Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1942, Qupperneq 6

Fálkinn - 22.05.1942, Qupperneq 6
6 F Á L K I N N Litla sagan: Cliíford Binraan: REBOR W MÁM saman kom meSvitundin ^ upp úr draumhafinu. Það var svo grafhljótt í herbergiskytrunni, að honum fanst sjálf kyrðin eins og hávaði, er hann var að losa blund- inn. Eins og leiftur, brot úr sekúndu, sá hann sjálfan sig algerlega, og sannreyndi, að þetta var hann sjálf- ur. Og nú var skynjun hans komin í lag — hann var aftur Jensen skrifari hjá Kjarnfóðurfjelaginu. Hann lijet Jensen og gladdist því, að sunnudagur skyldi vera i dag. Lok langrar og leiðinlegrar starfsviku — eða inngangur nýs flokks af hversdögum, eftir því hvernig á það var litið. Jensen iitla langaði eiginlega mest til þess að sofa áfram, en jafnframt hafði liann það á tilfinningunni, að hann ætti ekki að sofna. — Ein- kennileg tilfinning! — Hann lædd- ist fram á gólfið berfættur og náði í dagblaðið. Nei, ekki um að villast — það var sunnudagur i dag. Þegar hann hafði nærri þvi lokið við að klæða sig gerði hann sjer ljóst hversvegna hann hafði haft beig af að sofa lengur. Hann hafði dreymt. Og ' þetta var kynlegur draumur. Þegar húsmóðir hans, frú Han- sen gamla, sem ættuð var úr sömu sveit og liann, kom inn með morg- unkaffið, gat hann ekki á sjer setið að segja henni upp alla söguna. Hún hafði vit á draumum og kunni að ráða þá. Aukaatriðin urðu ljósari og skýr- ari eftir því sem lengra leið á frá- sögnina. Þetta var kynlegur draum- url Hann byrjaði með því, að Jen- sen stóð fyrir framan fjærritara — áliald sem þeir nota til að símrita lrjettir á ritstjórnarstofur og víðar. Og liann las það sem skrifað var á pappírsræmuna. — Fyrst komu þessar venjulegu frjettir frá útlöndum, en svo sá jeg alt í einu nafn mín sjálfs. Jeg rak heidur en ekki upp stór augu. Hvernig var þetta nú, frú Hansen. Jú, nú man jeg það. Vjelin skrifaði: Unc/ur skrifari, Peter Jensen að nafni, sem starfaði hjá Kornfóð- urfjeaginu fórst af shjsi siðdegis í dag, skamt frá járnbrautarstöð, j>ar sem vegur lá gfir brautina. Hann var á reiðhjóli. Hann virtist vera að horfa á lest, sem stóð á stöðinni og gætti ekki að því, að hraðlest kom í fleggiferð að sunn- an. Hann beið bana samstundis. Frú Hansen komst í geðshrær- ingu. — Þetta er .fyrirboði, Pjetur litli. Jensen getur ekki hrist af sjer ömurleikann. Hann reynir að brosa en það tekst ekki. — En verst af öllu þótti mjer, að jeg upplifði þennan atburð svo í draumi á eftir, eins og jeg sæi það á kvikmynd! Jeg sá sjálfan mig koma þjótandi á reiðhjóli, eins og vitlausan mann, jeg sá lestina sem stóð kyr og jeg sá hina lestina sem rakst á mig. Já, jeg sá líka nafnið á brautarstöðinni. Við endann á stjett- inni, þar sem akvegurinn iiggur yfir brautina, var stórt spjald. Þar stóð með stórum stöfum: R E B 0 R. Frú Hansen hallar sjer kumpán- lega að litla Jensen. — Veistu það, Peter litli, að þegar þú fluttist hing- að til borgarinnar til að læra, þá lofaði jeg henni móður þinni að gæta þín vel. .Teg er ekki annað en gömul og lijátrúarfull kerlingar- skrafskjóða, en þetta er nú samt aðvörun handa þjer drengur minn. Þú ættir að forðast þessa brautar- stöð, kunningi. — Já, en það er engin stöð til, sem heitir þessu bjálfalega nafni! P^AGARNIR liðu. Gráir virkir dag- ar og rólegir sunnudagar. Smátt og smátt hvarf draumurinn nokkuð í hlje. Fjelagar Jensens höfðu skellihlegið að honum þegar hann sagði þeim drauminn, og kallað hann viðkvæman og móðursjúkan bjálfa og frú Hansen vitlausa spá- kerlingu. Nú var sumarleyfið i vændum, sem betur fór. Sumarleyfið — sam- feld perlufesti eintómra sunnudaga. Hánn ætlaði heim til bernskustöðva sinna á Vestur-Jótlandi. Og þar var enginn stöðvarbær til með j)essu vitíausa nafni, sem hann gat aldrei látið líða sjer úr minni. Frú Hansen fylgdi honum á járn- brautarstöðina. —■ Farðu nú varlega Pjetur litli! sagði hún kjökrandi — og heilsaðu hjartanlega heim. T^ERÐIN heim í Sumarleyfið var jafnan hátiðlegasti viðburður ársins í lifi Pjeturs. En í þetta skifti var eitthvað nýjabrum á ferð- inni. Honum fanst sem hann mundi gleyma draumnum og ná fullu jafn- vægi aftur meðan hann yrði lieima. