Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1942, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.07.1942, Blaðsíða 11
Vigfús (íRðmnndsson: Bú tveggja prófasta í Odda. Frh. af bls. 6. þóttust áheyrendur eiga útistand- andi við liann, svo að ekki var viðlit að láta hljómsveitina byrja. Var þá ekki annað sýnt, en að leilc- urinh þetta kvöld yrði að farast fyrir. ;En ])á tóku sig til nokkr- ir menn i hljómsveitinni, sem kunnugir voru Toscanini, vissu um frábæra hæfileika hans og grun- aði, að í honum byggi meira en i ljós vár komið, — o« skipuðu honum með þarðri hendi, — hin- um leimna og óframfærna unglingi, — að fara upp á „stjórnpallinn“. hað slumaði í áheyrendunum, þeg- ar þeir sáu hinn unga mann í þess- um vanda. Menn setti hljóða, hljóm- leikarnir byrjuðu, og leiknum lauk svo, að alt ætlaði um koll að keyra af fagnaðarlátum. Það vildi svo til, að Toscanini kunni handritið utan að. Bendir j)að til þess, að hann hafi í kyrþey verið búinn að afla sjer meiri fróðleiks, en nokkur hal'ði hugmynd um. Hann stjórnaði hljómsveitinni hiklaust, eins og hann væri því starfi þaulvanur og liefði sjersta klega æft Aidu með lienni vandlega. Og þetta kvöld kom þegar i ljós sá dásamlegi hæfileiki, sem Toscanini er sjerstaklega ann- álaður fyrir: að magna hæði hljóm- sveit og söngvara og ná hvorutveggja algerlega og sem næst viljalanst und- ir sitt váíd og vilja. Það er skemst frá þvi að segja, að liann varð þarna frægur maður á einni svipan, því að þetta afrek spurðist víða. Og eftir þetta rifust leikhússtiórarnir um hann. Árið 1898 rjeðist hann sem aðal-hljóm- sveitarstjóri Scala-leikhússins í Mil- ano, en 1907 klófesti Metropólitan- söngleikhúsið 1 Ne-w York hann og gegndi hann þar hljómsveitarstjóra- starfi til ársins 1915, er hann sagði upp samningnum. Er Toscanini tal- inn langsamlega merkastur hinna itölsku hljómsveitarstjóra og er liyltur hvar sem hann kemur fram. En siðan liann hælti störfum við Metropólítan leikhúsið hefir hann svo sem ekki legið á liði sínu, heldur hefir hann farið viða og afrekað miklu, og eru mörg afrek hans næsta ótrúleg. T. d. var l>að eitl sinn, að sýna átti nýjan söng- leik í Genúa, en hljómsveitarstjór- inn varð veikur sköminu áður en sýningar skyldu hefjast, og var |)á mikið í luifi. Síinað var þá til Toscanini og hann beðinn að bjarga málinu. Ifann brást vel við, kom til Genúa og hafði sólarhring til undirbúnings, eða til að kynna sjer handritið að söngleiknum, sem hann hafði aldrei sjeð fyrri. Og hann bjargaði leiknum með prýði. Ýms inerk tónverk, sem ekki voru áður kunn á Ítalíu, kynti Toscanini landsmönnum sínum, svo sem „Gött- erdammerung“ Wagners, „Te Deum“ og „Stabat Mater" Verdis, og ótal söngleiki, og þar á meðal „Bohéme“ og „Turandot" Puccinis o. s. frv. Arið 1922 gerðist Toscanini hljómsveitarstjóri Scala-leikliússins i annað sinn, en það var þá ný- endurreist, og varð vegur þess mun meiri en annars liefði orðið, fyrir það að njóla hins fræga afburða- manns. Það er sagt um Toscanini, að honum hafi cngin takmörk verið sett um skilning og túlkun tónsiníða. Hann var jafnvígur á alt og gat túlkað alt, hversu sundurleit