Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.02.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YHSSfU LES&HbURHIR Prinsessanog EINU. sinni var kongur, sem átti góða og fallega dóttur, og þau áltu hamingjusama daga, þó að drotningin vœri dáin. Svo bar við einu sinni um vetur, að prin- sessan ^ var á gangi úti í garði, og sá ofur smá spor í snjónum. „Hvaða dýr skyldi eiga þessi spor,“ hugsaði hún, en þá heýrði hún i sama bili hvar köttur mjálmt aði skelfing aumlega. Hann sat uppi i trje og horfði á hana. „Kisa, kisa, kisa!“ kallaði hún og þá hljóp kötturinn til hennar. En í sama bili kom galdramaðurinn úr skóginum þarna, og hann var reiður. „Þetta er kötturinn, sem jeg hefi engan frið fyrir — hann er altaf að mjálma!“ sagði galdramaðurinn og lyfti töfrasprota sínum, en prin- sessan stöðvaði hann — hún var hrædd um, að hann myndi breyta kettinum í stein eða eitthvað verra. Og svo sagði hún: „Jeg skal fara með köttinn heim i höll og gæta hans vel. Þú mátl ekki vera argur út í hann, herra galdramaður.“ Úr því að prinsessan tók svari kattarins svona vel, gat jafnvel ekki galdramaðurinn sagt neitt við því, og svo fór hann sína leið, en prins- essan tók köttinn og bar hann heim. Nú varð kötturinn í höllinni og honum leið vel, þangað til kongur- inn giftist aftur. En þetta var ekki góð drotning, heldur vond kona, sem öllu vildj ráða og öllum gera ilt. „Hvað á þessi ljóti köttur að gera hjerna?“ spurði hún einu sinni, þeg- ar hún sá svarta köttinn. „Jeg er viss um, að hann stelur bæði osti og rjóma. Það gera allir kettir.“ „Ekki kötturinn minn,“ sagði prinsessan. „Hann etur það, sem jeg gef honum, og----“ „Ertu svörul? Þú ert jafn illa sið- uð og kötturinn þinn, og það sætti jeg mig ekki við,“ sagði drotningin reið. Hún hjelt áfram að niða á kong- inum, þangað til hann sagði, að kötturinn mætti elcki vera i höll- inni lengur, og skipaði að reka hann á burt. „Aumingja kisa min!“ sagði prins- essan og tók köttinn upp. „Eigum við nú að skilja? Þú mátt ekki reið- ast mjer, því að þetta er ekki mjer að kenna — en nú verðurðu að bjarga þjer sjálf. Og vertu nú sæl.“ Svo fór kötturinn og var rekinn úr höllinni, en drotningin var ekki ánægð samt. „Hvað hefír þessi prins- essa að gera hjer?* hugsaði hún. „Öllum finst hún svo falleg og góð, en enginn tekur eftir mjer.“ Prinsessuna grunaði ekki hvað drotningin ætlaðist fyrir, en hún fjekk bráðum að reyna það. „Þú hef- ir ekkert að gera hjerna í höllinni,“ sagði drotningin. „Snautaðu burt og reyndu að vinna fyrir þjer sjálf. Þú verður sett í fangelsi, ef þú kem- ur aftur.“ svarti kötturinn Prinsessan gat ekki borið sig upp við konginn, þvi að hann var i ferða- lagi, og þess vegna notaði drotning- in tækifærið lil að reka hana. Prinsessan fór af stað, hrygg í liuga. Drotningin hafði fengið lienni ljeleg föt, en tekið öll finu fötin liennar, svo að hún var eins og um- Tcomulaus fátæklingur í atvinnuleit. En hvergi þurfti fólk á henni að halda, þar sem hún spurði. Kon- urnar tóku eftir hve hendurnar á henni voru hvítar og fínlegar. „Þú kant víst ekkert til vinnu,“ sögðu þær. „Jeg þarf stúlku, sem getur pælt kálgarð, skúrað og mjólk- að, en ekki neina hannyrðasteinku.“ Loks kom prinsessan að ofurliilu koti. Þar bjó gömul kona, sem var bæði fátæk og veik. „Þú mátt vera hjerna, ef þú vilt, og sofa í eldhús- inu, en jeg á ekki nema einfaldan mat og þú verður að sjóða hann sjálf.“ Prinsessan varð glöð og lofaði að gera alt sem hún gæti fyrir gömlu konuna. „Eldhúsgólfið er óhreint, en þú getur vist ekki þvegið það,“ sagði gamla konan. En prinsessan fór undir eins að þvo gólfið. Þetta var erfitt verk, sem hún var ekki vön, en samt tókst það nú, vel. En þá heyrði hún kött mjálma og leit upp. Var köttur á heimilinu? Og.hún varð heldur en ekki forviða, þegar hún sá, að þetta var köttur- inn hennar. Nú var hann ekki strok- inn og gljáandi, heldur magur og ótútlegur. Veslings kötturinn, hann hlaut að hafa átt slæma daga. „Æ, veslingurinn minn!“ sagði hún og tók hann í fangið. „Nú erum við bæði jafn fátæk og ógæfusöm, við verðum að vera hjá ókunnugutn og eigum ekkert heimili framar! Góða kisa mín!