Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1942, Page 2

Fálkinn - 22.05.1942, Page 2
2 F A L K I N N Lítið á þessar myndir. Þær sýna yður, að þér getið orðið aðnjótandi þeirra þæginda, sem rafmagn veit- ir, ef þér kaupið yður góða vind- rafstöð. Nú undanfarin ár hafa vind-raf- stöðvar náð mik- illi útbreiðslu í sveitahéruðuni Bandaríkjanna og Kanada og unnið sér vaxandi vin- sældir, og nú á síðari árum hafa vind-rafstöðVar verið settar upp hér á landi og gefið undraverð- an árangur. Virid-rafstöðvar þurfa umhyggju og hirðusemi eins og flestar aðrar véíar og umfram allt góða uppsetn ingu. Flest þau mistök, sem við þekkjum tií, að orðið hafa við rekstur vind-raf- stöðva, má rekja til uppsetningar- galla. Fáið nákvæmann Ieiðarvísi með stöðvunum og geymunum og ef þér farið eftir þeim, þá munuð þér fá góða end- ingu á stöð yðar. NEISON vind-rafstöðvarnar eru þær, sem bezt henta íslenzku veðurfari. Skrifið eftir upplýsingum. Einkaumboð fyrir fsiand: HEILDVERZLUNIN HEKLA Edinborgarhúsi (efstu hæð). — Reykjavík. - GAMLA BÍÓ - „ÓTEMJAN". Nú á tímum þykir það ekki nein- um tíðindum sæta, þó að kvikmynd sje tekin i „Teknicolor'* eða þess háttar. Litmyndin var gerð í upp- hafi til þess að vekja athygli á lag- legum stúlkum, en ekki mynduð- ust neinar skoðanir um, hvort þetta væri ljótara e'ða fallegra. Skoðanamunurinn um „ótemjuna“ verður ávalt annar. Hann verður sá, að fólkið spyr: er þetta satt, sem maður sjer, eða er það „lögn og forbandet dikt“ eins og Ibsen sagði í „Pjetri Gaut“ — er það: lygi og bansettur uppspuni. En þó er hjer ekki um að ræða neitt, sem heitir „lögn og forbandet dikt“, heldur um linitmiðaða ame- ríska kvikmynd, sem flytur með sjer þá kenning, að þekkja grein- armun góðs og ills, eins og Eva gamla átti að gera forðum, i stað þess að bíta í eplið af skilnings- trjenu. Aðalpeisónurnar í leiknum eru Patricia Morison, sem í leiknum heitir Alverna Easter, — Dr. Willi- am Crawford læknir og Akim Tam- iroff, sem ekki þarf að lýsa, vegna þess, að það þekkja hann allir, sem einn ágætasta leikara þessarar aldar. Myndin er tekin af leikstjóranum Paul Jones, fyrir Paramount. — í hvert einasta hlutverk hefir hann ráðið leikara, sem skila af sjer verk- inu, eins og best yrði á kosið. Þess- vegna er verulega gaman að horfa á þessa mynd. SVÍAR ERU Á VERÐI gegn njósnum og áróðri. Þó að Svíum hafi tekist að halda hlutleysi sínu hefir þeim ekki lán- ast að komast hjá tauga- og áróð- ursstriðinu, sem allstaðar gerir vart við sig, nje hjá njósnum um við- skiftamál og hernað. En sænsku yf- irvöldin hafa frá byrjun striðsins barist kappsamlega og með góðum árangri gegn öllum athöfnum af þessu tagi. Fólk hefir að staðaldi verið ámint um, að vera á verði gegn njósnum, flugufregnum og á- róðri og verið skýrt frá aðferðum skaðsemdarmannanna og tilgangi þeirra. í þessum tilgangi hefir not- ið hjálpar blaðanna, kvikmynda, útvarps og smárita. í haust var haf- in ný aðferð undir orðtakinu „Vertu hljóður" þar sem fólk er varað við því, að tala um alt sem snertir liernaðar- og viðskiftamálaviðbúnað landsins, og sýnt er fram á hættu þá, sem stafað getur af frjettaburði o. s. frv. Var þessi herferð hafin með stórauglýsingum í öllum blöð- um landsins og var þar birt ávarp frá forsætisráðherra Svía. Sviar hafa einnig gert ráðstafanir til þess að hnekkja erlendum undir- róðri. Lögreglan hefir fengið við- tækari völd en áður að þvi er snertir eftirlit með grunsömum út- lendingum, og hegning fyrir spell- virki og njósnir hefir verið þyngd stórum. Það verður sagt með sanni, að Sviar sjeu vel á verði gegn öllum verknaði, sem þjóðinni gæti orðið til skaðsemdar. Og yfirvöldin hafa aðstoðað þjóðina vel með tilraun- um sínum til þess að skerpa ár- vekni hennar. Þjóðin er jafn sain- mála um nauðsyn þessa eins og nokkurntíma fyr, og sannast þetta af því, að tilraunir útlendinga til þess að hafa áhrif á Svia, hafa borið næsta lítinn árangur. Vinnustúlkan (við rukkarann): Frú- in steingleymdi að fá mjer pening- ana til að borga reikninginn yðar með. Rukkarinn: — Hvernig vissuð þjer að hún gleymdi því? Vinnustúlkan: — Hún sagði það sjálf um leið og liún fór út. Frúin (við flakkarann): — Það hlýtur að vera siðspillandi æfi, að labba milli fólks og betla. Hafið þjer aldrei hugsað yður neitt betra? Flakkarinn: — Ójú, jeg hefi stund- um hugsað um, hvað það væri þægilegt fyrir mig að eiga bifreið. Héðinn Valdemarsson alþm. verður 50 ára 26. þ. m. Prófessorinn: — Góðan daginn, frú. Jeg var einmitt að tala við blessuð litlu börnin yðar rjett áðan. Frúin: — Blessaður verið þjer, nú skjátlast yður. Jeg á engin börn. Prófessorinn: — Þetta var merki- legt. (Hugsandi). — Eruð þjer nú alveg viss um það?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.