og ó- lík sem viðfangsefnin voru. Þýska tónlist var honum jafn auðvelt að túlka eins og honum var eðlilegl að skila tónsmíðum Verdis og De- bussys á þann hátt, að fáir eða engir hljómsveitarstjórar liafa þar betur eða jafnvel gert. En liann er harður i liorn að taka og slær aldrei af kröfum, sem liann álítur með sjálfum sjer sjálfsagðar. Hann er eftirgangssamur við hljóm- sveitirnar og vandlátur með af- Ágrip 1. Gísli Snorrason var prófastur í Odda 33 ár, dó 1780, 62 ára að aldri. — Snorri faðir Gísla var son- ur Jóns, er var bróðir Árna próf- essors og skjalavarðar Magnússonar. Gísli próf. var tvíkvæntur, en átti þó ekki nema 1 son er upp komst. Vitneskjan uin það sem lijer verður drepið á úr búi próf., er frá því uin andlál (síðla árs 1771) fyrri konu hans, Margrjetar Jónsdóttur próf. í Stafholti Jónssonar. Búið var skrifað upp og virt uin 11. janúar 1772. Af börnum þeirra var þá ekki á lifi nema Guðmundur, er siðar var nefndur A'uh'. — Faðir hans spilti honuin svo í æsku, að hann varð ómenni og auðnuleysingi, vegna dálætis og hjegómaskapar"). Bú próf. var ekki svo verðmætt i heild sinni, að vegna þess eins væri það annálsvert, nema þá lielst að þvi leyti, hvað 1 óforsjáll sonur getur sóað miklum arfi. Búpeningur, matarforði, búshlutir og aðrar brýn- ustu nauðsynjar, voru ekki meiri en á meiriháttar bændabýlum, um það bil. Fasteignir voru ekki lield- ur nema þessar fáu jarðir: Hvainm- ur i Holtum 10 hundr., landskuld 80 álnir og 2 kr„ virtur 10 hundruð, i Vatnsdal og Vd.koti, virt 13% hundruð og eftirstöðvar andvirðis Narfeyrar, 60 rd„ virtir 15 hundruð. En samt er tvent fágætt á prests- setri, á þeim tíma, margar bækur og mikiff smiðað silfur. Hæfði þetta nú að visu höfðingjanum — sem vafalaust hefir vitað liver hann var —, því liann hafði verið stiftprófast- ur og gengt að nokkru biskupsem- bætti 1 ár (um 1753) milli biskup- anna Ólafs og Finns. Og siðar próf. (1775—78). i Við uppskriftina var þáverandi prófastur Sigurður Jónsson, Holti og prestar. Búið alt, að frádregnum skuldum virtu þeir 1 hundráð hundraða 70 hundruð og 3 álnir. Nú býst jeg við að ungu fólki sje ekki vel ljóst, hversu mikið verðgildi felst i hundraði hundraða, eða jafnvel i alin. Skal jeg því skjóta hjer inn í ofurlítilli, einfaldri út- skýringu á þessu. í fornöld og all ’) Nánar um þá feðga má sjá í Sögu Oddast. 87 og Blöndu II. 373 83. Guðm. var kendur við Kalastaði, af þvi að hann bjó þar nokkur ár. Hann „komst ekki fram með lær- dóminn“, lenti síðustu árin á flæk- ingi milli l'rændfólks, þá eignalaus. Dó 1836, 77 ára. Um hjegómlegt dá- læti og smjaður próf. við son sinn í æsku, var þetta kveðið — svo sem grafskrift. Hjer er til hvíldar færður, heiðraður fyr en komst á legg: biskup, lögmaður, lærður, landphysicus þá gekk með vegg, barón á barndómsskeiði, burt reisti um lönd og geim, kauphöndlan kænn við þreyði, kannaði víðan lieim. kom frá útlöndum aftur, alla við skilinn prakt, . spjeskorinn kampakjaftur kokkur á fiskijakt. brigðum. Það er ekki lengra síðan en i janúar s.l. að Toscanini stjórnaði hljómleikum í Nevv York, þar sein flutt var liið mikla og glóðþrungna verk Beethovens, Symfónía