Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1942, Page 8

Fálkinn - 25.09.1942, Page 8
8 FALKINN TOHN CORNAVALL bankastjóri ** verslunarbankans i Cypress, Florída, átti fyrir höndum óþægilegt skylduverk. Óþægilegt — af því að hann var hjartagóður maður. Hann var upp nieð sjer þarna sem hann sat i innri skrifstofunni sinni og hlustaði á ysinn og þysinn í af- greiðslusalnum. Því að dugnaði lians og forsjálni var [)að að þakka, að bankinn liafði l'lotið óskaddaður framhjá kreppi)skerjunum, sem orð- ið höfðu svo mörgiun að falli í heimsstyrjöldinni og árin eftir hana. Enda virtu hann allir lyrir þetta þrekvirki, jafnvel Odadias Nale, slægasti, samviskulausasti og ríkasti maðurinn í Cypress — og sá á- gjarnasti um leið. Nale mundi aldrei hafa trúað öðrum manni fyrir hin- um miklu fjármunum sínum en ein- mitt John Cornwall. En þennan hjarta og lireina nóv- embermorgunn börðust mótstæð öfl um tilfinningar John Cornwall. Þarna frammi í gjaldkerabúrinu slarfaði Sidney Fitch, ungur, dug- legur og hæverskur, og fólkið sem stóð með peningana sína fyrir utan búrið, hafði ekki hugmynd um hví- iík hætta gat beðið þeirra, eða hver það var, sem tók við þeim. Þ^tta var svo hræðilegt að Cornwall kendi til. Bankinn hans, lífsstarf lians, var í hættu vegna stórglæpamanns! Og svo hugsaði hann til fangelsis- ins — hinnar hræðilegu æfi þar. Hann hafði einu sinni komið inn í tugthús til þess að þekkja þar mann, sem hafði gert sig sekan um fölsun. Og Fitch var svo ungur og virtist vera svo efnilegur! „Góðan daginn,“ sagði banka- stjórinn þegar Fitch kom inn. Gjaldkerinn svaraði kveðjunni rólega og enga forvdtni var að sjá í bláum augum hans, út af því að hann hafði verið kallaður inn. Hann var kornungur og virtist veikbygður, því að andlitið var fíngert og kven- legt. Cornwall átti bágt með að trúa orðsendingunni, sem hann hafði fengið rjett áðan: áð þessi maður væri hættulegur stórglæpa- maður og snillingur i að skifta um gerfi. En bankastjórinn þekti skyldur sínar gagnvart því saklausa fólki, sem lagði peninga sína í bankann, og liafði fult traust á honum. „Þjer hafið nú, Fitch, verið hjá okkur i jirjá mánuði, vegna þess hve auðtrúa við vorum.“. Það var eins og gjaldkerinn storknaði. „Hvað eigið þjer við, bankastjóri?“ sagði hann. „Jeg á við það að þjer liafið tap- að leiknum. Þjer komuð hingað með fölsuð meðmæli, og þjer hafið setið fimm ár í fangelsi fyrir bankarán!“ Fitch stóð þarna stinnur eins og likneski og bankastjórinn lijelt á- fram: „Þjer ljekuð laglega á okkur með þessum meðmælum frá lands- bankanum I Melville i Californía. Þjer hafið víst haft einhvern sam- sckan yður til aðstoðar, sem hefir sett brjefið á póst þar. Þjer áttuð kollgátuna er þjer gerðuð ráð fyrir, að við mundum láta okkur nægja að fá tilkynningu beint þaðan. En má jeg spyrja, hvernig fóruð þjer að því, að ná í brjefið frá okkur til bankans j)ar?