Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1941, Side 2

Fálkinn - 05.12.1941, Side 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - KYRRAHAFSBRAUTIN. Fyrir tveimur árum fullgerði fræg- asti kvikmyndastjóri Ameríku, Cecil B. de Mille, GSi kvikmynd sína. En þá voru liðin 25 ár síðan hann gerði fyrstu mynd sína. Það eru nær eingöngu stórmyndir, sem de Mille hefir fengist við um æfina, þar sem notaðar eru hópsýningar með þúsundum manna og ytri um- búnaður, sem livergi á sinn líka. Menn minnast mynda eins og „Kon- ungur konunganna“, þegar minst er á de Mille. í „Kyrrahafsbrautinni“ segir hann þátt úr framfarasögu Bandarikjanna: bygging fyrstu járnbrautarinnar milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Nær sú saga yfir sjö ára skeið, frá því að Abraham Lincoln undirskrifaði lögin um járnbrautina árið 18G2 og þangað til járnbrautin var skeytt saman í Promontory Point í Utah þann 10. mai 18G9. Hafði hún kost- að um 73 miljónir dollara, milli þeirra staða í austri og vestri, sem járnbraut náði til áður. Við marga örðugleika var að etja í þessu verki, því að brautin lá víð- ast um óbygt land og yfir fjöll og firnindi. En það var ekki náttúra iandsins ein, sem gerði verkið erf- itt, heldur mótspyrna og vjelabrögð ýmsra manna, sem sáu sjer óhag i að brautin kæmist á; Indiánar ömuðust við henni og gerðu að- súg að verkamönnum, og þó var andstaða fjárbrallsmanna enn verri. Chicago-brallarinn Asa Barrows (Henry Kolker) var þeirra verstur. Hann Ieigir veitingamanninn Sid Campeau (Brian Donlevy) og að- stoðarmann hans. Dick Allen (Ro- bert Preston), sem hafa veitinga- og spilakrá fyrir verkamennina, til þess að glepja þá með áfengi, kven- fólki og fjárhættuspilum, svo að sem minst vinna liggi eftir þá. Og þetta tekst um sinn. En þá kemur til sögunnar Jeff Butler (Joel Mc- Crea). Honum er falið að halda uppi lögum og reglu í verkamanna- hópnum og vitanlega kemur þá fljótt til árekstra við bófana. En góði engillinn i myndinni er Mollie Monahan (Barbara Stan- wyck), sem leikur annað aðalhlut- verkið á móti Joel McCrea. Hún er dóttir eins verkfræðingsins við brautarlagninguna. Það eru þau tvö, sem bera hita og þunga dagsins í þessari mynd, uns síðasti naglinn er rekinn í brautarteinana. Akim Tamiroff og Lynne Overman leika stór hlutverk, auk þeirra, sem nefnd hafa verið. Sturla Jónsson kaupm. varð 80 úra 28. f. m. Bókafregn. Hulda: HJÁ SÓL OG BIL. Útg.: GuÖm. Pjetursson. „Sjö þætti“ nefnir skáldkonan þessar sögur sínar, en nöfn þeirra eru þessi: Drífa (fundið í skrif- borðsskqffu einræns manns), Gauk- urinn spáir (Stallsystraþáttur), Frjáls (Úr dagbók nemanda), Alm- ar Brá (Þáttur úr lifi listakonu), Við eldinn (Ein nótt og dagstund af lífi tveggja vesturfara), Róg- málmur (Skrifað við stjörnuljós) og í sálförum (Sagnabrot um dulræna konu). Svo ósvikinn málmur er í þess- um sögum, að manni finst við lest- ur þeirra, að maður sje alls ekki að lesa skáldskap. Það er eins og verið sje að segja manni sögur, sem segjandinn hafi sjálfur lifað. Ber það til þessa, að málið er svd látlaust og óskrúfað, að likast er að mælt sje af munni fram, og er vafasamt, hvort nokkrar af nýrri bókmentum okkar eru betur falln- ar til upplestrar en sögur Huldu, livort lieldur hún mælir í bundnu máli eða óbundnu. Það er þetta, sem vann henni vinsældir undir eins og fyrstu þulurnar hennar og ljóðin urðu heyrnm kunn, og enn heldur hún þessu aðalsmerki, sem verður æ glæsilegra er lengra líður á. Hitt er aðaleinkenni skáldkon- unnar, hve vel lienni tekst að stilla l'rásögninni í hóf. Hún beitir elcki sterkum ytri atburðum til þess að krydda rás viðburðanna, hún þarf þess ekki með. Hún notar ekki storma til þess að halda lesandan- um að efninu, heldur talar ln'in hljóðlega, en ljúfur blær leikur um það, sem er að gerast. Hún sýnir það, að liægt er að lýsa ástríðum og hvötum, baráttu góðs og ills, sigrum og ósigrum, án þess að nota hin breiðu spjótin. Það, sem hún segir, verður aldrei ósennilegt, það er lífið sjálft, satt og öfgalaust, sem streymir fram eins og tær lind í