Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1941, Page 8

Fálkinn - 05.12.1941, Page 8
8 F Á L K I N N LYGARXNN ■ Það var óveður í aðsigi. Stórir, svartir skýjabólstrar liuldu liim- ininn. Akrarnir voru brúnir á lit og þjett þokuslæða umlukti fjölt- in. Fuglarnir leituðu skjóls i breiðrum sínum eða hjá runnun- um og-----------svo kom helli- rigniug. Jeg var einn af vesalings tauga- óstyrku Lundúnaborgarbúunum og var staddur í þessum afskekta landshluta, til þess að leita þar að frumlegum innblæstri. Jeg tók mjer göngu þennan morgunn og gekk til fjalla, í þeirri von að veðrið myndi ráðast betur en á horfðist. En nú var jeg hjer al- einn í rigningu og stormi, langt frá öllum mannabústöðum. í fjarska grilti jeg nokkur liús í þyrpingu, og þangað flýtti jeg mjer til þess að reyna að komast i skýli, áður en stormurinn kæm- ist í algleyming. Jeg komst heim að litlu húsi og hnipraði mig þar saman í skjóli. Þetta litla, fallega bús stóð í miðjum blómlegum aldingarði, það hefði áreiðanlega mátt nota það sem fyrirmynd í æfintýri. Jeg liafði staðið þarna nokk- ur augnablik, þegar burðin opn- aðist og ung og snotur þjónustu- stúlka kom út í dyrnar og bauð mjer inn. í forstofunni tók vin- gjarnleg, roskin kona á móti mjer. Hún bauð mjer að bíða inni bjá sjer þar til veðrinu slot- aði, og jeg tók boði hennar með þökkum. Jeg bjelt að henni þætti vænt um að fá einhvern til þess að tala við, en strax þegar jeg hafði tekið mjer sæti, kink- aði hún vingjarnlega kolli til min, fór út úr stofunni og jeg varð einn eftir. Það lá opin bók á borðinu; jeg tók liana í hönd mjer og leit á forsíðuna. Mjer til mikillar undrunar sá jeg að þetta var ein af siðustu skáldsögúm mínum. Það gladdi mig að sjá að verk mín voru einnig lesin lijer, í’ þessu afskekta þorpi. Jeg hafði ekki enn lagt bókina frá mjer þegar gaínla konan kom inn, og með henni var snolra stofustúlk- an hennar með tebakka í hönd- unum. „Þjer drekkið nú einn bolla af tei?“ sagði gamla kon- an vingjarnlega. Jeg þakkaði boð hennar, en þá kom hún auga á bókina í hendi minni. „Hafið þjer lesið hana?“ spurði hún. Jeg svaraði auðvitað játandi. „Hvernig finst yður hún?“ „Jeg er hræddur um, frú mín góð, að jeg geti ekki kveðið upp óvilhallan dóm um hana,“ svar- aði jeg brosandi. „Hafið þjer ef til vill sjerstakt álit á henni?“ spurði hún. Jeg ætlaði að segja henni nafn mitt, en forvitni mín á að heyra dóm hennar um bókina var vak- in, og jeg afneitaði sjálfum mjer. „Rithöfundurinn er vinur minn,“ svaraði jeg. Ilún brosti glaðlega. „Þá erum við ekki ókunnug,“ sagði hún. Jeg leit spyrjandi á hana. „Sonur minn hefir skrif- að þessa bók,“ sagði hún lireyk- in. „Sonur yðar?“ hrópaði jeg. „Já sonur minn! Alan Rupus er sonur minn.“ Hún talaði í á- kveðnum róm og traustið á syn- inum ljómaði af andlili hennar. Jeg horfði ráðþrota á hana. Ef Alan Rupus var sonur henn- ar, þá var liún móðir mín eða jeg var í rauninni ekki til. Móð- ir mín var hún áreiðanlega ekki, hún var dáin. Jeg hafði sjálfur staðið yfir moldum liennar. „En Alan Rupus er ekki skirn- arnafn hans,“ sagði hún eftir dá- litla þögn. „Það er dulnefni. Hans rjetta nafn er Gregory Pont .... En þjer vitið það auð- vitað, fyrst þjer þekkið hann.