“ „Jeg bauð hraðritaranum yðar að láta brjefið í póst fyrir hann,“ svar- aði Fitch hvíslandi. „Jæja, var það þannig? Þetta var sem sagt mjög lævíslega úthugsað, og kanske hefði j>að alt farið eins og þjer ætluðust til, ef maður frá Melville hefði ekki heimsótt okkur í gær. Hann hafði verið bókari i fylkisbankanum þar í nokkur ár, og þessvegna mintist jeg á yður. Það eru svo tilviljanir, sem forsjónin leggur manni í hendur stundum. En lítið þjer nú á, Fitch, jeg hefi varið Jiróttmesta skeiði æfi minnar til þess að efla þennan banka, og Eugene lones: SJÓÐUR SVÍÐINGSINS hvað búist þjer nú við, að jeg geri við mann með yðar — mannkost- um?“ Gjaldkerinn vætti varirnar. „Hafið þjer nokkru að svara áð- iir en jeg afhendi lögreglunni yður?“ „Nei, — nei, sir!“ „Þjer ætlið ekki að reyna að af- saka yður eða gefa skýringu?" Fitch krepti hnefana. „Hvað stoð- ar það? Þjer niunduð ekki trúa mjer. Það er rjett, jeg hefi setið i fangelsi í fimm ár. Látið jijer bara lögregluna koma!“ „Eina spurningu fyrst,“ sagði Cornwall á báðum áttum. „Ur því að þjer komuð hingað til að ræna bankann -—: hversvegna hafið þjer dregið það svona lengi? Þjer hafið margsinnis haft ágæt tækifæri til þess!“ „Það sem jeg hefi fram að færa kæmi mjer ekki að neinu haldi, j)ví að enginn trúir því, sem fyrverandi tugthúsfangi segir,“ svaraði Fitch. Cornwall laut fram. „Hlustið þjer nú á,“ sagði hann. „Jeg hefi haft ’saman við allskonar fólk að sælda. Maður í minni stöðu verður að geta Jjekt þjóf — ekki eftir heldur áður en hann liefir framið glæpinn. Finst yður ekki skrítið, að jeg skyldi hafa tiltrú til yðar?“ „Þjer voruð gabbaður.“ „Nei,“ hrópaði bankastjórinn og barði í borðið. „Þjer hafið ekki dregið yður einn einasta eyri, og þjer hafið verið besti gjaldkerinn, sem jeg hefi haft til j)essa. Segið rnjer nú alla söguna, ungi maður — annars verð jeg að ofurselja yður lögreglunni. Jeg hefi fulla samúð með ungum mönnum eins og yður sonur minn týndi lífi áður en hann hafði lokið námi — það var bifreiðarslys." Fitch glúpnaði. Hann reikaði fram gólfið og ljet fallast niður í stól við borðið, lagði handleggina á borð- röndina og grúfði sig fram á þá. „Drottinn minn!“ sagði hann kjökr- andi, — „bara ef þjer gætuð trúað mjer — en enginn vill trúa mjer!“ Cornwall klappaði honum á liöf- uðið. „Jeg skal trúa yður — vegna hans sonar mins!“ Fitch hjelt áfram án j)ess að líta upp, og röddin brást honum: „Það sem jeg þurfti var tækifærið. Þegar jeg kom úr fangelsinu fyrir tveimur árum vihli enginn banki ráða mig til sín, en jeg kunni ekkert nema bankastörf. Jeg reyndi margskonar vinnu, en dugði ekki til hennar. Og j)á var það að jeg gerði mig sekan í j)essari fölsun, ])ví að mjer datt í hug að jeg gæti fengið stöðu í banka aftur, ef jeg færi j)angað sem enginn þekti mig. Og þegar jeg hefði starfað j)ar nægilega lengi til j)ess að sanna, að jeg væri duglegur til verka og samviskusamur maður, ætlaði jeg að segja húsbónda mín- um upp alla söguna — og liann muníli trúa mjer. Hjerna hafið j)jer og allir verið mjer svo góðir, að jeg var farinn að fá virðingu fyrir sjálfum mjer; en nú ' — nú er úti um alt, sir!“ Cornwall hafð hrærst og augu hans fyltust af tárum. Hann studdi hendinni ennþá á höfuð unga mannsins og hugsaði til sönar síns, sem hafði dáið svo sviplega í blóma lífsins. Mundi líf þessa unga manns ekki enda með enn sviplegri liætti? Guð bauð mönnunuin að fyrirgefa náunga sínum; en bankastjóri var ekki sinn eigin herra. Hvernig nmndi framtíð Fitch verða? Hver tugtliúsvistin eftir aðra og el' til vill líflát í rafmagnsstólnum að lokum. Bæði þessi ungu mannslil' týnd, annað fyrir hendi forsjónarinnar en hitt fyrir mannanna hendi! „Látið ekki hugfallast, sonur!