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá draumnum þar. Það væri aðeins til þess að fólkið hans mundi fara að liorfa hvert á annað og hugsa til afa hans, sem lenti á geðveikrahæli. Eins og áður snerist alt heimilið um hann meðan hann var í leyfinu. Allir voru að spyrja hann um borg- ina miklu, Köbenhavn. Það var dálítið þreytandi til lengdar — og hann fjekk oft lánað reiðhjólið hans bróður síns og fór langar ferðir og naut útiverunnar. Hann varð rórri i þessum ferðum, því að þarna voru engar járnbrautastöðvar sem hjetu kynlega nafninu er hann hafði les- ið i drauminum ......... Jafnvel óendanleg röð af frídög- um tekur enda. Og á morgun átti hann að fara til Kaupmannaliafnar aftur. Þetta var ljómandi fallegur sunnu- dagur. Veðrið var svo yndislegl, að jafnvel hrjóstuga sveitin þarna i kring brosti. Hann liafði hjólað langt í dag — alla leið upp fyrir Tjære- borg, nágrannabæinn. Undarlegt nafn þetta — Tjæreborg. Það hafði lionum fundist í hvert sinn sem hann mintist nafnsins, síðan úr barnæsku. Jæja, það var víst mál til komið að halda lieimleiðis. Þeg- ar kæmi þarna að, þar sem vegur- inn lægi yfir járnbrautina, væru eittlivað 7—8 kílómetrar heim. Og ekki vtildi liann láta biða eftir sjer með matinn. Jæja, þarna stóð hún þá við járn- brautarstjettina gamla lestin, sem staðnæmdist á hverri einustu smá- stöð! Það var nægur tími til að komast yfir járnbrautarteinana. En svo mintist hann draumsins og steig af lijólinu. Ekki vert að freista ör- laganna, hugsaði hann og brosti . . Nú eru þeir vist að halda af stað þarna — þeir með vagnlestina .... Hann hrökk við. Hvað var nú þetta? Lítill svartur hvolpur liafði flækst út á teinana og lagst rjett fyrir framan lestina. Og eftir augna- blik færi hún á stað. Nú voru góð ráð dýr! Hann sest á hjólið aftur. Mark Twain: Guð hjálpar jieim sem... Einu sinni þegar William Swinton og jeg vorum fátækir ungir blaða- snápar . vorum við i hræðileguin peningavandræðum. Við urðum að verða okkur út um þrjá dollara þennan sama dag. Swinton var hinn rólegasti og lifði í þeirri trú, að guð mundi lijálpa okkur. En jeg fór inn í gisthúsanddyri og fór að brjóta heilann um fjáraflaplön. Þá kom einstaklega fallegur hundur til min og njeri trýninu upp að hnjenu á mjer. í sama bili gekk Miles hers- höfðingi framhjá og nam staðar til að klappa hundinum. „Þetta er Ijómandi fallegur hund- ur,“ sagði hann. „Viljið þjer selja hann?“ Jeg varð hrærður, þarna ætlaði spá Swintons að rætast á yfirnátt- úrlegan hátt. „Já,“ sagði jeg, „hann kostar þrjá dollara.“ Hersliöfðinginn varð hissa. „Það er lágt verð. Jeg væri til með að borga hundrað dollara fyrir hann. Hugsið þjer yður um.“ „Nei, þrjá dollara,“ sagði jeg á- kveðinn. Og svo fór hersliöfðinginn með hundinn, en jeg stóð eftir með þrjá dollara. Eftir fáeinar mínútur kom maður, ósköp alvarlegur á svipinn, og skim- aði kringum sig. Jeg spurði: „Eruð þjer að leita að liundi?“ Hann hýrnaði á svipinn. „Já, haf- ið þjer sjeð hann?“ „Já. Jeg hugsa að jeg geti fundið liann fyrir yður.“ Sjaldan liefi jeg sjeð þakklætið skina jafn eftirminnilega út úr mannsandliti. Jeg sagðist vona, að hann væri íus til að borga mjer þrjá dollara í fundarlaun. „Góðurinn minn, það er ekkert. Jeg slcal gjarnan borga yður tíu:“ „Nei, jeg vil ekki nema þrjá,“ sagði jeg og fór. Swinton hafði sagt að þetta væri uppliæðin, sem guð mundi hjálpa okkur um; það væri synd að biðja um meira. Jeg fór upp í herbergi hershöfðingjans og afsakaði mig, en sagðist iðrast eftir kaupin og verða að fá liundinn aftur. Jeg hefði selt hann í hugs- unarleysi. Svo fjekk jeg honum þrjá dollarana, sem liann hafði