“ Jeg muldraði eitthvert óskilian- legt svar. Jeg hafði aldrei heyrt þetta nafn fyr en nú. „Fyrst þjer eruð vinur sonar mins, kannast jeg ef til vill við nafn yðar. Hvað heitið þjer?“ Nú varð jeg ráðlaus og hikaði við að svara. Gamla konan horfði á mig yf- ir gleraugun. „Ef til vill get jeg getið mjer þess til,“ sagði hún. „Reynið það!“ sagði jeg og reyndi að vera gamansamur. Hún virti mig rannsakandi fyrir sjer „Eruð þjer Joseph Travers?“ Jeg varð steinhissa. „Nei, en Joseph er vinur minn,“ svaraði jeg. Hún nefndi nokkur nöfn; nokkur þeirra kannaðist jeg við, en samt voru fleiri mjer alger- lega ókunnug. Jeg liristi altaf höfuðið og vonbrigðin voru auð- sæ á andliti konunnar. „Jeg er hræddur um að hann hafi aldrei nefnt yður,“ sagði Tiún þegar nafnalistinn var á enda. „En ef lil vill hefi jeg gleymt nafni yðar. Viljið þjer ekki segja mjer það?“ „Jeg heiti Fred Davies„‘ svar- aði jeg. Það var besta nafnið, sem mjer datt í bug í svipinn. „Fred Davies?“ endurtók liún. „Nei þetta nafn hefi jeg aldrei heyrt áður.“ „Það er einkennilegt. Jeg hefi þó mikinn áhuga fyrir syni yðar.“ „Það er einkennilegl að hann skuli aldrei hafa minst á yður,“ sagði liún liugsandi. „Já, það er einkennilegt,“ end- urtók jeg. „Hann er besti sonurinn í heimi,“ sagði hún glöð. „Það segja mæðurnar altaf,“ sagði jeg brosandi. „Jeg held þeim finnist það líka altaf,“ sagði liún og brosti, „en sonur minn —----------“ Hún lauk ekki við setninguna. „Haldið áfram, frú!“ sagði jeg. „Nei,. yður leiðist það.“ „Jeg er vinur hans.“ „Já, og vinir hans hljóta að þekkja hann rjett. Mennirnir eru samt einkennilegar verur, sem aldrei vilja viðurkenna hið góða í fari sinu, en halda því, sem miður fer, á lofti og stæra sig af göllum, sem þeir eiga ekki til....Sjáið nú, Davies; jeg er nærri því viss um að hann hefir ekki enn sagt yður frá því að hann eigi móður?“ „Nei, það hefir hann ekki gert,‘ sagði jeg í hugsunarleysi. IJún varð ákaflega sorgbitin. „Ef til vill liefir hann sagt mjer það, en jeg hefi þá gleymt því,“ sagði jeg til þess að bæta fyrir orð mín. Nú þegar hvarf skýið al' svip hennar, og hún brosti aftur. „Það er líklega venja hjá ung- um mönnum, að tala ekki um mæður síiiar við félaga sína .... Viljið þjer ekki segja mjer livernig framkoma lians er gagnvart vinum hans?“ „Hann er ágætur félagi,“ sagði jeg fálega; jeg var orðinn hálf- hræddur við þessar spurningar. „En viljið þjer nú ekki segja mjer eittlivað um hann?“ „Ó, það yrði aðeins endurtekn- ing á því, sem jeg liefi áður sagt; Hann er besti sonurinn í heim- inum.“ „En þjer ættuð samt að segja mjer eitthvað um hann?“ „Þjer freistið mín um of, þeg- ar þjer biðjið mig að tala um hann. Hann er einkabarn mitt. I hjarta mínu er aðeins rúm fyrir hann. Jeg hefi beðið fyrir bonum frá því liann var barn, og þjer getið auðvitað ekki gert yður i hugarlund, live hamingju- söm móðirin er, þegar bestu bænirnar hennar rætast á barn- inu hennar. Hann er fríður, gjörfilegur, gáfaður og góð- gjarn.