“ sagði hann jiegar hann lial'ði liugs- að sig um stundarkorn. „Þjer skul- uð ekki fara í fangelsi aftur. Þjer skuluð halda áfram að dvelja hjer í bænum og bera höfuðið hátt. Jeg vil hjálpa yður á sama hátt og jeg mundi óska, að aðrir hefðu getað hjálpað drengnum mínum. Vitan- lega get jeg ekki látið yður gegna gjaldkerastörfum hjerna áfram; j)að gæti orðið bæði mjer og yður hættu- íegt. Ef bankaráðið kæmist á snoð- ir um 'jætta mundi l)að láta mig segja af mjer stöðu minni j)egar i stað, og sagan verða hljóðbær i bænum. En mjer dettur nokkuð i hug. Kunnið j)jer að stýra bifreið?" „Já, víst kann jeg það,“ svaraði Fitch ákafur. „Jeg hefi einu sinni tekið þátt í kappakstri og kom að marki með þeim fyrstu!" Cornwall brosti. „Gott,“ sagði hann, „mig vantar einmitt bílstjóra. Heyr- ið j)jer nú - j)jer hafið flusl hing- að suður á bóginn vegna þess að þjer voruð veill fyrir brjóstinu, og nú hafið þjer komist að raun um, að þjer þolið ekki inniseturnar í bankanum. Þessvegna verðið j)jer að taka yður aðra atvinnu. Enginn sjer neitt athugavert við það og enginn fer að hnýsast í fortíð yðar l)essvegna. Eftir nokkra liríð losn- ar sennilega pláss i einliverju úti- búinu okkar og ])að skuluð þjer fá. Svo mikið traust ber jeg til yðar, Fitch!“ Ungi maðurinn stóð hægt upp. „Jeg get ekki sagt annað en það, að sonur yðar liefir átl besta föður, sem lifað liefir á jörðinni. Guð gæfi að jeg yrði einhverntíma ])ess um- kominn að geta launað yður |)etta.“ —‘ --— í nærsveitunum kringum Cypress lifði fólk einkum á app- eisínurækt, og ])egar appelsínu- trjánum þóknaðist að bera góðan á- vöxt þá fyltust bankarnir í bænum af peningum, en þegar uppskeran var rýr tæmdust allar fjárhirslur. Veturinn 1922 hófst með miklum og köldum norðanvindum og skjálf- andi skemtiferðamönnum, og brenn- andi ofnar voru settir í alla aldin- garða, Bændurnir töldu að þeir gætu haldið lífi í trjánum, en liitt væri efasamt hvort þeir fengi nokkra seljanlega uppskeru, og svo varð vorið enn verra en veturinn hafði verið — svona til að þóknast þeim bölsýnustu. Allar horfur voru á hallæri og varfærnustu bændurnir foru að hugsa um, að taka peninga sína út úr bönkunum; þeir sáu fram á, að margir mundu þurft þess síð- ar og að svo gæti farið, að bank- arnir kæmust i þrot með handbært fje. Daginn eftir a'ð bankastjórinn tal- aði við Fitch kom Obadias Nale að lúkunni lijá gjaldkeranum. „Góðan dag!“ hvæsti hann. Obadias liafði mist röddina fyrir nokkrum árum i einu ofsakastinu, og í sama kastinu hafði konan lians flúið frá honum til fjölskyldu sinn- ar í New York. Og hvorki röddin nje konan höfðu komið aftur. „Ef Cornwall er við þá biðjið liann að koma hingað fram,“ sagði hann. Cornwall kom og hitti Obadias skininn og skroppinn, vafinn inn i l>ykka loðkápu og með ullartrefil um hálsinn. Hörundið á andlitinu á honum var herpt saman af kuldan- um, því að líkast var og að leygt hefði \7erið á því á kinnbeinunum, e' ns og þegar tjald er jianið með slögum. Augun voru vot undir loðn- um brúnunum, svo að hann varð alt- af að vera að þurka úr þeim. Þetta, ásamt hæsinni í rómnum, varð til þess, að líkast var og han væri að gráta af eintómum brjóstgæðum, er hann krafiðst þess að fá alla pen- ingana sína út úr bankanum „Hvernig ganga viðskiftiii?