Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1941, Qupperneq 5

Fálkinn - 05.12.1941, Qupperneq 5
F A L K I N N 5 '\'J '< ;ý.>X;X«; ■ • V wwwjpw iMMSiliKBÍ m ÍlÍsSiPl Xty >' iÍÍÍ+'vVi/ lofti. Klukkan 7 um morguninn rjeðst landher inn í Finnland frá Kyrjálaeiði og Fiskinesi. Herskip þeirra skutu á bæ við Finskaflóa og tóku smáeyjar innarlega í flóanum. Og á 9. tímanum kemur torfa af flugvjelum yfir Helsinki og lætur sprengjum rigna niður. íkveikju- sprengjum rignir yfir Viborg og Hangö og hafnarþorpið Liinahamari í Petsamo. Flugvjelar gera árásir á Imatra, en þaðan fær mesturhluti heimila í Suður-Finnlandi rafmagn, Finska stjórnin skipaði Mannerheim marskálk æðsta herstjóra. Hann hafði numið hernað í Rússlandi og tekið þátt i japanska stríðinu 1905 og heimsstyrjöldinni og haft stjórn hvítliða í sjálfstæðisbaráttu og borg- arastyrjöld Finna 1918. Eftir sigur- inn þar sagði Mannerheim af sjer út af ósamlyndi við stjórnina, sem bonum þótti of þýsksinnuð, en þeg- ar Þjóðverjar gáfust upp um haust- ið fór sú stjórn frá og Mannerheim varð rikisstjóri vorið 1919 og undir- skrifaði stjórnarskrá Finnlands. En við forsetakosningarnar beið hann ósigur og gaf sig ekki að stjórnmál- um eflir það.------- Ýmsar athafnir Rússa undanfarin ár bentu á, að þeir vildu hafa sem sterkasta hernaðaraðstöðu gagnvart Finnum. Þeir juku liðsafnað við landamærin, bygðu stórar hafnir við Murmansk og Alexandrovsk á Kola- skaga og settu þar upp víggirtar flotastöðvar. Járnbrautin frá Lenin- grad til Murmansk var endurbygð og gerð tvispora og gengur fyrir rafmagni, og margir vegir voru lagð- ir frá járnbrautinni vestur að finsku landamærunum. Stalinskurðurinn var grafinn, svo að nú var fært fyrir alt' að 4000 smálesta skip frá Lenin- grad til Hvitahafs. Finnar höfðu engan vígbúnað fyr en á síðustu stundu, að þvi frá- teknu, að þeir höfðu gert virkjalinu á Kyrjálaeiði, þá sem kend er við Mannerheim. Stýrði belgiskur her- verkfræðingur verkinu og átti þvi að heita lokið þegar stríðið hófst. 1 fyrstu tefldu Rússar aðeins fram um 400.000 manna landlier. Finnar höfðu um 12 fylki (240.000 manns) Finskt varalið kemur á SaUa-vígstöÖvarnar, og aðeins 180—200 flugvjelar, en al' þeim var um fimti lilutinn af úreltri gerð. Gagnvart hinum stóra flug- flota Rússa var Finnum mikill bagi að flugvjelaleysinu. Hinsvegar höfðu þeir góð loft- varnavirki á ýmsum stöðum og fyrsta daginn skutu þeir niður 4 vjelar fyrir Rússum. 1. desember seg- ir stjórn Cajanders af sjer, þó liún fengi samdægurs traustsyfirlýsingu i þinginu, en Ryti jjjóðbankastjóri myndaði stjórn með Vaino Tanner sem utanríkisráðherra og Paasikivi varð einnig i stjórninni. Naut hún stuðning 190 þingmanna af 200 alls. Þrjár loftárásir voru gerðar á Helsinki þennan dag og alls fórust 85 tvo fyrstu dagana en 185 særð- ust. Hinsvegar mistu Rússar 18 flug- vjelar þessa daga, ennfremur einn tundurspilli, og herskipið „Kirov“ laskaðist mikið. Þennan dag heyrð- ist einnig getið um, að maður einn sem oft var nefndur næstu vilcurnar, þó að nú sje hann löngu fallinn í skugga fyrir nafninu QUisling, hefði myndað ,,þjóðstjórn“ í Terijoki, sem er smábær, skamt frá landamærun- um á Kyrjáiaeiði. Hann hafði verið í rauðu uppreisnarstjórninni í Finn- landi 1918 en hafst við i Rússlandi síðan. En enga áheyrn fjekk hann hjá landsmönnum sínum. Vigstöðvunum