Fálkinn


Fálkinn - 09.06.1944, Page 3

Fálkinn - 09.06.1944, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprení. SKRADDARAÞANKAR Við atkvœðagreiðsluna 20. — 23. maí sýndu íslendingar það, að þeir geta verið sammála. En þetta er aðeins undantekning, sem staðfest- ir regluna um sundurlyndið. Þvi miður. Þjóðin liefir sýnt hvað hún vill, og ef lhin helciur ekki áfram að sýna það ])á er hún í liættu. Það hefir verið sagt, að árið 1944 sje hið örlagarikasta í sögu íslands, en ef að ísland á að skrifa sjer fagra sögu framvegis, þá verða mörg næstu ár hennar örlagarík merkisár. En það geta þau því aðeins orðið, að sam- heldnin og einingin, sem einkenndi atkvæðagreiðsluna, gleymist ekki, og að í staðinn verði stefnt í hið gamla l'ar sundrungarinnar. Það er áslæða lil þess að minna á þetta, því að sundrungin er rík i þjóðinni og hefir verið alla tíð frá því að saga hennar hófst. Við getum ekki neitað þvi að við erum ríkir að fordómum, öfund og fyrirlitn- ingu og fleiri’ löstum, sem löngum hafa eitrað sambúð nágranna og flokka. Við getum ekki neitað því að okkur hættir lil að kveða upp órökstudda dóma og hafa fyrirlitn- ingu á öllu því, sem frá andstæð- ingnum kemur, án þess að hafa í- hugað hvort það er gott qða illt. -----Það er gott og þarft að gera heitstrengingar á örlagastundum — og muna þær. Og þá heitstrenging gætu allir góðir íslendingar gert núna um þessar mundir, að temja sjer vaxandi þroska, vaxandi virð- ingu fyrir sannleik og rjetti, dafn- andi sanngirni en dvínandi óbil- girni. Temja sjer ættjarðarást verks- ins eigi síður en orðsins. — Þjóðin verður að muna hve lítil hún er og að þá smæð verður hún að bæta upp með því að auka mann- gildi hvers einstaklings. Hún má umfram allt ekki gleyma því, að stundarvelgengni sú, sem hún hefir átt við að búa síðustu ár, er af óeðli- legum orsökum sprottin, og að fram- tið einstaklings og þjóðar byggist á barátlu fyrir lífinu, eins og lijá öllum öðrum einstaklingum allra annara þjóða. í Sjómannadagurinn 1944 I sjöunda sinn hjeldu íslendingar sjómannadag sinn liátíðlegan á sunnudaginn var, og aldrei hefir hann verið með jafn miklum en þó virðulegum hátíðabrag en nú. Því sjómannadagurinn er fyrst og fremst minningardagur um þá, sem fallið hafa á hinum vota vigvelli hafsins á umliðnu ári. — En það sem setti sjerstakan svip á sjómannadaginn að þessu sinni var, að þá var lagður hornsteinn að liinni nýju sjómanna- skólabyggingu í Rauðarárholti. Gerði herra ríkisstjórinn það. Og liátíða- höldin öll fóru fram á svæðinu fyr- ir sunnan hina glæsilegu skólabygg- ingu, sem nú er að komast undir þak. Sjómannadagurinn hófst í raun- inni á laugardaginn, með kappróðr- inum á Rauðarárvík. í flokki skips- liafna varð skipshöfnin af bv. Helga- felli hlutskörpust og setti nýtt met: 4—12,7 mín. En næst varð skips- höfnin af b.v. Belgaum og þriðja skipshöfnin af b.v. Venus. Verðlaun í þessari samkeppni var ,,FiskimaS- urinn", sem Morgunblaðið gaf lil verðlauna fyrir nokkrum árum. En „June-Miinktell-bikm'inn“ frá Gísla J. Johnsen hreppti skipshöfnin af inb. Freyju. Sunnudagurinn hófst með því að öll innlend skip á höfninni voru flöggum skreytt, svo og fánar opin- berra stofnana og margir aðrir drógu fána að hún. Sjómannadags- merkið sást á flestum, sem á ferii voru. En aflíðandi hádegi tóku far- menn að safnast saman við Mið- bæjarslcólann, því að þaðan skyldi lagt af slað i skrúðgönguna. Var hún afar fjölmenn og þar gengu tíu fjelög undir fánum sinum, en 30 íslensk flögg voru í fylkingunni. Var þeim raðað meðfram þakbrún Sjómannaskólans, þegar þangað kom, kl. laust fyrir tvö. Skrúðgangan var mjög fjölmenn, en auk hennar hafði svo mikill mannfjöldi safnast saman við Sjó- mannaskólann, úr ýmsum áttum, að þarna var nú samankominn einn allramesti mannfjöldi, sem sjest hef- Mannfjöldinn viS hinn nýja sjómannaskóla. ir á útisamkomu í Reykjavik. Skip- uðu fánaberar hinna ýmsu fjelaga sjer i röð, fyrir aftan ræðustólinn, var hjúpaður fáni. Það var minn- ingarfáni sjómanna þeirra, sem Æg- ir tók á árinu, með 67 gylltum stjörnum, skipuðum' í krossinark 63 sjómanna og 4 farþega. Lúðrasveit Reykjavíkur aðstoðaði við atliöfnina, sem hófst með því að hún ljek sálmalagið „Jeg horfi yfir liafið“, en næst söng Hreinn Pálsson söngvari „Taktu sorg mina svala haf“ og ljek sveitin undir. Þá stje herra Sigurgeir Sigurðsson bisk- up í slól, og flutti minnigarræðu um hina látnu sjómenn, en hjúpur- inn fjell af fánanum, i byrjun ræðu hans. Vjek hann orðum sinum eink- anlega lil þeirra, sem um sárt eiga að binda eftir fórnir þær, sem Ægir hefir krafist, og mæltist með ágait- um, og flutti sköruglega, svo sem hans er vandi. f ræðulok var þögn í eina mínútu, en einmitt á þeirri Frh. á bls. ?4. Sveinn Sveinsson meS June-Munktell- bikarinn. Rikissljóri heiðrar íslenska fánann. Ríkisstjóri flyiur rœSu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.