Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1941, Side 16

Fálkinn - 05.12.1941, Side 16
16 F Á L K I N N Ný bók eftir Þóri Bergsson Vegir og vegleysur Þefta er fyrsta stóra skáldsagan eftiK .þennan vinsæla höfund. Árið 1939 kom út eftir hann safn af smásögum, sem vöktu mjög mikla eftirtekt, og fengu einróma dóma gagnrýnenda. - Hjer er sýnishorn af ummælunum um bókin: Kristmann GirSmundsson, skáld, Vík- an 21./9. 1939: . . . „Ég held, að það sé óhætt að segja, að svona gott smá- sagnasafn komi hreint ekki út, nema einu sinni á aldarfjórðungi á Norður- löndum. I>etta er ein af þessum bók- um, sem maður les með vaxandi undr- un og: gleði, því hér fjr saman ág:æt tækni, óháð hugmyndaflug1, lifandi skáldgáfa og vandvirkni, en það er heldur sjaldgæft . . . I>6rir Bergsson er frumleg-ur, á þann hátt, sem hægt er að vera það. Frásögn hans er ávalt eðlileg" . . . Guðmundur G. Hagalfn, skáld, Skut- ull 12./2. 1940:....Við höfum, eftir lestur sagnanna eins og fengið ríkari tilfinningu fyrir hinum alvöruþrungna gamanleik tilverunnar — og sterkarí tilhneigingu til að skygnast um 1 hennar völundarhúsi. Stíll í>óris Bergs- sonar er mjög fágaður og við hann eitthvað seiðandi eins og efni sagn- anna og sjónarmiðin, sem þar er brugðið upp fyrir oss“ . . . Guðmundur Friðjónsson, skáld, Morgunblaðið, 14./9. 1939: . . . „Þórír Bergsson gengur upp á sinn sjónarhól, í líkinganna landi, og hefir ávalt frá því að segja, sem er athyglísvert. Og hann segir vel frá ætíð og stundum ás:ætlega“ . . . Guðbrnndur Jðnsson, pröfessor, VIs- ir 20./9. 1939: . . . „Manni dettur ósjálf- rátt I hug hollenski málarinn van Gogh við lestur bókarinnar . . . I>6rir Bergsson er ósvikinn listamaður, al- gerlega sjálfstæður í tiltektum, hár- viss í tækni, næmur í kend og fullur skilnings í huga . . . I>egar maður leggur frá sér þessa bók, gleðst maður yfir því loks að hafa getað lesið Is- lenskt listaverk, fínriðið víravirki stíls og hugsana . . .“ Ivnrl ísfeld, ritstjóri, Alþýðublaðið, 18./9. 1939: . . „Þórlr Bergsson virð- ist skrifa af innri þörf, hann virðist eiga í ríkum mæli þann lífstrega, sem öll sönn list er sprottin af“ . . . Árni Sigurðsson, prestur, Morgun- blaðið, sept. 1939: . . . „Um stíl og listform höf. vil ég sem leikmaður segja það, að ef listatökin eru I því fólgin, að halda athyglí lesandans fastri við efnið uns sögunni er lokið og vekja samúð hans með persónum sögunnar, þá er I>órir Bergsson ef- laust einn af vorum fáu listamönnum í smásagna gerð“ . . . Fálkinn, 22./9. 1939: . . . „í>6ri, Bergsson má tvlmælalaukt telja einna liðtækastan þeirra manna, er nú skrifa smásögur á íslenskt mál. Mörgum sög- um hans er þannig farið, að flestir munu lesa þær oftar en einu sinni, því að af þeim er einhver vinalegur, seið- þrunginn 'blær“ . . . Arngrímur Fr. Bjnmnson, rltstjórl, Vesturland, 7./10 1939: . . . „Þórir Begsson er tvímælalaust einn allra besti smásagnahöfundur, er nú ritar á íslenska tungu . . . bestu sögur hans mega setjast á bekk með perlum heimsbókmentanna I smásagnagerð“ . . Sveinn SigurSsson, ritstjóri, Eim- reiðin 1939, bls. 352: . . . „Venjulega nær frásögnin hámarki I einhverju óvæntu verki eða athöfn aðalpersón- anna og leysir þann hnút, sem allur aðdragandi hefir verið að reyra æ íastar og fastar, eftir því sem elfur atburðanna rann fram, jafnt og þétt. Annað einkenni á smásögum t>óris Bergssonar er hin íhugula, einstöku sinnum gletnislega, en þó miklu oftar þunglyndislega rýni hans í liuga og hjörtu fólksins, sem hann er að sýna okkur I sögum sínum. Fyrir þess,a rýni verða sögur hans að jafnaði meir en stundargaman. Þær sýna okk- ur sumar inn í völundar hús manns- sálarinnar og opinbera áður leynda hluti. í því er, meðal annars, falið bókmentalegt gildi þess, sem eftir P>óri Bergsson liggur“ . . . Ðr. Girðm. Flnnbogason, Skírnir 1940: „ . í þeim 22 sögum, sem hér birtast, er slegið á marga strengi, en hvort sem atvikin eru kýmileg, grátbrosleg, ömurleg, ægileg, viðkvæm eða trega- sár, þá fipast höfundinum aldrei tök- in. Yfir allri meðferð hans er hinn tigni bjarmi sannrar lístar og það er engin hætta á því að Þórir Bergsson fái ekki öruggan sess í íslenzkum bókmentum". Bókin kostar i skinnbandi kr. 15.00, i skinnlíki kr. 12.00 og heft kr. 9.00. Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.