“ spurði liann og þurkaði sjer um augun. „Það eru betri tímar hjá okkur en báendunum,“ svaraði Cronwall. „Jeg kenni i brjóst um þá.“ „Já — hm — já. Það er sorg- lcgt. En hjá yður sjálfum gengur þá alt vel?“ „Já, þakka yður fyrir. Við höfum komist af liingað til.“ „Það er þá engin hætta á að þjer h>kið bankanum fyrsta kastið?“ „Nei, varla.“ Ýmsir innlánsfjáreigendur sem stóðu þarna nærri fóru að sperra eyrun, og Cornwall sá ])egar, að þetta gat verið hættulegt. „Ef þjer þurfið að tala við mig, herra Nale, ])á gerið svo vel að koma inn í skrifstofuna mina,“ sagði hann. „Nei, Cornwall, jeg ætla ekki að ónáða yður,“ svaraði Obadias. „En viljið þjer biðja bókarann, að gera upp Y’ i ðsk i'f t arei k n i n g i n n minn. Jeg kom með töskuna mína með mjer.“ Það varð þögn í salnum og þessi þögn verkaði á alla innstæðueig- endurna eins og eiturgas. Þeir teygðu úr sjer og störðu á mann- inn með töskuna. Svo að Nale ætl- aði að taka út peningana sína? Á livað vissi ])að? Kreppu? Banka- lirun? Já, eflaust. Cornwall hugs- aði sig um í flýti. Ef hann minti Nale á, að ekki mætti taka út stærri upphæð nema tiu þúsund nema með tveggja daga fyrirvara, þá væri það sama og að viðurkenna fyrir þeini, . sem á hlýddu, að bankinn stæði veikum fótum. 'Það var nauðugur einn kostur að borga honum pen- ingana brosandi. Tuttugu þúsund í einu — og á morgun var laugar- dagur og þá voru altaf miklar út- borganir. Og Nale heimtaði bein- harða peninga. Hvaða dilk gal þetta dregið á eftir sjer? „Já, sjálfsagt,“ svaraði Cornwall brosandi, „þó okkur þyki leitt að missa • yður sem skiftavin, herra Nale. Hvernig viljað þjer fá ])etta?“ „Eins og yður hentar best,“ svar- aði svíðingurinn glottandi. „Jeg verð vist að taka eitthvað af þessu í verðbrjefum, því að þjer hafið það varla ,alt í peningum.“ „Jú, við liöfum að minsta kosti nóg til að fullnægja yður, herra!“ „Sjáum við til!“ Hann þurkað’ sjer um augun og hjelt áfram: „Slæmir tímar, herra Cornwall — erfiðir tímar. En jeg ætlaði ekki að móðga yður. Segið þjer banka- ráðinu, að jeg ætli ekki að skifta uin banka, en að jeg treysti ekki á neinn banka. Bankarnir lijerna lifa á appelsínum og þeir þrífast ekki iienva af góðum appelsínum." CornYvall ljetti. Þetta var þá ekki samsæri hinna bankanna gegn vers’- unarbankanum, eins og hann liafði óttast; því að samkomulagið milli hankanna var alls elcki gott. En gamli svíðingurinn trúði ónýta pen- ingaskápnum sínum best fyrir maui- unum sinum. Það var vafasamur lieiður fyrir verslunarbankann. Hví- lík flónska! Gamlir peningaskápar voru illls ekki tryggir, staðir; en látum Nale um það! Gjaldkerinn var að koma n.eðan úr liólfadeildinni og gestirnir í af- greiðslusalnum góndu á hann með-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.