Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1942, Síða 5

Fálkinn - 25.09.1942, Síða 5
FÁLKINN o saman eins og honuin hæfði best í það skiftið. Hann varð fyrstur manna til þess að mynda þjóðfjelag i þeim eina tilgangi að nota það til hernaðar: fyrir 700 árum hafði liann nútíma lmgmynd um hvað „liið algera stríð“ væri. Hann hafði frábæran efnivið þar sem mongólski hesturinn og riddarinn var. Hesturinn var ódrepandi. Hann gat haldið á- fram þó að hann fengi ekki vatn neipa þriðja hvern dag. Og kviðfylli náði hann hvar sem var, hvort lieldur hann þurfti að krafsa snjó eða klaka, til þess að ná í sinuna. Riddar- inn gat setið á hestbaki nætur og daga, hann gat sofið i snjón- um, og bugaðist ekki þó hann fengi lítið að jeta eða ekkert, svo dögunum skifti. Hann var hardagamaður í eðli sínu alinn upp við ófrið og lærði að skjóta jafnóðum og hann lærði að tala. Genghis Khan sýndi skipu- lagsgáfu sína og nákvæmni i því, livernig hann útbjó herménn sína. Hertýgi Mongólanna voru úr hertum húðuni, og voru þau lakkborin að utan. Hver maður liafði tvo boga, annan til að nota á liestbaki og hinn notuðu þeir fótgangandi, og var haun nákvæmari. Hann hafði þrens- konar örvar, fyrir langt færi, miðlungsfæri og návígi. Þungii örvarnar með stáloddum, sem notaðar voru á stytstu færi, áttu að geta farið gegnum brynjur. Hver hermaður liafði í malnum þurkaðan mjólkur- ysting, nægði hálfpund af þess- um mat manninum í heils dags bardaga. Hann hafði boga- strehg til vara og vax og nál til viðgerða. Var þetta alt gevmt í skjóðu, sem hægt var að hlása upp og nota sem flotholt, þegar farið var yfir ár. Einingar hersins voru 10.000 manna deildir, sem skiftust i þúsund manna sveitir, liver sveit í tíu 100 manna fylkinggr, en í hverri fylking voru tiu riðlar. Auk bardagamannanna var hjálparlið með hverri deild: verkfræðingar og sjerfræðingar, sem sjórnuðu stein-slöngvivjel- um og öðrum vjelum til umsát- urs borga; ennfremur matvæla- stjórar, viðgerðamenn, umsjón- armenn hergagna og afgreiðslu- stöð fundinna muna. Og að haki hernum stóð öll þjóðin, sem vann að þvi að framleiða mat og úthúnað handa hernuni, en sparaði sjálf við sig alt sem hún gat. Það sem einkendi hardagaað- ferð Genghis Khan var hin und- ursamlega nákvæmni og sam- starf, sem aðeins fæst með mik- illi þjálfun. Sveitunum var skip- að í finnnfalda röð, en breiðar geilar á milli. Fremst komu at- lögumennirnir. Þeir voru mikið vopnaðir og notuðu riddara- sverð, lensur og kylfur. En að haki þeim komu ríðandi bog- menn. Þegar atlögumennirnir höfðu ])eyst fram komu bogmennirnir á eftir og' hófu skothríðina með- an þeir voru á sprettinum. Þeg- ar þeir nálguðust víglínu fjand- mannanna stigu þeir af haki, skiftu um boga og heltu þungu örvunum í örvamælinn. Það sem mest undir komið var snerpan í skóthríðinni og hve vandlega henni var heiut að takmörkuðum svæðum. Hafði slíkt aldrei sjest áður í hernaði. Þegar riðlun var komin á óvinaliðið gerði framliðið nýja atlögu til þess að fullkomna tvístringinn. Fór þetta fram efl- ir ákveðnum reghun. Engin skipunarorð voru kölluð, en skipunum komið áleiðis með því að veifa hvítum og svörtum flöggum. Mongólum varð ágengt í at- lögum sínum vegna þess, að þeir höfðu betri vopn en hinir, voru fljótari að komast í færi við óvinina og fyrri til að hefja örvahríðina, og einnig voru þeir beinskeyttari. Herir Kín- verja, hinir snörpu bardaga- menn múhameðssinna, riddarar og vopnamenn kristnu þjóðanna allir gugnuðu þeir undir örvaregni Mongólana. Oftasl nær var alt komið á ringulreið hjá óvinunum áður en liinir þungvopnuðu atlögumenn Mon- góla ljetu til skarar skríða. Þó að liinn mikli Khan væri liðfærri en óvinirnir, hafði liann að jafnaði lag á, að hafa allan herinn lil taks einmitt þar, sem mest á reið. Hann kunni þá list að dreifa lierliði óvinanna en þjappa sinu eigin liði sem mest saman. Hann var meistari í því að blekkja — koma með her sinn einmitt á þann stað, þar sem óvinurinn átti síst von á lionum. Hann trvgði sjer oftasl sigurinn með hliðarárásum, i stað þess að ráðast beint fram- an að óvinunum, því að sú að- ferð var jafnan mannfrekari. Sóknir lians bygðust á flýti, voru fólgnar í því að draga ó- vininn uppi, með því að fara helmingi hraðar vfir. Hinar hraðfara fylkingar hans hjuggu skörð inn í