borgað mjer, og fór með hundinnn, og af- henti hann rjetta eigandanum. Svo fór jeg á burt með góða sam- visku og þóttist hafa breytt heiðar- lega. Jeg hefði aldrei liaft ánægju af þremur dollurunum, sem jeg seldi ‘hundinn fyrir, því að þeir voru ekki vel fengnir, en hinir þrír, sem jeg fjelck í fundarlaun, voru mín rjettileg eign. Því að maðurinn hefði aldrei fengið liundinn sinn aftur, ef jeg hefði ekki hjálpað hon- um til þess. Hann liringir bjöllunni ákaft og hvolpurinn flýr lafhræddur. Jæja, nú getur hann farið sjer hægara yfir teinana úr því að hvolpinum er bjargað. En um leið og liann fer yfir fyrra sporið verð- ur honum litið á spjaldið með stöðv- arnafninu, við stjettarendann — og hann einblínir á það, dauðskelk- aður. Regnið og vindurinn hefir máð úr nokkuð af bókstöfunum. Þarna stendur ekki Tjæreborg. En hann les greinilega: REBOR. í sama vetfangi hverfur hann undir hraðlestina, sem kemur þeys- andi að sunnan........ £ Drekkiö Egils-öl J Bókafregn. Magnús Gíslason: LJÓÐMÆLI. Fyrir tveimur mánuðum kom út ný Jjóðabók, sem tvímælalaust verð- ur vinsæl, ef það á annað borð er mögulegt þeim mönnum, sem eigi láta mikið yfir sjer en kjósa frekar að stilla hörpu sína á dýpri tóna, að ná áheyrn þess almennings, sem » nú venst hávaðanum. Magnús Gíslason skáld á þessa Ijóðabók. Hún er ekki stór að papp- , írsvöxtum, enda pappírinn livorki eins þykkur nje orðunuin dreift eins kyrfilega yfir hálftómar síður, eins og sumir gera nú. En hún lief- ir svo margt gott að geyma, að það er hvorki oflof eða gum, þótt sagt sje, að margir mundu lesa þessa bók sjer til liugarhægðar og lær- dóms. Hvað hið fyrra snertir, liugar- liægðina, þá skal það tekið fram, að öll ljóðin í bókinni, eru kveðin í þeim anda, sem hvetur til rólegr- ar athugunar á viðfangsefnum tíl- verunnar. Og þau eru ennfremur á fögru máli kveðin. Þau lýsa vand- virkni höfundarins, ást hans á við- fangsefnunum. Og livað hið síðara snertir: Hjer er enginn grunnristur maður á ferð- inni. Hjer er skáld, sem ber virð- ingu fyrir því, sem skáldskapur er, bæði í hugsurí og formi. Ilann gerir sjer far um að vanda málfar sitt, yrkja Ijóst en þó um leið, að segja ekki jjann sannleika, sem áður liefir verið sagður. Margvíslegir strengir hljóma á hörpu lians, og enginn þeirra er hjáróma eða slitinn. Hann yrkir fögur kvæði um söguleg efni, eins og þar sem liann segir frá Helgu jarlsdóttur eftir fall Hólm- verja. Hann túlkar liugsanir henn- ar, en á öðrum þræði er næmleiki hans fyrir því, sem augað sjer í fegurð íslenskrar náttúru, svo glöggt, að þetta tvent rennur saman í list- ræna heild, sem hrifur þvi meir, sem liún á ættir að rekja til mann- legrar hugsunar og til íslenskra lita og lína. Það væri freistandi að skrifa lengra mál um þessa bók, en hjer verður liægt að gera. En þó skal birt hjer ein af stökunum í ljóða- bók þessari, af þvi að hún er til- einkuð árstíð þeirri, sem forsjónin hefir sent islenskri þjóð til áminn- ingar í svartsýninu, og gert liana svo fagra sem nokkurt vor getur orðið. En staka Magnúsar um vorið er orkt áður en vorið 1942 varð til: „Geisla að veita, gefa yl, gleðja náttúruna, væri ekki vorið til væri lífið stuna.“ Magnús Gíslason er einn hinna hógværu, sem vinna dult en vinna vel. Ýmis erindi lians eru þó þegar fyrir tugum ára orðin þjóðkunn. Jeg er ekki viss um, livort allir vita nú, að eitt af þeim fögru ljóðum, sem flestir íslendingar kunna, er eftir Magnús Gíslason. Jeg á lijer við ljóðið um Nótt, sem að sungið er í hverri bygð þessa lands, undir hinu undurfagra lagi Árna Thorsteinson: „Nú ríkir þögn í djúpum dal.“ Jeg hygg, að aldrei liafi neinn boðið „Góða nótt“ á okkar tungu með fegurri orðum. En í Ljómælun- um nýju sýnir skáldið það, að hann segir fleira með fallegum orðum og af djúpsæum skilningi. Þess- vegna fer sá milcils á mis, sem ekki les þessa bók. Höttur.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.