Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1942, Page 4

Fálkinn - 25.09.1942, Page 4
4 f ALKINN GENGIS KHAN - - MAÐURINN, SEM LAGÐI UNDIR SIG HEIMINN. Eftír Edwím Mialler T-v Ó að allar hernaðarsögur væru afmáðar úr verald- arsögunni . . . mundu hermenn samt eiga óþrjótandi námu til að afla sjer þekkingar úr, við- víkjandi því, hvernig á að skapa her .... ef aðeins væri eftir skilin bardagasaga Gengliis Kalins.“ Það er hinn frægi Dou- glas MaeArthur hershöfðingi, sem segir þessi orð. Og hann segir ennfremur. að hermaðurinn geti ekki lært starf sitt á reynslu sinni einni. Þó að vopnin breytist þá verður hann að leita aftur til fortíðarinnar til þess að kynnast hinum ó- umbreytanlega grundvelli hern- aðarlistarinnar. En hvergi kynn- ist Iiann þessu betur en af stríðsferli Mongólahöfðingjans — fyrir 700 árum. Genghis Khan lagði undir sig með vopnum stærsta ríki, sem nokkurntíma hcfir verið til í heiminum. Það náði frá Kvna- hafi vestur í Mið-Evrópu — yfir mest af þeirri veröld, sem þá hafði fundist og meira en hehning af íbúum hennar. Borg hans í Karakorum i miðri Mon- gólíu varð höfuðborg austur- landa og virtist ætla að gleypa öll ríki krisíninnar. Æfi Napoleons lauk með ó- sigri. Genghis Khan tapaði al- drei úrslitaorustú. Hann dó i elli á hátindi frægðar sinnar, meðan ríki hans var enn að þenjast út. Cæsar og Alexander mikli áttu fyrirrennurum sín- um mikið að þakka, því að þeir höfðu fullkomnað rómverska herinn og Makedóniufylking- arnar. En Mongólahöfðinginn kom sjer upp vígv.jel sinni sjálfur. Herir hans voru oftast nær miklu liðfærri en andstæðing- anna. Líklega hefir hann aldrei haft meira en 200.000 manns undir vopnum, en með jiessu litla liði molaði liann margra miljóna íbúa stórveldi. Ef til vill hefir hann verið afkasta- mesti hermaður veraldarsög- unnar. „Genghis Khan“ þýðir „Máttkasti stjórnandi“. Hann valdi sjer nafnið sjálfur, en áð- ur hafði hann heitið Temujin. Þegar Temujin var barn að aldri drápu fjendur föður hans hann á eitri. Þá var Temujin svo vel að sjer ger sem full- orðinn væri. Ilann gal verið á hestbaki allan daginn og skotið af boga, eins og þeir, sem afrendir þykja að kröft- um. Og hann átti mikið vilja- þrek. Hann ákvað að taka við stöðu föður síns, sem liöfð- ingi hins þrautseiga hirðingja- flokks, sem lifði við þröngan kost á hinum ófrjóu steppum á hálendi Asíu. En hirðingjarn- ir vildu hvorki heyra hann nje sjá, og hinir höfðingjarnir af- rjeðu, að koma þessum unga keppinaut sínum fyrir kattar- nef. Þeir hundeltu Temujin um steppurnar eins og hann væri veiðidýr, náðu honum og settu klafa á háls honum og revrðu úlfliði lians báða við klafann. En eina nóttina gat Temujin rotað varðmann sinn með klaf- anum og komst á flótta úr her- búðunum. Gat hann falið sig i læk og lá þar lengi, meðan ríð- andi leitarmenn þeystu um bakkana til að hafa hendur í hári hans. Loks sá hann sjer færi á að skríða upp úr lækn- um og rakst þá á veiðimann, og tókst að fá liann til að losa sig undan okinu. Þjóðsögur þær, sem segja frá æsku Temujins fjalla jafnan um sífelda flótta hans undan eftirleitum og svikráðum, þar sem aldrei var nema hársbreidd milli hans og dauðans. En Temu- jin var altaf jafn staðráðinn í því, að ná forustunni með þjóð sinni. Eitt sinn lá Temujin ósjálf- bjarga á beinfreðinni jörðinni, skamt frá herbúðum óvina sinna, með djúpt örvarsár á hálsinum. Fjelagi hans þerraði blóðið og óhreinindin úr sár- inu, fór úr yfirhöfn sinni og breiddi hana yfir Temujin, og skreið síðan inn í herbúðir fjandmannanna til þess að reyna að ná í mjólk handa hon- um — og kom honum að lok- um á óhultan stað. Og Temujin eignaðist fleiri hollvini. Menn föður hans fóru að hallast að honum á ný. Hann var orðinn höfðingi þeirra áður en hann náði tvít- ugu. Og nú fór hann að berjast og beita brögðum til þess, að fá aðra flokka í bandalag við sinn eigin. Hann hafði jafnan