Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.02.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N I BEDRBES SIElEBDn |__________ - OD . • i | Flæmska búðin ætla'ði að grípa það, en faðir hennar and- æfði því: " „Nei, væna mín. Þetta er ekki fyrir þig-“ En Maigret rjetti Josep Peeters skjalið. „Jeg er hárviss um að yður þykir þetta merkilegt ......“ Þau sátu kringum borðið: Josep og Mar- guarite, Anna og móðir liennar; sú síðast- nefnda var altaf að standa upp til þess að gæta að kaffinu. Eins og sönnum Belga sæmir þá drakk læknirinn borgundarvín með vindlinum sínum. Maigret hafði sjeð margar rísgrjónatert- ur í eldhúsinu þegar hann fór inn. • „Þetta er vissulega mjög ítarleg skýrsla,“ sagði læknirinn, „þó að hún segi ekkert um hvort .... hvort . . . .“ Hann gaut hornauga til dóttur sinnar og var vandræðalegur. „Hvort lienni hefir verið nauðgað,“ sagði Maigret þjösnalega. Og það lá við að hann skelti upp úr þeg- ar hann sá svipinn, sem kom á andlitið á Iftla lækninnm við þessi orð. Ekki svo að skilja að liann væri ekki viðbúinn að ræða þetta mál, en honum fanst tilhlýðilegra að gera það með tæpitungu. „Það hefði verið fróðlegt að vita það,“ hjelt hann áfram. „Þvi að þegar um svona mál er að ræða .... það var til dæmis eiti á döfinni 1911. . . .“ Og svo fór hann að lýsa mjög ómerki- legn tilfelli og talaði samfelt rósamál, en Maigret veitti þessu enga athygli. Hinsveg- ar veilti hann Josep glögga athygli meðan liann var að Iesa skýrsluna. Þetta var enginn skemtilestur. Það var ítarleg lýsing á líki Germaine Piedbæuf, eins og það leit út eftir langa rotnun í ánni. Josep var fölur. Hann var með vesæld- arlegt nef eins og Maria systir lians. Mundi hann i’ifa handritið sundur? Eða inundi liann hlaupa yfir það á liundavaði og rjetfa Maigret það aftur? Það þurfti e'nginn að vera í vafa um svarið. Hann las skjalið vandlega, línu eft- ir línu, og Anna hallaði sjer yfir öxlina á honum og las líka. Hann var að fletta við blaði er liún stöðvaði hann. „Biddu augnablik!“ Hún átti þrjár línur eftir ólesnar. Svo byrjuðu þau á næstu blaðsíðu, sem byi’jaði á þessum orðum: fíatið á höfuðskelinni er allstórt og ekk- ert er eftir af heilanum. Annaðhvort hefir hann verið tekinn út eða að fiskur liefir jetið hann. „Vilduð þjer gera svo vel að taka glasið yðai’, hei*ra fulltrúi, svo að jeg geti lagt á borðið ?“ Frú Peetei’s tók öskubakkann, vindla- kassann og snapsflöskuna og setti það á arinhilluna og breiddi svo ísaumsdúk á boi’ðið. Anna og Josep hjeldu áfram að lesa en Marguerite var altaf að líta lil þeirra og öfundaði þau auðsjáanlega. Læknirinn skikli, að enginn var að lilusta á hann og fór að totta vindilinn sinn. Þegar Jósep hafði lokið við aðra blaðsíð- una var hann orðinn fölur eins og' krítai’- moli en skuggar í andlitinu báðum megin við nefið og ennið í einu svitabaði. Hann liafði fengið nóg af svo góðu, og það var hún sem fletti-yfir á þi’iðja blaðið og las ein það sem eftir var. Marguerite stóð upp og drap á öxlina á Jósep. „Veslingui’inn. Þú liefðir ekki átt að vera að lesa þetta .... Hvei’svegna ferðu ekki út og færð þjer frískt loft?“ Maigret hugleiddi þessa uppástungu. „Þetta er ágæt lnigmynd. Jeg lield að jeg vei’ði að ljetta mjer upp líka.