Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1942, Side 15

Fálkinn - 22.05.1942, Side 15
FÁLKINN 15 Inga Laxness sem Leasa Lend og Lárus Ingólfsson sem pótentátinn Banga-Danga. eiga þær sjálfir, en sneytt fram hjá græsku og klúryrðum. Þættirnir eru fjórir og fer sá fyrsti fram hjá KvíSboða Kvalar (Alfred Andrjessyni) í fornsölu hans, sem ber nafniS „Kem strax“. Annar þáttur fer fram á Lækjar- torgi, fyrir neðan „Hvita húsið“ þar sem „gerðardómurinn er brugg- aður“. Þriðji þátturinn fer fram á Hótel X, sem rjettu nafni heitir „Gullna portið“, , en sá fjórði í Kronhúsa-nýlendunni. Hlutverkin eru 22 en leikendur nokkru færri, því að sumir fara með fleiri en eitt. Þar eru af karl- mönnum, auk Alfreds, sem ber hita og jmnga dagsins og svngur fjölda af smellnum vísum, Gunnar Bjarna- son, öðru nafni Adam Rottulord, Jón Aðils, sem heitir Hái-Þór, Vilh. Norðfjörð, sem ýmist birtist sem Brassó Nuggettisti eða Salti-Pjetur hótelvörður á „Gullna portinu“, Lárus Ingólfsson, sem er þrígildur og endar sem „maðurinn hennar Jónínu", Hermann Guðmundsson lieitir Roger Sailor, Gunnar Stefáns- son (Peðlingur lögregluþjónn) og loks Jón Eyjólfsson, sem Krúsi bil- stjóri og hirðstjóri. En kvenfólkið er: Eva, bitri helm- ingur Rottulords = Emilía Jónas- dóttir, Alda Möller, afkvæmi áður- nefndrar, Helga Kalman = Höfða- borga leigjönd, Inga Þórðardóttir og Sigríður Árnadóttir heita Sjan- sína og Bransína og eru kallaðar jitterbuggur, en það er útlenska og þýðir eitthvað skrítið, Inga Laxness lieitir ýmist Leasa Lend eða Hong- kong-Lizzie og Auróra Halldórs- dóttir er þingeysk huldukona og heitir Eygló Grænlauks. Hinsvegar segir prógrammið ekkert um, hver leiki hana Gróu, þá ágætu konu, en það munu ýmsir komast að raun um, þegar þeir koma í leikhúsið. Þarna er sandur af vísum, bæði vel og illa kveðnum, svo að senni- legt er, að hagyrðingar eigi þær fyrnefndu en listamenn þær síðar- nefndu. Vísurnar um fornar ástir mundu teljast til gimsteinanna i bókmentum íslands væru þær prent- aðar í Eddu Þorbergs. Og Bjarni Böðvarsson stýrir hljómsveitinni, svo að ekki er hætta á að söngvararnir á sviðinu fari út af laginu. 17. MAf. Frh. af bls. 3. sem þeim þykir gaman að, sem ekki og á eftir hljómlist eftir Grieg. Kl. 8.20 söng Einar Markan mörg norsk lög, flest eftir Grieg, með undirleik Páls ísólfssonar. Þá flutti Thorolf Smidt ágætt og þróttmikið erindi um Noreg, en Tómas Guðmunds- son las upp nýtt kvæði: „Dagur Noregs“, sem tvímælalaust er með bestu kvæðum, sem lengi hafa ver- ið ort á íslensku. Magnús Ásgeirs- son las upp þýðingu sína á kvæði Nordal Griegs „Brjefið heim“. Og Friid sendifulltrúi ávarpaði lilust- endur og las tvö af hinum svo- nefndu striðskvæðum, sem orðið hafa til í Noregi siðustu árin, og epginn veit höfund að, aúk kvæðis eftir Hermann Wildemwey. August Esmarck sendiherra tók á móti gestum á lieimili sínu síð- ari hluta dags, og meðal þeirra var nefnd frá Sambandi ísl. kennara, er flutti sendiherranum ávarp til stjettarbræðranna í Noregi. Var mannmargt á heimili sendiherra- lijónanna. Loks höfðu norskir hermenn og fleiri skemtun í nýjum samkomu- stað, er þeir hafa eignast innarlega við Hverfisgölu. Var þar húsfyllir og urðu margir frá að hverfa. Yfirleitt gekk dagurinn mjög að óskum. Merkjasalan tókst svo vel, að hún hefir svo vitað sje aldrei orðið meiri hjer á landi. Seldust hjer í bænum merki fyrir 22.400 kr„ en ekki hefir fengist vitneskja enn um árangur merkjasölunnar úti á landi. — Söfnunarlistar liggja frammi hjer í Reykjavík á blaðaaf- greiðslum og í bókabúðum og svo mun vera í kaupstöðum úti um land, en i sveitunum hafa prestarnir ver- ið beðnir um að veita fjársöfnun- inni forstöðu. Halldór Stefánsson forstjóri verðar 65 ára 26. þ. m. Svefnpokar Vattteppi p. TJÖLD 0G SÓLSKÝLI — Fyrirliggjandi fjöldi tegunda og margar stærðir. — Saumum einnig allar stærðir og gerðir, eftir því sem um er beðið. F YRIRLIGG J ANDI: Ferðafatnaður Madressur Sportfatnaður Ullarteppi Bakpokar Allar tjaldaviðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. GEY8IR n. VEIÐARFÆRAVERZLUN. Ávalt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af karlmannal drengja kápu dragta EFNUM Gefjun - Iðunn Aðalstræti Reykjavík GASGRÍMAN er ekki nýtisku uppgötvun. Árið 1825 veitti konunglega listafjelagið silfur-heiðurspening manni nokkr- um, að nafni John Roberts frá St. Helens i Lancashire, Englandi, fyr- ir útbúnað til þess að geta dregið andann í reyk og kæfilofti. Þessi út- búnaður Roberts var leðurgrima með gleri fyrir augunum. Var grím- an höttur einn, sem náði yfir höfuð- ið alt og niður á herðar, og var fóðraður að innan með bórnull, en um hálsin var ól, sem herða mátti að með, svo að ekki kæmist loft um hálsmálið. Við nasirnar var op með hreyfanlegri loku og málm- gormum innan við lokuna, sem gekk gegnum oípu. í pipuendanum var ull, sem skyldi sija eitrið eða reyk- inn úr loftjnu, sem maðurinn and- aði að sjer. í trúlofunarstandinu. Faðirinn (við dóttur sína): — Af hverju stendurðu þarna fyrir utan dyr? Dóttirin: — Jeg er að horfa á tunglið — það er svo fallegt. Faðirinn: — Viltu ekki segja tunglinu, að það skuli fara lieim að hátta. Klukkan er orðin yfir tólf.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.