forustuna. Og það brást ekki, að liann drap hvern þann, sem reyndi að ráða einhverju líka. Jamuga hjet frændi hans einn. Á erfiðu árunum höfðu þeir legið undir sama feldinum, skift ruðunúm á milli sin og veitt hagamýs saman, þegar ekki var annars kostur til að sefa hung- ur sitt. En Jámuga ljet sjer ekki lynda, að vera undir aðra gefinn. IJann safnaði að sjer liði. Og svo lenti þeim Temujin saman í orustu. Hún fór svo að Jamuga stóð í böndum frammi fyrir sigurvegaranum. Og Te- mujin skipaði svo fyrir með lcöldu blóði, að Jamuga skyldi hengdur. Togrul er maður nefndur, sem hafði verið vinur föður Temujins og hjálpað piltinum eitt sinn er mikið lá við. En þeg- ar gamli foringinn gerðist ófús til að játast undir vald hins unga mans, ljet Temujin drepa liann. — Hinsvegar umbunaði hann ríkulega öllum þeim. sem gáfu sig honum á vald af frjáls- um vilja og vildu jijóna honum. r A RIN liðu. Hann gerði Kara- ■**■ korum — Svörtusandaborg — að höfuðsetri sínu, en þetta var tjaldborg er stóð við kaup- mannaleiðina miklu, austur til Kína., Temujin gerði kaup- mannalestunum aldrei öskunda; hann hafði hugsað þeim merki- legt hlutverk í framtíðaráætl- un sinni, Hann var jötun að búrðum, klæddist gæruskinnum og leðri, og göngulag hans bar það með sjer, að hann hafði alist upp á hestbaki. Andlit hans var með djúpum hrukkum og hörundið eins og eltiskinn, og að jafnaði strokið með feiti, til þess að verjast frosti og næðingi. Lik- legt má telja, að oft hafi ár lið- ið svo, að hann þvoði sjer ekki í framan. Ennið var kúpt og breitt á milli augnanna, undir miklum brúnum, var hann rauðeygður af moldviðrinu og augun lítil og hvöss. Hann tal- aði sjaldan og ljet jafnan bíða svars síns lengi. "EvEGAR Temujin var um fimt- -■■ ugt hafði honum tekjist að bræða saman þjóðflokka Mið- Asiu í samfelda heild, og sjálf- ur var liann einvaldi þessarar sámteypu. Nafn lians var orðið frægl um hirðingjasteppurnar. En jió var jiað svo, að ef óvinar- ör hefði liitt rjettan stað á brynju hans um þessar mundir, mundi veraldarsagan naumasl kannast við nafn hans. Ilann vann öll hin frægu stórvirki sín á síðustu sextán árum æfi sinn- ar. IJann hafði að vísu komið sjer upp her til þess að leggja undir sig heiminn. En nú fór liann að nota þennan her sinn. — I austri var Kina, elsta menningarríki heitnsins. Það skiftist jiá í tvö ríki, Kín og Sung. I vestri var Islam liinar einstöku þjóðir, sem höfðu vaxið upp af sigurvinningum hins mikla Múhameðs. Og enn vestar var Rússland, sem þá var ekki annað en þyrpifíg af smáríkjakrílum, og svo Mið-Ev- rópa: hræringur smærri og stærri ríkja. Fyrst rjeðst Khaninn á Kina. Hann braust austur yfir Múr- inn mikla og þusti með liði sínu yfir hin víðáttumiklu lönd Kina, eða norðurríkin. Höfuð- borgin, Jenking, var tekin, og keisarinn rekinn á flótta. Þarna varð alger tvístrun. Þremur árum síðar hjelt Genghis Khan liði sínu í vestur- átt. Og áður en nokkrir mánuð- ir voru liðnir af þeirri lierferð voru Mongólahersveitir Gengh- is Klians að ræna hina fögru horg Samarkand, og soldáninu flýði, eins og hann ætti lífið að leysa. Á næstu árum flæddu herir Genghis Khan suður yfir lág- lendi Indlands og Vestur-Asíu, og komust — um Rússlaml — vestur í Mið-Evrópu. Allstaðar sigruðu þeir. Ilversvegna? Genghis Klian átti óbugandi vilja, var ofsafenginn þrekmað- ur á líkama og sál og hinn jnesti grimdarsgggur. En af- rekagáfa hans vgr fólgin í öðru og meiru en þessu. Óvinir hans hafa geft sjer lýsingu á liern- aðarhekni hans og hvernig hún reyndist I franikyæmd. Qg sp lýsing er ráðning á hiiini jnikiú ráðgátu — hve sigursæll hann var, /^ENGIJIS KHAN var þvj ^ vaxinn að brjóta allar venjur í hernaði og nota alveg nýja tækni við þau viðfangs- efni, er hann vildi leysa. Hann gat valið sjer allar þær aðferð- ir, tækni og vopn, sem um gat verið að ræða, og steyþt þetta

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.