Eroica, — og var hún tekin upp á plötur um leið. fram á síðustu aldir var verðgildi jarða, búpenings, matvöru, vaðmála og hvers annars er vera vildi, talið í fiskum, álnum og hundruðum eða einhverju öðru en peningum. Pen- ingar voru þá hæði fágætir og í ufar háu gengi á Norðurlöndum, allra helst hjer á landi á einokunar öldum (17. og 18. öld). Fiskur, var hertur þorskur ekki minni en 2 pund að þyngd. Alin af tvíbreiðu, algengu vaðmáli, jafngilti 2 fisk- um. Himdrað, var 120 álnir. Forna íslendska alinin var að lengd (og nafni) miðuð við framliandlegg meðal karlmanns, frá alnboga fram á fingurgóm, og telst tæplega % inetri (um 49 sm.) að lengd. Verð hverskonar vöru sem vera skal, er auðvilað mjög mismunandi og breytilegt á öllum öldum, eftir ár- ferði, ófriði og frjálsri sölu eða einokun og „skiplagningu“, og mörgum öðrum ástæðum. Hjer á landi hefir borið mest á gengislækkun peninga síðan skipt var um mynt, 1 rd. (rikisdalur) fyrir 2 kr„ árið 1874. Og þó allra mest á þessari öld, verðlækkun pen- ingaseðlanna. En eitt viturlegasta ákvæði i is- lenskri löggjöf lielst enn óbreytt hjer frá fornöld, í verðlagsskrám sýslanna, að telja unga lcú og tima- bæra: 1 hudr., og fullgilda á með lambi og í ull á vori: 20 álnir (og 6 ær 1 hundrað). Eftir þennan útúrdúr er nú ekki úr vegi að átta sig á því, livers virði búið i Odda var þá að pen- ingatali og hvers virði það væri nú. Búið var = 190 hundruð (3 áln. slept), og hundr. þá jafngilti 4 rd. (60 rd. = 15\ hundruð),' og búið alt 760 rd. . Líti maður nú í verðlagsskrá Rangárvallasýslu 1940—41, sjest það, að 1 hundrað (kýrverð tekið hjer), er i staðinn fyrir 4 rd. orð- ið 248 kr. 18 a. Og eftir þeim reikn- ingi verður bú Gísla próf. 47.154 kr. Silfur búsins var þannig virt: Hvitt silfur 17 hundruð og gylt silf- ur 26 hundruð 25 álnir = 43 hundruð 25 álnir. Er það rnikið jarðarverð, þá við 173 rd„ en nú 10733 kr. 78 a. eftir sama mæli- kvarða. Virðingin á bókum búsins verður ekki reiknuð lijer, en þær voru að tölu yfir 150. Meiri hlutinn útlendar bækur, og mikið af guðs- orðabókum. En af íslenskum bók- um sögulegs efnis, var ekki nema Landnáma, Edda og 4 íslendinga- sögur ónafngreindar. —- Enda var þá skamt á veg komin prentun þeirra lijer á landi. II. Gísli próf. Thorarensen, sonur Þórarins sýslumanns á Grund í Eyjafirði Jónssonar, og átti rætur að rekja til flestra göfugustu ætta á landi voru. Gísli var 23 ár prestur og 14 ár prófastur í Odda, dó þar 13. júni 1807, 49% árs að aldri. Ilann var glæsimenni og hjeraðshöfðingi, auð- ugur af fjármunum, skartmaður og sællifur, en þó nokkuð aðsjáll og skaraði síður fram úr að gáfum og lærdómi*). Mest af auði sínum hlaut sjera Gísli með konu sinni, Jórunni Sig- urðárdóttur landsskrifara Sigurðs- sonar, með því að hann var einn af mestu jarðeignamönnum lands- ins á hans dögum (d. 1780). Jór- unn var áður gift Einari (eldra) Brynjólfssyni sýslum. i Árnessýslu, er dó hálf fertugur 1771. — Þau voru barnlaus. Dánarbú Gísla próf. var ekki lek- ið til skifta fyr en að ári liðnu, 18. júní 1808. Erfingjar eru þá: Ekkjan Jórunn Sigurðardóttir og börn þeirra tvö: Sigurður Tlior. prestur