“ Hún þagnaði. Jeg kinkaði upp- örfandi kolli og sagði lágt: „þessu trúi jeg vel.“ „Þegar Gregory var unglingur, dó maðurinn minn,“ hjelt hún áfram. „Hann var þá við nám í Oxford; gott uppeldi er það besta, sem hægt er að gefa börnum sínum, og þess hefir Gregory orðið aðnjótandi. Að loknu námi fór liann til London, til þess að byrja starf sitt á eigin spýlur, og jeg hafði bráðlega mikla ánægja af hon- um. Fyrst varð hann fyrir nokk- urri mótspyrnu, en von bráðar varð hann frægur og víðlesinn höfundur. Hann er ákaflega góð- ur við mig. Hann gaf mjer þetta bús og sendir mjer auk þess nokkra peningauppliæð mánað- arlega. í hverri viku fæ jeg brjef frá honum, stundum tvö, og jeg geymi þau vandlega. Jeg les ekkert nema þau og bækurnar hans.“ „Jeg lield líka að bækur hans sjeu eitt af því besta sem hægt er að lesa,“ sagði jeg ánægjulega, (það kemur svo sjaldan fyrir, að liægt sje að vera algerlega ó- feiminn og segja afdráttarlaust það, sem i huganum býr, og jeg naut þess að geta í þetta skifti sagt hreinskilnislega álit mitt á bókum mínum). Hún brosti vingjarnlega til mín í þakklætisskyni fyrir orð mín. „Það er ekki mjög langt sið- an hann heimsótti mig,“ bætti bún við, „en hann var þá mjög önnum kafinn, og liann var miklu þögulli og fálátari en áður fyr. Hann talaði lítið um sjálfan sig og verk sín. En ástúð lians við mig var óbreytt. Jeg bafði búist við að viðmót hans væri breytt, — liann væri orðinn kaldlyndur og stærilátur, en jeg komst að raun um að gæfan og frægðin liöfðu ekki liaft nein á- brif á blíða skaplyndið hans. Hann varð svo einkennilega feiminn í livert skifti sem jeg tal- aði um bækur bans, þó að hann væri löngu orðinn frægur fyrir ritstörf sín. Hann ætti skilið að fá viðurkenningu fvrir litillæti sitt .... Finst yður það ekki?“ „Ef liann er ekki verður þess, þá er það vegna þess að liann hefir ábata af því að draga sig í hlje,“ sagði jeg. Hún leit rannsakandi á mig, eins og hún hefði tekið eftir broddinum i orðum mínum. Svo sneri hún sjer að teborðinu. „Nú skulum við gera teinu dálítil sk.il,“ sagði hún um leið og liún settist við borðið og sómdi sjer þar með virðuleik ellinnar. Jeg settist gegnt henni og borfði á hana. „Finst yður hann vera líkur mjer?“ spurði hún. „Hver? Gregory?“ „Já.“ „Nei, það finst mjer ekki,“ svaraði jeg. „Það er ómögulegt!“ Hún var móðguð, næstum reið. Jeg fann að jeg var kominn í óþægilega klípu og reyndi að fela mig bak við tebollann, fyrir hinu rann- sakandi augnaráði hennar, og i lijerta mínu óskaði jeg þess lieitt og innilega að jeg hefði ekki rat- að i þetta æfintýr. Jeg sá vel að hjá henni var vöknuð tortryggni vegna hinnar óvissu framkomu minnar. Henni þótti áreiðanlega miður að hafa opinberað einka- mál sín fyrir algerlega ókunnug- um manni, sem hún sá að var alls ekki eins hrifinn af þess-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.