“ Og svo kysti prinsessan veslings svarta, ljóta köttinn, og svo — — Jæja,'hugsið þið ykkur: Þá hvarf kötturinn, en í stað hans stóð þarna undur íallegur prins, sem lyfti prins- essunni upp, þar sem liún lá á linjánum á gólfinu. Og kofinn gömlu konunnar breyttist — því að konan var í rauninni ljúflingur — og prins- inn sagði: „Nú er jeg kominn úr álögunum og þú hefir leyst mig úr þeim, með því að kyssa mig! Nú förum við bæði þangað, sem við eigum heima. Þú skalt elcki vera hrædd við vondu drotninguna, hana stjúpu þína, þvi að nú verður þú drotningin mín — ef þú vilt eiga mig!“ Prinsessan var nú svo sem til í það, því að henni leist ósköp vel á prinsinn, þó að hann hefði verið köttur áður. Og nú komu allir þjónarnir hans með vagna, hlaðna dýrindis klæðum og dýrum skartgripum, svo að brúð- ur prinsins gæti klætt sig eins og henni hæfði. En vonda drotningin varð gul og græn af öfund, þegar hún heyrði hvernig farið hafði með prinsessuna „Það er maður eftir mínum smekk, hann tengdafaðir minn,“ sagði Skot- inn. „Jeg heimsótti hann á nýjárs- dag og þá tók hann upp nýja viskí flösku — og henti tappanum í eld- inn!“ Skotskur bóndi lá á banasænginni og var að ráðleggja konunni sinni, að hún skyldi giftast vinnumannin- um, undir eins og hann væri dauður til þess að þurfa ekki að borga hon- unrkaup. Sagðist bóndinn ekki geta dáið rólegur fyr en hún hefði lofað sjer þessu*. „Þjer er alveg óhætt að deyja fyrir því,“ sagði konan, „því að við Sandy erum búin að ganga frá þessu.“ „Jeg hefi sjeð betri daga,“ sagði betlarinn, sem barði á dyr hjá mann- inum í Aberdeen. En hann svaraði: „Það hefi jeg líka — betri daga en i dag. En jeg hefi engan tima til að tala um veðrið við yður núna.“ Og svo skelti hann aftur hurðinni. Gleraugnasalinn er að senda son sinn í sendiferð með gleraugu og leggur honum lifsreglurnar: Segðu að þetta sjeu tvö pund, og ef hann segir ekki neitt við þvi, þá bættu við: „Fyrir umgerðina.“ Ef hann segir ekkert við því, þá segir þú: „og tvö .pund fyrir glerin.“ Taktu svo málhvíld og bættu við ef þú getur: „hvort þeirra.“ Presturinn liafði prjedikað fimm stundarfjórðunga um spámennina — alla stóru spámennina og svo þá litlu, hvern eftir annan. „Og nú komum við að Habakúk,“ sagði presturinn. „Hvað eigum við að gera við liann?“ „Hann getur fengið sætið mitt,“ sagði þreyttur áheyrandi. „Jeg er að fara heim!“ Jones: „Heyrið þjer þjónn, hjerna eru tveir shillingar." WALTER: „Þakka yður fyrir, herra. Jeg geri ráð fyrir, að þjer’ ætlist til, að jeg taki frá borð fyrir yður.“ Jones: „Nei, það geri jeg ekki. En jeg kem hjerna inn með tvær stúlk- ur, eftir tíu mínútur, og þá ætlast jeg til, að þjer segið við mig, að öll borð- in sjeu lofuð.“ Það var farið að dimma, og bíl- ferðamaðurinn frá Aberdeen hafði staðið lengst af deginum yfir þvi að gera við bifreiðina sina einhvers- staðar uppi í Hálöndum. Þegar hann leit yfir allar rærnar og naglana, sem hann áíti enn eftir að koma fyrir, sagði hann ánægður: „Ekki hefi jeg eytt miklu bensíni í dag — hver veit, nema jeg spari injer líka gistingu í nótt.“ Tveir kunningjar, sem höfðu ekki sjeð Macpherson lengi, komu sjer saman um að heimsækja hann eitt laugardagskvöld. Frú Macpherson kom til dyra. „Á Macpherson heima hjerna?“ spurðu þeir. „Já,“ sagði konan samstundis. „Reynið þið að drösla honum inn,“ Gamall prestur kom úr húsvitjun í söfnuðinum og segir við konuna sína: „Jeg er alveg uppgefinn! Jeg hefi gert nítján heimsóknir, beðið nítján bænir og drukkið nitján glös af viski.“ Aberdeenbúi hafði verið á knatt- spyrnu í Glasgow. Þegar liann kom lieim sagði hann frá lcnattspyrnunni, en einn áheyrandinn spurði: „Var hliðið að knattspyrnuvellinum stórt?‘ „Minstu ekki á það,“ sagði maður- inn. „Það er slærsta hliðið, sem jeg hefi nokkurn tima klifrað yfir.‘ Rob: „Hjerna hefi jeg keypt mjer miða að töframanninum, Jeanie!“ Jeanie: „Það var ágætt. Jeg ætla að biðja þig um að taka vel eftir, þeg- ar hann tekur eina teskeið af hveiti og citt egg, og býr til úr þessu tutt- ugil eggjakökur. Við þurfum að læra það.“ Aberdeenbúi (sem hefir verið bjargað l'rá druknun): „Þú hefir bjargað lífi mínu, kunningi, og jeg mundi glaður gefa þjer einn shilling, en jeg hefi ekki minna, en tveggja sliillinga pening.“ Strákurinn: „Það gerir ekkert til. Jeg skal gjarnan kasta mjer í sjóinn aftur.“ og köttinn. En allir Ijetu sjer standa á sama um það, og enginn bauð lienni i veislu, s\to að liún varð altaf að hýrast heima í höllinni og láta sjer leiðast. Og það var líka mátu- legt handa henni. Drekklð Egils-öl J /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.