má skifta i j>rent. Syðst Kyrjálaeiði, milli Finskaflóa og Ladogavatns, næst svæðið sunn- an frá Ladoga til vatnsins Pielisjarvi og loks þriðja og lengsta svæðið, frá Pielisjarvi norður að íshafi. Alls var víglínan um 1400 kíló- metrar. Mikilvægast var Kyrjálaeiðið. Það er 50—100 km. breitt og landamærin eru þar ekki nema 30 krn. frá Len- ingrad. Mátti því gera ráð fyrir, að Rússar legðu mesta áherslu á sókn- ina þar og reyndu að ná samgöngu- leiðunuin til Helsinki á sitt vald og ná undir sig ríkasta og þjettbýlasta landshlutanum. Enda fór að lokum svo, að striðið endaði þar, jió að raunverulega gerðist meira á öðr- um vígstöðvum. Það yrði of langt að fara að rekja viðburði jiessarar einkennilegu styrj- aldar lið fyrir lið. En þess verður að minnast, að vörn Finna er eins- dæmi eigi aðeins i nútímasögu lield- ur þó miklu víðar væri leitað, og þó að friðarkostirnir yrðu harðir þá stóðu þeir uppi ósigraðir að leiks- Rússar urðu oft að skilja eftlr birgðir, sem komu Finnum að miklu gagni. Hjer sjást finskir raiiðakróss- menn með rússneskar birgðir.. „stuðnings-samning“ við þá, eins og við Eystrasaltsrikin. En Finnar hefðu talið, að þetta gæti ekki samrýmst hlutleysi landsins. Þessvegna hefðu Rússar fallið frá þessu og hefðu stungið upp á, að Finnar afhentu þeim nokkrar eyjar í Finskaflóa og að landamærin á Kyrjálaeiði yrðu flutt um 30 kílómetra norðvestur á hóginn. Ennfremur að Finnar seldu Rússum á leigu spildu við mynni Finskaflóa (Hangö), sem notuð yrði sem flotastöð og ætti að tryggja Rússum frjálsar siglingar um flóann, ásamt stöðinni, sem jieir höfðu áður fengið í Baltischport í Estlandi. Einuig mintist liann á, að Rússar vildu fá aftur þann hluta af Fiski- nesi, við Petsamo, sem þeir ljetu af hendi með Dorpatfriðarsamning- unum 1920. Tveimur dögum síðar birti ,Pravda‘ stórorða skammargrein um Finna og sakaði þá um að vilja knýja fram strið og líkti Erkko utanríkisráð- herra Finna við Beck utanrikisráð- herra í Póllandi, en hann liefði knúð Þjóðverja til ófriðar, sagði blaðið þá. Yfirleitt ljetu Rússar ekki sitt eftir liggja, að hafa frammi æsingar og heyja taugastríð, svo að mörgum þótti sýnt hvernig fara mundi. Finsku samningamennirnir voru i Moskva en fóru jiaðan 13. nóv. án þess að fengist hefði nokkur nýr samningsgrundvöllur en þvi var lýst yfir, að ekki hefði slitnað upp úr samningum heldur væri jjeim frest- að um sinn. Hinn 26. nóv. var til- kynt í Rússlandi að Finnar hefðu skotið af fallbyssum á rússneska landamæraverði. Þetta reyndist upp- spuni en nú komust svivirðingarn- ar um Finna i algleyming, í blöðum og útvarpi. Og 28. okt. lýsir Rússa- stjórn yfir því, að hún telji sig ó- bundna af griðasamningnum við Finna, því að þeir hafi þrásinnis brotið hann. Daginn eftir fer finski sendiherrann í Moskva á fund Mol- otovs með andmæli gegn þessari yfirlýsingu, en fær ekki áheyrn með þeim forsendum, að Rússland hafi á- kveðið að slita stjórnmálasambandi við Finnland. Þetta tilkynti Molotov í útvarpi sama dag. Fregnin vakti feikna gremju um allan lieim — nema í Þýskalandi. Þar var sagt, að „sóma sins vegna má stórveldi aldrei „víkja“ fyrir smáríki.“ -----------Og 30. nóvember láta Rússar vopnin tala. Þeir ráðast með her manns á 50 sinnum smærri þjóð en þeir eru sjálfir, á landi, sjó og i

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.