Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1941, Síða 4

Fálkinn - 05.12.1941, Síða 4
4 F Á L K I N N Þjóð, sem berst við ofurefli. Á MORGUN ER SJÁLFSTÆÐISDAGUR FINNLANDS. — FYRIR TVEIMUR ÁRUM RJEÐUST RÚSSAR Á LAND ÞEIRRA. OG NÚ HEYJA ÞEIR ÞRIÐJU SJÁLF- STÆÐISBARÁTTU SÍNA Á TUTTUGU OG FIMM ÁRUM. Finskir hermenn senda upp loftbelgi til þess að gera veðiirathuganir. Á TUTTUGU FRIÐARÁRUM FINNLANDS, 1920—39. hefir: íbúatalan aukist um hálfa miljón. Nemeridatala í barnaskólum tvöfaldast. Smjörútflutningurinn þrefaldast. Verslunarflotinn fjórfaldast. Símakerfi landsins fjórfaldast. Tala erl. ferðamanna fjórfaldast. Tala íþróttavalla fimmfaldast. Andvirði kornuppskerunnar sexfaldast. Bifreiðafjöldinn þrettánfaldast. . Trjákvoðuframleiðslan liyltist rússneska stjórnarstefnu. Enda koin það í ljós síðar, að lijer var ijkki um þjóðernislegar lagfær- ingar að ræða, heldur blátt áfram um viðbúnað gegn þjóðinni, sem hafði gert griðasamninga við Rússa. Út á við voru þeir samningar alt annars eðlis en þeir voru raun- verulega, og Rússar vissu, að þeir mundu ekki verða til frambúðar. Þessvegna var þeim um að gera, að gera vesturlandamæri sín sem ör- ufegust: taka austurhelming Pól- lands, verða öllu ráðandi í Eystra- saltsríkjunum og ná bækistöðvum í Finnlandi. Þetta urðu Þjóðverjar að samþykkja nauðugir viljugir, þvi að þá var þverbresturinn ekki orðinn ljós i Frakklandi, og það sem Þjóð- verja varðaði mestu um sinn var þetta: að þurfa ekki að berjast á tveimur vígstöðvum, vestan og aust- an, eins og þeir höfðu orðið að gera í síðustu styrjöld. Þeir þóttust ekki þurfa að hafa griðin við Rúss- land eflir að Frakkland var kúgað. — Finnland hafði gert grtðar- samning við Rússa siðan 1934 og höfðu talið nokkra tryggingu að honum, því að það varð ekki ljóst fyr en Hitler komst i almætti sitt, að griðasamningar væru gerðir til þess að laumast í skjóli þeirra aftan að samningsaðilanum. Finska stjórnin varð við ósk Rússa um að senda samningamann til Moskva og valdist til fararinnar Paasikivi, sendiherra Finna í Stock- holm. Fór hann til Moskva 9. októ- fimtánfaldast. ber. Mikill uggur var í Finnum og var nýtt lið kvatt saman til aukn- ingar landvarnanna og undirbún- ingur hafinn undir að flytja fólk úr stærstu bæjunum. En ekkert heyrð- ist af samningunum í Moskva. Paa- sikivi og samninganefnd hans kom aftur til Helsinki 1G. október til að gefa stjórninni skýrslu, en ekkert var látið uppi um, hvað gerst hefði í Moskva. Hinn 21. okt. fór Paasikivi aftur til Moskva og með honum Vaino Tanner fjármálaráðherra, sem sjerstakur fulltrúi finsku verka- mannastjettarinnar, og höfðu með sjer svör stjórnarinnar við kröfum Rússa. Höfðu þeir fund með Stalin og Molotov 23. okt. Hinn 26. októ- ber kom samninganefndin lieim í annað sinn, en ennþá var ekkert gert opinskátt um, hverjar kröfurn- ar væru. Nefndin átti að fara til Moskva aftur 31. okt. en þann sama dag lieldur Molotov ræðu og skýrir þar Finnum að óvörum frá kröfum þeini, sem Rússar hafi ger't. Þar sagði Molotov að þriðja ríki hefði hafist handa um að spilla þvi, að samkomulag- næðist við Finna. En Rússar hpfðu eigi að síður rjett og skyldu til þess, að gera ráðstaf- anir til að auka öryggi sitt í Finska- flóa og á landamærum Finnlands næst Leningrad. Eigi kvað Molotov Rússa ætla að taka Viborg nje Álandseyjar og eigi heldur að beita þvingun við Svíþjóð eða Noreg. í fyrstu hefðu Rússar stungið upp á því við Finna að gera gagnkvæman r)EGAR Evrópa var komin i bál, haustið 1939 og herir Þjóðverja og Rússa höfðu tekist í hendur yfir lík hins pólska ríkis, fóru Rússar smátt og smátt að gerast ágengir við Eystrasaltsríkin, sem stofnuð höfðu verið upp úr síðustu lieimsstyrjöld. Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkj- anna voru kallaðir til Moskva hver eftir annan og eftir nokkra vafn- inga, sem ekki gátu heitið samn- ingar, urðu þeir við óskum Rússa um liermálasamband, og leyfðu þeim að hafa flotastöðvar og setulið i löndunum. Þegar Rússar höfðu „afgreitt“ Lettland og Estland á þennan hátt, en áður en samningurinn við Lith- auen var undirritaður, tilkynti fínska stjórnin liinn 7. okt. að Finn- ar hefðu fengið tilmæli um, að senda samningafulltrúa til Moskva. Þegar Rússar höfðu borið fram „óskir“ sínar við Estland, Lettland og Lithauen, var það látið i veðri vaka, að i þessum löndum væri rússnesk minnihlutaþjóðarbrot, sem ættu kröfu til meiri sjálfsákvörðun- ar en þau hefðu haft. Þetta var sama grammófónplatan, sem Ilitler hafði leikið. En livað Finnland snerti þá var þar ekki um neinn rússneskan minnihluta að ræða, heldur aðeins um litið brot, sem að- Franskar hjúkrunarkonur uið bifreiðar sínar, sem gefnar vora finska Rauðakrossinum af Frökkum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.