæktu kenn- arann, Maren, svo að liann geti sjeð, hvernig baðgesturinn hans hefir hag- að sjer! Minn Hansen kom. Hann stóð þarna eins og opinberun forviðunar- innftr. Magurt, langt og guggið and- litið með stóru grá augun og græn- jarpa, uppstrokna hárið, starði á mig í lamaðri undrun: Drottinn minn, ert þú hjerna! sagði hann og saup hvelj- ur. — — Já, en þú átt ekki heima hjerna? — Nei, ertu frá þjer, jeg á heima hjerna i næsta húsi! Og þar hafði hann setið í gær- kvöldi og verið að furða sig á, hvers- vegna jeg kom ekki. Hann liafði ekki getað komið á bryggjuna að taka á móti mjer. — Hvort jeg hefði verið veikur? — Ja, hvort jeg! — Þá var heppilegt að þú viltist, sagði hann og hló. En sagðir þú ekki, að þú ætlaðir að finna kenn- arann, bjáninn þinn? — Jú, jú — jeg liafði sagt kenn- arann líka. Jeg velti mjer fram úr sófanum og klæddi mig. Hafnsögumaðurinn var farinn að spekjast. — Farið þjer bara, jeg skal taka til eftir yður — jeg liefi sjeð sjósjúka menn fyr.... En vinur minn stóð úti í ganginum og var að tala við húsmóðurina. — Flónið að tarna,' heyrði jeg hann segja, — hann vildi endilega sofa í rúminu lians Hansen, en hann vissi það ekki, manngreyið; var það ekki neyðarlegt — hugsum okkur hann Hansen þá — nei, jeg þori ekki að hugsa út í það.... UPI’ I HÆÐIRNAR. Svona eru þeir útbúnir, flugmenn- irnir, sem eiga að fljúga hátt. í nú- tima hernaði er það m. a. nauðsyn- legt, að fljúga stundum í sem mestri hæð, og þá verður flugmaðurinu að Jiafa með sjer súrefni til að anda að sjer, því að loftið verður svo þunt, eða súrefnislítið að það nægir lionum ekki. Myiulin er af ameríkönskum orustuhermanni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.