“ Skömmu síðar stóðu þeir báðir berhöfð- aðir á árbakkanum. Það hafði hætt að rigna. Allsta'ðar þar, sem nokkurt bil var á milli prammanná, stóðu menn og voru að veiða. En einhversstaðar fyrir handan brúna heyrðist gjalla i rafmagnsklukku, sem var að tilkynna að kvikmvndahúsið væri að byrja sýningar þann daginn. Jósep fumaði við að kveikja sjer í sígar- ettu; svo góndi hann út. á ána. „Þetta hefir fengið á yður, er ekki svo? .... Afsakið að jeg spyr: en eruð þjer enn að hugsa um að giftast Mai’guei’ite ?“ Nú varð löng þögn. Jósep varaðist eins og heitan eldinn að líta framan í Maigret, sem stai’ði fast á liann frá hlið. Loks leit Jósep við, en það var i áttina til búðarinnar, sið- an horfði hann á brúna og loks á ána aftur. „Jeg veit eklci.“ „Hefur yður nokurntima þótt vænl um hana?“ „Hvei’.svegna ljetuð þjer mig lesa þessa skýrslu?“ Hann tók hendinni um ennið, og þrátt fyrir kuldann úli varð hann votur á hend- inni af svitanum á enninu. „Var Germaine miklu ófríðari?“ „Æ, vei’ið þjer ekki að spyrja mig að þessu .... Jeg veit það ekki .... Það hefir verið látið suða fyrir eyrunum á mjer sí og æ, að Marguerite væri fríð, og gáfuð, og mentuð, og allt þar fram eftir götun- um.“ „En hvérnig er það núna?“ „Jeg veit það ekki.“ Hann vildi ekkert um þetla lala. Það virtist svo sem að þau fáu orð sem lzann sagði, væru dregin út úr lionum með töngum. Hann kreisíji sígarettuna sína milli fíngi’anna, svo að brjefið rifnaði. „Hún er albúin til að giftast yður, þrátt fyrir drenginn?" „Já hún vill ganga honum í móðurstað.“ Hann glúpnaði. Hann virtist yfirkominn af þreytu, eða altekinn al' viðbjóði. Svo gaut liann hornauga til Maigrets til að sjá hvort von væri á fleiri spurningum. „Fjölskylda yðar virðist vera viss um að þjer giftist bráðum. . Eruð þjer í þing- um við Margurite?“ Svarið var eins og lágt urr: „Nei!“ „Hún mundi aldrei fást til þess?“ „Það hefir aldrei til þess komið........ Mjel- hefir aldrei dottið slíkt í liug..... Þjer skiljið þetta ekki.“ Og svo kom eins og gusa: „Jeg verð að giftast henni. Jeg verð að gera það.“ Þeir góndu báðir fram undan sjer. Mai- gret var farið að verða kalt, því að hann hafði farið út yfirfrakkalaus. í sama hili opnuðust dyrnar að búðinni og hann lieyrði. rjett einu sinni i bjöllunni, sem hann kannaðist svo vel við. Og svo lieyrð- ist rödd Margurite, mjúk og gælideg: „Hvað ertu að gera, Jósep?“ Jósep horfðist í augu við Maigret eitt augnablik, og augnaráð hans sagði skýr- ar en nokkur orð: „Jeg verð að gera það. Meira er ekki um það að segja.“ Og Marguerite hjelt áfram: „Þið fáið kvef ef þið norpið þarna úli lengur. Og svo er líka kaffið tilbúið.... Hvað gengur að þjer, Jósep. Þú ert ennþa fölur eins og vofa.“ Jósep snjeri í áttina að húsinu, en gat ekki stillt sig um að hvarfla augunum að horninu á litlu götunni, þar sem húsið er Germaine hafði áttt heima i, stóð í hvarfi, svo að þ'eir sáu ekki þangað. Anna var að skera risgrjpnatertuna í sneiðar. Frú Peeters sagði fátt, eins og hún finndi að börn hennar væru færari um að halda uppi samræðunum en liún. En undiréins og eitthvert þeirra sagði eitt- hvað þá brosti hún og kinkaði kolli til samþykkis . En þrátt fyrir allt þá virtist hún þó hafa ráðið við sig að láta til sin heyra við þetta tækifæri. „Ef þjer viljið afsaka mig, herra full- trúi.... jeg vona að þetta sje ekki nein vitleysa, sem jeg ætla að segja.“ Eins og til að bjarg'a sjer út úr klipunni tók liún stóra tertusneið og setti á diskinn hjá Maigret. „Jeg hefi lieyrt að ýmislegt liafi fundist um borð í Etoile Polairaire, og eins það að Cassin væri horfinn. . . . Ilann hefir komið hjerna í búðina nokkrum sinnúni. en loksins neyddist jeg til að liætta að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.