sögum hennar. Hjer skal ek-ki farið út i liinar einstöku sögur að þessu sinni. Efni þeirra er úr ólikum áttum og rás þeirra er breytileg. En frásagnar- snildin er sú sama, hvar sem grip- ið er niður. Það er ekki ólíklegt, að þessar sjö sögur eigi eftir að verða vinsælli en nokkur önnur bók, sem út hefir komið eftir Huldu. Ilamningin yfir þeim er svo ein- stæð og dularljóminn yfir þeim svo lokkandi, að j)að er unun að lesa þær og festa sjer þær í minni. Ilulda skáldkona varð sextug á síðastliðnu sumri. Meðfram í tilefni af afmælinu hefir Richard Beck prófessor ritað um æfi hennar og ritstörf í ítarlegri ritgerð, sem fylgir þessum sjö þáttum. Þar segir hann m. a. svo um skáldkonuna: „Eins og Huldu er tamast að leita l’iins göfugasta og besta í fari manna, skoðar hún íslenskt sveitalíf gegnum sama sjónarglerið, og bregður upp myndum af þeirri fegurð og menn- ingarauðlegð, sem það hefir besta að bjóða. Með þessu er hún ekki að draga fjöður yfir það, sem mið- ur fer, lieldur aðeins að reynast trú sjálfri sjer, lýsa því, sem finnur sferkast bergmál í brjósti hennar. Allur sori og saurugleiki eru sál liennar eins fjarskyldar og myrkrið er Ijósinu.“ Það eru orðnar margar gjafir og góðar, sem Hulda hefir fært íslensk- um lesendum síðan hún hóf ritstörf sin. Menning dreifbýlisins, sem nú verður fyrir aðkasti úr ýmsum átt- um, á sjer góðan talsmann, þar sem lnin er, og sögur hennar og ljóð liafa vissulega orðið til þess að gera mörgum manninum skiljanlegra en áður, hvers virði sú menning er. (V/V/ViVJV Hin nýja Mjallhvít, Walt Disnay, frægasti teiknari, sem sögur fara af og hefir yfir fitnm hundruð teiknara á vinnustofu sinni, hefir endursamið nokkur hinna ó- dauðlegu æfintýra, sent öll börn, jafnt norður á íslandi og austur i Japan, kannast við. Þar á meðal er Mjallhvít og dvergarnir. sjö. — Disnay hefir slept öllu því, sem við erurn orðin leið á, liinunt þreyt- andi endurtekningum og bætt öðru inn í i staðinn. Ivvikmynd sú, sem Disnay gerði eftir sögunni, og hjer var sýnd í fyrra í Gamla Bió, er talin eitt hið furðulegasta snildar- verk, sem sögur fara af. Inn í sög- una af Mjallhvítu og dvergunum sjö er bætt nokkrunt tugum nýrra persóna, dýrum og fuglum. Alt eru þetta lifandi og eðlilegar persónur leiksins, ekki aðeins í augum barna og unglinga, heldur er beinlínis un- aðslegt fyrir fullorðið fólk að fletta þessari skrautlegu bók og lesa hana. Það er erfitt að hugsa sjer fegurri mynd en þá, er Mjalllivít raknar við úti í dýrðlegu skógarrjóðrinu og dýrin umkringja hana, brosandi undurfögru brosi fullu af ástúð og samúð, og fuglarnir sitja á hverri grein og syngja henni vonir og sól- slcin í brjóst. Alger andstæða þess- ara blíðu vina liennar er galdra- nornin, drotningin stjúpa liennar, krókodílarnir og leðurblökurnar. Tómas Guðmundsson liefir sett þetta gamla fagra æfintýri i ljóð. Hann hefir breytt sögunni í anda Disnays og gert hana fegurri og mannlegri. Leikni Tómasar sem ljóðaskálds er lijer ekkert aðalatriði, lieldur ást hans á því, sem er fagurt, einlægt einfalt og barnslegt en hug- kvæmi hans er hjer vel vakandi. Það er ekki hægt að neita sjer um að birta lijer eitt erindi: Því lireldu og þreyttu hjarta er hvílurúmið jafn kært, þó liúsið hreyki sjer ekki hærra en því er fært. Og ef til vill dreymir þig drauma, þó dvergsreklcjan sje lág, sem bera þig hærra til himins en hallir og turnar ná. Einum kunnum Reykvíking varð að orði, er hann liafði lesið og skoðað Mjalllivít: Þessi bók gerir börnin áreiðanlega að betri börn- um. A. D. V. Grímur Tliomsen Einarsson dyravörður, frá Borg, verður 50 ára 10. þ. m. Kanpmenn! Kaupfjelðg! Útvegum allskonar vefnaðarvörur frá Arthur & Company Glasgow. Sýnishorn fyrirliggjandi. Guðmundur Guðmundsson & Go. Hafnarstræti 19. Sími 4430. Jólin 1941 Barnaleikföng úr járni, trje, gúmmí, celloloid, taui, pappa, mikið úrval. Loftskraut, Jólatrjesskraut, Kerti, Spil, Borð- búnaður úr stáli, Silfurplett, mjög vandað, FaJlegt Keramik, Glervörur o. m. fl. K. Einarsson & Biðrnsson

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.