að Hvoli og Hraungerði síðar (d. 1865), og Sigriður, kona ísleifs yf- irdómara Einarssonar á Brekku á Álftanesi. Búið var mikið og auðugt af alls- konar efnum. Var þó enn stærra áður. Hafði próf. þegar best ljet 20 kýr á búi, og l)ar með 7 vinnumenn og 9 vinnukonur. Ljet og reka út- gerð á tveimur 8æringum. .Meðal þess er koin til skifta voru 12 kýr (virtar 10—16 rd„ verðið byrjað að hækka vegna stríðsins), 22 hross (2—13 rd.), 96 ær (2 rd.), 23 sauðir og 80 lömb. Ekki komu fram i peningum nema 42 rd„ en mikið að öðru leyti af smiðuðu silfri, þ. á. m. könnur tvær, 18. skeiðar og um 100 hlutir aðrir. Silfrið var vegið og virt eftir gæð- um á 60 og 64 skildinga Ióðið (15,6 gr.). Lausafje það alt er kom til skifta var virt 2063 rd. 80 sk. Þar við bættist svo jarðeign búsins sem var engin óvera. Þykir mjer ómaks vert að taka hjer upp þá auðugu skrá ,alla. Og að bæta þar inn í (til fullnægjandi yfirlits) á milli sviga, þeim tölum er þar vanta um hundr- uð jarða m. m„ eftir þvi sem næst verður komist og sjá má i jarða- bókum. Þó einhverju ofurlitlu kynni að muna á hundr.tölu jarðanna, eða þó fremur á afgjaldi, þar sem áætla þarf, þá hefir það engin álirif á virðingarverð þeirra. Það er vafa- laust 6727 rd„ og að lausafjenu við- bættu: 2063 rd. 80 sk„ verður alt skuldlausa húið 8790 rd. 80 sk. Þá, eftir 36 ár, 1808, er kýrverðið orðið 16 rd„ ferfalt hærra en 1772, og hlutfallshækkun á öðru senni- lega nálægt þvi. (Bú Gísla Snorra- sonar þá orðið um 3040 rd.). Eftir sömu reglu og áður — með 16 rd. kýrverði i stað 4 rd. — gerði alt skuldlausa dánarbú Gisla próf. Tlior. með nútíma gengi 137,137 kr. Og jarðeignir hans, um 104,940 kr. — Sömu jarðirnar gerðu þó vafalaust margfalt hærri summu (t. d. Háeyri með öllum býlum, og Traðarliolt), vegna auk- innar ræktunar á öllum jörðunum yfirhöfuð. En við það má ekki miða. Þá liefi eg líka talið ómaksvert að taka lijer upp alla skrána um heimanmund frú Sigríðar „Einars- son“. Er liann svo sjerstakur að kvenskarti og nákvæmni í lýsing þess, að eg þekki engan hans líka. Gæti eg trúað að frúrnar sumar nú á dögum hcfðu gaman af að bera þetta saman við sinn heimanmund. Og gott þætti mjer, ef enginn findi þá neitt til öfundar. Ifinsvegar lýsir fátt betur óhófi, metnaðargirni og hjegómaskap þeirra, sem að þvi- líku unna mest. — Af því að: „Hold er mold, hverju sem það klæðist“. Og i „rjettlætis skrúða skartið hjer“, þarf áreiðanlegn ann- að efni og endingarbetra. *) Nánar um G. Th. má sjá af Æfisögu hans, eftir Svein Pálsson landlæknir, prentuð m. m. i Kmh. 1845, og ágrip i Sögu Oddast., bls. 95—98 og 241. — Auk Æfisögunn- ar liafa geymst munnmæli Sveins læknis (prentuð?), er lúta að áliti hans að gáfum prófasts, að efni lil á þessa leið: Þegar Sv. P. læknir skoðaði lík próf., varð lionum það á, að láta hatt sinn á fæturna á líkinu. Vigfús Tlior. sýslum. á Hlíð- arenda var þar viðstaddur i stof- unni. Hann varð styggur við og mælti: Vogarðu þjer að nota tærn- ar á bróður minum fyrir hattasnaga. Sv. P. svaraði: Ójá, það var nú svona, jeg lijelt altaf meira upp á fæturnar en höfuðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.