Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1942, Side 3

Fálkinn - 25.09.1942, Side 3
F Á L K I N N 3 Skradduraþankar. Hafi íslendingar ekki gert sjer það ljóst fyr, livað ringulreið er í fjárhags- og atvinnumálum, þá hljóta þeir að skilja það nú. Nú eða aldrei. Siðustu mánuðina og vikurnar berast svo að segja daglega sann- anir fyrir því, að svo mikið los er komið á efnaiiagslíf þjóðarinnar, að ekki má við una. Við stefnum með ógnahraða út i öngþveiti, sem eigi verður komist úr aftur nema fyrir kraftaverk. Og við virðumst una liessu vel. Forsjón okkar — þingið — unir því vel. Það sal tvo mán- uði yfir því, að gera sig að athlægi fyrir málefni, sem vel mátti bíða, en lireyfði hvorki hönd nje fót til l'ess, að sinna þeim málum, sem mest kölluðu að. Endanleg lausn sjálfstæðismálsins var, eins og stundum fyr notuð sem beita fyrir væntanlegar þingkosningar, og þegn- skapur flokkanna var enn sem fyr ekki meiri en svo, að meira var íjietið að skara eld að sinni köku, en að vinna að almenningsheill og þjóðarheill. En það er liart, að þurfa að horfa upp á það ár eftir ár, að skamm- sýnir stjórnmálamenn skreyti sig fjöðrum ættjarðarástarinnar um leið og þeir eru að stofna heill landsins í voða. 0;' það er liart, að „hátt- virtir“ kjósendur þessa lands, skuli vera svo skyni skroppnir, að þeir sendi ár eftir ár þá menn á þing, sem virðist skorta bæði vit og vilja til þess að vinna að framförum þjóðarinnar i fullri einlægni — und- irhyggjulaust og svikalaust. Það er hart, að verða þess var hjá öllum j)essum svokölluðu þingflokkum, að það sje flokkurinn, sem varðar mestu, en ættjörðin eigi að sitja á krókbekknum. Til þess var þjóð- stjórn sett í landinu, að 'hún ætti að sjá því farborða á alvarlegum tímum. En einmitt þegar vandræð- in uxu var stjórnarsamvinnunni slitið. Flokkarnir urðu að fá orðið. Okkur ber saman um, að ísland sje gott iand. Og það er sannanlegt að svo er. En samt hefir reynslan sýnt, að efnahagur þjóðarinnar er jafnan í voða — nema á óeðlilegum timum. Þá græða íslendingar —- og eyða. En kreppan á friðartímum — er hún ekki umliugsunarefni, eða ætti að vera það? Ef ísland er gott iand —■ hversvegna getum við þá ekki komist af á friðartímum? Er það ekki illu stjórnarfari að kenna, og er það ekki einstaklingnum að kenna? Ekki er það því að kenna, að of þjettbýlt sje orðið i strjálbýl- asta landi álfunnar. Nei, það er því að kenna, að við kunnum ekki að lifa. Hinn 1. október 1917 stofnuðu þeir Björgúlfur Stefánson og Theo- dór Bjarnar frá Rauðará skóversl- un hjer í Reykjavík, undir nafninu B. Stefánsson & Bjarnar. Þessi skó- verslun liefir dafnað vel og heldur nú 25 ára afmæli sitt næstkomandi fimtudag. Nafnið hefir hreyst í það sem fyrirsögnin segir til, l)ví að annar eigandinn gekk úr fimanu árið 1924, en að öðru leyti fylgir verslunin enn þeirri meginreglu, sem liún setti sjer í fyrstu: vand- aðar vörur, fjölbreyttar vörur, og áreiðanleiki i öllum skiftum. Verslunin hóf göngu sina á Lauga- vegi 17 og keyptu þeir stofnendur skóverslun Jóns Stefánssonar, er þar var fyrir. Þarna á Laugavegi 17 starfaði verslunin fyrstu fimm árin. En þá keyptu þeir eigendur liúsið á Laugavegi 22, ljetu breyta þvi mikið og fluttu verslunina þang- að árið 1922. Og er verslunin þar enn. Árið 1924 keypti Björgúlfur Stefánsson hlut Th. Bjarnar í fyrir- tækinu og varð einn eigandi þess upp frá því. Stjórnaði hann versl- Frh. á bls. /4. Frú Guðlauy Gísladóttir, Hring- br. /48, verður 50 ára 26. J). m. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga Icl. 10-12 og 1-0 Blaðið kemur út Iivern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/. Kathleen Long píanóleikari. Þórður Björnsson, Hverfisgötu í Hafnarf. varð 70 ára 21. þ. m. var orðinn pianósnillingur upp á sina vísu, jiegar hún var fimm ára gömul, og átta ára kom hún fyrst fram opinberlega á hljómleikum. En hún var samt ekki upp úr j)vi vaxin að læra meira. Og við með- fædda snilli liennar bættist síðan öll sú kunnátta, sem lærð verður af góðum kennurum. Nú kennir ungfrú Kathleen Loiig sjálf. Hún er kennari í píanóleik við frægasta tónlistarskóla Bret- Iands — Royal College of Music. Og hún er í hópi j)eirra ágætu full- trúa listarinnaar, sem Bretar þykj- ast geta falið það umboð, að fara til annara landa til þess að koma þar lram, sem fulltrúi ^enskrar listar. Ungfrú Kathleen Long er sem sje hingað komin fyrir milligöngu British Council og fulltrúa j)ess hjer á landi, dr. Cyril Jackson.---------- Mozart er uppálialds tónskáld ungfrú Long. Hún er fyrst og fremst Mozartspilari. En ekkert fallegt í ríki tónlistarinnar er henni óvið- komandi. Hin fjölbreytta leikskrá liennar í gærkvöldi sýnir það best. Og sjálf sýnir lnin l)að i leik sinum, hve snilligáfa og tækni fer vel sam- an. Það er viðburður í tónlistarlífi Reykjavíkur, að heyra hana og hennar líka. í kvöld kl. 1114 heldur ungfrú Long aðra liljómleika sína. Tíminn er dálítið óvenjulegur, en kvik- myndahúsin fást víst ekki á öðrum tíma. Listin verður að j)oka fyrir ljósmyndinni. f kvöld leikur ung- frú Long verk eftir Bacli, Brahms, Chopin, Schumann, Grieg, Debussy og fleiri frönsk tónskáld, auk tón- smiða eftir enska höfunda. Böðvar Jónsson fyrv. póstur, varð 90 ára 21. þ. m.j Sigríður Þórðardóttir, Bakkastiy 8, verður 80 ára 30. þ. m. Skóverzlun B. Stefánssonar tuttugn og timm ára. í gærkvöldi hjelt ungfrú Katlileen Long, liinn viðfrægi enski píanó- snillingur fyrstu hljómleika sína í Reykjavík, i Gamla Bió. Er j)að á vegum Tónlistafjelagsins, sem hún er komin hingað, og er það vel, að fjelaginu skuli hafa hepnast að fá hingað — yfir briin og boða hættu- svæðis styrjaldarinnar jafn áT gæta listakonu og hún er. Það er nær eingöngu gegnum hljóðritann, sem tónelskir íslendingar hafa haft tækifæri til að kynnast l)essari á- gætu listakonu. En, eins og allir vita, er það þó ákaflega mikill munur, að heyra tóna þá, sem hún slær á flygilinn, beina leið, en að heyra þá i „umsetningu“ grammófónskíf- unnar. Kathleen Long var í bernsku það, sem kallað er „undrabarn". Hún

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.