víglínu óvinanna og skiftu þeim i oddfylkingar, og gerðu svo útaf við þá. Gengh- is Khan hafði það til, að senda þrjá eða fjóra sjálfstæða heri inn í sama landið, sinn á hverj- um stað, hundruð mílna hvern frá öðrum, og án tillits eða nokkurs samhands hvern við annan, en svo vel var alt und- irbúið, að samvinna var á milli þessara lierja og þeir nálguð- ust þann staðinn, sem taka skyldi', sinn úr hverri áttinni en allir á rjettum tíma. Sumar styrjaldir Genghis Khans unnust með áróðri, sem haldið var uppi áður en her- inn Ijet til sín taka. Enginn hefir farið fram úr þessum bar- bara, sem þó kunni livorki að lesa eða skrifa, í því, að beila orðunum sem vopni. Hann not- aði lestakaupmennina sem „fimtu herdeild.“ Hann Ijet þá leigja sjer skósveina í hverju þvi landi, sem hann ætlaði að ráðast á í það skiftið. Hann kynti sjer landafræði landsins, þjóð þess og stjóriimálaástand, hann náði í óánægða menn og sigaði mönnum saman. Njósnarar hans í Islam gátu frætt hann á því, að móðir sol- dánsins öfundaði hann af völd- um hans. Genghis Khan ljel semja hrjef til heimar', og henni þakkað, að hún hefði hoðið honum stuðning. Svo hagaði hann því þannig, að sá, sem hann sendi með hrjefið var handtekinn af mönnum soldáns- ins og brjefið komst í hans hendur. Þegar herir Genghis Khans komu í landið lá við sjálft að það væri komin horg- arstyrjöld. Genghis Khan átti sína quisl- inga í mörgum löndum. Hann mútaði spiltum stjórnmála- mönnum. Njósnarar hans lcom- ust að þvi, að kínverski her- málaráðherrann hafði stolið sjóðum úr sjálfs sín hendi. Þeg- ar fregnin komst á loft urðu stjórnmálavandræði í Kína, en einmitt um sama leyti hjelt Genghis Khan liði sínu inn i landið. Hann notaði einnig áróður til þess að skelfa fólk. Það var al- geng regla, að brýna fyrir þjóð- inni, sem hann ætlaði að ráð- ast á, hvílíkum skelfingum þær þjóðir hefðu orðið að sæta, sem áður höfðu reynt að veita Genghis Khan viðnám. Annað- hvorl var að gefast upp eða verða afmáður! — Þannig var aðvörun hans. En þegai- and- stæðingarnir gáfust upp þá fór liann eldi og stáli um landið og afmáði þá eigi að síður. Hann beitti og áróðrinum á skynsamlegan liátt heima fyrir, lil þess að auka þjóðinni hug- rekki. Hann hóf stai-f her- mannsins til skýjanna og hrýndi það fvrir þjóðinni að allir aðr- ir ættu mikið á sig að leggja, til þess að hermennirnir gætu verið á vígvellinum. Hann kendi þjóð sinni, að Mongólakynið væri yfir alla aðra menn hafið. En auðvitað var það hæpin kenning. Kynin voru blönduð að uppruna, þá eigi síður en nú. Hjá honum var ógnarstjórn- in köld og ástríðulaus leið að markinu. Ef horg veitti honum viðnám þá brendi hann hana og brytjaði niður fólkið, karla, konur og börn. Það var lækn- ing sem kvað að. Svo skildi hann eftir nokkra af mönnuni sínum og eitthvað af föngum í borgarrústunum, þegar hann hjelt hernum á burt. Síðar voru fangarnir látnir lirópa á stræt- unum að Mongólaherinn væri farinn. Þeir fáu bæjarbúar, sem liöfðu dulisl í felustoðum komu þá út á strætin og drápu mongólsku hermennirnir þá jafnóðum. Skáru þeir af þeim höfuðin, svo að víst væri, að þeir gætu ekki látist vera dauð- ir. Aðeins i einni horg ljet Genghis Khan drepa 500.000 manns. En sagnfræðingar geta aðeius gert sjer mjög óljósa hugmynd um, hve mörgum miljónum manna hann hafi orð- ið að bana. T-jANNIG var vígvjelin, sem Genghis Ivhan hafði til þess að leggja undir sig heiminn. Hann dó i herferð árið 1227, þá 66 ára að aldri og á hátindi valda og frægðar. Eftir dauða hans hjelt víg- vjelin áfram. Afkomendur Iians urðu drotnarar allrar Asiu. Þeir komust lengra inn í Evrópu, sigruðu Ungverja, Pólverja og Þjóðverja. Enginn gat reist rönd við þeim. Mongólaríkið var enn í almætti á tínium Kuhla Khan, sonarsonar hans. Loks liðaðist ríkið sundur í höndum dáðlausra eftirkom- enda hans. Nú á timum eru Mongólarnir í Mið-Asíu veik- bygð þjóð hirðingja, á nýjan leik. Karakorum er horfin i sandbyl j um Gohi-eyðimerk u r- innar. Og heila má að liið rjetta nafn borgarinnar sje gley-mt. En hernaðarmenn hafa eldci gleymt nafni Genghis Khans. Og MacArthur hershöfðingi ráð- leggur mönnum að kynna sjer skoðanir hans á hinum óbreyt- anlegu nauðsynjum stríðsins. MILO NEI1DS0LUBIR6ÐIR ARNI JÓNSSON. HAFNARSTR 5

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.